Morgunblaðið - 28.11.2008, Side 1

Morgunblaðið - 28.11.2008, Side 1
F Ö S T U D A G U R 2 8. N Ó V E M B E R 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 326. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 104 SÍÐNA JÓLABLAÐ JÓL 2008 FYLGIR MORGUNBLAÐINU Í DAG 95 ára mbl.is Fjórar saman Nýjar umbúðir H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Leikhúsin í landinu >> 49 Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is ÞÓRÓLFUR Gíslason, fyrrverandi stjórnarformaður Giftar, gerði samkomulag við stjórnendur fjárfesting- arfélagsins Exista um að Gift myndi ekki selja hlut sinn í félaginu þegar gengi bréfa í félaginu var að lækka hratt á haustmánuðum í fyrra. Stjórnarmenn í Gift deildu hart á Þórólf vegna sam- komulagsins, sem hann gerði án þess að bera það undir stjórnina. Á stjórnarfundi Giftar 7. nóvember í fyrra greindi Þór- ólfur stjórninni frá samkomulaginu. Þá deildu stjórn- armenn einnig á Þórólf vegna viðskipta með bréf í Ice- landair sem félag sem hann tengdist, AB 57 ehf., stóð í án þess að stjórnarmenn í Gift vissu af því. Þórólfur svaraði gagnrýni stjórnarmanna fullum hálsi og sagði það alveg ljóst að viðskiptin væru með öllu „ótengd“ Samvinnu- tryggingum og Gift, svo vitnað sé til fundargerðar stjórn- ar á fundinum sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Deilur á meðan verðmætar eignir hríðlækkuðu Mikið hefur gengið á í stjórnarstarfi Giftar undanfarið ár á meðan eignir félagsins hríðféllu í verði. Tveir stjórn- arformenn hafa hætt störfum án skýringa og er nú svo komið að félagið er stjórnarformannslaust auk þess sem það er með á þriðja tug milljarða í skuldir umfram eignir. Ekkert bendir til þess að hlutafé verði til skiptanna milli þeirra sem áttu rétt á hlutafé Giftar sökum þess hvernig félagið stendur. | 22 Hart tekist á í stjórn Giftar á meðan verðmæti brunnu upp Gátu ekki selt eignirnar ÚTIFUNDUR Alþýðusambands Íslands var fluttur inn í Hafnarhúsið vegna slæmrar veðurspár í gær. Baráttuandi var í fundargestum sem voru færri en vænst var. Í yfirlýsingu sem ASÍ gaf út í tengslum við bar- áttufundinn er þess krafist að stjórnvöld búi heimilunum öruggt skjól í því gjörningaveðri sem nú gengur yfir landið. „Ríkisstjórnin er rúin trausti almennings og það er á hennar ábyrgð að endurnýja það með uppstokkun – við viljum nýjan grunn og nýtt fólk strax.“ Þess var krafist að yfirstjórn Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins vikju tafarlaust. „Nýjan grunn og nýtt fólk strax“ Morgunblaðið/Golli Barátta ASÍ hefur haldið sex fundi um stöðuna í efnahagsmálum úti á landi. Stefnt er að sambærilegum fundi á höfuðborgarsvæðinu í næstu viku. Baráttufundur ASÍ krefst afsagnar yfirstjórnar Seðlabanka og Fjármálaeftirlits SEÐLABANKINN fær víðtækar heimildir til að takmarka eða stöðva tímabundið flutning fjármagns úr landi og gjaldeyrisviðskipti og krefj- ast þess að útflutningsfyrirtækin skili heim öllum gjaldeyri sem þau afla, samkvæmt frumvarpi um breyt- ingar á lögum um gjaldeyrismál sem ríkisstjórnin lagði fram í gærkvöldi og afgreiða átti sem lög frá Alþingi í nótt. „Ég legg eindregið til að þetta frumvarp verði dregið til baka hið snarasta,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins. Hann telur að frumvarpið muni stórskaða íslenskt viðskiptalíf. Með því sé verið að framlengja gjald- eyrishöftin og gera þau víðtækari. Erfiðara verði að hækka krónuna á nýjan leik því traust á íslensku við- skiptaumhverfi minnki. Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor taldi lagasetninguna aftur á móti skiljanlega því óvarlegt væri að setja krónuna á flot við skilyrði fulls frelsis í fjármagnshreyfingum. Meðferð með afbrigðum Þegar Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra mælti fyrir frum- varpinu á kvöldfundi Alþingis höfðu þingmenn stjórnarandstöðunnar ekki haft ráðrúm til að kynna sér efni þess. Formenn flokkanna samþykktu að frumvarpið fengi umfjöllun í þinginu í gærkvöldi, þótt enn væri prentsvertulykt af því. Það var rætt í viðskiptanefnd þingsins fram yfir miðnætti. Stefnt var að afgreiðslu frumvarpsins í nótt, þannig að Seðla- bankinn gæti gripið til ráðstafana sem það heimilar strax í dag, ef á þarf að halda.  Höft til að sporna við | 6 Víðtæk gjaldeyrishöft Útflutningsfyrirtækjum gert að skila til landsins öllum gjaldeyri sem þau afla Í HNOTSKURN »Tilgangur frumvarps er aðstemma stigu við frekari lækkun krónunnar. »Heimilt er að setja reglursem takmarka eða stöðva tímabundið tiltekna flokka fjármagnshreyfinga. »Einnig að krefjast þess aðöllum gjaldeyri sem fyr- irtæki afla verði skilað heim. »Hert eftirlit og refsingarþyngdar.  Starfsmönnum Sjóvár voru í gær kynnt þau áform stjórnenda fyr- irtækisins að allir með hærri mán- aðarlaun en 300 þúsund krónur tækju á sig launa- lækkun frá og með 1. mars nk. Almennir starfsmenn taki á sig 8% lækkun og yfirstjórn 12% lækkun. Í sam- tali við Morgunblaðið segir Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár, að með þessu eigi að vera hægt að komast hjá fjöldauppsögnum, en hjá fyr- irtækinu starfa rúmlega 200 manns. Segir hann ljóst að í því árferði sem nú ríki sé fyrirsjáan- legt að tekjur fyrirtækisins muni dragast saman. Boða launalækkun starfsmanna Sjóvár  Pakistönsk stjórnvöld vöruðu í gær Indlandsstjórn við því að tengja ódæðin í fjármálaborginni Mumbai við stjórnina í Islamabad, nokkrum klukkustundum eftir að Manmohan Singh, forsætisráðherra Indlands, gaf í skyn að árásarmennirnir, sem felldu á annan hundrað manns í árásum víðsvegar um borgina, kæmu frá öðrum löndum en Ind- landi. Á sama tíma leitaði indverski sjóherinn í pakistönskum flutn- ingaskipum, vegna gruns um að ódæðismennirnir hefðu komið með þeim og svo farið síðasta spölinn að hafnarborginni á hraðbátum. »20 Kjarnorkuveldi í hár saman eftir ódæði  Konur á höfuðborgarsvæðinu eru með 86% af heildarlaunum karla en konur á landsbyggðinni eru aðeins með 77%. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem félagsvísindadeild HÍ gerði á launum kynjanna. Rann- sóknin leiddi í ljós að óskalaun kvenna eru næstum því nákvæm- lega jafnhá raunverulegum launum karla. Karlarnir stefndu hins vegar enn hærra. »8 Konur á landsbyggðinni fá 77% af launum karla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.