Bankablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 3

Bankablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 3
Samband íslenskra bankamanna stof nað 30. janúar 1935. Aðildarfélög eru 18. Félagsmenn eru 3554. Skrifstofa: Tjarnargötu 14,101 Rvk. Formaður: Hinrik Greipsson. Aðrir í stjórn og varastjórn: Guðjón Skúlason, Sólveig Guðmundsdóttir, Anna G. ívarsdóttir, Páll K. ísberg, Anna Kjartansdóttir, Gréta Kjartans- dóttir, Gunnar Hans Helgason, Áslaug Jónsdóttir, Eva Örnólfsdóttir og Auður Eir Guðmundsdóttir. Starfsmenn: Einar Örn Stefánsson, framkvæmda- stjóri, Kristín Guðbjörnsdóttir, fræðslufull- trúi, Lísa K. Gunnarsdóttir, skrifstofumað- ur. 53. árg. desember 1987. Útgefandi: Samband ísl. bankamanna. Ábyrgðarmaður: Hinrik Greipsson. Ritstjóri: Einar Örn Stefánsson. Aðsetur: Tjarnargötu 14,101 Rvk. Símar: 26944 og 26252. Bankablaðið er prentað Í4000 eintökum og sent öllum félagsmönnum SÍB. Umbrot og filmuvinna: Repró. Prentun: Grafík. Stjórn og starfsfólk Sambands ísl. bankamanna sendiröllu bankafólki hugheilar óskir um gleðilegjól ogfarscelt nýtt ár. Hinrik Greipsson,formaðurSÍB: Banki framtíðarinnar er bankinn okkar Nú þegar bankastörf taka stórfelldum breytingum, með til- komu tölvuvæðingar bankakerfisins, er rétt að íhuga hver réttindi okkar bankastarfsmanna eru. í grein 10.3 í kjarasamningnum er kveðið á um, að „við meiriháttartcekni- og skipulagsbreytingarskal starfsfólk eiga kost á þjálfun til að mæta nýjungum í starfi sínu án þess að til beins kostnaðarkomi hjá starfsmanni eða tekjutaps íbankan- um". Sífellt breytast störfokkarog erþaðskylda Bankamanna- skólans að bjóða starfsfólki bankanna upp á námskeið til þess að þjálfa sig í breyttum störfum. SIB á tvo fulltrúa í stjórn Bankamannaskólans og er því ábyrgð þeirra mikil gagnvart félögum SÍB. Með tilkomu nýs húsnœðis Bankamannaskólans erskólanum sköpuð aðstaða til þess að auka starfsmenntun bankamanna. Við höfum nú þegar séð í starfsáœtlun skólans miklar breytingar í átt að aukinni menntun starfsmanna og erþað vel. Þótt eftil vill sé langt í tölvuvæðingu heimilanna, verðum við aðgera ráðfyrir aðfyrr en seinna komi að því að viðskiptavinir bankanna geti sinnt bankaviðskiptum sínum að mestu leyti á sínu eigin heim- ili. Við í stjórn SÍB munum kappkosta að fylgjast með tækni- þróuninni og reyna að miðla þeirri þekkingu til ykkar, félags- menn góðir, eftirþví sem aðstæðurgefa tilefni til hverju sinni. Verum ávallt minnug þess að bankiframtíðarinnarerbank- inn okkar. Gleðilegjól,farsælt nýtt ár! Fra geysif jölmennum fundi sem SÍB hélt i Átthagasal Hótels Sögu 2. maí í vor til að kynna nýgerða kjarasamninga bankamanna. Forsíðumyndina tók Róbert Ágústsson ljósmyndari í afgreiðslusal Landsbankans í Austur- stræti.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.