Útvarpstíðindi - 10.12.1945, Blaðsíða 4

Útvarpstíðindi - 10.12.1945, Blaðsíða 4
340 tJTVARPSTlÐINDI Úrstitin í vísna- samkeppninni EF AÐ VANDA LÆTUR verða les- endur ekki alls kostar sammála um úr- slitin í vísnasamkeppni Utvarpstíðinda. Menn deila oft um dóma og ekki síst um dóma í verðlaunasamkeppnum. ÞaS þýðir þó ekki að deila við dómarann eins og kunnugt er — og í þessu til- felli eru lesendur Utvarpstíðinda sjálfir dómendurnir- Við viljum strax segja þetta: Við töldum að þátttakan í vísnasamkeppn- inni yrði meiri — og betri, og við töld- um líka að fleiri myndu senda atkvæði um vísurnar en raun var á. Okkur finnst að vísnatekjan hafi verið fremur rír, en vel má vera að það stafi ekki að litlu Ieiti af því, að samkeppnin var látin fara fram um háannatímann hjá fólki. En úr því verður ekki bætt héð- an af. Alls bárust okkur 296 atkvæði frá þmum, það mun hann einnig veita þér. Þorsteinn sagði: ég vil lifa litlu jólin mín við Ijósið það, sem skín í barnsins augum. Mér finst þar inn svo frítt og bjart að sjá, að friðarboði gæti þangað ratað, og enn þar minni heit og þögul þrá á þúsund ára bróðurríki glatað. Þar vefst úr geislum vonarbjarmi skær sem veslings kalda jörðin eigi að hlýna, ég sé þar eins og sumar færast nær, ég sé þar friðarkonungs stjörnu skína“. lesendum og dreyfðust þau ótrúlega mikið. Fengu mjög margar vísur 1 og 2 atkvæði og vakti þetta bros og ,,brandara“ við atkvæðatalninguna. Flest atkvæði, 73, hlaut vísan nr. 139. Var hún merkt dulnefninu „Stígur stutti“ og reyndist hann vera Sigurður Pálsson, Baldursgötu 23, Reykjavík. Hlýtur -hann því fyrstu verðlaun kr. 100.00. Vísa Sigurðar Pái'.ssonar var svona: „Drynur Kári um Drafnartorg. Dynur bára á súðum. Stynur háreist hamraborg. Hrynur sjár að flúðum.“ Næst flest atkvæði, 62, hlaut vísa nr. 98. Var hún merkt dulnefninu ,,K- 16“- — Reyndist höfundurinn vera Kristján Einarsson, frá Djúpalæk, Gránufélagsgötu 55, Akureyri. Hlýtur hann því önnur verðlaun kr. 50.00. Vísa Kristjáns Einarssonar var á þessa leið: „Þó að andi Kári kalt krýni landið fönnum, þér mun standa þúsundfalt þyngri vandi af mönnum“. Þriðju hæðztu atkvæðatöluna, 59, fékk vísa nr- 61. Var hún merkt dul- nefinu „Jaðrakan“ og reyndist höfund- urinn vera Haraldur Zophoníasson, Jaðri, Dalvík. Hlýtur Haraldur Zop- honíasson því þriðju verðlaun, kr. 25.00. Vísa Haraldar var á þessa leið: „Traust, sem fjallatindurinn, tært, sem glaður hlátur, voldugt eins og vindurinn, veikt, sem ungbarnsgrátur“. Þeir tveir, sem næst komust voru

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.