Bankablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 18

Bankablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 18
18 Erlent samstarf Hundrað ára afmæli Sænska bankamanna- sambandsins Á þessu ári heldur sænska banka- mannasambandið upp á aldar afmæli sitt. Hluli hátíðarhaldanna tengdist þingi sambandsins, en það er haldið annað hvert ár, að þessu sinni dagana 13., 14. og 15. maí. SÍB var boðið að senda tvo fulltrúa á þingið. Stjórn SÍB valdi Friðbert Traustason og Margréti Brynjólf sdótt- ur til fararinnar. Margrét átti ekki heimangengt, svo að undirritaður fór í hennar stað. Dagskrá þingsins hóf st að morgni 13. maí á Grand Hótel. Þessi fyrsti dagur var fyrst og fremst helgaður afmælinu. Meðal annars voru sænska bankamanna- sambandinu færðar ýmsar veglegar gjafir, sem komu reyndar aldrei fyrir augu þingheims enda margar og fyrir- ferðarmiklar, svo að flytja varð þær í annað húsnæði strax fyrsta dag þings- ins. SÍB gaf SBmf stóran og sérkenni- legan fugl úr stáli og gleri, sem Jens Guðjónsson gullsmiður smíðaði. Fyrri hluti dagsins fór í ræðuhöld ýmissa merkismanna. þar ber helstan að telja Ingvar Carlsson, forsætisráð- herra Svía. Að ræðu hans lokinni var gert hlé á þingstörfum og gestum og fulltrúum boðið til hádegisverðar með sjálfan Svíakonung, Karl Gústaf, í önd- vegi. Eftir þennan viðburðaríka hádegis- verð hélt þinghald áfram með panel- umræðum. Um kvöldið var síðan sam- koma í Stockholmsmássan. Á fimmtudagsmorgni hófst annar dagur þinghalds með hefðbundinni dag- skrá. Skipaður var þingforseti, ritarar og aðrir embættismenn. Því næst fór fram kosning fulltrúa í vinnuhópa og nefndir. Nokkuð fróðlegt var að fylgjast með kosningum, en þær eru töluvert frá- brugðnar því sem hér gerist. Þetta felst í því, að f orseti þingsins ber upp tillögur stjórnar og biður menn að samþykkja með „já" eða hafna með „nei". Úrslitin ráðast af því í hvorum heyrist hærra. Forystumenn Sænska bankamannasambandsins í góðum félagsskap. Frá vinstri: Karl-Erik Svensson, framkvæmdastjóri; Inger Rudholm, 2. varaformaður; Karl Gústaf, konungur; Rolf Blom, formaður; Birgitta Persson, fráfarandi 2. varaformaður og Wilhelm Lemchen, 1. varaformaður. Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Svía, flutti ræðu á hátíðarfundinum. Komi upp ágreiningur um túlkun úrslita má kref jast endurtekningar. Endanleg niðurstaða fæst með handaupprétting- um, fyrst þeirra sem eru samþykkir, þá þeirra sem eru á móti. Nefndir og hópar settust síðan á rök- stóla, þegar skipan þeirra lá fyrir. Þar var tekin af staða til tillagna og ályktana stjórnar SBmf. Þennan fyrsta dag gerði stjórn SBmf grein fyrir starfi sínu og stefnu. Þar tók mestan tíma f rásögn og túlkun nýrra kjarasamninga, sem gáfu um 3% launa- hækkun. Þeir höfðu einmitt verið undir- ritaðir degi fyrir þingið. Föstudaginn 15. maí hófst síðan síð- asti dagur þingsins með umræðum um niðurstöður nefnda og hópa. Þennan sama morgun var gestum SBmf boðið í skoðunarferð um hluta borgarinnar, fyrst í bátsferð og þar á eftir í göngu- ferð um Gamla Stan með viðkomu í Stockholms Medelstids Museum. Eftir góðan hádegisverð var haldið í þingsalinn að nýju. Þar stóð þá yf ir um- ræða um næsta þing ársins 1989. Kosn- ar voru undirbúningsnefndir. Sjálfu þinghaldinu lauk síðan með samantekt á þingstörfum og úthlutun viðurkenn- ingar til þeirra þingfulltrúa er áttu langt og gifturíkt starf að baki fyrir SBmf. Um kvöldið var öllum boðið til glæsilegs hátíðarkvöldverðar í Ráðhús- inu. Þar f er árlega fram viðhafnarsam- koma eftir afhendingu Nóbelsverð- launa. Guðjón Skúlason.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.