Bankablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 33

Bankablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 33
Kynningarstarf 33 Hluti fundarmanna. Við fremsta borðið sitja þrir stjórnarmenn SÍB, f. v. Anna Kjartansdóttir, Gunnar Hans Helgason og Eva Örnolfsdottir. væru í meirihluta. Dæmi var nefnt af | menn sjö talsins. Launum væri haldið útibúi, þar sem aðeins útibússtjórinn niðri, þar sem stöður væru ekki aug- hefur starfsheiti, en auk hans eru starfs- lýstar með starfsheitum. Lýst var ánægju með heimsókn stjórna starfsmannafélaganna og fund sem þennan, og sumir töldu að meira þyrfti að gera af slíku. Mætti þá jafnvel auglýsa ákveðna viðtalstíma, þar sem starfsmenn SÍB eða formenn starfs- mannafélaganna færu út á land og ræddu við bankamenn. Öryggismál og brunavarnir voru mikið rædd og kom í ljós, að þau eru víða í ólestri. Til dæmis væru slökkvi- tæki sem enginn vissi um og annað eftir því. Landsbankinn á Selfossi bauð sunn- lenskum bankamönnum til síðdegis- drykkju áður en borðhald hófst á Hótel Selfossi um kvöldið. Eftir góða máltíð og skemmtiatriði var síðan dansað af miklum móð fram á nótt. SÍB þakkar hlýlegar móttökur og gagnlegar sam- ræður á Selfossi og einkum og sér í lagi viljum við þakka Ólöfu Halldórsdóttur trúnaðarmanni í Landsbankanum á Sel- fossi fyrir hennar mikla framlag til kynningardagsins. Hún hafði forgöngu um allt skipulag á staðnum og leysti það svo vel af hendi, að ekki varð á betra kosið. Sparisjóðurinn í Kef lavík Sjóður Suðurnesjamanna Við sendum starfsmönnum banka og sparisjóða um land allt bestu nýársóskir og þökkum kærlega fyrir samstarfið!

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.