Útvarpstíðindi - 10.12.1945, Blaðsíða 27

Útvarpstíðindi - 10.12.1945, Blaðsíða 27
ÚTVARPSTIÐINDI 363 Förumenn Cftb oriju cjöáruódóltur í NJÁLU er geíiö um förukoniir. Föru- fóllc hefur því veriö viö liöi hér ú landi síöan á söguöld. I Grágás og fornum dómum, eru þó þungar seklir lugöar viö flakki. En eftir Bessastaöasamþykkt, 1555 skipar Kristján konungur III. svo fyrir að ekki skuli sjúkrahús stofnuö handa sjúkum hér á landi, heldur skuli snauöir menn vera á vergangi. Þaö sjá allir lwerjar afleiðingarnar hafa orðið• Snauðum mönnum var sá eiiui kostur að fara á vergang. Þeir áttu sér elckert hæli, engan sama stað. Þeir voru neyddir til að lifa eins og fuglar himinsins og dýr merkurinnar. En þeir voru frjálsir, frjálsir að því að flakka um landið. Þeir stóðu utan við það mannfélag sem mcð slíkri samþykkl varpaði þeim fyrir borð. Engum voru þeir luíðir. Allt sitt gengi áttu þeir undir guði og miskunn góðra manna. í harð- indum og hungursneyð f jölgaði þeim, sem fóru á vergang. Ekki munn allir þeir, sem flosnuðu upp á harðindaárunum hafa Icosið að verða flakkarar. Það hefur áreiðanlega orðið mörgnm siðasta og einasta úrræðið til lífsbjargar. Ef skrifa ætti ýtartega um förumenn- ina yrði að flokka þá niður. Þeir eru svo ólíkir- í flokki förumanna hafa verið menn sem gæddir hafa verið miklum gáfum, svo sem málarar, vísindamenn, alþýðuskáld, gullsmiðir, tréskurðarmeist- arar, fræðagrúskarar, og þannig mætti lengi telja. Það mætti skrifa langt mál um föru- mcnn, þennan sérkennilega og að ýmsu leyti merka flokk manna. En hér er ekki rúm lil þess. Hér á myndinni sést förukona. Hún er með staf í hönd og ber poka á bak- inu. Einhver góðhjörtuð kona liefur dubbað hana upp í nútíðarbúning. Hún er i tjósri ,,plusskápu“ og með rósótta svunlu. Á höfðinu ber hún plusshettu. Sokkarnir eru íslenzkir bandsokkar, jwí miður er hún ekki með hvítbryddaða sauðskinnsskó á fótum. Fram úr móðu aldanna gægjast aðrar myndir allra þeirra sem gcngið liafa fótsárir eftir einum bita brauðs. Hún á golt, konan á myndinni að Hfa á tultugiislu öldinni, öld mannrétt- indanna. Andlit hennar er rúnum rist■ En svipurinn er einkar viðfeldinn. Hún er áreiðanlega ekki úr flokki þeirra föru- manna sem telja má viðsjárverða. I rúnirnar cr lifssaga hennar skráð. Það er ekki saga hungurs né þeirra harðinda sem varð mörgum fyrirrennara hennar að fjörtjóni. Yfir höfði hennar vofir engin konungleg skipun, um að snauðir menn eigi að vera á vergangi. Miskun °ú jafnrétti ná nú svo langt að fyrir öll- um sjúkum og snauðum, cr séð. En, samt flakkar luín. Ég hefi orðið þess vör, að sumir halda, að förumenn séu alveg að lwcrfa úr sög- unni. Sjálf hefi ég kynnst mörgum föru- mönnum um ævina, en þó flestum síðan ég flutti til Reykjavikur — mönnum með förumannseðlið —- mönntim, sem ekki una lifinu og fcsta hvergi rætur. Líf þcssara manna verður leit að lífinu sjálfn. fíanga, sem ekki linnir fyrr enn á grafarbarmi■ Fyrst förufólk er til, nú á tutiugustu öldinni, sýnir það sig að öllum liefir ekki verið nauðug gangan. Gamla konan á myndinni, er eiginlega tákn sinnar stéttar. Hún unir ekki til langframa á eiiiúm og sama stað. Hún spyr sjálfa sig að því, lwað sé á bak við fjöllin, eða handan við höfin. Útþráin eilífa ólgar í brjósti hennar. Líf hennar verður ganga og þrotlaus leit að því, sem hún heldur að sé til, en finnur aldrei. Þetta er nútíma íslenzk föru- kona. — Myndina tók Páll Jóns- son síðastliðið sumar. Elinborg Lárusdóttir.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.