Útvarpstíðindi - 10.12.1945, Blaðsíða 20

Útvarpstíðindi - 10.12.1945, Blaðsíða 20
356 ÚTVARPSTÍÐINDI III. Gamli maðurinn, sem keypti leikfang til þess að gefa það, hann lét einhverra hluta vegna ekki verða af gjöfinni. Síðla kvölds gekk hann áleiðis heim til sín. Það var engin rigning lengur, og eitthvað hafði dregið úr storminum. Sigggróin hendi hélt utan um boltann, vafinn inn í hvítan, velktan pappír. Gamli maður- inn ráfaði hægt, og hann var ívið lotn- ari en venjulega. Heima hjá sér fann hann til einhvers tómlætis, sem hann var ekki vanur. Ekki kom honum til hugar að gripa tii bitanna, sem lágu þarna óskornir á borð- inu. Nei, — ekki gerði hann það. Hann settist og hann sat lengi, ósköp hreyf- ingarlítill, og hafði lagt boltann frá sér hjá tóbaksbitunum- Eftir góða stund sá hann, að bréfiö utan um boltann var orðið óhreint og velkt. Og þá teygði hann sig eftir þessum litla pakka og tók bréfið utan af fyrsta leikfanginu sínu. Aftur sat hann hugsi góða stund, og hann hélt leikfanginu á milli hand- anna. Tegar hann var lítill, eignaðist hann aldrei leikföng. Fólkið hafði annað við aurana sína að gera en að henda þeim í glingur handa stráknum- En nú hafði hann eignazt leikfang. Það var þó frem- ur tilviljun, fannst honum, að svo varð, heldur en beinn ásetningur. Hann keypti það til þess að gefa það strax aftur. En svo hafði hann hætt við að gefa það. Og þarna sat gamalmennið með þetta hnattiagaða leikfang sitt. „Svona segja þeir, að heimurinn sé í laginu, — trúlegt, — trúlegt. — Ekki ber að rengja það" Höndin fór upp í skeggið. En úti i heimi sátu menn á rökstól- um og þráttuðu um löndin. — Ojá. Sízt bar að lasta það. Sjálfsagt gerðu þeir sitt bezta. — Og í dimmri kompu sinni húkti þessí gamli maður með ein- falt líkan af hnettinum á milli hand- anna. Mikið var það gott, að hann asnaðist ekki til þess að gera litla, rauðhærða vininum sinum gramt i geði með þvi að afhenda honum svo ómerkilegt leikfang á afmælisdeginum hans. — Sannarlega vildi þessi gamli maður ekki gera nokk- urri skepnu jarðarinnar mein, — sízt börnunum. Og hann viknaði. En það fannst honum mjög skrítið, að allt í einu fann hann sig meira barn, heldur en litla, rauðhærða vininn sinn. Og einhvern veginn kunni hann ekki við þessi endaskipti á hlutunum. Hví skyldu börn ekki vera börn? Hvers vegna var það hann, sem var barnið, — en litli, rauðhærði vinurinn hans full- orðinn? Svo merkilegt sem það kann að virð- ast, fannst gamla manninum þetta svo skrítið, að hann missti leikfangið sitt á gólfið og sá það hverfa inn í rúmkrókinn hjá tóbaksfjölinni- Visindi. Bragi Jónsson sendi eftirfarandi: Fara að vaxa framfarir frelsi mjög er slcerða. Allir karlmenn óþarfir eru senn að verða. Opinbert er allt sem má aðeins gera í felum Bráðum verða börnin smá búin til i vélum. Vafasamt mér virðist það vísindanna ragið. Heppilegast held ég að hafa gamla lagið. Hját7«ð. Vnr það svo og verður enn, •— varla breytist heimurinn- Það hafa nokkuð margir menn magann fyrir drottinn sinn. Bragi Jónsson i Hoftúnum. Hafði reynsluna. —. Drekkið þið ekki kaffi ofan í skyr- ið, sagði karl einn við vinnuhjú sín, — þið getið steindrepið ykkur á því. Þetta henti mig einu sinni. Gestir eru okkur alltnf til ánægju og gleði. Sumir þegar þeir koma, aðrir þeg- ar þeir fara.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.