Morgunblaðið - 28.11.2008, Side 27

Morgunblaðið - 28.11.2008, Side 27
27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2008 Mótmæli Þær játuðu fúslega að þeim væri ískalt, stúlkunum sem mótmæltu því á Lækjartorgi í gær að fólk klæddist loðfeldum, en þær eru talsmenn dýraverndarsamtakanna PETA. RAX VERÐTRYGGING lang- tímalána er óaðskiljanlegur fylgi- fiskur íslensku krónunnar. Smæð krónunnar og sveiflur hennar valda því að ef engrar verðtrygg- ingar nyti við, væri enginn möguleiki til að taka langtímalán á föstum vöxtum á Íslandi. Verð- tryggingunni er ætlað að bæta lánveitanda tjón það sem hann getur orðið fyrir vegna rýrnunar á fé hans vegna verðlagshækk- ana. Jafnframt hefur verðtrygg- ing gert samfélaginu kleift að dreifa kostnaði af verðbólguskotum yfir allan lánstímann, í stað þess að aukinnar verðbólgu sjái strax stað í vaxtakjörum. Sem dæmi má nefna að ef húsnæðisvextir væru óverðtryggðir í dag væru þeir væntanlega upp undir 30%. Við þær aðstæður væru enn fleiri að komast í greiðsluþrot en raun ber vitni og enn fleiri að missa heimili sín en búast má þó við ef allt fer á versta veg á næstu árum. Ókostir verðtryggingarinnar Vandinn við verðtrygginguna er að hún er deyfilyf. Þegar vel árar og verðbólga er hóf- leg gerir verðtryggingin stjórnvöldum kleift að losna undan gagnrýni á lausatök í efna- hagsmálum. Þetta var t.d. staðan árin 2005- 2006. Við vöruðum mörg við ofþenslu og skuldsetningu en almenningur fann ekki mik- ið fyrir afleiðingum efnahagsklúðursins, þar sem verðbætur lögðust einungis við höfuðstól og afborganir hækkuðu óverulega. En nú undanfarna mánuði og misseri hefur íslenskur almenningur fengið að kenna á því að fullu hversu ómöguleg verðtryggingin er í raun. Við höfum líka fengið óþyrmilega að finna fyrir því að verðtrygging getur ekki gengið upp með mikilli verðbólgu. Þess vegna er ábyrgð þeirra mikil sem forðuðust efnahagslegan stöðugleika eins og heitan eld- inn á uppgangsárunum og lugu því að sjálfum sér og öðrum að íslensk króna gæti gengið sem framtíðargjaldmiðill þjóð- arinnar. Ófyrirséð kerfishrun Eftir hrunið mikla hefur þörf fyrir aðgerðir orðið brýnni en fyrr. Ríkis- stjórnin hefur þegar gripið til aðgerða til að taka á brýnasta vanda heimila sem standa frammi fyrir mikilli hækkun á greiðslubyrði vegna hækkunar verðtryggðra lána á næsta ári. Ný greiðslujöfnunarvísitala gerir lántak- endum kleift að lækka greiðslubyrði milli 10 og 20% á næstu tveimur árum, þegar búast má við að kaupmáttur verði í lágmarki og at- vinnuleysi sem mest. Greiðslubyrðin frestast þá þar til síðar á lánstímanum, þegar efna- hagslegar aðstæður hafa batnað og atvinnu- leysi minnkað. Við kerfishrunið hafa gríðarlegar eignir í samfélaginu orðið að engu. Þetta hrun er að öllu leyti ófyrirséð og ekki lántakendum að kenna að nokkru leyti. Þrír fjórðu hlutar skulda heimilanna eru verðtryggðir. Við þess- ar aðstæður er ófært að stór hluti þjóð- arinnar verði að bera skuldbindingar sínar að fullu, til þess eins að hlífa lánveitendunum og fjármagnseigendunum einum við tjóni. Skipt- ir þá engu þótt endanlegir lánveitendur séu að stærstum hluta lífeyrissjóðir eða ríkið, í gegnum hina nýju ríkisbanka. Þeir þurfa eftir sem áður að bera tjónið a.m.k. að hluta á móti lántakendunum, þegar hamfarir af þess- um toga ríða yfir þjóðina. Varanleg lausn er framundan Við getum hins vegar ekki hummað fram af okkur lengur að fá varanlega lausn á þessu vandamáli og losa almenning undan verð- tryggingunni. Eina leiðin til þess er með að- ild að Evrópusambandinu og notkun betri gjaldmiðils. En breytingin þarf ekki að vera langt undan, því þetta verkefni þarf ekki að bíða upptöku evru. Nægjanlegt er að stöð- ugleiki verði kominn í gengi krónunnar gagn- vart evrunni og Ísland verði komið inn í myntsamstarf aðildarríkja ESB innan ERM II. Aðferðin yrði sú að beita skiptiútboði þar sem útistandandi skuldabréfum Íbúðalána- sjóðs og annarra lánveitenda yrði skipt fyrir evrubréf með föstum vöxtum án verðtrygg- ingar. Í kjölfarið væri hægt að breyta láns- kjörum almennings til samræmis. Það eru því horfur á að hægt verði að losa lántakendur við verðtrygginguna strax á fyrsta ári ESB- aðildar. Okkur liggur á, því það er mikilvægt að af- tengja vítahring verðtryggingarinnar. Við vit- um að það sem bíður okkar þegar við komum út úr kreppunni eru hækkandi laun, hækk- andi húsnæðisverð og hækkandi neysluvörur. Allt mun þetta að óbreyttu leiða til hækkunar lánanna okkar, samkvæmt þeirri séríslensku vitleysislausn sem við höfum búið til með verðtryggingunni. Verðtryggingin er að fara langt með að eyða eignum heimilanna á leið- inni inn í kreppuna. Við verðum að hafa hraðar hendur til að afstýra því af því heng- ingarólin herðist enn um háls þeirra sem lifa munu kreppuna af, vegna vísitöluhækkana sem munu óhjákvæmilega fylgja hækkun verðlags í kjölfar kreppunnar. Þríþætt aðgerðaáætlun Í reynd er því um þríþætta aðgerðaáætlun að ræða. Í fyrsta lagi mun greiðslujöfnunarvísitalan lækka greiðslubyrði verðtryggðra lána á næstu tveimur árum um allt að 20%. Sú breyting mun forða mörgum heimilum frá miklum erfiðleikum og fresta byrðum til seinni tíma, þegar betur árar. Í öðru lagi þarf að finna sanngjarna leið til að leysa lántakendur undan hluta þess kostn- aðar sem þeir ella verða fyrir af hækkun lánskjaravísitölu á næstu mánuðum. Það verður einungis gert með almennri skatt- lagningu ríkisins á alla og þannig tryggt að sá kostnaður verði borinn af samfélaginu í heild en ekki einungis af þeim sem bera lánin nú. Í þriðja lagi þarf að losa lántakendur við verðtryggingarkerfið svo fljótt sem auðið er áður en efnahagslífið tekur að glæðast á ný, með aðild að Evrópusambandinu. Við þurfum að taka hratt og skilmerkilega á þeim vanda sem verðtryggingin skapar á næstu mánuðum. Við getum gripið til ýmissa tímabundinna aðgerða sem létta byrðarnar, flutt þær til í tíma eða dreift þeim að hluta með jafnari hætti en ella væri. En einhver hópur Íslendinga þarf alltaf að borga fyrir verðtrygginguna á meðan íslenska krónan er til. Undan því verður ekki vikist. Því fyrr sem við náum í gegn aðild að Evrópusam- bandinu, því fyrr getum við kvatt verðtrygg- inguna. Við megum einfaldlega engan tíma missa. Burt með verðtrygginguna Eftir Árna Pál Árnason » Okkur liggur á, því það er mikilvægt að aftengja víta- hring verðtryggingarinnar. Árni Páll Árnason Höfundur er alþingismaður. MEÐAL gagnrýni á stefnuna í peningamálum er að Seðlabank- inn skuli hafa lækkað bindiskyldu árið 2003. Þótt Seðlabankinn hafi áður útskýrt stefnu sína varðandi bindiskyldu1) skal þess freistað enn á ný í þessum greinarstúf. Hvað réð stefnunni? Stefna Seðlabankans um bindi- skyldu var að samræma starfsum- hverfi hérlendra fjármálafyrir- tækja, svo sem kostur var, því sem fyrirtæki í nágrannalöndum búa við. Þá stefnu markaði Seðlabankinn þegar árið 1997 þegar fram komu vísbendingar um hvernig þessum þætti yrði háttað innan Efnahags- og myntbandalags Evrópu. Þetta fól í sér að bindi- grunnurinn stækkaði og fjármálafyrirtækjum, sem bindiskyldan leggst á, fjölgaði. Í stað inn- stæðu á bundnum reikningi var fjármálafyr- irtækjum ætlað að eiga tiltekna lágmarks- fjárhæð á viðskiptareikningi sínum að meðaltali í hverjum mánuði. Nokkurn tíma tók að und- irbúa skýrslur fjármálafyrirtækja til Seðlabank- ans til að ná frekari samræmingu við reglur Seðlabanka Evrópu. Árið 2003 voru þær til- búnar og bindihlutföllin þá gerð hin sömu og þar, þ.e. lækkuð í tveimur áföngum úr 5% í 2% af stuttum skuldbindingum og úr 5% í 0% af þeim sem hafa lengri bindi- eða lánstíma en tvö ár. Þess má geta að bindiskyldu hefur ekki ver- ið beitt sem stjórntæki á Vesturlöndum í mörg ár. Árið 1999 færðu samtök viðskiptabanka rök fyrir því gagnvart Seðlabankanum að bindi- skyldu ætti að leggja af hér. Í lögfræðilegri greinargerð, sem þau lögðu fram, var vísað til eignarréttarákvæða stjórnarskrárinnar í þessu sambandi. Á þetta var ekki fallist. Á fyrri hluta yfirstandandi árs breytti Seðla- bankinn reglum um bindiskyldu þannig að inn- lán og aðrar skuldbindingar útibúa sem hér- lend fyrirtæki starfrækja erlendis myndi ekki grunn fyrir bindingu hér á landi2). Sem fyrr var þetta gert til að samræma reglurnar þeim sem giltu í Efnahags- og myntbandalagi Evrópu. Á þessum tíma taldi Seðlabankinn að stóru við- skiptabankarnir hefðu breytt um stefnu og ynnu að því að minnka umsvif sín. Áberandi viðleitni í þessa átt kom fram þegar einn banki hætti við að kaupa stóran banka í Hollandi. Annar vann að því að selja allstóran hluta af eignum í útlöndum. Og Seðlabankinn hafði fulla ástæðu til að ætla, frá fyrsta fjórðungi ársins, að unnið væri markvisst að því að færa starfsemi útibús í Lundúnum í dótturfélag sem myndi taka fáeina mánuði. Fjármögnun Þegar rifjað er upp að bindihlut- föll voru mjög há hér áður fyrr er rétt að hafa í huga margvíslegar breytingar sem orðið hafa. Það fé sem bundið er í seðlabanka er fjár- magn sem bankinn getur notað t.d. til að veita lán eða kaupa gjaldeyri. Áður fyrr og fram yfir 1990 tíðkað- ist að Seðlabanki veitti ríkissjóði lán. Einnig var bindifé notað um árabil til að fjármagna afurðalán þegar talið var æskilegt að beina lánsfé í tiltekna útvalda farvegi. Og bindiféð var líka viss trygging fyrir Seðlabankann þegar ekki voru teknar aðrar tryggingar gagnvart hugsanlegum yfirdrætti fjármálafyrirtækja í bankanum. Nú er það aft- ur á móti svo að ríkissjóður á verulegar inn- stæður í Seðlabankanum, sem mynda mótvægi m.a. móti veðlánum sem bankinn veitir fjár- málafyrirtækjum, og lokað er fyrir yfirdrátt fjármálafyrirtækja við bankann. Í greiðslukerf- um getur þó myndast yfirdráttur innan dags en fjármálafyrirtækjum er nú gert að leggja fram tryggingar til að mæta því. Slíkra trygginga var fyrst krafist árið 2003 og nema þær nú um 25 milljörðum króna. Til samanburðar er bindi- skyldan nú um 33 milljarðar króna. Hefði hækkun bindingar verið gagnleg? Sagt er að Seðlabankinn hefði átt að hækka bindiskyldu til að draga úr útlánagetu fjár- málafyrirtækja t.d. árið 2004 og síðar. Á móti benti bankinn á að öflug innlend fjármálafyr- irtæki gátu komist hjá áhrifum slíkrar aðgerð- ar með öflun fjár erlendis frá. Aðgerðin hefði líklega komið hart niður á litlum fjármálafyr- irtækjum, svo sem sparisjóðum, sem ekki höfðu eins greiðan aðgang að erlendum mörkuðum og þau stóru. Erfitt væri að sjá fyrir áhrif auk- innar bindingar að öðru leyti en því að hún myndi leiða til hærri vaxta. 1) Sjá á heimasíðu Seðlabankans greinargerð til rík- isstjórnar 18. febrúar 2005 og ársfundarræðu formanns bankastjórnar 30. mars 2005. 2) Sjá frétt bankans 25. mars og reglur sem gildi tóku 15. apríl 2008. Eftir Eirík Guðnason Eiríkur Guðnason Höfundur er seðlabankastjóri. Bindiskyldan » Stefna Seðlabankans um bindiskyldu var að samræma starfsumhverfi hérlendra fjár- málafyrirtækja, svo sem kostur var, því sem fyrirtæki í ná- grannalöndum búa við.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.