Bankablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 17

Bankablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 17
 Erlent samstarf 17 S tjó ma rfundur NB U í Reykjavík: Verkfallsaðstoð aukin í 100 milljónir sænskra króna Tuttugu og tveir sátu stjórnarfund Norræna bankamannasambandsins, sem haldinn var í húsakynnum SÍB að Tjarnargötu 14. Fyrir miðri mynd eru fulltrúar SÍB á fundinum, Sólveig Guðmundsdóttir,Hinrik Greipsson, Guðjón Skúlason og Einar Örn Stefánsson. Jan-Erik Lidström, f ramkvæmdastjóri NBU (t.v.) og Fritz P. Johansen, forseti sambands- ins. Á stjórnarfundi Norræna banka- mannasambandsins í Reykjavík 3. og 4. nóv. sl. gerðist það helst markvert, að samþykkt var aukin verkf allsaðstoð Staðreyndir um FIET • FIET hefur innan sinna vébanda 248 launþegasambönd, með samtals tæp- lega 9 milljónir félagsmanna í 93 löndum. FIET skiptist í f jögur svæðissambönd: • AFRO-FIET (svæðissamband fyrir Afríku). • APRO-FIET (svæðissamband fyrir Asíu og Kyrrahafseyjarnar). • EURO-FIET(svæðissamband fyrir Evrópu). • IRO-FIET (svæðissamband fyrir Norður-, Mið- og Suður-Ameríku). Samsetning stjórnar heimssambandsins ákvarðast fyrstog fremst af land- f ræðilegum ástæðum. Aðildarlöndunum er skipt í 11 heimshluta, og hver þeirra hefur ákveðinn fjölda stjórnarmanna, sem aftur miðast við fjölda félagsmanna á svæðinu. Að auki skiptist FIET í allmarga starfsgreinahópa með eigin stjórn og sjálf- stæð verkefni. Helstir þeirra eru bankastarfsemí, verslun, tryggingar, iðnaður, almannatryggingar og heilbrigðismál. Þá má nefna vinnuhópa, m.a. einn fyrir starfsmenn í stjórnarstörfum og annan fyrir konur. Meginmarkmið FIET eru þessi, samkvæmt lögum samtakanna: • að vinna að samfélagsskipan, þar sem allir eru frjálsir og jafnréttháir og nýta í sameiningu auðlindir jarðarinnar, • að vinna að alþjóðlegri samstöðu með því að binda samtökum frjáls starfsmannafélög, án tillits til þjóðernis, kynþáttar eða trúarbragða, • að berjast gegn efnahagslegri og félagslegri misnotkun á öllum sviðum; að vinna gegn kynþáttamisrétti; að verja og efla efnahagslega, félagslega og menningarlega hagsmuni félagsmanna sinna og koma fram fyrir þeirra hönd í öllum alþjóðastofnunum og alþjóðasamtökum, sem vinna að fram- gangi hagsmunamála þeírra. Með tilliti til þessara meginmarkmiða er síðan sett saman alþjóðleg stefnu- skrá og starfsáætlun, sem endurskoðuð er með jöfnu millibili. til sambanda NBU úr 25 milljónum sænskra króna í 100 milljónir, sem „fyrsta hjálp" til aðildarsambands, sem á í verkfallsaðgerðum. Talið er að verk- fallssjóðir aðildarfélaga NBU fari yfir 1 milljarð sænskra króna nú um ára- mótin. Ekki þarf að f ara mörgum orðum um hve gífurlegur styrkur það er fyrir SÍB að vera aðili að svo fjárhagslega sterkum hópi, ef einhverntíma kemur að því að bankamenn á íslandi þurfa að heyja erfiða og kostnaðarsama verk- fallsbaráttu. Á þessum stjórnarfundi NBU var einnig rætt mikið um fræðsluráðstefnu NBU í Reykjavík 24. til 26. ágúst 1988. Reiknað er með um 100 þátttakendum frá öllum Norðurlöndunum, bæði frá bönkunum sjálfum svo og samböndum bankamanna. Yfirskrift ráðstefnunnar verður „Góð starfsmenntun - besta starfsöryggið". Lögð var fram skýrsla um þróun úti- búanetsins hjá hverju landi fyrir sig og ákveðið að vinna áfram að tölulegum upplýsingum varðandi það og jafn- framt að vinna skýrslu um launakerfi bankamanna í hverju Norðurlandanna. Margt fleira var á dagskrá, sem telst til hefðbundinna stjórnarstarfa, svo sem fræðslustyrkur NBU, ráðstefnur 1988, alþjóðlegt samstarf í FIET, f jár- mál NBU o.fl. Félagsmenn norrænu bankamanna- samtakanna eru nú samtals 164.629 og hefur þeim fjölgað um rösklega 5 þús- und á þessu ári.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.