Útvarpstíðindi - 10.12.1945, Blaðsíða 6

Útvarpstíðindi - 10.12.1945, Blaðsíða 6
342 ÚTVARPSTOII,'DI til lífsins, hin áleitna og frjósaraa lífs- orka hans, allt þetta, og ennþá meira kemur fram í dráttum höggmyndarinnar. Hann var foringinn, sem lýðurinn barðist með eða á móti. í ótrúlegum aragrúa blaðagreina — frjómagn, sem aldrei hafði séð sinn líka í Noregi — í bókum sínum og leikritum, en þau rit- verk höfðu ákveðnari tilgang, en flestir menn erlendis gátu gert sér grein fyrir, barðist hann án afláts fyrir þeim málum, sem honum lágu á hjarta. Og ekki má gleyma fyrirlestrum hans og ræðum í því sambandi. Hinir huglötu og kæru- lausu voru neyddir til að hefjast handa. Eins og hressandi stormur fór andi hans um Noreg, og allsstaðar kom hann við til þess að gera fólkinu rúmrusk- Hann vildi ekki, né gat fyrir nokkra muni, verið einn með hugsanir sínar. Pað var því engin furða, þó sagt væri um hann, a.ð hann fengist við allt, sem á einhvern hátt vakti áhuga almennings. Og stund- um var Noregur, eða jafnvel öll Norður- löndin honum ekki nógu stór leikvang- ur. Myndin af höfðingjanum Björnson er rétt, svo langt, sem liún nær, en hún er þó langt frá því að vera fullkomin. Hann var ef til vill í hópi stórhrotn- ustu manna sem uppi hafa verið, sjálfs- pruggur, en þó óspar á að hlusta á skoð- anir annarra, og jálaði með glöðu geði ósigur sinn, ef því var að skipta. Hann sagði einhverntíma, að enginn mætti álasa honum, hann væri hyggnari i dag en i gær. Og hann bætti við: „Það er alveg eins óliollt, að ríghalda sér ávalt í sömu pólitísku skoðun, og að skipta aldrei um skyrtu". Björnson var mörgum þungur í skauti, og fengu margir andstæðingar hans að kenna á því. Hann var hinn hrausti har- dagamaður •— harður eins og klettar Noregs — en hann var líka viðkvæmur eins og kona, eða barn. Og einn sam- tíðamaður Björnsons lýsti lionum, sem mesta manni Noregs og stærsta harni Noregs. Hann sá, en oft um seinan, að hann olli stundum tjóni með hinum mikla ákafa sínum og réttlætistilfinn- irigu, þegar hann hafði gott eitt í hyggju. Það má segja um hann, þó það hljómi dálítið skringilega, að enginn elskaði heitar friðinn, í orðsins fyllstu merk- ingu, en þessi bardagahetja- Friður og lífshamingja voru takmörk hans, þó skaplyndi hans sjálfs væri of gróðurmikið, til þess að hann gæti ávallt búið í sátt við þessa friðarluig- sjón. Á hverjum degi vaknaði með honum vígmóðurinn, og á hverjum degi var hann hermaðurinn, sem háði styrjaldir, en hann skóp einnig hamingju. En eins og áður er sagt, kom það einnig fyrir að hin ódrepandi löngun hans til þess að fást við alla skapaða hluti, hafði aðrar afleiðingar í för með sér, en ællast var til. Dálítið atvik, sem kom fyrir er hann dvaldi á Italíu, er gott dæmi þessa. Hann hafði farið ti! Róm, til þess að ljúka við sögulegt leik- rit. En þar hafði hann ekkert næði við vinnu sína. Hann varð brátt miðdepill hringiðunnar þar. eins og annarsstaðar. Með lagi og lempni félck frú Karólína Björnson hann lil að flytja til smáþorps úti í landsbyggðinni, þar hlyti hann þó að vera í næði, og í fyrstunni gekk allt að óskum. Enginn þekkti Björrison í litla h.ænum — en allt í einu fylltist hann áhuga á vexti og viðgangi þorpsins. Þorpið gat ekki verið afkimi veraldar- innar að eilífu, af hverju átti hærinn ekkert ráðhús, af hverju átlu þorpshúar sér ekki nein stór áhugamál, af hverju tóku þeir ekki þátt í eflingu friðarins? Um þetta, og annað slíkt skrifaði Björn- son langar klau’sur í eina blaðið, sem til var í þorpinu. Og á augabragði var hinn unaðslegi bær orðinri að vígvelli æðis- genginna dcilna. Faðir og sonur hárust á banaspjótum, öldur ófriðarins risu hátt, hæði með og á móti hugsjónum og tillögum Björnsons- Hann gerði allt, sem í mannlegu valdi stóð, til þess að jafna deilurnar — en árangurslaust. Seinna, jjegar hann minntist á þetla atvik, og það kom ekki örsjaldan fyrir, j)á fylltist hann alltaf undrun og vonhrigðum. „Þetta var ekki ætlunin", sagði hann. „Ég vildi ekki þennan ófrið“. Það var hin einlæga réttlætistilfinning Björn-

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.