Morgunblaðið - 28.11.2008, Side 48

Morgunblaðið - 28.11.2008, Side 48
48 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2008 Fólk UNGMENNARÁÐ UNICEF hefur í samstarfi við Kronkron hafið sölu á bolum til að vekja athygli á því að í heiminum í dag standa fjöldamörg börn frammi fyrir miklum hindrunum á leið sinni að mannsæmandi lífi. Prenthönnunin á bolunum vísar í að veröldin sé eins og völundarhús þar sem sumir rati rétta leið að góðu lífi á meðan aðrir sitji fastir í öng- stræti fátæktar. Með því að ganga í bolunum er sýnd samstaða með baráttu UNICEF við að leiða börn úr öngstrætum lífsins í átt að bættum lífs- skilyrðum. Þetta er í annað sinn sem UNISEF og Kronkron taka höndum saman ásamt grafíska hönnuðinum Herði Kristbjörnssyni og gera boli til að vekja athygli á stöðu barna í heiminum. Yfirskrift verkefnisins er „bestu bolir í heimi“ og er með því vísað í það að kaup á bolunum geti bjargað lífi þurfandi barna. Bolirnir fást í sjö lit- um og öllum stærðum, bæði á börn og fullorðna. Þeir kosta 2800 kr. og allur ágóði af bolasölunni rennur til UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna Í tilefni af því að sala bolanna er hafin býður Kronkron öllum sem vilja til glaðnings í fata- verslun sinni, Laugavegi 63, á morgun, laug- ardaginn 29. nóvember, á milli 14 og 16. Boðið verður upp á pönnukökur og heitt súkkulaði í vetrarkuldanum og er fjölskyldufólk hvatt sér- staklega til að koma við í helgargöngutúrnum til að gæða sér á veitingunum og gleðjast með Kronkron og ungmennaráði UNICEF. ingveldur@mbl.is Veröldin er eins og völundarhús Góðverk Ungmennaráð UNICEF og íslenskir hönn- uðir framleiða boli sem geta breytt lífi barna.  Eins og lesa mátti um í Morg- unblaðinu í gær er skiptum lokið á þrotabúi Little Trip efh., fyrirtækis sem var stofnað til þess að framleiða kvikmynd Baltasars Kormáks, A Little Trip to Heaven sem var frum- sýnd í lok árs 2005 og skartaði ekki minni stjörnum en Forest Whitaker og Juliu Stiles í aðalhlutverkum. Kröfur í þrotabúið námu alls 388 milljónum króna en þar af átti Kaup- þing banki hf. langhæstu kröfuna upp á rúmlega 341 milljón króna. Einhverjum kynni að þykja þetta undarlegar fréttir, sér í lagi þegar haft er í huga að myndin var seld til fleiri en 40 landa og að samning- arnir sem gerðir voru um myndina voru að sögn framleiðenda stærri og umfangsmeiri en þá höfðu verið gerðir um íslenskar myndir. Tvö önnur framleiðslufyrirtæki, Blueeyes Production sem er í eigu Baltasars Kormáks og Palomar Pictures sem er í eigu Sigurjóns Sig- hvatssonar komu einnig að gerð myndarinnar en þau fyrirtæki eru eftir því sem best verður séð enn í góðum rekstri. Endaði himnaförin þar neðra?  Þeir Egill Ólafsson og Valgeir Guðjónsson fóru á kostum í viðtali við Morgunblaðið í gær í tilefni af tónleikum sínum í Norræna húsinu í gær og í dag. Tónleikarnir eru hluti af jóladagatali þessa mæta húss en sá háttur hefur verið hafð- ur á undanfarin jól að merkir lista- menn troði upp með einum eða öðr- um hætti þennan mánuð fyrir jól og komi þar með borgarbúum í lista- gott jólaskap. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins er jóladaga- tals-dagskráin með eindæmum glæsileg í ár og á meðal þeirra sem gætu dúkkað upp með stuttum fyr- irvara eru meðal annars ein vinsæl- asta hljómsveit landsins, heimsfræg söngkona, eitt stykki leiksýning og ein umtalaðasta fyrirsæta þjóð- arinnar – og þá er nú bara fátt eitt upptalið. Ja hérna, er Norræna hús- ið að verða aftur „in“? Stjörnurnar troða upp í Norræna húsinu Lýstu eigin útliti. Hávaxinn, myndarlegur og jafn- massaður. Hvaðan ertu? Frá Íslandi, og stoltur af því. Ef þú ættir Íslandsmet í einhverju, í hverju væri það þá? (Spurt af síð- asta aðalsmanni, Viktoríu Sigurð- ardóttur). Áræði. Hver er að þínu mati besti forstjóri Íslandssögunnar? Hvers konar spurning er þetta? Það er ekki hægt að keppa í for- stjórn. Hvað þarf góður forstjóri að hafa til að bera? Einlægni, áræði, ábyrgðartilfinn- ingu, framsýni, aðlögunarhæfni og víðsýni. Hvaða áhugamál höfða til góðs for- stjóra? Lestur góðra bóka, ferðalög og að láta gott af sér leiða í samfélaginu. Hvað eiga þeir Ármann Reynisson og Árni Matthíasson sameiginlegt? Báðir eru þeir fæddar fyrirsætur og heimsborgarar. Hvað uppgötvaðir þú síðast um sjálfan þig? Hæfileikann til að fyrirgefa. Styðurðu ríkisstjórnina? Styður ríkisstjórnin mig? Hver ber ábyrgð á kreppunni? Samkvæmt öllu þá ber enginn ábyrgð á henni. Ætli hún beri ekki bara ábyrgð á sjálfri sér. Dansarðu til að gleyma? Hef ekki gert það hingað til. En stundum elda ég til að gleyma. Hvaða plötu hlustar þú mest á þessa dagana? Glass Houses með Billy Joel. Hvaða bók lastu síðast? Forstjóra dagsins, hún liggur alltaf á náttborðinu. Fín lesning fyrir svefninn. Uppáhaldskvikmynd? Wall Street. Hvenær varstu hamingjusamastur? Þegar fyrsti draumurinn rættist. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Nurl og dindilmennska. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Forstjóri. Hver eru þín mestu mistök? Að hafna starfinu hjá FL Group á sínum tíma. Og þinn stærsti sigur? Verð ég ekki að segja fjölskyldan hér? Hvernig viltu deyja? Eins og hetja. Hvers viltu spyrja næsta viðmæl- anda? Hver vilt þú að verði næsti forseti lýðveldisins Íslands? SIGURÐUR BJÖRN BLÖNDAL AÐALSMAÐUR VIKUNNAR ER TÓNLISTARMAÐUR, SÉRFRÆÐINGUR OG NÚ SÍÐAST FORSTJÓRI LÍKT OG LESA MÁ UM Í NÝRRI PÓSTKORTABÓK HANS, BAD CREDIT - GREAT CHARACTER, SEM VAKA-HELGAFELL GEFUR ÚT. Ljósmynd/Spessi Forstjórinn Sigurður Björn Blöndal er jafnmassaður. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is „ÞAÐ var alltaf verið að tala um það í ein- hverjum partíum að ég væri líkur Mick Jagger,“ segir Björn Stefánsson, Bjössi í Mínus, spurður um aðdragandann að spánýrri Rolling Stones heiðrunarsveit sem heitir einfaldlega Stóns. „Svo vorum við félagarnir að grínast eitthvað með þetta. En svo hringdi Bjarni (gítarleikari og félagi Bjössa í Mínus) í mig og vildi stofna Stóns- band. Upphaflega var nú ekki mikil alvara á bak- við þetta en Palli Papi, umboðsmaður, sá hins vegar tækifæri í þessu og því hífðum við þetta óðar upp á næsta þrep.“ Með þeim Bjössa og Bjarna í sveitinni eru þeir Frosti Gringo (trommur, úr Klink og Esju), Karl Lúðvíksson (bassi, úr Lights on the Highway) og Birgir Ísleifur Gunnarsson (píanó, úr Motion Bo- ys). Allt saman fígúrur úr jaðartónlistarheimum og fremur ólíklegir kandidatar í „tribute“-sveit sem troðfyllir Players eða Kringlukrána um hverja helgi. Eða hvað? Hefur verið einhver hiti í garð manna frá 101 elítunni vegna þessa? „Alls ekki og okkur væri aukinheldur alveg nákvæmlega sama. Maður hætti að leika þennan hvað er „rétt“ og hvað er „rangt“ leik fyrir margt löngu.“ segir Bjössi og hnyklar brýrnar. Hann bætir svo við hlæjandi: „Reyndar er ég sá eini af okkur sem hefur komið inn á Players. Það var árið 2002 og ég spilaði pool. Ég átti ekki von á að ég ætti eftir álpast þangað inn aftur.“ Efnisskrá sveitarinnar er stór að vöxtum og spannar allt frá fyrstu árum Stones til dagsins í dag. „Við höfum verið að sökkva okkur í þessi „tri- bute“ fræði og komumst fljótlega að því að oft er grunnhugmyndafræðin ekki á hreinu,“ segir Bjössi og verður hugsi. „Maður hefur t.d. séð menn spila Stones-lög afskaplega vel. Þannig á það ekkert að vera! Þetta á að vera hrátt, sveitt og skítugt ... alveg eins og hjá frumgerðinni. Þetta á að vera groddalegt og þetta á að vera skemmtilegt.“ Stóns klæða sig upp og hverfa inn í heim frum- myndarinnar, Bjössi talar á ensku á milli laga og verður Jagger. „Þetta er hins vegar ekki hermisveit, eða eitt- hvert grín. Lykilatriðið er að ná þessu „attit- júdi“, þessum anda sem leikur um Rolling Stones og gerir hana að svölustu rokksveit allra tíma.“ Ljósmynd/Björn Árnason Groddalegir „Þetta á að vera hrátt, sveitt og skítugt ... alveg eins og hjá frumgerðinni,“ segir Bjössi „Jagger“, söngvari Stóns. Hráir, villtir ... rokkaðir ... Íslenskir jaðarhundar gera Rolling Stones almennileg skil á Players í kvöld

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.