Morgunblaðið - 28.11.2008, Page 47

Morgunblaðið - 28.11.2008, Page 47
Menning 47 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2008 1. sætimetsölulistinew york times „gims t e inn“ denver post Metsöluskáldsaga um lífið í bandarískum farandsirkus í kreppunni miklu. „Ef þú vilt gefa góða, fallega og veg- lega jólagjöf og þá er mér sama hvort það er strákur eða stelpa, mamma eða pabbi, amma eða afi ... Vatn handa fílum er alveg málið.“ kolbrún ósk sk af tadót tir, eymundsson Þótt einhverjar hugmyndamanns kunni að vera rangarer betra að vera hug- myndaríkur en að vera hug- myndasnauður og hafa alltaf rétt fyrir sér.“ Einhvern veginn svona hljómar fullyrðing Edward de Bono, læknis sem rannsakað hefur sköpunargáfuna og hugsanaferli. Um sköpunargáfuna og -kraftinn hefur mikið verið skrifað í gegnum aldirnar, enn er til að mynda verið að vitna í Aristóteles og hans hug- myndir um tilgang og tilurð skáld- skaparins. Á þessum tíma árs, þeg- ar hálf þjóðin er að velta fyrir sér ávöxtum sköpunargáfu helstu höf- unda landsins í jólabókaflóðinu, er ekki úr vegi að kanna hvað það er sem knýr fólk til að stinga niður penna.    Á seinni tímum hafa margirfjallað um frumsköpun sem einhverskonar „stað“. Stað þar sem enginn annar hefur verið, þ.e.a.s. í hugmyndafræðilegum skilningi, stað þar sem skáldið fetar nýja leið. Ef horft er til frumsköpunar með þessum hætti þá er ljóst að sá árs- tími fer nú í hönd þar sem hægt er að ferðast óvenjulega mikið um ókönnuð lönd – lönd bókmennt- anna. Reyndar er maður sem les- andi ekki eiginlegur „landnemi“ eins og skáldið sjálft, en það er óneitanlega gaman að vera einn af „frumbyggjunum“; þeim fyrstu sem þræða sig eftir stígum nýrrar hugs- unar.    Í þeim skilningi sem hér um ræðirer ef til vill gæðum skapandi starfs best lýst. Vert er að hafa það í huga á tímum gagnrýni, stjörnu- og álitsgjafar að frumleg hugsun nýtur ekki alltaf brautargengis, því miður. Heldur fremur það land sem numið er í jaðri þess sem búið er að rækta lengi, sem fólk þekkir af af- spurn eða af líkindum. Slík verk eiga að sjálfsögðu fullan rétt á sér, en það er kannski óþarfi að hampa þeim sem stórkostlegri list ef þau hafa ekki jafnframt frumlegri neista til að bera.    Breski rithöfundurinn GrahamSwift hefur haldið því fram að ekki getið runnið upp verri dagur í lífi rithöfundar heldur en sá þegar hann veit „nákvæmlega hvað hann er að gera“. Þar af leiðandi lætur hann aldrei neitt uppi um það sem hann er að skrifa fyrr en verkið er komið út og í hendur lesenda. Í texta á heimasíðu sinni segir hann m.a.: „Ef ég hef óbilandi trú á ein- hverju í mínum ritstörfum þá er það á kraft ímyndunaraflsins, og ég vona að ímyndunarafl mitt komi mér ávallt á óvart, togi mig áfram og taki mig með sér eftir óvæntum leiðum, rétt eins og ég vona að að það haldi áfram að stilla mér upp frammi fyrir vissum hlutum sem ég mun alltaf þekkja sem mitt eigið svæði/svið – þó það sé sömuleiðis uppgötvunarferli en ekki eitthvað sem ákveðið er fyrirfram.“    En það er ekki nóg með að Swiftgeri tilraun til að greina stað- inn eða svæðin sem hann hverfur til í sköpunarleiðangri skrifa sinna. Hann bendir líka á hið undursam- lega samband textans við lesand- ann – þar sem engir tveir upplifa sama ferðalagið. „Ég slæ enga var- nagla þegar kemur að möguleikum skáldskaparins, né heldur hvað við- kemur þeim forréttindum og ánægju sem felast í að skrifa. Með hvaða hætti öðrum getur maður leyft sér að tjá sig óhindrað? Með hvaða hætti öðrum getur maður samtvinnað svo ríkulega og af jafn mikilli nánd heim hugmynda og heim hlutlægs veruleika? Og með hvaða hætti öðrum getur maður vitað – eða í það minnsta vonað – að fyrir hvern einasta lesanda feli hvert tilvik samvinnu á milli höf- undar og lesanda í sér ólíka og ein- staka reynslu. Ég hef tröllatrú á þessari ósýnilegu reynslu sem verð- ur til í samvinnu, jafnvel þótt ég hugsi aldrei um lesandann þegar ég skrifa. Mér virðist sem skáldskap- urinn, á sinn sérhæfða og einbeitta hátt, geri það eitt sem við þurfum öll að gera; leyfi okkur í huganum að komast inn í reynsluheim sem er annar en okkar eigin. Það er hvorki lítill hlutur né einfaldur – öll okkar siðferðislegu og félagslegu gildi hvíla á honum. Ég slæ því heldur enga varnagla varðandi mikilvægi skáldskaparins.“    Ef til vill eru það þessi grund-vallargildi sem við lesendur ættum að hafa í huga þegar við er- um að vega og meta það sem er splunkunýtt úr skáldheimum. Með hvaða hætti höfundinum tekst að opna reynslu annarra fyrir okkur á frumlegan hátt, leiða okkur á ókunna stigu, afhjúpa veruleikann eins og við þekkjum hann ekki sjálf. fbi@mbl.is Ferðir Gúllivers Þeir eru margir lesendurnir sem fetað hafa slóð Jonathans Swift samferða ferðalanginum Gúlliver, í einu beittasta og frumlegasta verki bókmenntanna. » Vert er að hafa það íhuga á tímum gagn- rýni, stjörnu- og álits- gjafar að frumleg hugs- un nýtur ekki alltaf brautargengis, því mið- ur. Heldur fremur það land sem numið er í jaðri þess sem búið er að rækta lengi, sem fólk þekkir af afspurn eða af líkindum. Sköpunarleið- angur skrifanna AF LISTUM Fríða Björk Ingvarsdóttir „ÞAÐ bjargar okkur að við vorum búin að borga það að mestu leyti fyrir holskefluna. Upphaflegt verð var 40 milljónir. Hitt hljóðfærið, sem er minna, og kemur í kirkjuna á vori komanda kostar um 20 milljónir, mið- að við sömu kjör, en allt hefur hækk- að og líkast til verður heildarupphæð beggja hljóðfæranna um 80 milljónir. Við þurfum vonandi aðeins að greiða þriðjung af því á ókjörum. Það hefur verið góð fjármálastjórn hér í kirkj- unni undir stjórn Sigurjóns Péturs- sonar formanns sóknarnefndar,“ seg- ir Gunnþór Ingason prestur í Hafnarfjarðarkirkju, þar sem ríkir nú mikil gleði, en á sunnudag verður vígt þar nýtt og fallegt orgel, smíðað af Christian Scheffler í verksmiðju hans í Sieversdorf í Þýskalandi. Nýja orgelið sem búið er að setja upp í kirkjunni er 25 radda gæðagrip- ur, smíðað eftir forskrift Þjóðverjans Wilhelms Sauer, í tærum róm- antískum stíl, og líkt eftir bestu hljóð- færum hans frá 1904-1910 að sögn Gunnþórs. „Þessi orgel eru svo fágæt og í hljóðfærinu nýja er ekkert verið að blanda saman ólíkum stíltegunum í einhverri málamiðlun, svo sem gert hefur verið í flestum nýjum orgelum hér á landi. Sauer-orgel þykja ein- hver bestu hljóðfæri sinnar gerðar í heiminum. Eftirgerð meistaraverks Barrokkhljóðfærið, sem við fáum í vor, verður mun minna og mun hafa klingjandi tæran barrokkhljóm. Ég hef heyrt mismun þeirra lýst með þeim sérstæða samanburði, að hljóm- ur minna hljóðfærisins líkist tærum svalandi drykk en hljómur róm- antíska hljóðfærisins sé eins og heitt súkkulaði með rjóma og slurk af góðu koníaki. Það er svo mikil fylling í hljómunum. Mér kæmi ekki á óvart að það yrði, þegar fram líða stundir, talið hljómfegursta orgel á Íslandi – algjör dýrgripur.“ Minna orgelið er, eins og „dýrgrip- urinn“, stóra orgelið, eftirgerð af eldri gerð hljóðfæra. Fylgt verður forskrift 18. aldar orgelsmiðsins róm- aða Gottfrieds Silberman við smíði þess. Kristian Wegscheider, org- elsmiður í Dresden, smíðar það á verkstæði sínu. Gunnþór segir að gamla Walcker- orgelið, sem var í kirkjunni frá 1955, hafi verið úr sér gengið. „Það var mjög gott og þótti flott á sínum tíma og var um skeið veglegasta orgel landsins.“ Á þeim árum var efnið í pípunum ekki eins vandað og völ er á nú. Hljóðfærið var 30 radda og var ívið of stórt fyrir kirkjuna. Raddirnar sem voru umfram 25 hljómuðu aldrei nægilega vel. Þess vegna vildum við nú fá lítið hljóðfæri niðri, 6-7 radda innst norðaustanmegin í skipinu. Þegar farið var að rannsaka kirkjuna vegna endurbyggingar kom þar í ljós rými bak við vegginn, leynihólf, sem sennilega hefur verið kolageymsla, og náði alveg upp í loft. Þar gafst því stærra pláss fyrir barrokkhljóðfærið en við höfðum gert ráð fyrir og það gat því orðið tólf radda. Og af því að allir voru í svo góðu skapi í fyrra, kirkjulið, fjármálamenn og fleiri, þá létum við slag standa að kaupa bæði orgelin, og munum ráða við það að greiða andvirði þeirra með hjálp Guðs og góðra manna.“ begga@mbl.is Hljómfagur dýrgripur í Hafnarfjarðarkirkju Völundarsmíð Séra Gunnþór segir að þegar séu farnar að berast óskir utan úr heimi um tónleikahald og upptökur á nýja hljóðfærið í kirkjunni. Sr. Sigurður Sigurðarson vígslu- biskup vígir nýja orgelið við hátíð- armessu á sunnudag kl. 11 ásamt prestum kirkjunnar, sr. Gunnþóri og Þórhalli Heimissyni. Við það tækifæri frumflytur Guðmundur Sigurðsson organisti verkið Haf, sem Hugi Guðmundsson samdi og tileinkar orgelinu. Þá verða einnig fluttar nýjar útsetningar Smára Ólasonar á fornri íslenskri tónlist. Kl. 17 leikur svo organistinn heimskunni Stefan Engel á vígslu- tónleikum orgelsins. Vígsluhátíð á sunnudag „CHRISTIAN Scheffler var í for- svari fyrir hópi þeirra orgelsmiða sem eftir fall Berlínarmúrsins end- urreistu 114 radda Sauer-orgelið í Dómkirkjunni í Berlín sem er hvað stærsta hljóðfæri í Evrópu. Síðan hefur hann gert það að sér- fræðigrein sinni að endurbyggja Sauer-orgel. Hann líkir nákvæm- lega eftir pípubreidd, stærð, nið- urröðun þeirra og öllum smáat- riðum. Saur-Scheffler orgelið nýja í Hafnarfjarðarkirkju er mikil völ- undarsmíð með afar fagran hljóm.“ Völundur frá Berlín

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.