Útvarpstíðindi - 10.12.1945, Blaðsíða 12

Útvarpstíðindi - 10.12.1945, Blaðsíða 12
348 ÚTVARPSTÍÐINDI Sig. Iíristjáns- son frá Húsa- ' vík: Ferð, sem gekk ekki sam- kvæmt áætlun FJÖLDI MANNA notar nú sumarleyfi sín til að ferðast. Skoða landið. Menn fara misjafnlega langt og misjafnlega hratt yfir. Nota -ýmiskonar farartæki. Sumir fara í flugvél, aðrir í bíl, ein- liverjir á hestum og nokkrir á tveimur jafnfljótum- Ýmsir nota líka fleira en eitt þessarra farartækja •— nokkrir jafn- vel öll — í sömu ferðinni. líg vel mæla með hesturn postulanna sem fvrsta flokks farartækjum og hvetja mcnn til að nota eitthvað af sumarleyfi sinu til að fara gönguför. Bezt er að vera ekki færri en þrír saman, bera með, sér svefnpoka, tjald, prímus og matvæli. Pó dagleiðirnar séu styttri en bílanna, þá sér gangandi maður margt, sem bíl- þeysandi manni sézt yfir. Enda er hægt að fara gangandi til margra fagurra staða, þangað sem bílum er ófært. Og betra er útiloftið en benzínstækjan í bílunum. Komi rigning, þá er að slá tjaldi og bíða, unz upp styttir. Sumarið 1942 fór ég í slíka ferð í sumarleyfi mínu. Við vorum tveir sam- an. Félagi minn var Ásmundur Jónsson, rafstöðvarvörður í Ilúsavík. Hvorugur okkar var neinn göngugarpur. Ég kom beint úr skrifstofu Kaupfélags Þingey- Asuijrgi. inga, en hann úr rafstöðinni, og liöfðum hvorugur búið okkur undir gönguna með neinum æfingum- Gerðum bara ráð fyrir að með því, að fara hægt og ró- lega, mundi allt ganga vel. Enda reynd- ist svo. Áætlun liöfðum við gert um ferð okk- ar og var liún á þá leið, að fara frá Húsavík yfir Reykjaheiði, Bláskógayeg, framan við Kelduhverfi, um Ásbyrgi, síðan upp með Jökulsá að vestan um Hljóðaldetta og Hólmatungur að Delti- fossi. Þaðan um Eilífsvötn og Kröflu ti! Mývatnssveitar. Til þessa ferðalags ætl uðum við þrjá daga og þann fjórða í Mývatnssveitinni og heim þaðan með bíl, I slíkum ferðum má alltaf búast við því, að ekki fari allt samkvæmt áætlun, vegna veðurs, enda reyndist okkur svo í þessari. En þrátt fyrir það, var þessi ferð mjög ánægjuleg og mun skemmti- legri en sumar hópferðir í bílum, þar sem allt gengur samkvæmt áætlun þrátt fyrir veður. Aðeins er fyrsta skilyrðið að skapið sé gott og öllu sé tekið með léttri lund. Ferðin liófst 25. júlí á því, að við fengum bíl með okkur frá Ilúsavík austur á Reykjaheiði að Sæluhúsmúla. Þar ligg-

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.