Morgunblaðið - 28.11.2008, Side 46
Hvers konar spurning
er þetta? Það er ekki
hægt að keppa í forstjórn …
48
»
46 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2008
SÍÐAN stofnað var til Sao Paulo-
myndlistartvíæringsins í Brasilíu ár-
ið 1951, hefur hann verið talinn mik-
ilvægasti vettvangur samtímalistar í
Suður-Ameríku. En eftir áralanga
sögu spillingarmála og skorts á fjár-
magni, er óvíst með framhald tvíær-
ingins.
Um þessar mundir stendur 28.
tvíæringurinn yfir. Samkvæmt The
Art Newspaper er þó frekar um um-
fjöllun um tvíæringinn og framtíð
hans að ræða, en eiginlega listsýn-
ingu. Dagskráin byggist á fyr-
irlestrum, umræðum og perform-
önsum, þar sem fjallað er um sögu
og möguleika tvíæringssýninga.
Markmiðið er sagt vera að leggja
grunn að framtíð sýningahaldsins,
en blaðamenn sem fjalla um uppá-
komurnar segja að við skoðun þeirra
örfáu raunverulegu listaverka sem
sýnd eru, í annars tómum salar-
kynnum sem hönnuð voru af hinum
kunna arkitekt Oscar Niemeyer,
virðist tvíæringurinn vera að gefa
upp öndina.
„Stórt spurningarmerki hangir yf-
ir okkur,“ segir galleristi í Sao
Paulo. Erlendum gestum hefur farið
fækkandi á síðustu árum. Meðan á
síðasta tvíæringi stóð komu hópar
frá á þriðja tug erlendra safna í gall-
eríið til hans, en nú á hann von á
gestum frá þremur.
Einungis 40 listamenn eiga verk á
tvíæringnum að þessu sinni, 15 bras-
ilískir og 25 frá öðrum löndum.
Þeirra á meðal eru Sophie Calle og
Carsten Höller, sem sýnir smækk-
aða útgáfu verksins sem hann setti
upp í Túrbínusal Tate Modern í
London.
Tvíæring-
ur í hættu
Tómir salir á Sao
Paulo-tvíæringi
Flott Sýningarhöllin í Sao Paulo.
JÓLASVEINAR Brians Pilk-
intons, ásamt þeim Grýlu og
Leppalúða, verða sýndir í veit-
ingastofu Hafnarborgar í dag.
Um er að ræða nýjar mynd-
skreytingar af þessari fjöl-
skyldu úr fjöllunum og verður
hægt að njóta þeirra fram á
þrettándann.
Árið 2003 hlaut Brian
Dimmalimm, íslensku mynd-
skreytiverðlaunin, fyrir bók
sína Mánasteinar í vasa.
Á síðustu árum hafa bækur Brians um íslenska
þjóðtrú og vættir vakið athygli innanlands og utan
og eru myndskreytingar hans af jólasveinunum
skemmtileg viðbót í þá flóru.
Myndlist
Jólasveinar, Grýla
og Leppalúði
Brian
Pilkington
HANDVERK og hönnun, í
samvinnu við Menningar-
miðstöðina í Listagili, stendur
fyrir sýningu og markaði á
handverki, hönnun og listiðn-
aði í Ketilhúsinu í dag og á
morgun. Þar verður fjölbreytt
úrval af handverki, listiðnaði
og hönnun. Sérstök valnefnd
valdi 17 þátttakendur sem
sjálfir munu kynna vörur sínar.
Það sem verður til sýnis og
sölu er t.a.m. munir úr leðri og roði, skartgripir,
glermunir, nytjahlutir úr leir, fjölbreyttar text-
ílvörur og hlutir úr hornum og beinum. Í dag er
opið frá 12 til 19 og á morgun, laugardag, frá 11 til
17. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.
Hönnun
Handverk og
hönnun á Akureyri
Frá
Akureyri
SÝNING á Seyðisfjarð-
armyndum Godds verður opn-
uð í sýningarsal Skaftfells á
morgun. Á sama tíma verður
opnuð sýning á verkum seyð-
firska málarans Hjálmars
Níelssonar á Vesturveggnum í
bistrói Skaftfells. Opnað verð-
ur kl. 16 og eru allir boðnir vel-
komnir. Um kvöldið verður svo
hin árlega rithöfundavaka
Skaftfells, Gunnarsstofnunar
og Vopnafjarðarhrepps. Þeir sem lesa upp úr
verkum sínum eru Hugleikur Dagsson, Jón Hall-
ur Stefánsson, Rannveig Þórhallsdóttir og Ævar
Örn Jósepsson. Vakan hefst kl. 20, aðgangseyrir
er 1.000 kr. en 500 kr. fyrir eldri borgara.
Myndlist og bókmenntir
Sýningar og upp-
lestur í Skaftfelli
Hugleikur
Dagsson
ÞÝSK-íslensk orðabók hefur ekki
fengist lengi á Íslandi. Í dag geta
þeir sem þráð hafa slíkan grip tekið
gleði sína á ný, því bókaforlagið
Opna gefur út í dag nýja þýsk-
íslenska orðabók í samvinnu við
Pons orðabókaforlagið í Þýskalandi.
Oddný Sverrisdóttir dósent í
þýsku við Háskóla Íslands vann að
undirbúningi útgáfunnar. Hún segir
að einungis vasaorðabækur þýsk-
íslenskar og styttri orðalistar hafi
komið út frá því að orðabók Jóns
Ófeigssonar kom út árið 1935. „Sú
bók var þrekvirki á sínum tíma. Hún
var endurútgefin 1953 lítið breytt,
en hefur síðan þá aðeins verið end-
urprentuð. Heimurinn hefur breyst
mikið síðan þá, og þörfin fyrir nýja
þýsk-íslenska orðabók orðin gríð-
arlega mikil.“
Sendiherrann vildi orðabók
Oddný segir að Stofnun Vigdísar
Finnbogadóttur í erlendum tungu-
málum og Stofnun Árna Magn-
ússonar í íslenskum fræðum hafi
unnið mikilvægt starf við undirbún-
ing útgáfunnar, meðal annars við að
finna vinnslu orðabókarinnar at-
hvarf.
„Það var sendiherra Þýskalands
sem fyrst nefndi það úti í Þýska-
landi að tímabært væri að gefa út
nýja þýsk-íslenska orðabók. Vigdís
Finnbogadóttir og fulltrúar úr
stofnuninni fóru svo til Þýskalands
2004 og heimsóttu Robert Bosch
stofnunina og Würt stofnunina sem
báðar eru mjög öflugir stuðnings-
aðilar hvers konar menningar-
starfsemi, en auður þeirra sprettur
úr þýskum iðnaði. Í framhaldi var
gerður samningur um fjármögnun
verksins. Það var ákveðið að vera í
samvinnu við Pons orðabókar-
forlagið um þýskan hluta útgáf-
unnar, en orðabókin er gefin út í
báðum löndunum.“
Oddný segir að verkefnið hafi
fengið mjög góðan liðsmann í Franz
Gíslasyni sem var mikilvirkur þýð-
andi úr þýsku. „Því miður lést Franz
en það er vert að þakka hans störf
við undirbúninginn sérstaklega.“
Fagleg ábyrgð við vinnslu orða-
bókarinnar hefur verið í höndum
Heimis Steinarssonar, en hann hef-
ur starfað undir ritstjórn Pons for-
lagsins.
Pons lét í té þýskan hluta orða-
bókarinnar og segir Oddný þann
grunn áreiðanlega hafa auðveldað
vinnuna talsvert. „Það kann að
vanta eitthvað á móti, en með þessu
móti er bókin í samræmi við aðra
orðabókaútgáfu Pons.“
Mikil samskipti þjóðanna
Oddný segir að orðabókin verði
skólum og atvinnulífinu mikil lyfti-
stöng. „Það eru mikil samskipti milli
Íslands og Þýskalands og bókin
mun auðvelda þau. Þá er fjöldi
þýskra ferðamanna sem hingað
kemur mikill. Bókin er því mikið
þarfaþing.“
Vigdís Finnbogadóttir á stóran
þátt í því að bókin gat orðið til, að
sögn Oddnýjar. En aðrir sem unnu
hana voru: Bernd Hammerschmidt,
Claudia Overesch, Elsa Björk Dið-
riksdóttir, Erla Hallsteinsdóttir,
Franz Gíslason, Hildur Karítas
Jónsdóttir, Jóhann Guðnason, Jón
Gíslason, Katrín Matthíasdóttir,
Marieluise Schmitz, Matthías Frí-
mannsson, Monika Finck og Val-
gerður Bragadóttir. Oddný nefnir
líka sérstaklega Guðrúnu Kvaran,
prófessor og orðabókasérfræðing,
Stofnun Árna Magnússonar og
Magnús Sigurðsson, aðjunkt í
þýsku. „Samstarfsaðili okkar hjá
Pons var svo Frank Albers, sem
margir hér á landi þekkja. Hann bjó
hér í nokkur ár og stýrði Goethe-
stofnuninni hér á landi.“
Mikið þarfaþing
Þýsk-íslensk orðabók kemur út í dag Slík bók kom síðast út 1935 Orðabókin
kemur einnig út í Þýskalandi Fjárstyrkur frá Þýskalandi, aðstaða á Íslandi
Morgunblaðið/Kristinn
Orðabókin „Það eru mikil samskipti milli Íslands og Þýskalands,“ segir
Oddný Sverrisdóttir og telur að bókin eigi eftir að koma að miklum notum.
STÓRSVEIT Reykjavíkur réðst á garðinn
þar sem hann er hæstur í klassískum stór-
sveitardjass, séu margbrotin verk Elling-
tons og hin fislétta sveifla Basies undan-
skilin. Thad Jones skrifaði lengi fyrir Basie
áður en hann stofnaði stórsveit í félagi við
trommarann Mel Lewis 1966. Starfaði sveit-
in í 11 ár.
Að hlusta á Thad Jones stjórna stórsveit
var engu líkt. Maðurinn var magnþrunginn
og stafaði frá honum kynngikraftur. Er
hann tók við dönsku útvarpssveitinni
breyttist hún úr fínni stórsveit í eina þá
bestu í heimi.
Sigurður Flosason stjórnaði verkum
Thads á fyrstu tónleikum sínum sem alvöru
stórsveitarstjórnandi og tókst það vel, ekki
síður en sveitinni að lesa skrif Thads, því
það er enginn barnaleikur og komst hin
léttfleyga sveifla, stórfraseringar saxanna
og kýling brassins vel til skila. Sveitin flutti
tíu verk og voru öll þeirra af fyrstu skífum
sveitarinnar frá 1966-69, nema „Greetings
and Salutations“ frá 1975.
Í stórsveit mæðir mikið á fyrsta trompet,
en Einar Jónsson var veikur, svo þeir
trompetar er uppi stóðu urðu að leysa verk-
efnið. Varð það til þess að Birkir Freyr
Matthíasson blés ekki nema einn flyg-
ilhornsóló og gerði það með ágætum, en
hann er nýfluttur heim frá Hollandi. Snorri
Sigurðarsson stóð sig vel að venju í tromp-
etsólóunum og sérstaka athygli mína vakti
sóló Ívars Guðmundssonar í svítunni fönk-
uðu „Central Park North“; tónninn bæði
breiður og heitur. Stefán Ómar blés tvo só-
lóa, þann fyrri í meistaraverkinu „Kids Are
Pretty Pepole“og Gunnar Hrafnsson þar á
bassann í dúói. Af öðrum sólistum ber að
nefna Jóel Pálsson, en þeir Eyþór léku dú-
ett í „The Waltz You Saved For Me“ og
ekki var tenóristinn síðri í rifnum sóló í
„Dońt Get Sassy“ – aftur á móti heyrði ég
illa glæsisóló Eyþórs í „Once Around“ en
píanómögnunin er vandamál á Rosenberg.
Það tókst vonum framar að koma Thad
Jones andanum til skila og er það nokkuð.
Thad Jones í Reykjavík
TÓNLIST
Café Rosenberg
Birkir Freyr Matthíasson, Ívar Guðmundsson, Snorri
Sigurðarson og Eiríkur Örn Pálsson trompeta og flyg-
ilhorn; Oddur Björnsson, Stefán Ómar Jakobsson og
Edward Frederiksen básúnur; David Bobroff bassa-
básúnu; Stefán Stefánsson, Haukur Gröndal, Ólafur
Jónsson, Jóel Pálsson og Kristinn Svavarsson saxó-
fóna og klarinettur; Eyþór Gunnarsson píanó, Gunnar
Hrafnsson bassa og Jóhann Hjörleifsson trommur.
Stjórnandi: Sigurður Flosason.
Sunnudagskvöldið 23.11.
Stórsveit Reykjavíkur bbbbn
Morgunblaðið/RAX
Fjölhæfur Saxófónleikarinn og stjórnandinn
Sigurður Flosason blæs í saxófóninn. Vernharður Linnet
Bókin geymir yfir 65 þúsund upp-
flettiorð og orðasambönd úr þýsku
nútímamáli. Áhersla er á orða-
forða ýmissa greina, svo sem
ferðamennsku, viðskipta, tölvu-
fræði og dýrafræði. Við hvert upp-
flettiorð er sýndur framburður,
óregluleg beyging, hjálparsögn til
að mynda samsettar tíðir og að-
greining mismunandi málfræði-
notkunar og merkingar er sett
fram á aðgengilegan hátt. Þá eru
orðatiltæki og orðasambönd gefin
upp í sérstökum hluta. Öll bókin er
bæði á þýsku og íslensku, m.a.
málfræðiyfirlit beggja tungumála
og listar yfir óregluleg sagnorð,
töluorð og mál og vog. Einnig eru
sambandslönd/kantónur og höf-
uðborgir þeirra í Þýskalandi, Aust-
urríki og Sviss taldar upp. Auk
þessa eru afar skýrar notkunar-
leiðbeiningar og listi yfir skamm-
stafanir.
Ítarlegar skýringar