Útvarpstíðindi - 10.12.1945, Blaðsíða 30
366
ÚTVARPSTIÐINDI
Útvarpstíðindi gefa lesendum sínum hér með í fyrsta sinn kost á at
spreyta sig á myndagátu. Ráðning hennar er setning, sem lesendur ritsins
munu kannast við. Myndirnar merkja orð og orðasambönd. Þrenn verð-
iaun verða veitt: 50 kr., 25 kr. og 25 kr. — Ráðningarnar verða að vera
komnar í póst 3. janúar, en úrslit verða birt í fyrsta heftinu í febrúar.
Nokkrar vatnsbólur komu upp á yfir-
borðið og aftur nokkrar, svo að eins ein
stór bóla, sem brast — og aftur lá vatn-
ið spegilslétt í kyrru veðrinu.
í þrjá daga og þrjár nætur sá fólk
föðurinn róa umhverfis blettinn, án þess
að matast eða taka sér hvíld. Hann leit-
aði sonar síns. Á þriðja degi fundu menn
hann og tóku hann og báru hann upp
bakkana, heim til bæjar hans.
Það getur vel verið að það hafi liðið
heilt ár frá þessum degi. En dag nokk-
urn, seint um kvöld, að hausti, heyrði
presturinn að einhver var að þreyfa
um lokuna á skrifstofu hans. Presturinn
opnaði dyrnar og inn gekk stór og
beygður maður, magur og hvítur fyrir
hærum. Presturinn horfði lengi á hann
af því að hann þekkti hann. Það var
Þórður. — „Þ.ú kemur svona seint?“
sagði presturinn og stóð kyrr fyrir fram-
an hann. — „Ó, já, ég kem seint“, sagði
Þórður. Hann tók sér sæti. Presturinn
settist líka og það var eins og hann biði.
Það varð löng þögn. Svo sagði Þórður:
„Ég er með dálítið, sem ég vildi gefa
fátækum. Það á að mynda sjóð og hann
á að bera nafn sonar míns“. — Hann
stóð hægt á fætur, lagði peningana á
borðið og settist svo aftur. Presturinn
taldi féð. — „Þetta er mikið fé“, sagði
liann. — „Það er helftin af bænum mín-
um. Ég seldi hann í dag“. Presturinn sat
lengi — og það var alger kyrrð. Loks
spurði hann mildilega: -— „Og hvað ætl-
ar þú nú að taka þér fyrir hendur, Þórð-
ur?“ •— „Eitthvað betra“. Og enn sátu
þeir kyrrlátir, Þórður með augun á gólf-
inu, en presturinn með augun á honum.
Svo sagði presturinn hægt og liljóðlega:
„Nú liugsa ég að sonur þinn sé loksins
orðinn þér til blessunar". — „Já, ég er
líka sannfærður um það sjálfur“, sagði
Þórður. Hann leit upp og tvö þung tár
runnu niður andlit hans.