Morgunblaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 23
þess að breyta stjórnun Giftar. Einn stjórnarmanna lagði fram tillögur um að ráða sérfræðinga til að greina fjárfestingarkosti bæði á innlendum og erlendum hlutabréfamörkuðum. Þá voru einnig lagðar fram tillögur um að selja hlut félagsins í fjárfest- ingarfélaginu Exista, eða að minnsta kosti að minnka hann verulega. Öðru fremur til þess að dreifa áhættu í eignasafni félagsins. Gengi bréfa í Exista var í frjálsu falli á þessum tíma. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins var rætt um að selja hlut- inn í Exista á fjórum til átta vikum. Helgi S. Guðmundsson sagði skyn- samlegt að leita leiða til þess að dreifa áhættu og vildi skoða tillög- urnar betur, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Þórólfur tók þá til máls og upplýsti stjórnarmenn um að fyrir lægi „óformlegt samkomulag við Exista“ um að selja ekki hlut Giftar í félag- inu, a.m.k. ekki á árinu 2007. Var það aðallega vegna þess að forsvarsmenn Exista óttuðust áhrifin af sölunni ef af henni yrði. Það myndi bæta gráu ofan á svart. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins lýstu stjórnarmenn sig óánægða með þetta fyrirkomulag og spurðu hvernig það hefði komið til að þetta samkomulag var gert án þess að aðrir stjórnarmenn hefðu verið upplýstir um það. Var meðal annars lagt til að stjórnarfundir færu fram með styttra millibili til þess að ræða mikilvæg mál þegar þau kæmu upp. Deilt var á Þórólf á fundinum fyrir að hafa gert þetta samkomulag. Hann svaraði því til að það hefði verið gert með hagsmuni félagsins að leið- arljósi – en ítrekaði að endurskoða mætti stöðuna eftir áramótin. Staðan versnar enn Eftir fyrrnefndan stjórnarfund var staða Giftar orðin tvísýn. Hremmingar á íslenskum hluta- bréfamarkaði héldu áfram að leika eignasafn Giftar grátt. Frá miðju ári 2007 og til ársloka sama árs tapaði félagið rúmlega ellefu milljörðum af eigin fé sínu. Átti tæplega 19 millj- arða í lok árs en rúmlega 30 um mitt ár. Í desember þetta ár ákvað Gift að taka boði Kaupþings um að kaup stóran hlut í bankanum sem áður var í eigu fjárfestingafélagsins Gnúps. Það félag var við það að komast í þrot og voru bréfin tímabundið í eigu Kaupþings áður en þau fóru í hendur Giftar. Þetta voru stór kaup sem fjár- mögnuð voru með láni frá Kaup- þingi. Samtals greiddi Gift um 20 milljarða fyrir hlutinn en samþykkti jafnframt að selja eignir á móti fyrir um tíu milljarða. Félagið seldi hins vegar aldrei bréf nema fyrir u.þ.b. 6,5 milljarða samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Það gerði kaupin í desember enn meira íþyngjandi fyrir félagið. Eftir að kaupin voru frágengin, og lánasamningar undirritaðir, komu til umræðu innan stjórnar Giftar ákvæði í lánasamningnum. Sam- kvæmt því gat stjórn Giftar ekki selt meira en 15 prósent af eignum sínum nema með samþykki Kaupþings. Þetta þýddi í raun að Gift gat ekki selt sínar stærstu eignir, í Exista og Kaupþingi, nema með samþykki Kaupþings. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins deildu stjórn- armenn um þessa ráðstöfun og heimtuðu svör frá Þórólfi hvers vegna þetta ákvæði var sett inn í lánasamninginn. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins var það ekki inni í drögum að lánasamningi sem kynnt voru fyrir stjórn Giftar áður en gengið var frá samningnum. Eftir kaupin á hlutnum í Kaup- þingi hallaði hratt undan fæti. Á rúmlega tveimur mánuðum lækkaði virði hlutarins í Kaupþingi um þrjá milljarða að markaðsvirði. Þá þegar var orðið ljóst að félagið væri komið í vanda og væri líklega búið að tapa öllu eigin fé sínu ef staðan versnaði enn. Það gerðist. Gengi hlutabréfa í eignum Giftar hélt áfram að lækka. Þó ekki eins mikið hlutfallslega í Kaupþingi eins og í öðrum eignum. En í ljósi þess hversu stóran hlut Gift átti í Kaup- þingi mátti félagið ekki við frekari lækkunum á Kaupþingsbréfunum. Í febrúar var staðan orðin slæm. Hlut- urinn í Exista hafði lækkað um tæp- lega 70 prósent á innan við ári. Þrýstingur stjórnarmanna á Þórólf hélt áfram. Sérstaklega voru uppi kröfur um að starf félagsins, og þá sérstaklega umsjón með eignum þess, væri sett í faglegri farveg. Sér- fræðingar yrðu kallaðir að því starfi með endurskiplagningu eignasafns- ins í huga. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins tók steininn úr þeg- ar Helgi S. Guðmundsson snerist gegn Þórólfi, en hann hafði fram að þessu verið einn af hans nánustu bandamönnum, í gegnum súrt og sætt í starfi Samvinnutrygginga. Í kjölfarið hætti Þórólfur í stjórn fé- lagsins án skýringa. Í lok febrúar á þessu ári var því félagið án stjórn- arformanns og með skuldir nokkuð umfram eignir. Sigurjón Rúnar Rafnsson, aðstoð- arkaupfélagsstjóri í Skagafirði og nánasti samstarfsmaður Þórólfs, varð fljótlega í kjölfarið formaður stjórnar Giftar. Hann hafði setið í stjórn Exista um nokkurt skeið og þekkti því vel hagsmuni stærstu eigna Giftar. Togstreitan innan stjórnarinnar skánaði lítið við komu Sigurjóns Rúnars samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins. Áfram var deilt um óskilvirka stjórnun, lítið samráð við stjórnarmenn og hvernig skyldi bregðast við stöðunni sem upp væri komin. Stjórnarmenn þrýstu á um að félagið yrði að selja eignir til þess að bjarga því sem mögulega væri hægt að bjarga. Í höndum annarra Það gerðist ekki þar sem félagið var í raun „algjörlega í höndum Kaupþings og Exista“ svo vitnað sé til orða heimildarmanns Morg- unblaðsins. Gift var – og er enn – með veð í bréfum félagsins í Kaup- þingi. Í greinargerð sem stjórnin sendi skilanefnd Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga 25. nóvember síðastliðinn kemur fram að ólíklegt hefði verið að Gift hefði fengið leyfi til þess að selja bréfin. Í grein- argerðinni segir orðrétt: „Fyrr hefði bankinn tekið sjálfur bréfin og þar með gjaldfellt það sem út af stæði ótryggt og félagið hefði þar með ver- ið komið í uppnám. Verð á bréfum í Exista hafði lækkað það mikið að þau voru verulega undir innra virði félagsins og því afar óhagkvæmt að selja þau auk þess sem kauphliðin var varla til staðar og því má nánast fullyrða að bréfin hefðu hrunið í verði.“ Í greinargerðinni segir enn frem- ur að kaup félagsins á hlutunum í Kaupþingi í desember í fyrra hafi verið „stærri biti en félagið réð við“. Þá kemur fram í greinargerðinni að stjórnin hafi metið það svo að sala á hlutum félagsins á undanförnum mánuðum hefði „ekki bara haft al- varlegar afleiðingar fyrir aðstand- endur Giftar heldur markaðinn í heild.“ Ekkert eftir til skiptanna Átakasamir mánuðir í stjórnartíð Giftar enduðu illa. Þegar Fjármála- eftirlitið tók yfir íslensku bankanna þrjá þurrkuðust eignir Giftar í skráðum félögum að miklu leyti út. Þetta setti áætlanir um að slíta fé- laginu og skipta hlutafé félagsins milli þeirra sem rétt ættu til þess í uppnám. Rúmlega 50 þúsund lög- aðilar, einstaklingar, fyrirtæki og sveitarfélög, áttu rétt til þess að fá hlutafé í félaginu. Réttindi hvers og eins voru misjafnlega mikil en hlutur Samvinnusjóðsins var þó stærstur, eða milli 30 og 40 prósent af heild- inni. Átökin í stjórninni á und- anförnu ári eru meðal annars til- komin vegna þess að hluti stjórnarmanna vildi vinna hratt að því að slíta félaginu, á meðan aðrir töldu skynsamlegt að verja eignir fé- lagsins í samstarfi við stjórnendur í stærstu félögunum sem Gift átti hlut í. Eftir að forræði yfir sölu eigna fór að mestu úr höndum stjórnarinnar, til Kaupþings, í desember 2007 reyndist nær útilokað fyrir stjórnina að selja eignir til þess að gæta hags- muna þeirra sem í raun áttu hlutafé félagsins. Það er tryggingartaka hjá Samvinnutryggingum á árunum 1987 til 1989 og einnig þeirra sem keyptu brunatryggingu fyrir hús- næði hjá Brunabótafélagi Íslands á árunum 1992 og 1993. Eignirnar „brunnu“ þannig inni í félaginu. C+ 4 * 01 !02- 3) 45)  6*) *,+- 7 -8 4  ,)   M  5)  !) 4 ,+- % 2< 4   % 2 ) 2. 0 . 4  2.4 . 4  $ - !)  " C '+) &M  &   % 4 % 2 - %+ = 3)/4 % 2 )         )' !  !&))" ) %$ !$) )# #")%" )#!!"') &&'(&$& '"% $'!(! (""$$)'          !%)!(# ! """" ) """ #) "" )$'& )"""" #""""" !%"""" %'! !"()' $ %$!'         ;  .2.0 .)""' N ) '   . '   . N 8O     &&! (*&!     ' ( ! " # " $ % & ' GH G H  H  H J H  H  H  H 5/ 4 4 ) 3  G   P ) + P ;6 4 4 ) 3  G   P ) + P ' ( ! " # " $ % & ' Fréttir 23VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.