Útvarpstíðindi - 10.12.1945, Blaðsíða 39
ÚTVARPSTiÐINDI
375
Ferðabók
Sveins Pálssonar lœknis
cr komin d bókamarkaSinn í mjög vandaöri útgáfu á vegum Snælands-
útgáfunnar. FerSabókin er eili af mestu og gagnmerkustu ritum, sem skráð
lxafa veriö um ísland og íslendinga og stendur fijllilega jafnfætis hinum
öörum öndvegisritum 18. aldarinnar, Fer'öabók Eggerts ólafssonar og
Bjarna Pálssonar og jaröbók Árna Magnússonar og Páls Vídalins.
Sveinn Pálsson ferðaðist um landið og vann að rannsóknum sínum á árun-
um 1791—1797. Skrifaði hann bókina á dönsku, eins og þeir Eggert og
Bjarni ferðabók sína, og liefur Iiún síðan legið óprentuð í full 150 ár. Er
þessi ómetanlegi dýrgripur þjóðinni því lítt kunnur.
Sveinn var lærðasti náttúrufræðingur, sem uppi hefur verið hér á landi
fyrir daga Porvaldar Thoroddsens. Hann gerði merkilegar uppgötvanir um
jarðfræði landsins, gróður þess og jökla, og hafa þær fyrir löngu skipað
lionum virðulegan sess meðal íslenzkra fræðimanna- En ferðabókin er
einnig sönn uppspretta fróðleiks um landshagi og þjóðhætti í lok 18. aldar.
Sveinn Pálsson fæddist að Steinsstöðum í Skagafirði 1702. Hann lauk
stúdentsprófi í Hólaskóla, en var því næst fjögur ár við læknisnám lijá
landlækninum í Nesi við Seltjörn. 1787 sigldi hann lil Hafnar til fram-
haldsnáms, en hugur hans snerist brátt að náttúrufræði, og lauk hann prófi
í þeim fræðum vorið 1791. Árin 1791—1794 starfaði hann á vegum náttúru-
fræðifélagsins danska að rannsóknum hér á landi, var síðan skipaður
læknir á Suðurlandi, en hélt þó áfram rannsóknum um skeið. Sat hann
lengst af í Suður-Vík í Mýrdal, og náði læknisdæmi lians yfir Skaftafells-
sýslur báðar. Rangárvallasýslu, Árnessýslu og Vestmannaeyjar. — Hann
andaðist árið 1840.
Fer'öabókin er þýdd af þeim Jóni Eyþórssijni, Pálma Hannessyni og Stein-
dóri Steindórssyni á fagurt og kjarnmikiö mát, er fer vel viö efniö, og til
útgáfunnar vandaö á allan hátt, svo sem luefir þessu merkilega riti.
Feröabók Sveins Pálssonar er öndvegisrit, sem sérhverjum Islendingi hlýt-
ur aö veröa rnetnaöarmál aö eignast•
SNÆLAHÍDSÚICÁFAN H*F
Lindargötu 9 A. — Sími 2353.