Morgunblaðið - 28.11.2008, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2008
Einar Sigurðsson.
Ólafur Þ. Stephensen.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Til að byggjaupp trúverð-ugri hluta-
bréfamarkað á Ís-
landi þarf að
tryggja betur vernd smærri
hluthafa gagnvart ráðandi hlut-
höfum. Að öðrum kosti verða al-
menningshlutafélög ekki nema
að litlu leyti í eigu almennings.
Jón Steinsson, lektor í hag-
fræði við Columbia-háskólann í
New York, tekur dæmi af því
hvernig smærri hluthafar hafa
verið hlunnfarnir í viðskiptum
tengdra aðila í Morgunblaðinu í
gær. Það eigi við þegar stórar
eignir eða jafnvel heilu fyr-
irtækin stoppi stutt við í eign-
arhaldsfélögum fjárfesta áður
en þau séu seld áfram til al-
menningshlutafélaga með mikl-
um hagnaði.
Jón segir lagaumhverfið á Ís-
landi sérstaklega veikburða
þegar kemur að vernd litlu hlut-
hafanna og lánardrottna gegn
óeðlilegum viðskiptaháttum
ráðandi hluthafa. Máli sínu til
stuðning vísar hann í sam-
anburðarrannsókn á lagahöml-
um varðandi viðskipti tengdra
aðila sem birt var á þessu ári. Í
henni kemur fram að lagaum-
hverfi á Íslandi er mun hag-
stæðara fyrir þá sem vilja
stunda óeðlilega viðskiptahætti
en til dæmis í Bandaríkjunum
og Bretlandi.
Í hlutafélagalögum kemur
fram að stjórn og
framkvæmdastjórn
félags megi ekki
gera neinar þær
ráðstafanir sem
bersýnilega eru fallnar til þess
að afla ákveðnum hluthöfum
eða öðrum ótilhlýðilegra hags-
muna á kostnað annarra hlut-
hafa eða félagsins.
Hingað til hefur lítið eftirlit
verið með að þessum lögum sé
fylgt. Vissulega hafa einstakir
hluthafar getað leitað réttar
síns fyrir dómstólum telji þeir á
sér brotið. Það er hins vegar
sjaldgæft. Nánast ógjörningur
er að vinna slík mál hér á landi
nema brotin séu mjög gróf.
Við núverandi aðstæður er
mikilvægt að stjórnvöld endur-
skoði lög og reglur um hluta-
félög og sérstaklega viðskipti
tengdra aðila. Breyta þarf
reglum þannig að minnihlutinn
eigi auðveldara með að fara í
mál við ráðandi hluthafa. Eft-
irlit þeirra sem eiga hagsmuna
að gæta er skilvirkara en þung-
lamalegt opinbert eftirlitskerfi.
Jón bendir á í grein sinni að
hvatar ráðandi hluthafa í fyr-
irtækjum landsins til að viðhafa
óeðlilega viðskiptahætti hafi
aldrei verið meiri en nú. Hér
þarf að tryggja að hvorki skatt-
greiðendur né smærri hluthafar
séu hlunnfarnir. Og efla trú-
verðugleika hlutabréfamark-
aðarins.
Hluthafar leita
sjaldan réttar síns}Vernd smærri hluthafa
Hvaða máliskiptir
bankaleynd yfir
viðskiptum gjald-
þrota fyrirtækja?
Skaðast viðskipta-
hagsmunir þeirra?
Nei. Hvers vegna er þá ekki
hægt að birta hve háar upp-
hæðir fyrirtæki tengd helstu
eigendum bankanna höfðu
fengið með útgáfu skuldabréfa
sem peningamarkaðssjóðirnir
keyptu og hvernig og hvenær
sú fjárfesting kom til?
Glitnir birti þessar upplýs-
ingar. Það hefur leitt af sér
mikla umfjöllun, enda upplýst-
ist til dæmis að bankinn átti
fyrirtækjaskuldabréf í Stoðum,
einum helsta eiganda bankans.
Vilhjálmur Bjarnason, að-
junkt í Háskóla Íslands, segir
ekkert mál að kaupa banka sé
hægt að fjármagna kaupin með
peningum í bankanum.
Ákvörðun Glitnis um að birta
upplýsingarnar varpaði ljósi á
sjóð 9 einan. Tap þeirra spari-
fjáreigenda og sveitarfélaga
sem höfðu keypt í peninga-
markaðssjóðnum voru tæp 15
prósent, eins og hjá Kaupþingi.
Tap þeirra sem keyptu í ís-
lenska sjóði Landsbankans var
rúm 30 prósent.
Sveitarfélagið Hornafjörður
fékk að vita um samsetninguna
á sjóði Landsbank-
ans í gegnum síma.
Hornfirðingar
seldu og sögðu
bankann hafa
keypt fyrirtækja-
skuldabréf af Sam-
son, kjölfestufjárfesti bank-
ans. Nú eru bæði bankinn og
Samson gjaldþrota.
Þingmaðurinn Atli Gíslason
segir að eigendur bankanna
virðist hafa látið peningamark-
aðssjóðina kaupa í sínum eigin
fyrirtækjum skömmu fyrir
hrun þeirra, en selja í traustari
fyrirtækjum. Glitnir vísar í
opna árshlutareikninga sjóð-
anna til að hrekja orðróminn.
Kaupþing og Landsbanki vísa
ásökunum á bug, en enn er
bókhaldinu haldið lokuðu. Vilja
stjórnendur bankanna – nýrra
eða gamalla – ekki hrekja
ásakanir þingmannsins með
óyggjandi hætti? Eða geta þeir
það ekki?
Mælt hefur verið fyrir frum-
varpi um nefnd sem rannsaki
aðdraganda og orsakir falls
bankanna. Nefndin má aflétta
leyndinni og á að gera það.
Jafnvel þótt ekkert saknæmt
hafi gerst í peningamark-
aðssjóðum bankanna á fólk,
sem tapaði sparnaði sínum,
rétt á að fá að vita hvað varð
um peninga þess.
Vilja stjórnendur
bankanna ekki
hrekja ásakanir
þingmannsins? }
Upplýsum leyndarmálið
Þ
egar ég heyrði fyrst um George
W. Bush, sem færa má rök fyrir
að sé hataðasti maður heims nú
um stundir, var það á afar já-
kvæðum nótum. Þetta var áður
en hann hóf kosningabaráttu sína til að verða
forseti Bandaríkjanna. Sýnd var frétt í sjón-
varpsfréttum RÚV þar sem talað var lofsam-
lega um þennan mann sem margir bentu á
sem hugsanlegan frambjóðanda Repúblik-
anaflokksins. Bent var á að Bush væri sér-
staklega alþýðlegur náungi sem kynni
spænsku og myndi því eiga auðvelt með að ná
til spænskumælandi kjósenda. Kannski var
Bush betri maður þá eða kannski réð hann
ekki við starf sitt sem forseti. Í dag hafa alla-
vega flestar fregnir af honum neikvæðan blæ. Hann er
álitinn heimskur og siðlaus pabbastrákur. Fáum sögum
fer af spænskukunnáttu hans.
Svo eru það mennirnir sem fjölmiðlar nefndu útrás-
arvíkinga. Þegar orðið var fundið upp var hugsunin á
bak við það að reyna að ná utan um þá klikkuðu hrifn-
ingu sem fólk hafði á þessum mönnum. Nú geta menn
hinsvegar ekki beðið eftir að fá útrás á umræddum vík-
ingum og lofið hefur breyst í skammir og hneykslun.
Þetta hefur gerst á skömmum tíma. Jafnvel fyrr á
þessu ári notaði B&L orðið „útrásarvíkingur“ í auglýs-
ingar fyrir Range Rover-bíla. Í dag væri það ávísun á
að umboðið yrði fyrir eggjakasti. Margir hafa fallið
gríðarlega í áliti. Bjarni Ármannsson, sem stóð meira að
segja eins og klettur í náðinni hjá þjóðinni í
gegnum REI-málið, er núna einn hataðasti
maður landsins. Honum er í dag lýst sem
slóttugum svikahrappi og landráðamanni en
var áður talinn hógvær heimilisfaðir með
hlaupadellu sem lenti í því að verða fjár-
málaséní og snillingur og þar af leiðandi með
tuttugu milljónir í mánaðarlaun.
Ég fell sjálfur í þessa gryfju. Ég var meira
að segja hrifinn af George Bush. Fannst
hann sannur og alþýðlegur. Ég elskaði
hvernig rauðsokkur og menningarvitar
engdust um af stressi þegar hann hóf upp
raust sína og otaði sínum kjarnorku-
sprengjutakkaputta á ögrandi hátt í allar
áttir. Mér fór þó að hætta að lítast á blikuna
þegar ég tók eftir því að öll framkoma Bush er eins og
hótun, líka þegar hann kveikir á jólatrjám eða heimsæk-
ir leikskóla. Núna hata ég Bush og elska Obama út af
lífinu. Það virðast allir gera það. Ætli maður endi ekki á
að hata hann líka.
Sumir segja að við eigum ekki að hata. Þvílík von-
brigði. Það er falleinkunn í mannfræðum 103. Við hætt-
um ekki að hata fyrr en við hættum að elska. Hatrið er
tilfinning sem grípur um sig þegar manns eigin sekt-
arkennd er komin í spilið. Maður hatar bara þá sem
maður getur elskað. Annað nefnist vanþóknun og er allt
annað. Ekki vera hrædd við að hata. Hötumst aðeins.
Það jafnast hvort eð er ekkert á við sáttakossa.
bergur.ebbi.benediktsson@gmail.com
Bergur Ebbi
Pistill
Að elska og hata
Ólga og stéttastríð
í Landi brosanna
FRÉTTASKÝRING
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
M
ótmælin og pólitísku
ólguna í Taílandi að
undanförnu má rekja
til stéttabaráttu og
togstreitu milli
„gömlu yfirstéttarinnar“ í Bangkok og
stjórnmálamanna sem njóta stuðnings
alþýðunnar í fátækari héruðum lands-
ins.
Laustengd samtök íhaldssamra
afla, PAD, Þjóðarfylking lýðræðis,
standa fyrir mótmælunum. Þau efndu
einnig til fjöldamótmæla á götum
Bangkok fyrir tveimur árum og þau
urðu til þess að her landsins steypti
auðkýfingnum Thaksin Shinawatra af
stóli forsætisráðherra.
Thaksin komst til valda árið 2001
með miklum stuðningi kjósenda úti á
landsbyggðinni, einkum í norðaust-
urhluta landsins, á svæði sem nefnist
Isaan. Hvað tungumál og menningu
áhrærir er þetta svæði tengdara
grannríkinu Laos en Bangkok og ná-
grenni. Margir íbúar höfuðborg-
arsvæðisins hafa litið niður á Isaan-
búa sem telja sig hafa verið hlunn-
farna í stjórnmálunum þar til Thaksin
kom til sögunnar.
Thaksin nýtur enn mikilla vinsælda
í Isaan og íbúar svæðisins segja hann
hafa bætt lífskjör þeirra með því með-
al annars að sjá þeim fyrir ódýrri
heilsugæslu, auk þess sem þorp í fá-
tækum héruðum hafa fengið hagstæð
lán.
Íhaldsöflunum í Bangkok, sem
höfðu haldið um stjórnartaumana í
áratugi, stóð hins vegar ógn af Thaks-
in og stuðningsmönnum hans.
Sakaður um spillingu
Þótt Thaksin hafi bætt kjör fátækra
landsmanna er hann ekki með geisla-
baug því hann hefur verið sakaður um
spillingu, frændhygli, valdhroka og
mannréttindabrot.
Eftir að Thaksin var steypt af stóli
stofnuðu bandamenn hans nýjan
flokk, Þjóðaraflsflokkinn (PPP), sem
sigraði í þingkosningum fyrir tæpu
ári. PAD-samtökin saka flokkinn um
að hafa tryggt sér sigur með atkvæða-
kaupum og hófu nýja hrinu mótmæla í
ágúst til að koma flokknum frá völd-
um. Stjórnlagadómstóll landsins úr-
skurðaði síðan í september að eft-
irmanni Thaksins, Samak Sundaravej
forsætisráðherra, bæri að segja af sér
vegna þess að hann hefði gerst sekur
um stjórnarskrárbrot og alvarlegan
hagsmunaárekstur þegar hann þáði
laun fyrir matreiðsluþátt í sjónvarpi.
PAD-samtökin töldu að Samak
væri strengjabrúða Thaksins. Ekki
tók betra við eftir afsögn Samaks því
stjórnarflokkurinn valdi mág Thaks-
ins, Somchai Wongsawat, í forsætis-
ráðherraembættið.
PAD-samtökin vilja ekki aðeins að
Somchai segi af sér heldur einnig að
stjórnarskránni verði breytt. Þau
halda því fram að lýðræði að vest-
rænni fyrirmynd hafi aðeins leitt til
spillingar, atkvæðakaupa og dug-
lausra ríkisstjórna í Taílandi. Sam-
tökin vilja að aðeins 30% þingmanna
landsins verði þjóðkjörin en aðrir
skipaðir á þingið með einhverjum
hætti. Niðurstaðan yrði líklega sú að
skriffinnar og bandamenn hersins
stjórnuðu landinu.
PAD-samtökin hafa einnig lýst sér
sem verndara áttræðs konungs Taí-
lands, Bhumibols Adulyadejs, sem
nýtur mikilla vinsælda í landinu. Þau
saka bandamenn Thaksins um að
ætla að stofna lýðveldi í „Landi bros-
anna“, eins og Taíland hefur verið
kallað, en stjórnarflokkurinn neitar
því.
AP
Klofin þjóð Stjórnarandstæðingur með mótmælaspjald á alþjóðaflugvelli í
Bangkok sem hefur verið lokaður vegna mótmæla síðustu tvo daga.
UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hefur
ráðið Íslendingum frá því að fara til
Taílands vegna mótmælanna og
ráðlagt þeim, sem eiga bókaðar
ferðir þangað, að hafa samband við
ferðaskrifstofur sínar. Íslendingar í
Taílandi eða nákomnir ættingjar
þeirra geta haft samband við borg-
araþjónustu utanríkisráðuneytisins
á skrifstofutíma, neyðarþjónustu
ráðuneytisins eftir lokun í síma 545
9900 eða sent tölvupóst á netfangið:
borgarathjonusta@utn.stjr.is.
Flugvellir í Bangkok hafa lokast
vegna mótmælanna og er það mikið
áfall fyrir ferðaþjónustuna í land-
inu.
Orðrómur hefur verið á kreiki
um að her Taílands hyggist taka
völdin í sínar hendur vegna ólg-
unnar. Láti herinn til skarar skríða
yrði það nítjánda valdarán hans frá
árinu 1932 þegar komið var á þing-
bundinni konungsstjórn.
FERÐAFÓLK
VARAÐ VIÐ
››