Morgunblaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 8. N Ó V E M B E R 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 326. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 104 SÍÐNA JÓLABLAÐ JÓL 2008 FYLGIR MORGUNBLAÐINU Í DAG 95 ára mbl.is Fjórar saman Nýjar umbúðir H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Leikhúsin í landinu >> 49 Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is ÞÓRÓLFUR Gíslason, fyrrverandi stjórnarformaður Giftar, gerði samkomulag við stjórnendur fjárfesting- arfélagsins Exista um að Gift myndi ekki selja hlut sinn í félaginu þegar gengi bréfa í félaginu var að lækka hratt á haustmánuðum í fyrra. Stjórnarmenn í Gift deildu hart á Þórólf vegna sam- komulagsins, sem hann gerði án þess að bera það undir stjórnina. Á stjórnarfundi Giftar 7. nóvember í fyrra greindi Þór- ólfur stjórninni frá samkomulaginu. Þá deildu stjórn- armenn einnig á Þórólf vegna viðskipta með bréf í Ice- landair sem félag sem hann tengdist, AB 57 ehf., stóð í án þess að stjórnarmenn í Gift vissu af því. Þórólfur svaraði gagnrýni stjórnarmanna fullum hálsi og sagði það alveg ljóst að viðskiptin væru með öllu „ótengd“ Samvinnu- tryggingum og Gift, svo vitnað sé til fundargerðar stjórn- ar á fundinum sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Deilur á meðan verðmætar eignir hríðlækkuðu Mikið hefur gengið á í stjórnarstarfi Giftar undanfarið ár á meðan eignir félagsins hríðféllu í verði. Tveir stjórn- arformenn hafa hætt störfum án skýringa og er nú svo komið að félagið er stjórnarformannslaust auk þess sem það er með á þriðja tug milljarða í skuldir umfram eignir. Ekkert bendir til þess að hlutafé verði til skiptanna milli þeirra sem áttu rétt á hlutafé Giftar sökum þess hvernig félagið stendur. | 22 Hart tekist á í stjórn Giftar á meðan verðmæti brunnu upp Gátu ekki selt eignirnar ÚTIFUNDUR Alþýðusambands Íslands var fluttur inn í Hafnarhúsið vegna slæmrar veðurspár í gær. Baráttuandi var í fundargestum sem voru færri en vænst var. Í yfirlýsingu sem ASÍ gaf út í tengslum við bar- áttufundinn er þess krafist að stjórnvöld búi heimilunum öruggt skjól í því gjörningaveðri sem nú gengur yfir landið. „Ríkisstjórnin er rúin trausti almennings og það er á hennar ábyrgð að endurnýja það með uppstokkun – við viljum nýjan grunn og nýtt fólk strax.“ Þess var krafist að yfirstjórn Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins vikju tafarlaust. „Nýjan grunn og nýtt fólk strax“ Morgunblaðið/Golli Barátta ASÍ hefur haldið sex fundi um stöðuna í efnahagsmálum úti á landi. Stefnt er að sambærilegum fundi á höfuðborgarsvæðinu í næstu viku. Baráttufundur ASÍ krefst afsagnar yfirstjórnar Seðlabanka og Fjármálaeftirlits SEÐLABANKINN fær víðtækar heimildir til að takmarka eða stöðva tímabundið flutning fjármagns úr landi og gjaldeyrisviðskipti og krefj- ast þess að útflutningsfyrirtækin skili heim öllum gjaldeyri sem þau afla, samkvæmt frumvarpi um breyt- ingar á lögum um gjaldeyrismál sem ríkisstjórnin lagði fram í gærkvöldi og afgreiða átti sem lög frá Alþingi í nótt. „Ég legg eindregið til að þetta frumvarp verði dregið til baka hið snarasta,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins. Hann telur að frumvarpið muni stórskaða íslenskt viðskiptalíf. Með því sé verið að framlengja gjald- eyrishöftin og gera þau víðtækari. Erfiðara verði að hækka krónuna á nýjan leik því traust á íslensku við- skiptaumhverfi minnki. Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor taldi lagasetninguna aftur á móti skiljanlega því óvarlegt væri að setja krónuna á flot við skilyrði fulls frelsis í fjármagnshreyfingum. Meðferð með afbrigðum Þegar Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra mælti fyrir frum- varpinu á kvöldfundi Alþingis höfðu þingmenn stjórnarandstöðunnar ekki haft ráðrúm til að kynna sér efni þess. Formenn flokkanna samþykktu að frumvarpið fengi umfjöllun í þinginu í gærkvöldi, þótt enn væri prentsvertulykt af því. Það var rætt í viðskiptanefnd þingsins fram yfir miðnætti. Stefnt var að afgreiðslu frumvarpsins í nótt, þannig að Seðla- bankinn gæti gripið til ráðstafana sem það heimilar strax í dag, ef á þarf að halda.  Höft til að sporna við | 6 Víðtæk gjaldeyrishöft Útflutningsfyrirtækjum gert að skila til landsins öllum gjaldeyri sem þau afla Í HNOTSKURN »Tilgangur frumvarps er aðstemma stigu við frekari lækkun krónunnar. »Heimilt er að setja reglursem takmarka eða stöðva tímabundið tiltekna flokka fjármagnshreyfinga. »Einnig að krefjast þess aðöllum gjaldeyri sem fyr- irtæki afla verði skilað heim. »Hert eftirlit og refsingarþyngdar.  Starfsmönnum Sjóvár voru í gær kynnt þau áform stjórnenda fyr- irtækisins að allir með hærri mán- aðarlaun en 300 þúsund krónur tækju á sig launa- lækkun frá og með 1. mars nk. Almennir starfsmenn taki á sig 8% lækkun og yfirstjórn 12% lækkun. Í sam- tali við Morgunblaðið segir Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár, að með þessu eigi að vera hægt að komast hjá fjöldauppsögnum, en hjá fyr- irtækinu starfa rúmlega 200 manns. Segir hann ljóst að í því árferði sem nú ríki sé fyrirsjáan- legt að tekjur fyrirtækisins muni dragast saman. Boða launalækkun starfsmanna Sjóvár  Pakistönsk stjórnvöld vöruðu í gær Indlandsstjórn við því að tengja ódæðin í fjármálaborginni Mumbai við stjórnina í Islamabad, nokkrum klukkustundum eftir að Manmohan Singh, forsætisráðherra Indlands, gaf í skyn að árásarmennirnir, sem felldu á annan hundrað manns í árásum víðsvegar um borgina, kæmu frá öðrum löndum en Ind- landi. Á sama tíma leitaði indverski sjóherinn í pakistönskum flutn- ingaskipum, vegna gruns um að ódæðismennirnir hefðu komið með þeim og svo farið síðasta spölinn að hafnarborginni á hraðbátum. »20 Kjarnorkuveldi í hár saman eftir ódæði  Konur á höfuðborgarsvæðinu eru með 86% af heildarlaunum karla en konur á landsbyggðinni eru aðeins með 77%. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem félagsvísindadeild HÍ gerði á launum kynjanna. Rann- sóknin leiddi í ljós að óskalaun kvenna eru næstum því nákvæm- lega jafnhá raunverulegum launum karla. Karlarnir stefndu hins vegar enn hærra. »8 Konur á landsbyggðinni fá 77% af launum karla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.