Útvarpstíðindi - 10.12.1945, Blaðsíða 38

Útvarpstíðindi - 10.12.1945, Blaðsíða 38
374 t ÚTVARPSTÍÐINDI Um bækur og bókasöfn í Evrópu eftir stríð C^Ítir iJhorjteiniion Nýlega flutti Axel Thorsteinsson í er- indi sínu „Frá útlöndum", atliyglisverð- an þátt um bókasöfn, en efni hans hafði hann fengið úr hrezka útvarpinu. Út- varpstíðindi fengu þenna kafla hjá A. Th. og fer hann hér á eftir: Lemkuhl skýrir frá því þegar í upp- hafi erindis síns, að aldrei fyrr í sögu mannkynnsins, liafi eins mörg og mikil hókasöfn verið eyðilögð og í þessari styrjöld. 1 heimsstyrjöldinni fyrri var að eins einn liáskóli lagður í rústir, háskólinn í Louvain í Belgíu. Þjóðverjar brenndu bókasafnið þar til ösku. í lieimsstyrjöldinni síðari voru hundruð, merkra bókasafna eyðilögð með öllu eða stórskemmd. Það er auðvelt að gera sér grein fyrir, segir höfundurinn, livert tjón Evrópu er að þessu sem menningar- miðstöð. Fjölda margar sjaldgæfar bæk- ur og handrit hafa glatast með öllu. Af- leiðing eyðingarinnar á þessu sviði er m. a-, að öll starfsemi í háskólum og í ýmsum verk- og vélfræðistofnunum mun tefjast. Og áhrifanna mun gæta um alla jörð, því að Evrópa miðlaði jafnan öll- um heimi miklu af bókum og handritum. Höfundurinn rekur þar næst ofsóknir fasista og nazista á þessu sviði. 1922 voru bannfærðar á ítalíu allar svonefnd- ar andfasistiskar bókmenntir. Þar næst tóku nazistar til með bókabrennunni í Berlín 1933. 40.000 Þjóðverjar voru þá vitni að því, er brenndar voru á báli 25.000 bækur, eftir Gyðinga og rússneska höfunda. Dr. Göbbels flutti ræðu við þetta „hátíðlega“ tækifæri. M. a- voru brenndar bækur eftir þýzka skáldið Heine, Einstein, Gorki og Tolstoy. Og 1935 fór hin svonefnda bókmenntastofn- un nazista að útbúa svarta lista yfir hæk- ur, sem nazistum voru ógeðfeldar. Og eftir það höfðu nazistar í greipum sér allar bókaútgáfu. Bókaútgefendur og bókaverðir urðu að hlíta fyrirskipunum þeirra og eftirlit var liaft með bóka- verzlunum. 1 þessari styrjöld fengu naz- istar tækifæri til þess að fylgja fast fram sinni andlegu kúgunarstefnu og bókarán og bókabrennur áttu sér stað í öllum löndum, sem þeir óðu yfir. Há- skólinn í Louvain, sem var endurreistur eftir fyrri' heimsstyrjöld, var brenndur til ösku öðru sinni árið 1940. — Pól- verjar urðu, að ég hygg harðast úti. Þjóðverjar byrjuð á því að fjarlægja úr bókasöfnum þar allar bækur sem þeir höfðu ýmigust á. Öll eintök sem til voru af 3000 pólskum verkum, svo og þýðing- ar þessara verka á ensku og frönsku voru fjarlægð, og allar bækur eftir þýzka Gyðinga. Þar næst voru flutt á brolt öll liandrit varðandi sögu Póllands, landa- fræði og bókmenntir, allar bækur um Rússland, og allar bækur um kommún- isma, og bækur um fjölda mörg önnur efni- En Þjóðverjar létu ekki þar við sitja. Þeir héldu áfram á sömu braut, og afleiðingin er sú, að G0—70% af hverjum 100 bókasöfnum i Póllandi liafa annað- hvort verið eyðilögð með öllu eða rænt var úr þeim fjölda bóka. 1 Varsjá einni voru 12 bókasöfn eyðilögð. Meðal þeirra var hið fræga bókasafn þingsins, sem frægt var fyrir safn sitt á bókum varð- andi þing í öðrum löndum og alþjóða- samninga. Það var í nóvember 1939, sein Þjóðvcrjar létu sækja þessar bækur, um 50.000 eintök og 3.500 tímarit, og var safnið flutt til Berlínar eða Breslau. Hið merka safn Gyðingasamkundu- hússins mikla í Varsjá var tekið og sent til Vínarborgar. Bókasafn utanríkisráðu- neytisins pólska var flutt til Berlínar. Verðmætt nóttnasafn, m. a. handrit Elsners, kennara Chopins, var gefið vini Rosenbcrgs. 1 Lublin horfðu Gyðingar á það grátandi, er guðfræðiskóli þeirra var brenndur til ösku, en nazistar lustu upp fagnaðarópum- Bókasafn, sem naz- istar kærðu sig ekki um, voru eyðilögð eða seld scm úrgangsefni í pappírsverk- smiðjur. Ilver einstök bók var rifin í tætlur, til þess að örugt væri að enginn

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.