Morgunblaðið - 28.11.2008, Síða 40
40 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2008
✝ IngimundurGuðmundsson
fæddist að Gufu-
nesi í Mosfellssveit
þann 14. febrúar
1925. Hann lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Sóltúni 19.
nóvember síðast-
liðinn.
Foreldrar Ingi-
mundar voru hjón-
in Guðmundur Sig-
urðsson, f. 1.2.
1876, d. 12.1. 1940
og Helga Ein-
arsdóttir, f. 3.3. 1902, d. 5.3. 1988.
Systkini hans, samfeðra, eru Gróa
Ágústa, f. 1896, d. 1989 og Falur
Siggeir, f. 1910, d. 1962. Alsystk-
ini Ingimundar eru Guðmundur
(Ninni), f. 1926, d. 1927, Sig-
urlaug, f. 1928, d. 1977 og Sigrún,
f. 1931, d. 2003. Systir sammæðra
er Elsa Dargeide, fædd 1943.
Ingimundur kvæntist Kristrúnu
Daníelsdóttur, f. 8.1. 1928, þann
15. maí árið 1955 en hún er dóttir
son, f. 1981. 3) Daníel Gunnar, f.
1969, maki María Antonía Jón-
asdóttir, f. 1974. Þeirra börn eru:
a) Aníta Sonja, f. 1991, b) Brynja
Karen, f. 1997, c) Katrín Ýr, f.
1998, d. 1998, d) Daníel Ingi, f.
2001, e) Rebekka Lind, f. 2002 og
f) Katrín Ýr f. 2006.
Ingimundur ólst upp í Reykja-
vík og fór snemma að vinna fyrir
sér við hin ýmsu störf hjá Reykja-
víkurborg og síðar sem leigubíl-
stjóri. Hann var bílstjóri í 14 ár
hjá Vélasjóði ríkisins og flutti
skurðgröfur um allt land. Eftir
það fór hann að vinna hjá Steypu-
stöðinni um nokkurra ára skeið
og vann um tíma hjá Smurstöð
Essó við Geirsgötu en frá árinu
1974 til ársins 1992 var hann bíl-
stjóri hjá Strætisvögnum Kópa-
vogs. Þegar Ingimundur lét af
störfum dundaði hann sér í bíl-
skúrnum og bónaði og þvoði bíla
fyrir vini og kunningja. Eftir að
Ingimundur veiktist var hann
heima við til að byrja með, fór svo
í dagvistun í Roðasali en síðasta
árið var hann á hjúkrunarheim-
ilinu Sóltúni í Reykjavík, þar sem
hann lést.
Útför Ingimundar fer fram frá
Kópavogskirkju í dag og hefst at-
höfnin kl. 13. Jarðsett verður í
Garðakirkjugarði.
hjónanna Daníels
Ólafssonar, f. 1894, d.
1976 og Ragnheiðar J.
Árnadóttur, f. 1890, d.
1982. Börn Ingimund-
ar og Kristrúnar eru:
1) Ragnheiður, f.
1955, maki Sigurður
G. Sveinsson, f. 1954.
Börn þeirra eru: a)
Sveinn Oddur, f. 1978,
maki Erla Jóna Gísla-
dóttir, f. 1982. Þau
eiga tvær dætur. b)
Þuríður Sigurrós, f.
1980, maki Guðjón I.
Daðason, f. 1978. Þau eiga tvo
syni. c) Kristinn Ingi, f. 1984,
maki Erla Heiða Sverrisdóttir, f.
1988. Þau eiga tvo syni. 2) Guð-
munda, f. 1959, maki Þórarinn B.
Guðmundsson, f. 1959. Börn henn-
ar og Hafsteins Sigurjónssonar, f.
1958, frá fyrra hjónabandi eru: a)
Rúnar Örn, f. 1978, maki Una
Björg Einarsdóttir, f. 1977. Þau
eiga eina dóttur. b) Rakel Ösp, f.
1982, maki Reynir Örn Jóhanns-
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag.
Við erum gestir og hótel okkar er jörðin.
Einir fara og aðrir koma í dag,
því alltaf bætast nýir hópar í skörðin.
Og til eru ýmsir, sem ferðalagt þetta þrá,
en þó eru margir, sem ferðalaginu kvíða.
Og sumum liggur reiðinnar ósköp á,
en aðrir setjast við hótelgluggann og bíða.
En það er margt um manninn á svona stað,
og meðal gestanna er sífelldur þys og læti.
Allt lendir í stöðugri keppni’ um að koma
sér að
og krækja sér í nógu þægilegt sæti.
En þó eru sumir, sem láta sér lynda það
að lifa úti’ í horni, óáreittir og spakir,
því það er svo misjafnt, sem mennirnir leita
að,
og misjafn tilgangurinn, sem fyrir þeim
vakir.
En mörgum finnst finnst hún dýr þessi hót-
eldvöl,
þó deilt sé um hvort hótelið sjálft muni
græða.
En við, sem ferðumst, eigum ei annars völ.
Það er ekki um fleiri gististaði að ræða.
Að vísu eru flestir velkomnir þangað inn,
og viðbúnaður, er gestirnir koma í bæinn,
og margir í allsnægtum una þar fyrst um
sinn.
En áhyggjan vex, er menn nálgast
burtferðardaginn.
Þá streymir sú hugsun um oss sem
ískaldur foss,
að allt verði loks upp í dvölina tekið frá oss,
er dauðinn, sá mikli rukkari, réttir oss
reikninginn yfir það sem var skrifað hjá
oss.
Þá verður oss ljóst, að framar ei frestur
gefst
né færi á að ráðstafa nokkru betur.
Því alls, sem lífið lánaði, dauðinn krefst –
í líku hlutfalli og Metúsalem og Pétur.
(Tómas Guðmundsson.)
Hafðu þökk fyrir allt og allt, þín
eiginkona
Kristrún.
Hann pabbi er dáinn. Jæja, þá er
þessari göngu lokið, elsku pabbi
minn, hér á þessari jörð og vonandi
hefur þú hitt allt þitt fólk, afa, ömmu,
Sillu, Lillu, Fal, Gústu, Ninna og svo
alla æskuvinina sem eru farnir, Pét-
ur, Óla, Steina, Valla. Mikið gátuð þið
nú skrafað og þá aðallega um bíla, ég
man margar stundir þar sem þið sát-
uð í eldhúsinu í hinum ýmsum
veislum og þá hef ég nú grun um að
aðalumræðuefnið hafi verið bílar og
aftur bílar.
Þú ert alinn upp í Reykjavík en
fæddist á sveitabænum Gufunesi þar
sem núna er Áburðarverksmiðjan en í
æsku þú áttir aðallega heima í Þing-
holtunum og þú þekktir gömlu
Reykjavík eins og sjálfan þig og
stundum sagðirðu að allt fyrir ofan
Snorrabraut væri bara uppi í sveit.
Ungur keyptir þú þinn fyrsta bíl og
voru bílar alltaf þitt áhugamál og við
þá vannst þú líka mestalla þín ævi.
Annars eru mínar minningar í æsku
eins og að þú hafir aldrei verið heima
sem er að vissu leyti rétt því á sumrin
varstu alltaf úti á landi að flytja skurð-
gröfur hjá Vélasjóði og ég í sveitinni,
en ekki var nú langt að fara í vinnuna
því eftir að þið byggðuð húsið á Kárs-
nesbrautinni þá var verkstæðið hjá
Vélasjóði bara fyrir neðan og svo þeg-
ar þú fórst að vinna hjá Strætó í Kópa-
vogi þá var bærinn búinn að kaupa
þetta sama hús fyrir SVK þannig að í
sjálfu sér vannst þú lengi á sama stað.
Ég á líka góðar minningar, pabbi
minn, frá öllum útilegunum, fyrst í
tjaldi og víða fóruð þið en ég sjaldnast
því ég var hér fyrir norðan í sveit hjá
afa og ömmu í Tungu. En eftir að við
Siggi fórum að búa þá fórum við
stundum með ykkur mömmu, þá vor-
uð þið komin með tjaldvagn, hjólhýsi
og svo síðast fellihýsið og mikið ofsa-
lega fannst krökkunum mínum þá
gaman að fara með afa og ömmu og fá
að sofa í fellihýsinu og svo komuð þið á
hverju sumri hingað að Hrófá eftir að
ég flutti hingað og svo eignuðust þið
litla húsið okkar og þá stoppuðuð þið
oft lengi og þá til að dytta að ýmsu í
húsinu.
Aldrei mun ég heldur gleyma, elsku
pabbi, hvað það var skelfilegt að horfa
á bíómynd með þér. Annaðhvort
varstu sofandi eða þú varst alltaf að
spyrja: „Hvað er að gerast?“ og svo
bara hló ég þegar ég nennti ekki að
svara oftar. Þú hafðir líka gaman af
dýrum og alltaf var gaman þegar þið
komuð hvað Askja mín var ánægð og
svo var nú líka hún Týra hans Daníels
mikið hjá ykkur, hún dáði þig. Þú
hafðir líka yndi af því að vinna í garð-
inum ykkar mömmu á Kársnesbraut-
inni og þá sérstaklega að trjánum en á
síðustu árunum áður en þið selduð var
garðurinn orðinn of stór fyrir ykkur,
en mikið getum við sem eftir lifum
verið stolt af þessum garði þó að ým-
islegt hafi breyst þar hjá nýjum eig-
endum.
Jæja pabbi minn, ég hefði nú viljað
geta komið oftar til þín en það er nú
ekki auðvelt þegar maður er bóndi og
þá sérstaklega á veturna, en allar
minningarnar geymi ég í mínu hjarta
og við Siggi, börnin okkar og langafa-
börnin þökkum allar stundir á liðnum
árum. Guð geymi minningu þína,
elsku pabbi minn. „Drottinn er minn
hirðir, mig mun ekkert bresta.“
Þín
dóttir Ragnheiður og þinn
tengdasonur Sigurður.
Pabbi minn, litla stelpan þín veit
ekki hvar hún á að byrja.
Margar góðar minningar hafa skot-
ið upp kollinum, margt sem yljar og
margt sem kætir. Mínar fyrstu minn-
ingar eru ferð sem við fórum um
páskana ‘63 á Land Rovernum á
Strandir. Gerði vitlaust veður! Fest-
um bílinn! Í minningunni var þetta
mjög spennandi ferðalag, pabbi gerði
allt til að láta okkur líða sem best með-
an beðið var eftir aðstoð og þurftum
við t.d. að pissa í málningarfötu sem
var inni í bíl, ekki var hægt að fara út,
veðrið var svo kolbrjálað. Sumrin sem
ég var 4-6 ára þá fórum við mamma
stundum með pabba í ferðalög um
landið, þá var hann að vinna hjá Véla-
sjóði ríkisins og keyrði Diamond-
trukk, man ég sérstaklega eftir einu
atviki. Mamma gaf okkur tyggjó, eftir
smástund þurfti pabbi að stoppa
trukkinn, taka út úr sér tennurnar og
losa, þá hafði tyggjóið fest í fölsku
tönnunum og það fannst mér fyndið.
Æskuárin voru góð, pabbi vann
mikið og ef hann var ekki að vinna, þá
var það bílskúrinn, þar eyddi hann
mörgum stundum og var hann t.d.
með Land Roverinn í 3 ár inni í bíl-
skúr, var að breyta honum og taka í
gegn. Við krakkarnir í götunni vorum
mikið í okkar útileikjum við húsið
heima, aldrei var bannað að leika sér á
grasflötinni okkar eða fara í brennó
úti á plani, þó svo að pabbi vildi halda
garðinum og lóðinni fínni, þá máttum
við krakkarnir samt vera þar að leika
okkur og ærslast.
Þegar ég var unglingur þá fór nú
pabbi aðeins að vernda stelpuna sína,
vildi að hún væri ennþá litla pabbas-
Ingimundur
Guðmundsson
✝ Kristinn ÍsfeldAndreasen
fæddist í Reykja-
vík 3. mars 1981.
Hann lést á heim-
ili sínu 16. nóv-
ember síðastlið-
inn.
Faðir hans var
Eiríkur Ísfeld
Andreasen f.
26.11. 1957, d.
9.12. 2004. Móðir
Kristins er Elsa-
bet Sigurðardóttir
f. 2.4. 1961. Börn
Eiríks og Elsabetar, og al-
systkini Kristins, voru Guð-
björg Eiríksdóttir f. 1.6. 1978,
d. 16.2. 1981 og Þorbjörn Ei-
ríksson f. 16.2. 1982. Þau
skildu. Eiríkur giftist Lilju Sig-
ríði Guðlaugsdóttur f. 24.5.
1968. Börn þeirra, og systkini
Kristins samfeðra, eru Guð-
laugur Ísfeld Andreasen f. 27.
5. 1988 og Magnús Ísfeld Andr-
easen f. 17.3. 1994. Elsabet er
gift Herði Sævari Haukssyni f.
21.9. 1951. Börn
þeirra, og systkini
Kristins sam-
mæðra, eru Hólm-
steinn Harðarson
f. 12.6. 1992, Elsa-
bet Ósk Harð-
ardóttir f. 10.1.
1994 og Sigurður
Skúli Harðarson f.
22.4. 2000.
Barnsmóðir
Kristins er Tinna
Guðjónsdóttir f.
13.7. 1981. Barn
þeirra er Sunna
Ísfeld Andreasen f. 21.6. 2002.
Þau slitu samvistum.
Sambýliskona Kristins var
Kristný Lára Rósinkarsdóttir f.
3. desember 1989.
Kristinn lauk grunnskóla-
prófi frá Þinghólsskóla árið
1997. Hann vann ýmis verka-
mannastörf, m.a. hjá Loftorku
og Gatnamálastjóra.
Kristinn Ísfeld verður jarð-
sunginn frá Laugarneskirkju í
dag og hefst athöfnin kl. 13.
Elsku pabbi.
Mikið á ég eftir að sakna þín. Ég
veit að þú varst stundum veikur og
þess vegna gátum við ekki verið
meira saman. En ég veit að þér þótti
svo vænt um mig því ég man svo vel
að þú kvaddir mig alltaf með því að
segja: „Ég elska þig hærra en sólin og
dýpra en sjórinn.“ Mér þykir líka allt-
af vænt um þig elsku pabbi minn og
ég veit að þú ert núna með hinum
englunum og vakir yfir mér.
Þín
Sunna Ísfeld.
Elsku Kiddi minn, nú ert þú búinn
að fá hvíldina langþráðu og ert eflaust
búin að hitta Guðbjörgu systur þína,
sem lést áður en þú fæddist. Pabbi
þinn hefur líka tekið vel á móti þér, en
þú misstir mikið þegar hann dó fyrir
tæpum fjórum árum.
Nú færð þú ósk þína uppfyllta og
hvílir þeim við hlið.
Elsku Kiddi, margs er að sakna og
margs er að minnast. Það virðist svo
stutt síðan þú og bróðir þinn fluttuð til
okkar pabba þíns og bræðra, þú varst
bara rétt 10 ára, hjartahlýr en skap-
mikill. Þú hlakkaðir svo mikið til að
fara í nýjan skóla og kynnast nýjum
krökkum. Þú varst mjög ævintýra-
gjarn, ekkert var þér heilagt og þú
varst óhræddur við eitthvað nýtt og
allt var svo spennandi, já, Kiddi minn,
þú lifðir þínu stutta lífi mjög hratt.
Á ellefta ári fórst þú að æfa skíða-
íþróttina, sem átti hug þinn allan. Þú
fórst í æfingaferðir til Austurríkis og
sýndir frábæran árangur. Eitt sinn
þegar þú fórst og kepptir á unglinga-
landsliðsmóti lentir þú í 16. sæti og
þar með varst þú með besta árang-
urinn í Breiðabliki. Þá kom minn
maður stoltur heim.
Við brölluðum mikið og margt
saman, margar útilegurnar voru
farnar innanlands og einnig í utan-
landsferðir, þar stendur Hollands-
ferðin upp úr. Mér er mjög minni-
stætt þegar þú plataðir mig til að
hjóla með ykkur í sund, við hjóluðum
þar sem bannað var að hjóla og vor-
um stoppuð, ég var skömmuð og þið
bræðurnir grétuð úr hlátri. Svo fór-
um við að keyra um og vorum í stór-
hættu, pabbi þinn var alls staðar fyrir
sporvögnum og við lentum í árekstri,
já, aldrei dauður tími hjá okkur.
Nú eru jólin að nálgast, það verður
mjög erfiður tími fyrir okkur, pabbi
þinn dó líka rétt fyrir jólin. Áramótin
verða aldrei söm, eitt það skemmti-
legasta sem þú gerðir var að sprengja
upp, það erfðir þú frá pabba þínum,
hann var sprengjuóður.
Eftir að hann dó komstu alltaf til
okkar og passaðir að það væri til bíl-
farmur af flugeldum og kökum, og
svo voruð þið bræðurnir að sprengja
upp frá miðnætti og langt fram á nótt,
nema síðustu áramót, þá varst þú er-
lendis með Kristnýju, kærustu þinni.
Stærsta stundin þín var þegar þú
eignaðist Sunnu litlu, þú varst svo
hamingjusamur og gleði þín var mikil
við að gera allt tilbúið fyrir heim-
komu mæðgnanna. Ég held að stolt-
ari amma en ég hafi ekki fundist þeg-
ar þú baðst mig um að vera
skírnarvottur Sunnu, dóttur þinnar
þegar hún var skírð.
Þú varst alltaf svo bóngóður, ef þú
varst beðinn um eitthvað þá var það
ekkert mál svo fremi sem þú hafðir
tök á því. Annar eins snyrtipinni var
vandfundinn, þú vildir alltaf vera
hreinn og fínn, helst að fara í sturtu
tvisvar á dag og fara í hrein föt. Elsku
Kiddi minn, það er svo erfitt að
kveðja þig, þær eru svo margar minn-
ingarnar sem ég á um þig og þær
mun ég geyma. Ég veit að þér líður
vel núna og margir góðir annast þig.
Ég trúi því að við sjáumst aftur.
Hvíl í friði.
Þín stjúpmóðir,
Lilja.
Elsku Kiddi.
Þú hefur att kappi við fleiri þrautir
en flestir á okkar aldri. Sú þrauta-
ganga var þér erfið og markaði gjarn-
an spor sitt í hátterni þitt og fram-
komu. Þó hef ég alltaf vitað að hinn
sanni persónuleiki þinn hefur að
geyma ljúfan dreng. Ljúfan dreng
sem kunni svo fallega að hrósa, elska,
koma manni til að hlæja og vildi svo
vel. Þess vegna varð ég ástfangin af
þér og þú varst fyrsta ástin mín. Við
vorum bara 19 ára, svo ung og ást-
fangin og fannst ekkert annað í heim-
inum skipta máli. Við áttum saman
góða tíma. Við vorum bara búin að
vera saman í hálft ár þegar við sett-
um upp trúlofunarhringa niðrí fjöru.
Ég man hvað við vorum glöð þá og
hlógum mikið. Ég man þú lékst þér
stundum að því að láta fíflalega til að
láta mig liggja í hláturskasti og þér
tókst það alltaf. Þessar góðu minn-
ingar mun ég alltaf geyma í hjarta
mér.
Þú gafst mér það dýrmætasta sem
ég á, dóttur okkar Sunnu. Hún er
ljúfur og orkumikill persónuleiki eins
og pabbi hennar. Ég gleymi ekki
hvað þú varst stoltur þegar þú fékkst
hana í hendurnar, þú varst með tárin
í augunum og sagðir: „Vá… nýtt líf!“
Ljósmóðirin spurði hvort stúlkan
ætti að heita Líf en þú stamaðir
klökkur „Nei, hún er bara svo falleg“.
Þú sagðir mér svo oft hvað þig lang-
aði að vera besti pabbinn í heiminum
en þú varst alltaf hræddur um að geta
ekki staðið þig nógu vel. Sunna mun
alltaf vita hvað pabbi hennar var góð
sál og hvað hann elskaði hana mikið.
Ég kveð þig með sorg í hjarta en
trúi því að þér líði betur þar sem þú
ert núna.
Hvíl í friði, elsku Kiddi,
Þín,
Tinna.
Elsku bróðir, ég man alltaf hvað þú
varst lífsglaður. Þú áttir stundum erf-
itt eins og svo margir aðrir en hafðir
það meira fyrir þig en þú fékkst mig
alltaf til að brosa. Það sem mér fannst
skemmtilegast var þegar þú hringdir
og baðst mig að koma með þér í „ri-
ver rafting“ eða að koma á krossar-
ann, eða bara að gera eitthvað
skemmtilegt saman, svona varst þú
bara, þetta þótti mér rosalega vænt
um.
Hjá mér er ein sterk minning, þeg-
ar þú og Tobbi bróðir komuð með
stelpu í vinnuna til mín og kynntuð
okkur, það var Arna sem er kærasta
mín í dag. Elsku bróðir, í mínum huga
lifa minningarnar um þig sem eru
bæði góðar og margar. Nú kveð ég
þig í hinsta sinn í þessu lífi, elsku
Kiddi minn.
Einmani, stend ég uppi hér
a örlaga köldu svæði,
sverði bitrari sorgin sker
sál og líkama bæði.
Sjóðandi af augunum falla tár,
hjartanu bólgnu blæðir.
(Guðlaugur Sigurðsson.)
Blessuð sé minning þín.
Þinn bróðir,
Guðlaugur.
Kristinn Ísfeld
Andreasen