Morgunblaðið - 28.11.2008, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 28.11.2008, Qupperneq 20
20 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2008 Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is MANMOHAN Singh, forsætisráð- herra Indlands, hét því í gær að hafa hendur í hári þeirra, sem staðið hefðu fyrir hryðjuverkaárásunum í Mumbai, og fullyrti, að aðsetur þeirra væri „utan landamæranna“. Í gærkvöld var vitað um 125 manns, sem látið höfðu lífið í árásunum, og 288 særða. Seint í gærkvöldi var tal- ið að hryðjuverkamennirnir væru enn með einhverja gísla í haldi, jafn- vel nokkra tugi, en sérsveitarmönn- um hafði þá meðal annars tekist að frelsa 39 gísla sem haldið var föngn- um á Oberoi-Trident-hótelinu. Árásarmennirnir, sem voru lík- lega 20 til 30 og vopnaðir sjálfvirk- um byssum og handsprengjum, réð- ust til atlögum á sjö stöðum að minnsta kosti, þar á meðal á tvö hót- el, Taj Mahal og áðurnefnt Oberoi- Trident, á brautarstöðina, sjúkrahús og vinsælt veitingahús. Alls lágu í valnum 14 lögreglumenn, 105 óbreyttir borgarar og sex útlend- ingar. Þá voru fimm hryðjuverka- menn felldir og níu handteknir. „Eins og ungir drengir“ Rakesh Patel, breskur gestur á Taj Mahal-hótelinu, segir, að árás- armennirnir hafi verið vel vopnaðir og smalað saman þeim gestum, sem þeir náðu í. Þá hefðu þeir sagt þeim að rétta upp hönd, sem væru banda- rískir eða breskir, og síðan farið með þá upp stigana. „Ég held þeir hafi ætlað að fara með okkur upp á þak,“ sagði Patel en honum tókst að laumast burt á 18. hæðinni. Sagði hann, að sér hefðu virst árásarmennirnir mjög ungir að árum, „eins og ungir drengir í gallabuxum og skyrtubol“. Skömmu síðar braust út eldur á efstu hæðum Taj Mahal. Indverskir sérsveitarmenn náðu Taj Mahal-hótelinu fljótlega á sitt vald og segja vitni, að út úr húsinu hafi verið borin allmörg lík. Sér- sveitarmennirnir biðu með að ráðast inn í Oberoi-Trident-hótelið vegna gíslanna, sem þar voru á valdi hryðjuverkamannanna, en réðust til atlögu í gærkvöld og frelsuðu þá nokkra tugi manna. Um miðnætti í nótt var óljóst hversu margir gíslar væru þar enn. Í svokölluðu Chabad- húsi voru árásarmenn með gísla, þar á meðal nokkra gyðinga, og tókst að frelsa minnst átta þeirra í gær. Sagðir hafa komið á bátum til Mumbai Haft er eftir indversku lögregl- unni, að hópurinn hafi komið á bát- um og lent skammt frá Indverska hliðinu, sem reist var til heiðurs Georg V. Bretakonungi og Maríu drottningu 1928. Hefðu þeir verið með þunga poka með sér og rænt bílum, þar á meðal lögreglubíl, eftir að í land kom. Segir indverska lög- reglan, að sjö menn af þeim níu, sem hafa verið handteknir, séu fiski- menn og í gær fóru indverskir sjó- liðar um borð í flutningaskip, sem talið var að tengdist árásunum. Hafði það komið til Mumbai frá Ka- rachi í Pakistan. Upplýsti lögreglan einnig, að fundist hefði poki með mjög öflugu sprengiefni við veit- ingahús skammt frá Taj Mahal og þykir það benda til, að árásarmenn- irnir hafi haft á prjónunum fleiri hryðjuverk. Einn hryðjuverkamannanna í Oberoi-Trident-hótelinu sagði í gær í viðtali við indverska sjónvarpsstöð, að kröfur þeirra væru, að ofsóknum gegn múslímum á Indlandi yrði hætt og öllum íslömskum skærulið- um í indverskum fangelsum sleppt. Hryðjuverkin fordæmd Þjóðarleiðtogar og aðrir frammá- menn víða um heim hafa fordæmt hryðjuverkin í Mumbai og lýst yfir samstöðu með Indlandsstjórn. Bar- ack Obama, verðandi Bandaríkja- forseti, sagði, að atburðirnir sýndu hve mikilvægt það væri fyrir Banda- ríkjamenn að vinna með öðrum þjóðum að því að uppræta hryðju- verkasamtök. Dmítrí Medvedev, forseti Rússlands, sagði árásirnar atlögu gegn fólki um allan heim og við sama tón kvað hjá mörgum öðr- um, t.d. stjórnvöldum í arabaríkjum. Á annað hundrað lét lífið  Hryðjuverkamenn réðust gegn fólki á hótelum, sjúkrahúsi, veitingahúsi og brautarstöð í Mumbai  Talið er að árásarmennirnir tilheyri fjölmennum hryðjuverkasamtökum íslamista í Pakistan Reuters Á ögurstundu Lögregluþjónar og óbreyttir borgarar leita skjóls fyrir utan Taj Mahal-hótelið í gær. Á sama tíma heyrðust skothvellir innan úr byggingunni. Um miðnætti í nótt leit út fyrir að tekist hefði að frelsa alla gíslana.    + ,    -   .  *./ .0. . .1  *.   . 2.,3 .2.+ , .0.   .2. 3 4 ./ .5  3    .  .0.16 *.1  1.. 1.2 ,..+ . . .2.00         !  " # $ %  &' ! (# ! 789: -;88<=>?.@.+A+7> +A+7>  + A + 7 >  * + , -   ( % !.  / -!  # $ +.$ +>->?>- ?> -B?>9 (   $$  #.  / &  ,0 1 23456 1   ($$ C  .>,.1  1 C  5    4 =  . 5 .1  1    1.   4 C , 1 -4 4  4   C .85 *+7 + +! 8 % $  7 ) .+   .9 +  & ! $!7  .D,  : !% $   ; $ + %# !!  $< !7  Í HNOTSKURN » Múslímar á Indlandi eruum 130 milljónir en þeim finnst sem þeir séu settir skör lægra en hindúar, sem eru í miklum meirihluta. » Margoft hefur komið tilblóðugra átaka á milli trúarhópanna, til dæmis í Guj- arat-ríki 2002 þegar að minnsta kosti 2.000 manns voru höggnir, skotnir og brenndir inni. Voru það að- allega múslímar. » Íslamistar, oft með náintengsl við hryðjuverka- samtök í Pakistan, þar á meðal við al-Qaeda-hryðjuverka- samtökin, hafa staðið fyrir mörgum hryðjuverkum á Ind- landi. TAJ Mahal-hótelið í Mumbai, eitt helsta skotmark hryðjuverkamann- anna, er þjóðardjásn og hafði mikið táknrænt gildi í sjálfstæðisbaráttu Indverja. Það var indverski iðnrek- andinn Jamsetji N. Tata, sem lét reisa það árið 1903, og sagt er, að það hafi hann gert eftir að honum var meinaður aðgangur að hóteli vegna þess, að hann var ekki Evrópumaður. Hótelið er rétt við höfnina en það vekur athygli, að framhlið þess veit ekki að henni, heldur inn til landsins. Töldu margir, að einhverjum mistök- um væri um að kenna en svo er ekki. Þetta var beinlínis gert í óvirðing- arskyni við Breta og sem stuðnings- yfirlýsing við indverska þjóðern- issinna. Árás íslamista á Taj Mahal er ekki síður táknræn því að það hefur verið áningarstaður innlendra og erlendra frammámanna. Í indverskum fjöl- miðlum hefur árásinni á það verið líkt við árásina á Tvíburaturnana í New York. Reynt að tortíma þjóðardjásni Reuters INDVERSKIR sérsveitarmenn handtóku í nótt að staðartíma þrjá menn á Taj Mahal-hótelinu í Mumbai sem taldir voru tilheyra hryðjuverkasamtökunum Lashkar- e-Taiba, einum stærstu öfga- samtökum íslamista í Suður-Asíu. AFP-fréttastofan greindi frá þessu en áður höfðu fjölmiðlar sagt frá því að árásarmennirnir kölluðu sig „Deccan-stríðsmennina“ og virtist það vísa til Deccan- hásléttunnar í Suður-Indlandi. Aðrir hópar, sem einnig leggja áherslu á indverskan uppruna sinn, hafa staðið fyrir mörgum hryðju- verkum á síðustu tveimur árum. Í nýlegri skýrslu bandaríska ut- anríkisráðuneytisins segir, að 2.300 manns hafi fallið í hryðjuverka- árásum á Indlandi á síðasta ári. Slíkar árásir eru því hvergi algeng- ari en þar. Talið er, að hryðjuverkamenn- irnir hafi komið til Mumbai á bátum og nákvæm skipulagning árásanna vekur grunsemdir um tengsl þeirra við al-Qaeda-hryðjuverkasamtökin. Það styður það líka, að þeir leituðu sérstaklega að Bretum og Banda- ríkjamönnum meðal hótelgesta. Böndin berast til Pakistans NICOTINELL Fæst nú hjá okkur! ®Nicotinell er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins Ártúnshöfða - Lækjargötu – Hringbraut – Háholti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.