Útvarpstíðindi - 10.12.1945, Blaðsíða 13

Útvarpstíðindi - 10.12.1945, Blaðsíða 13
ÚTVARPSTÍÐINDI. 349 ur Blágskógavegurinn áfrarn austur heið- ina, en bílvegurinn beygir norður með Fjallabrekkunum að bænum Fjöllum i Kelduhverfi. — Fjöllin ofan við Fjöll eru nú í daglegu tali nefnd Fjallafjöll- Upphaflega hefur bærinn verið skírður eftir fjöllunum, sem ekki hétu neinu sér- stöku nafni í heild, en hafa síðan verið nefnd eftir bænum. Og þetta minnir mig á annað örnefni, í öxarfirðinum. Það er fjallið Hafrafell. Undir því stendur bærinn Hafrafellstunga. En nú hefur fellið í munni manna verið heitið upp eftir bænum og er oftast nefnt Tungu- fell. Þið fyrirgefið útúrdúrinn. Á ferðinni skráðum við bóðir ferða- söguna, því miður hef ég ekki frósögn Ásmundar til að styðjast við, en mína ferðasögu set ég orðrétta hér á eftir, eins og ég skrifaði hana á ferðinni. — Frásögnin er kannske nokkuð stuttorð og sumt ekki vel skiljanlegt ókunnugum. En hún sýnir, að skapið var alltaf í bezta lagi, þó á móti blési annað slagið. ★ Þegar við stigum út úr bílnum var rigning. Pokarnir á bakið og af stað upp Þeystareykjaveg. Áfram Bláskógaveg- Og enn var rigning, en ekki mikil — og skapið í bezta lagi. Pokarnir smáþyngd- ust, en voru þó vel bærir. Sagðar smá- sögur, sezt niður stöku sinnum og hvílt sig etc. Rigningin hætti. Er komið var yfir Langamel var þar skjól gott og tilvalið matarstæði. Var því matast. Brauð og kalt kjöt og kaffi ó eftir. Um það bil er máltíðinni lauk fór að rigna aftur og það töluvert. Var því tekið til liöndum að tína saman og troða í pokana. En allt var þetta þó ein- tómt gaman. Svo áfram með gönguna- Nokkru seinna fórum við fram hjá Vatnshóli, þar sem ekkert vatn var. Þar ótti að vera tjörn, en þar var engin tjörn. Á meðan við vorum að ræða um hvort við ættum að tjalda og setjast að, því við vórum að verða blautir inn úr, stytti upp. Birkikjarr, víðir og blógresi. Bláskógatúngarðurinn sézt enn, en Klettafingur. varla fyrir hússtæðum. Þar hefur verið fallegt bæjarstæði. Mynd var af mér tekin ó gróðurlaus- um grjótum, til að fá meira grjót, -— og af Ásmundi í angandi skógarlundi, til að fá meiri gróður. Svo var gengið lengi, lengi. Loks varð klukkan fimm. Enn vorum við ekki með strengi. Yfir Fjallafjöllum voru regnélin dimm- Er við komum á þennan ás, þó tók við annar ás og hann var alveg eins. Við vorum farnir að eiga von á Undir- vegg, en við sáum engan vegg, og þó náttúrlega heldur engan undir honum, fyrr en við komum á brúnina ó veggn- um, þá var Undirveggur undir veggnum. ★ Næst var Tóveggur, Þar var plægt með tralctor, sem ekki vildi ganga. Síðan sá- um við, skammt frá veginum, Ingveld- arstaði, með vindrafstöðvarrellu á þak-

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.