Morgunblaðið - 28.11.2008, Síða 30
30 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2008
Morgunblaðinu hefur borist mikill fjöldi greina og pistla frá lesendum um ástandið í efnahagsmálum landsins.
Margir höfundar lýsa áhyggjum sínum af þróun mála og margir gera tillögur um leiðir út úr efnahagsvanda þjóð-
arinnar. Morgunblaðið leggur áherslu á að gera þessum umræðum góð skil í blaðinu á næstunni.
Skoðanir fólksins
Þetta mætti gera með
því að ráða tímabundið
einhvern þekktan
fjármálasnilling í stól
seðlabankastjóra. Leitin ætti ekki
að taka langan tíma... ’
AÐILAR frá IMF
hafa verið hér bæði
fyrir og eftir fall bank-
anna. Ábyrgð þeirra er
mikil þar sem þeir vita
nákvæmlega hversu
ástandið hér er gríð-
arlega viðkvæmt fyrir
þeim tíma sem það tek-
ur að afgreiða lán til
Íslendinga. IMF á að teljast þekktur fyrir að
taka hlutlausar ákvarðanir um lán óháð pólitík
og utanaðkomandi hagsmunum. Annað hefur
komið á daginn þar sem áhrifaaðilar innan
sjóðsins hafa nú beitt honum sem vopni í þágu
eigin hagsmuna. Ótrúlegast af öllu er að þetta
hefur verið staðfest opinberlega af talsmanni
sjóðsins. Þessi afgreiðsla sjóðsins á umsókn Ís-
lendinga er ekkert annað en hneyksli og getur
orðið honum dýrkeypt þar sem IMF hefur fyr-
ir vikið misst hlutleysi sitt og um leið trúverð-
ugleika á alþjóðavettvangi. Þegar fram líða
stundir væri ekki úr vegi að Íslendingar segðu
sig úr sjóðnum og hefðu forystu um að stofan
nýjan alþjóðlegan sjóð til höfuðs IMF sem
væri laus við slæma aðgerðasögu og fá til liðs
við sig ósáttar þjóðir innan IMF, sem vilja m.a.
hreinsa sig undan stimpli pólitískrar spillingar.
Nýr sjóður gæti t.d. heitið GIMF (Global In-
dependent Monetary Fund).
Er IMF óþarfur fyrir Íslendinga?
Ef lánið yrði ekki tekið frá IMF fæst heldur
ekki það traust í peningamálin sem fylgir að-
gerðaplani þeirra. Það er því enn mikilvægara
að endurheimta traust Seðlabanka Íslands til
þess að hægt sé yfirstíga núverandi erfiðleika.
Þetta mætti gera með því að ráða tímabundið
einhvern þekktan fjármálasnilling í stól seðla-
bankastjóra. Leitin ætti ekki að taka langan
tíma þar sem hægt er að bjóða honum upp á
ofurlaun í stað launa núverandi 3 bankastjóra
og töluverða athygli í ljósi aðstæðna.
Seðlabankinn hækkaði nýverið stýrivexti upp
í 18% til þess að sporna við útstreymi gjald-
eyris þegar krónan verður sett á flot. Afleið-
ingarnar gætu riðið miklum fjölda einstaklinga
og fyrirtækja að fullu. Útgefendur jöklabréfa
og samskonar bréfa eru hins vegar tiltölulega
þröngur hópur sem ætti að vera auðvelt að
nálgast, þrátt fyrir að kaupendur þeirra séu
margir. Hvers vegna er ekki samið við þennan
hóp um að frysta og gengistryggja bréf þeirra
miðað við áætlað jafnvægisgengi eftir 12-18
mánuði, þannig að þau kæmu til innlausnar í
skömmtum að þeim tíma liðnum? Með þessum
hætti væri hægt að minnka núverandi láns-
fjárþörf um 2-300 milljarða og jafnvel meira,
eða jafnvirði lánsins frá IMF. Enginn vill tapa
peningum, en það er ljóst að þessir aðilar
munu tapa miklum peningum ef þeir fara út á
genginu eins og það er í dag og enn meira
þegar krónan fer á flot aftur, vegna þess
gengisfalls sem búist er við þegar krónunni
verður fleytt. Jöklabréfaútgefendur/-eigendur
geta því lágmarkað skaðann með því að semja,
en Íslendingar kaupa aftur á móti tíma og
frelsa um leið einstaklinga og fyrirtæki úr
heljargreipum hávaxtastefnunnar. Ekki er víst
að það næðust samningar við alla, en með
þessari aðferð væri gjaldeyrisútstreymi vegna
jöklabréfanna breytt úr óþekktri stærð í
þekkta stærð, sem er vægast sagt mikilvægar
upplýsingar og um leið er tengingin milli
stýrivaxta og gjaldeyrisútstreymis slitin. Fyrir
vikið mætti lækka stýrivexti niður í 8% til að
byrja með og koma þannig í veg fyrir fjölda-
gjaldþrot fyrirtækja og heimila. Aðgerðin
kostar eitthvað, en sá kostnaður er smár sam-
anborið við kostnaðinn sem hlytist af fjölda-
gjaldþroti.
Guðlaugur Ö. Þorsteinsson,
rekstrarverkfræðingur.
Er lánið fyrir framan nefið á okkur?
KÆRU starfsmenn Trygging-
arsjóðs innstæðueigenda og fjár-
festa! Kæru Íslendingar!
Við erum stofnendur vefsíðunnar
http://kaupthing-edge.helft-uns.de/
Með þessum línum langar okkur
að koma á framfæri þakklæti okkar
til Íslendinga og alveg sérstaklega
til starfsmanna Tryggingarsjóðs
innstæðueigenda og fjárfesta. Sím-
tölum okkar þangað, sem hafa verið
fjölmörg, hefur alltaf verið svarað
kunnáttusamlega og af sérstakri vel-
vild, sem ekki verður sagt um stjórn-
völd okkar.
Herra Karlheinz Bellmann var á
Íslandi og þar tók almenningur hon-
um afar vingjarnlega, sem snart
okkur mjög. Þessi hlýhugur og und-
irtektir fjölmiðla studdu framgang
máls okkar verulega áleiðis og eiga
örugglega sinn þátt í að endanleg
niðurstaða fékkst.
Þessu bréfi er ætlað að færa ís-
lensku þjóðinni opinberlega þakkir
okkar.
Við vonum að Ísland komi sterk-
ara út úr kreppunni. Við vildum fús-
lega liðsinna ykkur, en það reynist
okkur þó ekki unnt.
Engu að síður vonumst við til að
komast einhvern tíma í frí til Íslands
og geta þannig endurgoldið lítinn
hluta af vinsemd ykkar og hjálpsemi.
Kærar kveðjur fyrir hönd vinnu-
hópsins.
Þakkarbréf til Ís-
lendinga vegna
Kaupþingsmáls-
ins í Þýskalandi
Dirk Schwarz
Weinbergstraße 84
73262 Reichenbach/Fils
Telefon +49 176-64012490
Telefax +49 7153-924861
E-Mail: ke@helft-uns.de
ÍSLENDINGAR búsettir erlendis
eins og ég erum stöðugt í samræðum
við nágranna, vini, vinnufélaga og
aðra um ástandið á Íslandi og ímynd
Íslands. Hvergi hef ég mætt í Svíþjóð
neinni andúð á Íslendingum vegna
bankakreppunnar. Þvert á móti hef ég
mætt gífurlegum áhuga á ástandinu
og landi og þjóð. Ef eitthvað er, þá
mæti ég frekar samúð Svía með land-
anum. Í Svíþjóð eru um 5 þúsund Íslendingar og það
skaðar meir orðstír landsins hér, þegar forsetinn lýsir
því yfir, að Svíar séu óvinveittir Íslendingum en að
nokkrir bankar falla. Svíar sem og aðrir sem taka virkan
þátt í alþjóða fjármálageiranum hafa reynslu af því, að
stórfyrirtæki geta fallið, bankar orðið gjaldþrota og að
ýmsir auðjöfrar fara ekki alltaf eftir lögum. Svíar hafa
einnig reynt, hversu dýrt það getur orðið að halda uppi
gildi krónunnar gegn digrum sjóðum spákaupmanna
með margfalt meira fjármagn milli handanna en sjálft
sænska ríkið er með á fjárlögum. Þegar ekki dugði að
verja krónuna med 500% vöxtum árið 1992 var gengið
látið fljóta.
Ég þekki marga Breta og enginn þeirra hefur borið
Ísland neikvæðum orðum, þrátt fyrir erfiðleika margra
þar í landi sem völdu að ávaxta fé sitt hjá Icesave og
Kaupþingi. Frekar hefur verið rætt, að flestir þeir sem
ávaxta fé annarra liggja undir álagi að fá sem skjótastan
gróða. Slík sjónarmið stjórna vali á ávöxtunarleiðum
sem ófáar enda í afleiðinga- og skortspákaupum. Hér
eru fáir undanskildir, hvorki einstaklingar, lífeyr-
issjóðir, sveitarstjórnir né bankar. Ég hef í gamni sagt,
að tvennar dyr séu á verðbréfamörkuðum: Dyr hollra
fjárfestinga í heilbrigðum fyrirtækjarekstri og dyr að
spilavíti. Ef til vill eru dyr nr. 2 þær, sem stoppa einn
mesta auðkýfing veraldar, Ingvar Kamprad eiganda og
stofnanda IKEA, í því að gera IKEA aðgengilegt á verð-
bréfamörkuðum. Hann útskýrði í viðtali, að IKEA gæti
ekki fjárfest til langtíma í löndum eins og t.d. í Rússlandi,
hefði IKEA verið á verðbréfamarkaðinum.
Munur er á ráðnum, bónusborguðum framkvæmda-
stjórum og raunverulegum athafnamönnum sem fylgja
kalli sínu og hafa fundið heilbrigða viðskiptahugmynd
sem virkar. Ekki er víst í nýjungabriminu, þegar lítil þjóð
sækir í fyrsta skiptið borubrött á alþjóðafjármálamið, að
allir þáttakendur hafi til fulls gert sér grein fyrir áhættu-
stigi róðursins. Hér hafa fjármálastofnanir og bankar
skyldum að gegna, að upplýsa fjárfesta um mismunandi
áhættur og ólík mið. Ábyrgð hvílir á fjárfestum að skilja
hverja áhættu er verið að taka og sá sem meiri áhættu
tekur getur bæði fengið skjótan gróða en líka stóran
skell.
Við skulum ekki eyða kröftum í að deila innbyrðis og
finna sökudólga. Öll þjóðin þarf að standa saman og læra
af þessu. Útrás víkinganna var einstakt afrek og nær allir
með í bátnum. Illt yrði verra nú ef skipstjórinn yfirgæfi
bátinn. Ríkisstjórnin okkar hefur unnið kraftaverk með
lausn á lánsfjármagni og aðgerðaáætlun til að lyfta Ís-
landi á ný á kreik. Ísland gæti orðið fyrsta ríkið í Evrópu
sem nær sér að fullu eftir þennan djúpa alþjóða öldudal.
Íslenska ímyndin stendur sig
þótt fjármálakerfið þurfi að laga
Gústaf Adolf Skúlason, ritari Evrópska
smáfyrirtækjabandalagsins og formaður
Sænska smáfyrirtækjabandalagsins.
GREIN þessi er skrifuð í skugga ritskoðunar hjá
Morgunblaðinu. Óvíst er hvort ráðamönnum blaðsins
þóknast að birta greinina.
Í skugga þeirra hamfara er yfir þjóðina hafa gengið
á sviði fjármála verður ekki séð að neinar raunhæfar
lausnir séu á leiðinni. Múgæsing fólks sem birst hefur í
ýmsum myndum og fengið margs konar ímyndir hefur
beinst að röngum forsendum.
Ástandið á sviði fjármála í þjóðfélaginu er græðgi
margra einstaklinga sem ekki vildu sjá klæðleysi útrás-
arvíkinganna. Þeir voru klæðlausir eins og keisarinn sem átti að fá ný
föt en fékk aðeins niðurlægingu.
Varðandi lausnarorðið sem margur maðurinn hefur tekið sér í munn
að skipta um gjaldmiðil og taka upp evru er skýjaborg sem leysist upp
þegar sólin fer að skína.
Fyrir sjálfstæða víkinga eins og Íslendinga skiptir engu máli hvaða
gjaldmiðill er notaður. Við munum halda áfram að spila það fjár-
hættuspil sem leikið hefur verið í íslensku þjóðfélagi undanfarna áratugi.
Hluti þjóðarinnar er sjálftökulið á verðmætasköpun þjóðarinnar og er
ekki reiðubúið til að samþykkja jöfnun lífskjara í þessu litla samfélagi.
Kom þetta skýrt fram í 64.000.000 kr. launagreiðslum til eins af útrás-
arvíkingunum. Aðrir íslenskir víkingar vilja einnig fá stóran bita af kök-
unni og berjast grimmt til að ná sínum markmiðum. Aðrir þjóðfélags-
þegnar fylgja svo á eftir í lífsgæðakapphlaupinu og endirinn verður að
stjórnendur landsins hafa engin tök á að halda verðgildi þess gjaldmiðils
sem við notum sem fast hlutfall af öðrum gjaldmiðlum.
Í ljósi þessa skiptir engu máli hvort evra, dollar, þýsk mörk eða norsk
króna verður gjaldmiðill. Við náum aldrei tökum á fjármálavandanum
nema geta komið okkur saman um réttláta skiptingu hinnar svokölluðu
þjóðarköku sem eru þau verðmæti er þjóðfélagið í heild sinni aflar.
Það verður að afleggja misbeitingu stjórnvaldsins í landinu á útdeil-
ingu verðmætanna og stöðva sjálftökuliðið í ríkisgeiranum. Ef við ekki
getum komið okkur saman um hvaða tekjuskiptingarhlutfall eigi að vera
á milli hinna ýmsu starfsstétta skiptir engu máli hvað gjaldmiðill okkar
heitir.
Frjálshyggjuliðið verður að sætta sig við að græðgi einstaklinga innan
þeirra raða kemur í veg fyrir sátt í þjóðfélaginu. Á hinn bóginn verður
að koma böndum á það lið sem telur sig geta fengið allt frá samfélaginu
án þess að leggja nokkuð af mörkum. Ef það er rétt að komnir séu fram
þrír ættliðir sem lifað hafa á samfélagsbótum og lifi viðunandi lífi með
svartri vinnu sem íhlaup verður að stöðva slíkt. Svo lengi sem ekki er
samstaða um skiptingu lífsgæða sem þjóðfélagið getur boðið upp á verð-
ur barist um verðgildi gjaldmiðilsins.
Íslenskur gjaldmiðill
Kristján Guðmundsson,
fv. skipstjóri.
HVERS vegna
líður mér eins og
ég ætti að
skammast mín
fyrir eitthvað sem
ég kom ekki ná-
lægt?
Kannski af því
að ég er stoltur af
því að vera Ís-
lendingur, og það sem „við“ gerðum
er hreinlega þjófnaður. En hvar eru
þessir peningar? Eru þeir horfnir?
Nei, það getur ekki verið, peningarnir
eru einhvers staðar og það vita það
allir.
En hvar?
Það er svo skrítið að þeir sem hafa
tapað nokkrum milljörðum, þeir
halda bara áfram eins og ekkert hafi í
skorist, en venjulegt fólk, það missti
allt sparifé sitt og jú það verður að
halda áfram en eitthvað er öðruvísi
hjá þeim, öryggið er farið og ævi-
sparnaður horfinn. Allt var svo gull-
tryggt, allir reikningar pottþéttir, Ís-
land besta land í heimi og Danir og
aðrir sem efuðust um ágæti útrásar
okkar voru bara öfundsjúkir. Svo
kemur á daginn að þetta var bara loft-
bóla og bara svindl.
Íslenskt mannorð svert af útrás-
arsnillingum og hvað? Eigum við að
láta þar við sitja eða reyna að höfða til
betri vitundar þessara manna og biðja
þá vinsamlegast að skila peningunum
aftur? Tja, við gætum reynt það.
Einnig er sá möguleiki að hætta að
skipta við þessa aðila, bara að hætta
að versla við fyrirtæki þeirra, sem
reyndar þýðir að við yrðum að éta það
sem úti frýs og hætta að tala í síma og
bara horfa og hlusta á RÚV, senni-
lega yrðum við að fara allra okkar
ferða á reiðhjóli því þessir aðilar eiga
nánast allar verslanir, síma og olíu-
fyrirtæki á landinu, og meira til.
En hvað er til ráða? Eigum við að
ganga til kosninga í vor og kjósa?
Hvað eigum við að kjósa, hverjum
getum við treyst? Sjálfstæðisflokki,
sem þurfti að halda blaðamannafund
til segja að þeir væru að hugsa um að
hugsa um að skipta kannski um skoð-
un? Samfylkingu sem lofar okkur og
stendur ekki við gefin loforð? Já eða
framsóknarmenn sem er uppteknir
við að stinga hver annan í bakið,
svona svipað og Frjálslyndi flokk-
urinn? Varla Vinstri græna, þeir væru
örugglega bara á móti því. Hvað er þá
til ráða?
Nei, það þarf eitthvert nýtt afl, eitt-
hvað annað en vina- og kunn-
ingjapólitíkusa.
Nýtt afl, það er nú bara svolítið
flott nafn.
Veldur hver
á heldur
Emil Gústafsson
húsasmiður.
Fréttir í
tölvupósti