Morgunblaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 17
Fréttir 17ALÞINGI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2008 Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is RANNSÓKNIN á orsökum banka- hrunsins á að ná aftur til þess tíma er bankarnir voru einkavæddir og horfa þarf til þeirra ásakana sem uppi voru á þeim tíma innan og utan þings. Um þetta voru Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, og Árni Páll Árnason, þing- maður Samfylkingar, sammála á Al- þingi í gær þegar rætt var um frum- varp sem felur í sér stofnun nefndar er rannsaka á bankahrunið og að- draganda þess. Þingmenn voru almennt jákvæðir í garð málsins og lögðu ríka áherslu á að allar staðreyndir yrðu dregnar fram í dagsljósið. Snýr að stjórn og andstöðu Sturla Böðvarsson, forseti Alþing- is, mælti fyrir frumvarpinu en með- flutningsmenn eru formenn allra stjórnmálaflokkanna. Benti Sturla á að með skipan nefndarinnar væri Al- þingi að fikra sig inn á nýjar brautir. Samkvæmt stjórnarskránni má skipa rannsóknarnefndir þingmanna til að skoða ákveðin mál en ljóst þótti að víðtækari sátt gæti náðst væri rannsóknin í höndum óháðra sérfræðinga. Ögmundur Jónasson sagði rann- sóknina hljóta að snúa að stjórn- málum og þá jafnt stjórn sem stjórn- arandstöðu. „Nauðsynlegt er að spyrja um hvað var gert og hvað var ekki gert, hvaða lög og reglur voru settar og hvaða tillögur voru huns- aðar,“ sagði Ögmundur og lagði líka áherslu á að horft yrði til þess hvernig framkvæmdavaldið hefði farið með vald sitt. Þröng lagahyggja að aðskilja siðferðið frá nefndinni Árni Páll Árnason setti spurning- armerki við að skipa ætti sérstaka hliðarnefnd sem á að skoða siðferð- islegu hliðina. „Ég sé í sjálfu sér ekki rökin fyrir því að skipta við- fangsefni rannsóknarinnar upp með þessum hætti,“ sagði Árni Páll og taldi þessa skipan mála einkennast af þröngri lagahyggju. Ekki ætti að horfa á lagalega og hagfræðilega þætti án nokkurrar tengingar við siðferði eða góða stjórnsýsluhætti. Valgerður Sverrisdóttir, formað- ur Framsóknarflokksins, sagði aug- ljóst að væri Ísland ekki aðili að EES hefði bankahrunið ekki átt sér stað. Frjálst flæði fjármagns hefði gert bönkunum mögulegt að stækka svo mikið. Lagaumhverfið hér væri það sama og í öðrum Evrópulöndum. „Síðan er það spurningin hvers vegna í ósköpunum lagaramminn og lögin og reglurnar voru og eru þann- ig að svona hlutir geti gerst,“ sagði Valgerður og Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðisflokki, sagði augljóst að regluverk ESB væri meingallað. Þá lagði Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, áherslu á að ekki yrði gengið til kosninga fyrr en niðurstöður nefnd- arinnar lægju fyrir til þess að kosn- ingar gætu orðið það uppgjör sem til þyrfti.  Ögmundur Jónasson og Árni Páll Árnason leggja áherslu á að rannsókn á bankahruninu nái aftur til einkavæðingar bankanna  Kristinn H. Gunnarsson vill ekki kosningar fyrr en niðurstaða liggur fyrir Nái aftur til einkavæðingar Morgunblaðið/Golli Frestur Nefndin á að skila skýrslu sinni eigi síðar en 1. nóvember 2009. Handhafar sannleika Talsverð umræða spannst um sann- leikann á Alþingi í gær en í hvítbók- arnefndarfrumvarpinu er talað um að nefndin eigi að leita sannleikans um bankahrunið. Vöruðu nokkrir þingmenn við orðalaginu. Sagði Pét- ur H. Blöndal ágætis fólk um allan heim leita sannleikans en þeir sem teldu sig hafa fundið hann væru hins vegar stórhættulegir. Kristinn H. Gunnarsson tók undir þetta og tók sem dæmi að þeir sem hefðu brennt fólk á báli hér á landi hefðu talið sig handhafa sannleikans. Tónlistarhúsið Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Samfylkingu, hefur lagt fram fyrirspurn til mennta- málaráðherra um stöðuna á byggingu tónlist- arhúss og ráð- stefnumiðstöðv- ar við Austur- höfn. Vill Steinunn Valdís jafnframt vita hvert framhaldið verður nú þegar framkvæmdaraðilarnir eru komnir í þrot. Eyðsluseggir Íslenska þjóðin hefur eytt of miklu og sparað of lítið, sagði Pétur H. Blön- dal, Sjálfstæð- isflokki, á þingi í gær og þótti furðu sæta hversu margir eyða um efni fram. „Maður bara horfir á þetta gáttaður. Hvernig ætlar fólkið að borga þetta?“ sagði Pétur og bætti við að lánum hefði verið haldið að fólki til að kaupa flatskjá eða fara til útlanda eða hvað annað. Þetta yrði að breytast og væri vonandi nú þegar að breyt- ast og þjóðin að læra að verða spar- samari. Norska krónu í gagnið Jón Magnússon, Frjálslyndum, hefur ásamt tveimur flokksfélögum sínum lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að ríkisstjórnin kanni mögu- leika á að tengja íslensku krónuna við aðra mynt, t.d. norsku krónuna. Gangi það ekki vilja þeir að upptaka evru verði skoðuð, með eða án sam- ráðs við Evrópusambandið. Dagskrá þingsins Næsti þingfundur er áætlaður á fimmtudag en fyrri partur næstu vik- ur verður nýttur undir nefndafundi. Þetta helst … Steinunn Valdís Óskarsdóttir Pétur H. Blöndal „HÉR er um einkavinavæð- ingu að ræða í ut- anríkisráðuneyt- inu,“ sagði Birkir J. Jóns- son, þingmaður Framsóknar- flokks, á Alþingi í gær og gagn- rýndi Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráð- herra harðlega fyrir að beita póli- tískum ráðningum. Vísaði hann til þess að Kristín Árnadóttir hefði verið skipuð sendiherra á dögunum og þótti honum Ingibjörg feta svip- aðar slóðir og Davíð Oddsson á sín- um tíma, þrátt fyrir að hún hefði sjálf verið mjög gagnrýnin á offjölg- un sendiherra. Yngra fólk og konur Ingibjörg Sólrún sagði hins vegar að sendiherrum hefði verið fækkað en ekki fjölgað og að Kristín væri ráðin sem skrifstofustjóri í þeim til- gangi að betra utanumhald næðist um yfirstjórn ráðuneytisins. Það væri nauðsynlegt þar sem bæði ráð- herra og ráðuneytisstjóri hafa átt við veikindi að stríða. Þá sagði Ingibjörg of marga sendiherra vera „í eldri kantinum“ og yngra fólk hafa átt litla mögu- leika. Nú séu hins vegar margir að hætta. „Ég held að það skapi annars vegar svigrúm fyrir framgang fyrir yngra fólk í þjónustunni en jafn- framt svigrúm til að fjölga konum í þjónustunni,“ sagði Ingibjörg. halla@mbl.is Einkavina- væðing í ráðuneyti Birkir J. Jónsson. Yfirstjórnin efld vegna veikinda RÚMENAR og Búlgarar munu ekki geta flutt til Íslands og leitað sér vinnu á eins einfaldan hátt og aðrir íbúar EES-svæðisins fyrr en í fyrsta lagi 1. janúar 2012. Þegar löndin tvö urðu aðilar að Evrópusambandinu nýttu íslensk stjórnvöld sér mögu- leika til að fresta gildistöku ákvæða um frelsi launþega til flutninga inn- an Evrópusambandsins. Átti það að gilda til 1. janúar 2009 en hefur nú verið framlengt. Að því loknu er mögulegt að framlengja tímabilið enn frekar eða fram til 2014. Rúmenar og Búlgarar úti Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is KOSTNAÐUR Íslands af því að gera upp Icesave- deilunna næmi í besta falli í kringum 50 milljörðum en í versta falli um 250 milljörðum ef upplýsingar um eignastöðu Landsbankans eru réttar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra mælti fyrir þingsályktunartillögu um að ríkisstjórninni verði falið að leiða málið til lykta á Alþingi í gær. Í máli hennar kom fram að virði eigna Landsbankans væri talið á milli 800 og 1.200 milljarða króna. Heildarkröfur nema í kringum 1.300 milljörðum en Ísland þarf aðeins að greiða upp að því marki sem trygging innstæðueigenda nær til, þ.e. að 20 þúsund evrum fyrir hvern reikning. Tók Ingibjörg sem dæmi að væru eignir Landsbankans um 1.000 millj- arðar virði myndi 140-160 milljarða skuld lenda á ís- lenska ríkinu. Seðlabankastjóri talar í véfréttastíl Stjórnarandstæðingar gagnrýndu stjórnvöld fyrir að hafa gefist upp í deilunni. „Íslensk stjórnvöld eru hér að beygja þjóð sína í duftið eftir að forsætisráð- herra fullvissaði okkur um að við myndum ekki láta kúga okkur,“ sagði Helga Sigrún Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokks, og bætti við að með þessari leið væru Íslendingar að gefa frá sér réttinn til að fara með deilumálið fyrir viðeigandi dómstóla. „Það gerðist eitthvað í þessu máli, virðulegur for- seti, sem enginn treystir sér til að segja frá. Framan af virtust samningaviðræður við Breta og Hollend- inga vera í góðum farvegi en það næsta sem þjóðin veit er að búið er að beita hryðjuverkalög gegn Ís- lendingum,“ bætti Helga við og sagði seðla- bankastjórann síðan færa þjóðinni fréttir í vé- fréttastíl um að hann kynni skýringar á málinu. Samfylkingarþingmennirnir Helgi Hjörvar og Árni Páll Árnason lögðu hins vegar áherslu á að Ís- land þyrfti að standa við sínar skuldbindingar. Áréttaði Árni Páll að ekki hefði verið hægt að leiða málið fyrir dómstóla þar sem forsenda fyrir því sam- kvæmt þjóðarrétti væri að bæði ríki samþykktu það. Verður að leggja samninginn fyrir Alþingi Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, sagði mjög óeðlilegt ef Alþingi afgreiddi opna heimild fyr- ir ríkisstjórnina með þessum hætti og Pétur H. Blön- dal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagðist ekki geta stutt þingsályktunartillöguna nema skýrt væri að samningurinn yrði lagður fyrir Alþingi til sam- þykktar. „Ég get ekki falið útlendingum sjálfdæmi um örlög Íslands,“ sagði Pétur og bætti við að stjórn- málamenn annars staðar tækju ekkert tillit til að- stæðna á Íslandi. Hollendingar og Bretar hefðu ásamt öðrum Evrópusambandsþjóðum misnotað Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn til að kúga Ísland til hlýðni og uppgjafar. Morgunblaðið/Ómar Uppgjöf eða eina lausnin? Stjórnarandstæðingum þykja stjórnvöld hafa lotið í gras í Icesave-deilunni. ICESAVE KOSTAR 50-250 MILLJARÐA Formaður efnahags- og skattanefndar styður ekki þings- ályktunartillögu um að ríkisstjórnin leiði málið til lykta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.