Útvarpstíðindi - 10.12.1945, Blaðsíða 19
ÚTVARPSTIÐINDI.
355
stráklingum; þeir voru að leikjum á
stofugólfinu. Foreldrar rauðhæröa
drengsins buðu gestinum sæti, og gest-
urinn þáði sætið. Ilonum var boðið
kaffi, og liann þáði kaffið. Það var næsta
langt síðan hann hafði sézt þarna á
heimilinu, og hann var spurður frétta
eins og gerist og gengur, og hann svar-
aði eins og gerist og gengur; — já, hon-
um leið alveg ágætlega, heilsan var svo
sem ekki slæm, eitthvað annað. Hann
liafði alltaf nóga vinnu við tóbakið.
Hann var að skera þetta allan daginn,
það held ég. Það var ekki gerandi að
ráða sig lengur í vinnu til annara. Hvað
þýddi fyrir gamalmenni að keppa á við
fullhraustar manneskjur?
Svo vék gamli maðurinn sér að drengj-
unum, sem sátu þarna tveir á stofu-
gólfinu- Þriðji drengurinn var farinn i
háttinn. ,,Þú átt afmæli í dag ljúfur-
inn . . .“, sagði gamli maðurinn. Svo
var. Og rauðhærði drengurinn stóð upp.
„Og hvað ertu nú orðinn gamall heilla-
lcarlinn?" Drengurinn: „Ég er sex ára“
„Hann er bara skynugur, sá litli“,
mælti faðirinn, „hann er farinn að
þekkja stafina, þekkti marga á afmælinu
sínu í fyrra“.
Gamli maðurinn var hýr á svip. Það
var fjarska skrítið að sjá hann. Hann
strauk um höfuðið og sagði- „Ég held
því alltaf fram, en það er kannske ekk-
ert að marka, að unglingar með þess-
um háralit séu að minnsta kosti engir
eftirbátar hinna —“
Gamli maðurinn þagnaði skyndilega
og augnaráð hans varð flóttalegt. Hvern
fjáran hafði hann verið að segja? Fólk-
ið gæti hlegið að honum fyrir þessa vit-
leysu. Hann fann það svona hálft i
hvoru. Og til þess að leiðrétta það sem
hann hafði sagt, reis hann úr sæti sínu
og ætlaði að skenkja afmælisbarninu
gjöfina um leið og hann færi. Afmælis-
barnið bað hann vera kyrran, sagðist
ætla að sýna honum gjafirnar. Ranð-
hærði drengurinn hafði nefnilega fenrt-
ið margar gjafir, fjöldann allan af leik-
föngtim.
Og gamli maðurínn settist aftur. Hann
strauk hendinni um hár sitt, — se'”
var rautt -—, og hann brosti. Hann hafði
stungið boltanum inn í treyjubarm sinn
og þuklaði nú á lionum, því hann ætlaði
að taka hann fram þá og þegar og njóta
þakklætis barnsins, sjá gleði þess.
Rauðhærði drengurinn tók nú þrjár
eða fjórar flugvélar upp af gólfinu, og
enn eina úr höndum leikbróður síns;
og mælti:
„Ilérna sérðu flotann minn, — loft-
flotann. Ég á allar þessar flugvélar, —
ég á að fá miklu, miklu fleiri. - . . Ég á
að fá alveg svoleiðis, að enginn ráði við
minn flota, — minn á að vera lang-
stærstur, — er það ekki, pabbi? — ha?
— Sjáðu þessa hérna. Ilún er af allra
nýjustu gerð, — miklu fullkomnari held-
ur en flugvélar óvinanna. — Þessi er
njósnaflugvél, og hún getur flogið voða
lágt í myrkri án þess að Þjóðverjar sjái.
— Hún fer alveg svona, sko, og eng-
inn veit fyrr en hún kemur allt í einu
og skýtur alla mennina, búmm-búmm-
búmm-búmm. Og svo fara hinir í loft-
varnabyrgið og flugvélin kemur og gerir
Hka árás á það, og allir óvinirnir deyjn.
— ha? — -— og svo tekur þessi flugvél
svona marga fanga og allir Þjóðveriar
eru settir í voða stórt fangelsi og skotn-
ir. — — En hérna er mín flngvél og
hún fer miklu hraðar en allar hinar til
samans og ég stýri alltaf sjálfur. — —
0<! veiztu, hvað hún flytur? — — Það
veiztu ekki.-----Það veit enginn nema
ég og vinur minn, — — og það má
enginn komast að leyndarmálinu nema
þú- — en þú ert vinur pabba og mömmu.
Sjáðu þessa hérna. Það er þessi flug-
vél. sem er mín flugvél. •— — Er hún
kannske ekki falleg? -— — Á ég nð
segia bér. hvað hún flytur? — ■— A ég
að segja þér það? •— ■— Hi’m fU/inr kjarn-
nrkimprengjuna!-------- Það er alveg æoi-
teot vopn, — hún er miklu ægilegrí
heldur en allar aðrar sprengiur í heimí
til samans- — Maðnrinn i útvarpinu
segir hað. — Og þegar ég kasta einni
svoleiðis sprengiu á borgina í Þýzka-
tandi. há devja allir mennirnir. -------
Trúirðu ekki því, sem ég segi?“