Útvarpstíðindi - 10.12.1945, Blaðsíða 40

Útvarpstíðindi - 10.12.1945, Blaðsíða 40
376 ÚTVARPSTÍÐINDI birti hana. Jafnvel i Paris var reynt að uppræta allt, sem minnti á pólska menn- ingu. Iiið merka pólska bókasafn í Quai d’Orleans var gefið Hitler. Rosenberg var „gefandinn“. Mörg söfn voru sameinuð í hin svo- nefndu ríkisbókasöfn, sem sett voru á stofn í fjórum aðalborgum Póllands. Þarna var safnað saman undir stjórin yfirbókavarðar bókasafns Berlínarhá- skóla öllum verðmætum pólskum söfn- um, sem ekki voru eyðilögð, I Lublin einni hirtu Þjóðverjar 400.000 bækur. Þjóðverjar afmáðu öll bókaeinkenni. Við val bókavarða var þess vandlega gætt að ekki væru teknir neinir menn, sem menntaðir voru í pólskum skólum. Valdir voru menn, sem voru taldir hafa hæfileika til þess að beita hinum nýju aðferðum". 1 Tékkóslóvakíu voru þeir búnir að eyðileggja 411 bókasöfn 1938, á þeim landsvæðum eingöngu, sem þeir höfðu þá fengið yfirráð yfir- Það þarf ekki að fara í neinar grafgötur um hvað gerðist, þegar öll Tékkóslóvakía var á valdi þeirra. „Tékkar þurfa ekki framar nein- ar bækur“, sögðu Þjóðverjar. Og til þess að kóróna allt var því yfir lýst, að þýzka væri hið opinbera mál landsins. Sömu sögu er að segja frá Alsac-Louring og Luxembourg. Þar átti þýzka að vera eina málið, jafnvel í skól- unum. — Menn voru sektaðir fyrir að nota hin algengu frönsku ávarps- og kveðjuorð. Rænt var öllum bókum úr höllum stórhertogadæmisins Luxem- bourg. Á Niðurlöndum og í Noregi var ekki farið eins harkalega að, en allar and- þýzkar bækur og aðrar bækur, sem Þjóðverjum voru ógeðfeldar, voru læst- ar inni í herbergjum, sem Þjóðverjar kölluðu „eiturklefana“. í Hollandi var sett á laggirnar sérstök nefnd til þess að endurskoða allar kennslubækur. — Gerðar voru upptækar allar bækur, sem líklegar þóttu til að „spilla góðri sam- búð“ Þjóðverja og Hollendinga. Afleið- ingin var sú, að varla voru til nokkrar námsbækur í landinu. — Háskólabóka- safnið í Belgrad hafði þá forsjálni til að bera að koma mörgum bókum fyrir á öruggum felustöðum, og spjöld úr spjald- skránum voru fjarlægð til þess að þetta kæmist ekki upp. Þess vegna er þetta bókasafn enn að kalla óskemmt með öllu, en í því eru 4 milljónir eintaka- En öll önnur bókasöfn í Belgrad urðu fyrir skemmdum eða voru brennd til ösku. 1 Rússlandi höfðu Þjóðverjar sérstaka flokka manna, sem fóru í bókasöfnin í ráns og eyðingarskyni. Verðmætar bæk- ur — að áliti nazista — voru sendar til Þýzkalands, en aðrar bækur voru brend- ar í allra augsýn. í Kharkov tóku Þjóð- verjar bækurnar úr Korelenko bókasafn- inu og notuðu í stað ofaníburðar í aur- blauta vegi. Eitthvert svívirðilegasta skemmdar- verk Þjóðverja af þessu tagi var, er þeir fóru ráns hendi um Tolsloy-safniö og notuðu bækur og handrit sem eldsneyti. Ég hef nú rætt talsvert um opinber söfn, en ekki minnst á bókasöfn ein- staklinga. Það er vitanlega ógerlegt að giska á hversu mörgum milljónum ein- taka bóka hefir verið stolið úr einka- bókasöfnum eða hafa orðið eldi að bráð, Menn ætla stundum, að söfn einstakra manna séu ekki eins verðmæt og opin- ber söfn, en sannleikurinn er sá, að þau eru oft mikilvægari, því að þessi einka- bókasöfn og bókaverzlanirnar eru nám- urnar, sem liin opinberu söfn fá málm- inn úr, ef svo mætti að orði komast. Bókatjón var mikið af völdum styrjald- arinnar í Bretlandi, eins og meðal ann- ars má sjá af síhækkandi verði sjald- gæfra bóka á uppboðum. Dómkirkjusafn- ið í Kanlaraborg og Citybókasafnið í London urðu fyrir miklum skemmdum. Britisli Museum missti 150.000 bækur á einni nóttu. En til allrar gæfu er tjón Breta tiltölulega miklu minna en átti sér stað á meginlandinu, og það er ekki ólíldegt, að frá Bretlandi geli bókasöfn meginlandsins byrgt sig upp af nýju. Það er nú svo um bókasöfn, að þau eru mönnum mikils virði fyrir fleira en það eitt, að menn hafa not af þeim. Það er furðulegt hve miklar mætur menn

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.