Útvarpstíðindi - 10.12.1945, Blaðsíða 23
ÚTVARPSTÍÐINDI
359
Jæja, heilirnar mínar. Hvar haldið þið
að ég hafi nú verið í nótt? Já, ég svaf
í lilöðu, eins og ég er vanur. En svo kom
dólítið fyrir mig í gærkveldi, eftir að
ég fór frá ykkur. Á ég að segja ykkur frá
því?
Börnin: Já, góði gerðu það. Er það
ekki eitthvað skemmtilegt?
Jólasv.: ó, nei, nei, ekki fannst rnér
það skemmtilegt að minnsta kosti. Sko,
þið vitið nú að ég heiti Pottasleikir
Leppalúðason og mér þykir ósköp gott
að sleikja innan pottana hjá henni
mömmu ykkar. Sko, svo var það í gær-
kvöldi, að ég kom i hús hérna vestur
á Hringbrautinni og þar var húsmóðirin
nýbúin að elda þennan líka indæla graut.
Ég fór strax að sleikja út um þegar ég
fann lyktina. Svo fór ég undir eins að
sleikja pottinn þegar konan var farin úr
eldhúsinu. En viljið þið vita hvað? Peg-
ar ég er í bezta gengi að sleikja pott-
inn, heyri ég að einhver er að koma,
svo að ég ætla að hlaupa burt. En þá
fór nú ver en ég vildi- Pottskömmin var
svo lítil og hausinn á mér svo stór, að
ég sat þarna fastur í pottinum og var
auðvitað alveg blindur. Og svo hljóp ég
beint í fangið á frúnni og við dutlum
bæði í fangið á liúsbóndanum, sem var
eitthvað að snúast fyrir aftan liana.
Börnin: Ja, Sveinki minn, þetta var
nú meira óhappið.
Jólasv.: Já, en svo liljóp ég út um
gluggann á stofunni og kom beint niður
á höfuðið og þá brotnaði potturinn og
ég fékk stóra kúlu á ennið, — sjáið þið,
hérna, sko.
Börnin: Jó, þetta gerir ekkert, reyndu
heldur að syngja fyrir okkur.
Jólasv.: Já, já, allt í lagi. Nú skal ég
syngja fyrir ykkur vísurnar, sem ég
orti i gærkveldi:
(Syngur).
Og svo má ég ekki vera að þessu leng-
ur. Nú fer ég að hypja mig heim til min.
Verið þið nú blessuð og sæl og þakka
ykkur fyrir mig- Góða nótt, nórurnar
mínar.
Jóí
olaói/emaóoncjur
útvamlnu
Um jólin verða sungin í útvarpið nokk-
ur gleðierindi — og fara þrjú þeirra hér
á eftir. Mun jólasveinn syngja erindin.
Ef til vill birtum við þau öll seinna.
Nú jólasveinarnir fara um fjöll
— einn og átta, einn og átta-
Og fara um byggðir og býlin öll
— einn og átta, einn og átta
Og þeir koma jafnt í þorp og borg,
í Þykkvabæinn og Lælcjartorg
einn og átta, einn og átta
tra la la la la.
Með rauða liúfu og skrítinn skúf.
— Einn og átta, einn og átta.
Hvöss er brúnin og höndin hrjúf.
—• Einn og átta, einn og átta.
Þeir eru á gægjum í gluggunum
og gjóta augum úr skuggunum.
— Einn og átta, einn og átta
tra la la la la.
Þeim finst það draumur að drekka
mjólk.
— Einn t»g átta, einn og átta,
að drekka lýsi og tyggja tólk
— einn og átta, einn og átta.
Þeir jóðla magál og éta smér,
við jólaköttinn þeir leika sér
— einn og átta, einn og átta.
tra la la la la.
rjóh.
js
{
RICE
1 KRISPIES
“W®
Eiga allir
að nota
daglega