Morgunblaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 37
„Fólk sem deyr er ekki horfið að eilífu, það er bara farið aðeins á und- an.“ Elsku afi minn, ég man alltaf eftir þér sem mjög rólegum og kyrrlátum manni. Þú hugsaðir alltaf svo vel til allra og vildir engum illt. Maður hafði allan þennan tíma til að aðlagast hugsuninni um að þú værir á leiðinni burt en ætli þetta sé ekki alltaf jafn sárt. Maður einfald- lega hugsaði aldrei að þetta gæti gerst á morgun, en svo varstu bara allt í einu farinn. Kannski var það bara gott að þetta endaði, þú varst orðinn svo máttlaus að ég gat varla litið þig augum. Ég á þó eftir að sakna þín mjög mikið. Ég gleymi mér stundum og er næstum búin að segja að ég sé að fara til ömmu og afa. Þú varst alltaf svo góður við mig og bara alla í kringum þig. Ég á margar góðar minningar um þig og ég mun varð- veita þær og muna eftir þér, alltaf. Þú ert langbesti afi sem nokkur gæti átt. Vonandi líður þér vel þar sem þú ert núna, ég mun alltaf hugsa til þín. Ég elska þig, elsku besti afi minn, ég mun ávallt vera prinsessan þín. Þín Auður afaprinsessa. Mig langar í fáum orðum að minn- ast þess ágæta manns, Ingva Jóns- sonar, sem nú er látinn langt um ald- ur fram eftir erfiða glímu við krabbamein. Ingvi var tengdasonur mannsins míns, en ég leit alltaf á hann sem tengdason minn og ekki þurfti ég að hafa áhyggjur af því að mér væri ekki vel tekið í fjölskyld- unni. Ingvi var sérlega ljúfur og hjálp- samur maður, sem við hjónin og margir aðrir gátum alltaf leitað til með hvað sem var. Ingvi var ekki bara listakokkur, hann var líka lista- hagleiksmaður. Hann hafði komið sér upp góðri aðstöðu á heimili sínu og bjó þar til úrvalslistaverk úr tré, ekki til að selja heldur til að gefa og við fórum ekki varhluta af smíðis- gripum hans. Það er mér mikils virði að eiga þessa hluti. Þau hjónin áttu sumarbústað í Svarfhólsskógi sem var sannarlegur sælureitur bæði úti og inni. Þar er stór lóð sem þau hafa ræktað upp með blómum og miklum trjágróðri. Sama er að segja um garðinn þeirra í Hafnarfirði, allt ber það vott um snyrtimennsku og smekkvísi þeirra hjónanna, sem alltaf voru svo sam- taka í öllu. Ingvi taldi það sjálfsagt að við hefðum lykil að sumarbústað þeirra og gætum verið þar þegar við vildum. Það var mikils virði. Ég mun aldrei gleyma því hvað það kom sér vel þegar ættarmót var haldið í Hvalfirði, skammt frá bústaðnum. Þá var maðurinn minn orðinn lasinn og treysti sér ekki að vera í hjólhýsi, en hann naut þess virkilega vel að geta mætt í þetta fjölmenni, sem var það síðasta sem hann var í fyrir and- lát sitt. Fyrir það er ég mikið þakk- lát. Ingvi var sérlega góður pabbi og afi og nú eru margir sem syrgja hann. Elsku Melkorka mín, börn, afabörn og tengdabörn. Ég bið Guð að veita ykkur styrk í sorginni. Ég vil þakka Ingva góð kynni, hjálpsemi hans og hlýju. Guð blessi minningu hans. Ragna S. Gunnarsdóttir. Okkur systkinin langar til að minnast föðurbróður okkar, Ingva Birkis Jónssonar. Ingvi var fæddur á Sléttu í Jökulfjörðum og flutti þaðan ásamt fjölskyldu sinni til Ísafjarðar fjögurra ára gamall er Jökulfirðirnir fóru að mestu í eyði. Á Ísafirði ólst hann upp þar til hann hleypti heim- draganum til Reykjavíkur um tví- tugt. Með Ingva er genginn ljúfur, bóngóður, hæfileikaríkur og lag- hentur maður sem hafði það að ævi- starfi að vera kokkur, ýmist hjá öðr- um eða sjálfum sér. Ingvi hafði hvorki hátt eða lét mikið, vann vel og markvisst í sínu og var fylginn sér enda hafði hann góðan stuðning í eiginkonunni Melkorku og börnun- um fjórum, Sigríði, Maríu Emilíu, Kjartani Orra og Elvu Hrund. Til Ingva var alltaf hægt að leita varðandi mat í veislur, spyrja um góðar uppskriftir, hamflettingu á rjúpum, úrbeiningu á kjöti svo fátt eitt sé nefnt og aldrei stóð á ráðum eða aðstoð. Ekki má sleppa að tala um þær veislur er hann hélt heima hjá sér eða öðrum, ekki þótti slæmt að vera boðinn í þær. Eitt af því sem Ingvi gerði af mik- illi snilld var að útbúa og leggja þorramat í súr og bauð hann systk- inum sínum árlega á þorrablót, um þessi blót var talað sem hátíðlegar stundir heima hjá foreldrum okkar, enda vissi faðir okkar, Guðni, það að enginn kunni eins vel til verka og Ingvi. Fyrir um ári síðan greindist Ingvi með krabbamein í höfði sem nú hefur lagt hann að velli þrátt fyrir allar þær meðferðir sem læknavís- indin hafa upp á að bjóða. Við systkinin viljum votta Mel- korku, börnum, tengdabörnum og barnabörnum samúð okkar við frá- fall hans og vitum að þeirra missir er mikill. Dagný, Selma, María, Jón Ólafur og Edda Ýr Guðna- börn og fjölskyldur þeirra Margs er að minnast og þakka fyr- ir á meira en fjörutíu árum. Við Ingvi erum svo lánssamir eiga frábærar konur og þær eru systur. Ég segi er- um en ekki vorum því Ingvi trúði því að ég held fastlega að tilveru okkar lyki ekki þó að við yfirgæfum þetta líf. Oft var hlegið að því þegar yngri systir Melkorku og vinkona hennar komu með kærastana í heimsókn í fyrsta skipti og Ingva leist ekki meira en svo á gripina að honum varð að orði þegar heimsókninni lauk; gátu þær nú ekki náð sér í neitt betra en þetta. Ingvi var sem betur fer þannig maður að hann sá frekar það jákvæða við fólk og ég held að hann hafi fyrirgefið tilvonandi svila sínum fljótt ungæðisháttinn. Alla- vega var heimili þeirra eins og okkar annað heimili okkar fyrstu búskap- arár. Það var alltaf gott að koma til þeirra Ingva og Melkorku og einnig að fá þau í heimsókn. Mikill sam- gangur var hjá okkur og margar ógleymanlegar stundir áttum við saman með börnunum þegar þau voru að vaxa upp, sérstaklega þegar þau Ingvi bjuggu í Borgarnesi og við skruppum í heimsókn til þeirra eða þau til okkar. Ég held þó að þau hafi verið miklu duglegri en við að bjóða heim til sín við allskonar tækifæri. Ingvi var lærður kokkur og einnig kokkur af guðs náð eins og sagt er og öll fjölskyldan naut þess. Höfðingleg voru boðin þeirra Melkorku og glatt á hjalla þegar systkini þeirra beggja voru boðin heim til að blóta þorra. Það var varla nokkurt fjölskylduboð eða veisla haldin án þess að hann kæmi þar ekki við sögu við að hjálpa okkur á einn eða annan hátt eða til að gefa góð ráð. Ingvi var mjög hjálp- samur maður og ótaldir eru tímarnir sem hann hjálpaði okkur við að úr- beina naut, svín eða lamb þegar kjöt barst úr sveitinni. Ég er hræddur um að það halli heldur betur á okkur þegar hjálpsemin á milli okkar Ingva verður gerð upp. Honum Ingva var ýmislegt til lista lagt annað en að vera góður kokkur. Hann hafði haga hönd og hafði mikla ánægju af að búa til ýmsa hluti úr tré. Eftir að þau Melkorka fluttu í Hnotubergið hafði hann aðstöðu til að smíða og þar litu margir fallegir hlutir dagsins ljós. Sumarbústaður- inn var honum einnig hjartfólginn, hann var í miðjum klíðum að byggja við hann þegar hann veiktist. Það er mikil eftirsjá í góðum vini og skarð fyrir skildi hjá eiginkonu og fjöl- skyldu. En það er gott að eiga góðar og skemmtilegar minningar um samverustundir með góðum dreng, ég held að þannig minnist flestir Ingva. Þeim minningum munum við aldrei gleyma. Sigurður Ólafsson, Þuríður Á. Jónsdóttir. Mig setti hljóðan þegar ég frétti að samstarfsmaður minn til margra ára, Ingvi B. Jónsson matreiðslu- maður, væri látinn. Fallinn er góður drengur, prúðmenni og dugnaðar- forkur. Við kynntumst á námsárum okkar í Múlakaffi, en Ingvi hóf nám sitt þar árið 1962 hjá Stefáni Ólafs- syni, stofnanda Múlakaffis, en ég tveimur árum síðar. Ég á Ingva að þakka mín fyrstu skref í mínu námi. Hann tók vel á móti mér og leiddi mig í gegnum það sem hann hafði lært á sínum fyrstu árum. Við náðum vel saman og urð- um góðir vinir. Eftir að Ingvi útskrif- aðist úr Hótel- og matsveinaskólan- um, sem þá hét, gerðist hann yfirmatreiðslumaður í Múlakaffi, sem þá var einn vinsælasti matsölu- staðurinn í Reykjavík, með margt fólk í vinnu. Ingvi stjórnaði eldhús- inu af miklu öryggi og leysti starf sitt vel af hendi. Þarna myndaðist ein- hver samheldnasti vinnuhópur sem ég hef kynnst á mínum starfsferli. Á þessum árum hóf Múlakaffi sölu á sínum eigin þorramat, sem enn í dag nýtur mikilla vinsælda, en þar var Ingvi í „essinu“ sínu enda ætt- aður frá Vestfjörðum og gjörþekkti vinnslu á þjóðlegum mat. Leiðir okk- ar Ingva skildi í nokkur ár, en lágu aftur saman í Veitingamanninum, þar sem við vorum samstarfsmenn um nokkurt skeið. Eftir stendur minningin um gott samstarf með Ingva í gegnum tíðina. Elsku Mellý og fjölskylda, megi góður Guð styrkja ykkur í sorg ykk- ar. Minningin um góðan dreng lifir. Lárus Loftsson. Haustið 1999 hóf Ingvi störf í Esju kjötvinnslu og kynntist ég þar manni, sem ég hafði áður heyrt af. Oft hafði nafn Ingva borið á góma og var þá ávallt verið að mæra hann fyr- ir dugnað og eljusemi. Þessu kynnt- ist ég svo sjálfur þetta haust sem samstarfsmaður Ingva. Aðra eins vinnusemi og dugnað hafði ég ekki áður séð. Þessu kynntust allir sem störfuðu með honum um lengri eða skemmri tíma. Ingvi hafði lag á að láta menn vinna með sér og var ávallt leiðbein- andi öllum þeim sem hann starfaði með. Það kom oft í ljós hversu ósér- hlífinn Ingvi var, því hann var ætíð að taka að sér verkefni sem voru ut- an hans verksviðs og kunni þá list að skipuleggja og verkstýra sjálfum sér og öðrum með einstökum hætti. Og alltaf voru verkin unnin með yfirveg- un og jafnaðargeði. Handlaginn var Ingvi með eindæmum, hvort sem það var við smíðar heima eða í vinnu. Eftir að veikindi Ingva komu upp í septembermánuði 2007 höfum við borið þá von í brjósti að Ingva munda batna og að hann kæmi aftur til starfa, en veikindin voru þess eðlis að ekki varð aftur snúið og því fór sem fór. Það eru okkur samstarfsfólkinu mikil forréttindi að hafa kynnst Ingva og unnið með honum í þessi 9 ár. Hann var sá sem allir litu upp til og dáðu og hann var eins konar pabbi okkar allra. Hans er nú sárt saknað. Við biðjum góðan Guð að styrkja fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum. Við getum öll yljað okkur við minninguna um einstakan mann. Fyrir hönd samstarfsfólks í Esju, Karl Ómar Jónsson. Minningar 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2008 Liðin er tíð, er leiddir þú mig lítið barn. Brosandi blítt, þú breyttir sorg í gleði. Ó, pabbi minn, ég dáði þína léttu lund. Leikandi kátt, þú lékst þér á þinn hátt. Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Æskunnar ómar ylja mér í dag. (Þorsteinn Sveinsson.) Hvíl í friði, elsku pabbi minn. Ást- arkveðja, Ingibjörg. Elsku pabbi minn. Mikið ofboðs- lega er erfitt að kveðja þig en á sama tíma rifjast upp ómetanlegar minn- ingar um hversu yndislegur maður þú varst. Þú hefur án alls vafa staðið framarlega í röðinni þegar yfirvaldið útdeildi gáfum og góðmennsku því nærvera þín var einstök. Ég kom sem örverpi inn í fjölskylduna 15 ár- um á eftir áætlun og það hefur ef- laust komið unglingunum á heimilinu á óvart því flestir héldu að dag- skránni væri að mestu leyti lokið hvað varðaði barneignir hjá ykkur mömmu. Þú passaðir mig svo vel og ég man svo vel eftir kvöldunum þeg- ar ég hef verið þriggja eða fjögurra ára og við biðum eftir að mamma kæmi með rútunni og þú leyfðir mér að stýra Dodge-inum og hélst utan um mig. Síðan dönsuðum við saman um verslunarmannahelgi á Bifröst þegar ég var 7 ára og það var erfitt að toppa þig á dansgólfinu. Þú hafðir mikið dálæti á tónlist og við fórum saman á mína fyrstu tónleika. Þá sáum við Stuðmenn og Karlakórinn Fóstbræður syngja saman og nokkr- um árum síðar bauðstu okkur mömmu út til London þar sem við sáum sömu hljómsveit spila í Royal Albert Hall og okkur þótti gríðarlega skemmtilegt að koma inn í þetta merka tónlistarhús. Þú kenndir mér svo ótal margt en mikilvægustu hlutina kenndir þú mér þegar veikindin voru sem erf- iðust. Æðruleysið, hlýjan og viðhorf þitt til lífsins á erfiðum tímum var einstakt og til eftirbreytni. Síðasta stundin okkar saman var mjög tákn- ræn. Við horfðum á tónleikaupptöku þar sem Frank Sinatra-lög voru spil- uð og síðasta lagið var My Way og það sungum við báðir brosandi og síðan kvaddi ég þig. Elsku pabbi, ég sakna þín og megi guð geyma þig. Ég bið að heilsa. Ásgeir Erlendsson. Elsku afi. Það eru svo margar minningar. Til dæmis einu sinni þegar við Dagný gistum hjá þér og ömmu, þá vaknaði önnur hvor okkar og vakti hina og síðan fórum við til þín og báðum þig um að syngja „Dansa, hvað er betra en að dansa“. Auðvitað vildir þú syngja fyrir okkur. Svo dönsuðum við öll þrjú saman og hoppuðum í rúminu klukkan þrjú um nótt. Það er mjög góð minning. Elsku afi, ég mun ekki gleyma þér. Kveðja, Sara Hlín, barnabarnið þitt. Elsku besti afi minn. Þú varst mín fyrirmynd, varst svo jákvæður og komst öllum til þess að brosa. Þegar ég frétti að þú værir dáinn sá ég ekkert, það var allt svart í kringum mig. Allar minningarnar streymdu fram og meðal annars það sem þú sagðir alltaf við okkur í gríni: „Einu sinni var ég ungur og fallegur, nú er ég bara fallegur.“ Þetta kom öllum í gott skap. Alltaf þegar ég horfi upp til himins veit ég að afi minn er þar og fylgist með okkur. Það er erfitt að vera án þín, þess vegna verður maður að nýta hverja einustu sekúndu í lífinu og njóta lífs- ins. Það verður skrítið að hafa þig ekki hjá okkur um jólin. Þú varst ofsalega mikill fjölskyldumaðurog þér fannst ekkert skemmtilegra en að hafa okk- ur barnabörnin hjá þér. Áður en þú veiktist sóttir þú mig oft í skólann, passaðir mig þegar ég var lasin og gerðir margt með mér. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Hvíl í friði, elsku afi minn. Þín afastelpa, Dagný Björg. Elsku bróðir minn er fallinn frá. Margar góðar minningar frá upp- vaxtarárunum úr Akurgerðinu vakna upp um fyrirmyndarbróður sem ég leit mikið upp til. Ég var litla systirin sem fékk oft að þvælast með stóra bróður sem var eini strákurinn í systkinahópnum. Hann var ótrúlega þolinmóður, en ég gat verið mjög fyrirferðamikil. Eddi bróðir fór oft að framkalla ljósmyndir uppá háalofti, þá fékk ég að fylgjast með honum, alveg stillt. Hann fékk mig til að bursta skóna sína og fylgdu því nákvæmar leið- beiningar: Ég skyldi bera á þá áburð og láta þorna. Pússa næst með bursta og enda svo á því að fægja vel með nælonsokk. Að launum fékk ég að fara með honum á rúntinn á svört- um og vel bónuðum Morrisnum hans pabba. Það var mikil gæfa fyrir Edda bróður að kynnast henni Guðnýju sinni. Ég gleymi því aldrei þegar ég sá hana fyrst, í eldhúsinu í Akurgerð- inu. Fannst hún svo falleg með tindr- andi augu. Á þeirri stundu braust feimnin mín út í algjöran fíflagang, þá var ég ekki stillt. Eddi og Guðný voru mjög sam- heldin hjón og tókst þeim einstak- lega vel til með uppeldi sinna fjög- urra barna. Hann var frábær afi. Sár er missir Guðnýjar, Steingríms, Ingibjargar, Henriks, Ásgeirs og barnabarnanna. Ég votta þeim mína dýpstu samúð. Ég kveð góðan bróður með sökn- uði. Hanna systir. Elskulegur mágur og svili, Er- lendur Steingrímsson, er látinn, langt um aldur fram. Langri baráttu er lokið. Það er margs að minnast. Samverustundirnar margar að baki og eftir eigum við minningar sem ylja okkur um hjartarætur. Gegnum árin hefur verið mikill vinskapur milli okkar. Við ferðuðumst mikið saman, bæði erlendis og innanlands. Nú síðast í ágúst síðastliðnum til Ísa- fjarðar með matarklúbbnum okkar. Þegar börnin voru yngri fóru fjöl- skyldur okkar mikið saman til út- landa. Má þar nefna margar skemmtilegar ferðir til Spánar og Hollands. Minnisstæðastur er þó sameiginlegur brúðkaupsdagur okk- ar, 31. ágúst 1968. Erlendar verður sárt saknað og munu minningar um góðan mann lifa með okkur. Elsku Guðný og fjölskylda, megi guð vera með ykkur á þessum erfiðu tímum. Maggý og Egill. Elsku Erlendur, nú hefur þú kvatt þennan heim eftir mikla baráttu við erfið veikindi. Þrátt fyrir veikindin var alltaf stutt í léttleikann og hlát- urinn. Margt ber að minnast og margt ber að þakka þegar við minnumst með fátæklegum orðum Erlendar. Það er alltaf erfitt að kveðja þá sem eru manni kærir en góðar stundir og minningar hjálpa okkur að lifa með þeirri sorg sem fráfall Erlendar skil- ur eftir sig. Guðný og Erlendur hófu búskap í Breiðholtinu og fluttu síðan í Hafn- arfjörð á meðan þau byggðu sér framtíðarheimili í Prestbakkanum og þar hefur fjölskyldan búið. Erlendur varð fljótlega stór part- ur af fjölskyldu okkar og mikið góð- menni sem allt vildi fyrir alla gera. Frá fyrstu tíð hafa myndast mikli og góð tengsl á milli fjölskyldnanna, og þá koma stundir eins og jólaboð, af- mæli og fleira upp í hugann þar sem öll stórfjölskyldan var saman komin. Það verður því tómlegt án þín þegar við hittumst í jólaboðinu á jóladag. Það er ekki sjálfgefið að eiga góða fjölskyldu og oft er sagt að maður velji sér vini og samferðafólk en ekki fjölskyldu. Í veikindum Erlendar kom það í ljós hvað það er mikilvægt að eiga góða að og hefur fjölskyldan staðið með honum eins og klettur í þessari erfiðu baráttu undanfarin ár. Þetta kennir okkur sem fylgst höfum með og séð í verki hvað skiptir máli í lífinu að rækta fjölskylduna og það sem henni tengist. Elsku Guðný, Steingrímur, Ingi- björg, Henrik, Ásgeir og fjölskylda megi góður Guð styrkja ykkur í þess- ari miklu sorg og minningin um góð- an mann lifa. Guðmundur, Áslaug og Ólafía.  Fleiri minningargreinar um Er- lend Steingrímsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.