Útvarpstíðindi - 10.12.1945, Blaðsíða 18
354
efri ár. Hann fór með hendina upp í
skeggið, leit kjánalega frarnan i stúlk-
una og benti í ráðaleysi á einhvern af
hinum marglitu boltum, — en bendingin
varð einna helzt að fálmi út í loftið,
því að einhvern veginn fannst honum
það ekki viðeigandi, að sigggrónar hend-
ur sínar kæmu nærri þessum dýrindis
leikföngum. Og þetta skeði allt á ör-
skömmum tíma. Stúlkan tók bendingu
gamla mannsins sem ákvörðun um að
kaupa stærsta boltann, og þegar hún
sagði „Þennan hér?“, lét gamli maður-
inn það gott heita. Hann ætlaði sér
hvort eð var að kaupa einhvern bolt-
anna, — o-já, — það var ef til vill bezt
að láta stúlkugreyið ráða mestu um
það, hver boltinn yrði fyrir valinu.
Aftur greip höndin í skeggið á meðan
stúlkan setti utan um leikfangið.
Svo var það borgunin. Sá gamli tók
buddu upp úr treyjuvasanum sínum,
vafði utan af henni seglgarnið og lagði
það frá sér á búðardiskinn. Upp úr
buddunni tók hann peningana, sem
gjalda þurfti, — það voru einu sinni
miklir peningar, -—- nú voru þeir lítils
virði. „Vesskú, fröken"-
Skjálfandi hendur tóku á inóti pakk-
anum, þorðu varla að snerta hann, samt
sem áður, — og gamli maðurinn virtist
eitthvað tregur til að snúa frá búðar-
borðinu. „Nokkuð fleira?" spurði stúlk-
an.
„Haldið þér, að þetta sé nokkuð slæm
afmælisgjöf handa litlum krakka?"
spurði gamli maðurinn, og sami glamp-
inn var í augum hans sem fyrr.
Unga stúlkan brosti yndislega framan
í þennan gamla mann, sem stóð eins og
barn fyrir framan hana. „Þetta er áreið-
anlega ágæt afmælisgjöf. — Ég hugsa,
að krökkum þyki einmitt gaman að fá
holta núna, því þeir hafa ekki fengizt
svo lengi. Við fengum þetta sent' um
daginn og þetta fer upp á augabragði
hugsa ég".
Gamli maðurinn brosti mjög ánægju-
lega. Hann kinkaði kolli og sagði takk.
Síðan fór hann út úr verzluninni, bros-
andi sem fyrr. Stúlkan gekk út að dyr-
unum með honum, því hún ætlaði að
ÚTVARPSTIÐINDÍ
loka verzluninni á eftir þessum síðasta
viðskiptavini dagsins- Viðskiptavinurinn
bauð góða nótt, og hvarf út í rigninguna,
II.
Allt þetta kvöld var mikil rigning og
hvassviðri. Þetta liaust hefur yfirleitt
verið svo votviðrasamt. Og gamli maður-
urinn, sem keypti boltann í verzluninni
sköminu fyrir sex, hélt af stað heiman
að frá sér skömmu fyrir átta, þegar hann
hélt, að úti væri matartími lijá foreldr-
um rauðliærða drengsins, sem átti af-
mælið, og hann stakk leikfanginu inn
á sig til þess að verja það fyrir regninu,
— en svo datí honum í hug, að ef til
vill gæti hann týnt leikfanginu, ef hann
gætti þess ekki nógu vandlega og þess
vegna tók hann það von bráðar úr
barmi sínum aftur, og hélt því í vinnu-
lúinni greip sinni.
Þegar hann var lítill, eignaðist hann
aldrei Ieikföng. Fólkið hafði annað við
aurana sina að gera en að henda þeim
í glingur handa stráknum. En nú orðið
var það sjálfsagt, að börnin dunduðu við
leikföng, — o-já, — þau voru ekki endi-
Iega látin byrja að vinna fyrir brauði
sínu, þótt þau yxu úr grasi fílhraust og
spræk. Ekki endilega. Út á það var
kannske ekkert að setja í sjálfu sér, —
þetta var nú einu sinni lenzka nú til
dags, snar þáttur af aldarandanum, en
hefði ekki þótt til fyrirmyndar i þá tíð,
— ónei.
En nú ætlaði liann að gleðja ungling
— með þeim hætti, sem hann hafði
aldrei verið gladdur, þegar hann var
barn.
Hann sá fyrir sér gleði drengsins, sem
hlyti þessa litlu en fágætu gjöf- Það
þarf svo ósköp lítið til þess að gleðja
barnssálina. Þakklæti barnsins er líka
innilegra en þakklæti nokkurs fullorðins
getur orðið. Þess vegna er það eftir-
sóknarverðara. —
Vinnulúna, sigggróna höndin gamla
mannsins barði fáein létt högg á úti-
dyrahurðina, og einhver kom til dyra
og bauð gamla manninum inn, og hann
gekk inn. Þá sá hann rauðhærða litln
kunningjann sinn ásamt tveim öðrum