Morgunblaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 33
Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2008 ✝ Sverrir RafnEyjólfsson fæddist í Reykjavík 18. maí 2008. Hann lést á gjörgæslu- deild Landspítalans við Hringbraut mánudaginn 17. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Anna Pála Gísladóttir, f. 5.6. 1972, dóttir Hólm- fríðar Ragn- arsdóttur, f. 23.9. 1950, og Gísla Krist- jánssonar, f. 10.8. 1948, og Eyjólf- ur Gjafar Sverrisson, f. 3.8. 1968, sonur Guðnýjar Eyjólfs- dóttur, f. 18.4. 1937, og Sverris Björns- sonar, f. 31.12. 1935. Bræður Sverris Rafns eru Hólmar Örn Eyjólfsson, f. 6.8. 1990, og Trausti Már Eyjólfsson, f. 10.5. 1999. Sverrir Rafn verð- ur jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku litli vinur. Þó tími okkar saman væri ekki langur gafstu okkur svo mikið. Minn- ingarnar um lítinn sólargeisla geym- um við í hjörtum okkar. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Hólmfríður (Amma Día) og Sólveig Ragna. Guð geymi þig, elsku litli frændi. Þú átt þinn stað í hjörtum okkar. Verndi þig englar, elskan mín, þá augun fögru lykjast þín; líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. (Steingrímur Thorsteinsson.) Elsku Anna Pála, Eyjólfur, Hólm- ar Örn og Trausti Már. Þið heyrðuð kall frá eilífð – og hugprúð fylgdust að í helga kirkju sorgar – og duftsins yzta stað. Logasverðsins undratákn með þögn og þreki hyljið, að það er allra samraun, sem lifa, vel þið skiljið. (Hulda.) Guð gefi ykkur styrk. Styrmir og Sara Lind. Elsku Sverrir Rafn. Þú varst ótrúlegt barn. Duglegur og sterkur og bjóst yfir sérstökum krafti, sem ég held að þú hafir notað þína síðustu daga til að leyfa fólkinu þínu að hafa þig örlítið lengur. Það er sárt að horfa á svo unga sál kveðja þennan heim en ég vil trúa því að sú sál sem tekur á móti þér núna verði glöð, eins glöð og fjölskyldan þín var þennan tíma sem þau áttu með þér. Sumir segja að mestu erfiðleikarnir séu lagðir á sterkasta fólkið. Fjöl- skyldan þín er ótrúlega sterk, dugleg og hlý og ég bið Guð að gefa henni áfram styrk til að geta lifað í breytt- um aðstæðum eftir að þurfa að kveðja gullmolann sinn svo fljótt. Þessi orð las ég eitt sinn: „Ekki gráta af því að því er lokið, brostu af því að það gerðist.“ Ég vona að þín yndislega fjölskylda geti huggað sig við þessi orð, því ég veit að hún er þakklát fyrir að hafa eignast þig og að hafa átt þennan tíma með þér, en sá tími var alltof stuttur. Megir þú hvíla í friði, elsku gull- moli. Falleg minning um þig mun lifa í hjörtum okkar sem kveðjum þig nú. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Ykkar vinkona, Jarþrúður Guðnadóttir (Jara). Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. Um þig alltaf sál mín syngi sérhvern dag, þó eitthvað þyngi. Gef ég verði góða barnið, geisli þinn á kalda hjarnið. (Ásmundur Eiríksson.) Sverrir Rafn, kraftmikill snáði sem var farinn að fitja upp á nefið og uppgötva heiminn svo vel. Augasteinn allra og gleðigjafi, nafni afa og stóra frænda, litli drengurinn sem búið var að bíða lengi eftir er far- inn, dáinn. Eftir standa hnuggnir foreldrar, bræður, ömmur, afar og frændsyst- kin. Líf fjölskyldunnar verður aldrei eins. Dagarnir sem Sverrir Rafn var mikið veikur voru lengi að líða. Allir héldu í vonina að hann myndi hafa þetta af, í gegnum tárin brostum við og biðum eftir góðum fréttum. Það er sárt að horfa á vini sína í svo mikilli sorg og ekki hægt að ímynda sér framtíðina án Sverris Rafns, gleðigjafans sem gaf svo mikið af sér. Elsku Anna Pála, Eyjólfur, Hólm- ar Örn og Trausti Már. Innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Sverris Rafns. Ingigerður, Bjarni og fjölskylda. Lítill gleðigjafi er skyndilega hrif- inn burt frá ástvinum sínum. Enginn átti von á slíku reiðarslagi og allra síst þegar heilbrigður og kátur drengur eins og hann Sverrir Rafn frændi okkar átti í hlut. Á meðan fjölskylda hans lifði í óvissu í marga daga um það sem verða vildi umvöfðu þau litla kútinn sinn óendanlegri ást og um- hyggju. Aldrei misstu þau vonina og þegar örlögin voru ráðin varð sorgin ólýsanleg. Það er sárt að horfa upp á ástvini sína þjást svo mikið og svo óendanlega rangt að Sverrir Rafn skyldi vera tekinn frá fjölskyldunni sinni. Lítil frændsystkini leita svara við spurningum sínum og skilja ekki hvers vegna litli frændi þeirra dó. Þau eru ekki fyllilega ánægð með svörin sem þau fá og leita sífellt að fullkomn- ara svari. Við fullorðna fólkið vonum svo innilega að einhvern tímann á endanum fáum við hið fullkomna svar og öðlumst þar með skilning á þessu öllu saman. Sverrir Rafn var vært barn og það liðu t.d. nokkur skipti áður en við sáum augun hans í fyrsta sinn þar sem hann svaf iðulega þegar fjöl- skyldan hittist. Við munum varla eftir að hafa heyrt hann gráta en aftur á móti var hann kröftugur og duglegur strákur, farinn að sitja og hreyfa sig úr stað, ekki eldri en hann var. Ekki grunaði okkur hvað í vændum var þegar við hittum hann í hinsta sinn. Við áttum von á því að sjá hann svo miklu oftar og hlökkuðum til að fylgj- ast með uppvexti hans og kynnast honum betur. Okkur er minnisstæð gleðin og stoltið sem skein af foreldr- um hans og hversu mikill hamingju- auki hann Sverrir Rafn var fyrir fjöl- skylduna sína. Öðru hverju er maður minntur á óþægilegar staðreyndir lífsins en við áttum svo sannarlega ekki von á að verða áminnt hér og nú. Sverrir Rafn var mjög hugleikinn litla heimilisfólkinu, því sama og veltir nú ýmsu fyrir sér, m.a. því hvort Sverrir Rafn fái mjólk hjá Guði. Hann lýsti vissulega upp tilveruna þann skamma tíma sem við fengum að njóta hans og ljós hans mun lýsa um ókomna tíð. Treginn er mikill nú þeg- ar litli frændi er farinn á undan okkur þangað sem við viljum trúa að við för- um líka á endanum. Við biðjum algóð- an Guð að geyma litla engilinn okkar og vaka yfir fjölskyldunni hans. Sofðu rótt, elsku litli frændi. Sverrir Sverrisson, Fríða Ólöf Gunnarsdóttir, Elísa Marey Sverrisdóttir, Eyjólfur Andri Sverrisson, Erna Sólveig Sverrisdóttir. Sólargeislinn Sverrir Rafn. Það er svo margt í þessu lífi sem við munum aldrei skilja. Andlát þessa unga fal- lega drengs er þar á meðal. Uppfullur af gleði og orku. Brosið hans svo óendanlega fallegt. Bræddi mann á hverjum degi. Yfirvegaður strákur sem naut ástúðar og umhyggju for- eldra sinna, bræðra og fjölskyldu. Hann var sannkallaður gleðigjafi. Ljós hans lýsti svo sannarlega skært þennan stutta tíma sem hann fékk en ylurinn situr eftir í hjörtum okkar sem vorum svo lánsöm að þekkja þennan litla dreng. Lífið er óskiljanleg hringrás. Und- ursamleg dýrðin að lifa og óbærileg sorgin þegar kveðja þarf ástvin. Það sem hefur verið skapað og er til, getur ekki hætt að vera til. Kærleikurinn sem Sverrir Rafn var umvafinn er raunverulegur þó hann sé ósýnilegur, hann hættir ekki að vera til. Hið sama gildir um kærleikann sem litli snáðinn bar til fjölskyldu sinnar og sálina í brjósti hans, hvort tveggja er ósýni- legt, eilíft og hættir aldrei að vera til. Við skiljum það ekki, en þannig er það nú samt. Elsku Anna Pála, Eyjólfur, Hólm- ar Örn og Trausti Már. Hann var sér- staklega lánsamur, hann Sverrir Rafn, að hafa á sinni stuttu ævi fengið að dvelja hjá ykkur, betri foreldra og bræður gæti enginn valið sér. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið loga skæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Auður Lilja Davíðsdóttir. Við tölum til þín Guð í trú og vilja en tekst þó ekki alltaf þig að skilja. Þú kveiktir ljós á kerti lífsins bjarta og kærleiksást í okkar litla hjarta svo slokknar þetta lífsins ljósið skjótt og skilur eftir dauðadimma nótt. Við vitum þó að áfram ljósið lifir sem lítill engill svífur okkur yfir. Og Guð á himnum huggun okkur veitir og harmi, trega og táraflóði breytir í minningu sem lifir ljúf með oss og meitluð er í Drottins dýrðar kross. (Ragnheiður Bjarnadóttir.) Elsku Trausti, Hólmar, Anna Pála og Eyjólfur, okkar dýpstu samúðar- kveðjur. F.h. 6. flokks HK í knattspyrnu, Auður Elísabet Jóhannsdóttir, Erla Vilhjálmsdóttir og Katrín Júlíusdóttir. Ljósið að handan leiddi hann lítinn en umvafinn ást. Hjá almætti’ á himnum er öllum ann aftur við munum sjást. (G.) Elsku Eyjólfur, Anna Pála, Hólm- ar Örn, Trausti Már og fjölskylda. Erfitt er ímynda sér þá miklu sorg sem þið gangið í gegnum. Enginn get- ur bætt ótímabæran og illskiljanlegan missi en góð og samhent fjölskylda veitir ómetanlegan styrk. Hugur okkar er hjá ykkur. Guð blessi minningu Sverris Rafns litla. Gunnar Bragi, Björn Jóhann, Friðrik, Hólmar og fjölskyldur. Sverrir Rafn Eyjólfsson var kall- aður til Himnafeðga hinn 17. nóvem- ber síðastliðinn. Andlát Sverris Rafns bar brátt að og er harmrænt öllum sem til þekkja. Líf Sverris Rafns var stutt, en þeim sem þekkja til fjöl- skyldu hans dylst ekki að jarðnesk til- vera hvers og eins er ekki einungis mæld í tíma, heldur einnig gæðum. Allt sitt líf var hann augasteinn for- eldra sinna og bræðra. Í lífinu var hann jafnan umvafinn ástvinum og þeim uppspretta mikillar gleði. Sverr- ir Rafn gengur nú á Guðs vegum og nýtur blessunar hans. Foreldrum Sverris Rafns og fjöl- skyldu vottum við okkar dýpstu og innilegustu samúð. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. Um þig alltaf sál mín syngi sérhvern dag, þó eitthvað þyngi. Gef ég verði góða barnið, geisli þinn á kalda hjarnið. (Ásmundur Eiríksson.) Finnur og Telma, Guðbjartur og Jóna Kolbrún, Hallsteinn og Rebekka, Hermann og Astrid, Jörundur og Gunnhildur, Kristinn og Margrét Þóra, Arnar Már og Helena, Pétur og Katrín, Rútur og Hind, Sindri og Þórunn, Tómas og Helga, Þorsteinn og Kristín, Valdimar og Bjarney, Veigur og Kristín, Matthías og Kristín, Sigurður Ágústsson. Sverrir Rafn Eyjólfsson ✝ Marta B. Mark-úsdóttir fæddist á Sæbóli í Aðalvík 1. janúar 1909. Hún andaðist 19. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Markús Kr. Finn- björnsson útvegs- bóndi á Sæbóli, og Herborg Árnadótt- ir frá Skáladal. Marta giftist 1933 Aðalsteini Sigurðssyni skipa- smið frá Bæjum á Snæfjalla- strönd, f. 1912, d. 1996 og eignuðust þau fjögur börn. Þau eru: Sigríður María, f. 1934, d. 1996, Kristín Herborg, f. 1935, Gréta, f. 1938 og Jón Trausti, f. 1945. Afkomendur Mörtu og Aðalsteins eru nú 44 talsins. Marta verður jarðsungin frá Lága- fellskirkju í Mos- fellsbæ í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Hún amma var alltaf svo glaðleg og hress. Alveg frá því ég man eftir mér hafði hún alveg einstakt lag á því að kæta alla í kringum sig. Það var svo notalegt að koma til hennar og spjalla og það er nokkuð sem ég geymi alltaf með mér, þessi skipti sem við spjölluðum saman í góðu tómi. Ég man hvað mér fannst spennandi að koma til þeirra afa í Gnoðarvoginn. Amma hafði ein- hvern veginn endalausa þolinmæði með okkur krökkunum. Svo var auð- vitað alveg meiriháttar að fara með henni í Kjalfell að versla, þetta var sko flottasta búðin í bænum og amma þekkti alla þarna. Það voru ófá skiptin sem hún sat með barnabörnunum sínum og spil- aði Ólsen Ólsen og Rakka. Hún kunni líka endalaust af köplum og þreyttist ekki að kenna mér þá. Birta Sif dóttir mín hefur notið góðs af því og sé ég hana oft leggja kapla eins og amma gerði. Það var líka spennandi þegar þau fluttu upp í Mosó í glænýtt húsnæði og þar var fjör að leika sér á göngunum. Amma var alveg til í að sitja frammi á gangi, hjá sjónvarpinu með okkur krökkunum, meðan við vorum að fara handahlaup og þvíumlíkt. Hún var líka svo góður kokkur, hún amma. Ég man hvað mér fannst það merkilegt hvað hún sá vel um afa, hún smurði ofan í hann í kaffinu, spurði hann hvaða álegg hann vildi og lét hann svo fá eitthvað allt annað af því að það var svo gott fyrir hann, sagði hún. Og afi borðaði þetta með bestu lyst, glottandi, en mjög ánægður. Bestu kjötbollur í brúnni sósu fékk ég alltaf líka hjá ömmu. Þetta bragðaðist bara svo vel hjá henni, jafnvel gúrkan var betri hjá ömmu en heima! Svo gerði hún líka bestu kleinur, bestu pönnukökur og besta heita súkkulaðið sem ég hef smakkað. Ekki heitt kakó, hún nán- ast móðgaðist ef ég asnaðist til að kalla þetta heitt kakó því að þetta var jú ekta súkkulaði. Ég var svo heppin að þegar ég varð eldri þá stóð hún hjá mér og sýndi mér hvernig ætti að laga þetta yndislega súkkulaði. Hún lagaði það alltaf fyr- ir afmælið sitt og þangað komu alltaf allir – í ekta súkkulaði og pönnukök- ur. Amma og afi voru líka vön að hafa „opið hús“ á Þorláksmessu fyr- ir fjölskylduna og þangað var gott að stinga sér inn eftir að vera búin að vera í bænum og þá var alltaf boðið upp á heitt, soðið hangikjöt. Svo þegar þau urðu eldri og þessi siður datt upp fyrir, þá man ég eftir að hafa rætt það við mömmu hvað það væri leiðinlegt að enginn hittist lengur á Þorláksmessu hjá ömmu og afa. Það er gott að geta yljað sér við svona góðar minningar. Amma vildi alltaf vera svo vel til- höfð og fín í tauinu. Jafnvel eftir að hún kom á Eir var hún alltaf að hugsa um föt og fór reglulega í handsnyrtingu. Eitt af því sem ég held að hafi reynst henni erfitt þeg- ar aldur fór að færast yfir var að missa sjónina. Hún hafði alla tíð les- ið mikið og var líka gríðarlega flink að hekla. Ég lærði að hekla teppi hjá henni og hún var mjög ánægð með það. Amma var fegin að fá að fara. Hún var búin að bíða lengi eftir því. Eftir sitjum við og yljum okkur við góðar minningar um stórkostlega konu. Ég bið guð að geyma þig, elsku amma mín. Herborg Árnadóttir Johansen Marta B. Markúsdóttir MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Vönduð vinna og frágangur Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.