Morgunblaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 46
46 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2008 ✝ Huld Þorvalds-dóttir fæddist í Svalvogum í Dýra- firði 17. mars 1915. Hún andaðist á hjúkr- unardeild Hrafnistu í Reykjavík 22. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sólborg Matthíasdóttir, f. 25.12. 1875, d. 25.12. 1957, og Þorvaldur Jón Kristjánsson, vitavörður og útvegs- bóndi í Svalvogum, f. 29.1. 1873, d. 27.7. 1960. Huld var næstyngst 9 systkina sem öll eru lát- in. Þau voru Kristján, Guðmundur, Ottó, Matthías, Guðný, Guðmunda, Viktor og Ásdís. Huld giftist 27.6. 1948 Helga Brynjólfssyni vélstjóra, f. 6. 10. 1918, d. 7.2. 2004. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Guðrún Brynj- ólfsdóttir, f. 20.2. 1881, d. 17.1. 1971, og Brynjólfur Einarsson búfræð- ingur, f. 8.8. 1874, d. 4.7.1953, bæði fædd í Tálknafirði. Börn Huldar og Helga: 1) Elís Rósant, f. 4.1. 1939, faðir Helgi Sig- urðsson, f. 6.9. 1906, d. 19.12. 1960. Maki Inga G. Guðmannsdóttir, f. 1974, og Helgi, f. 1982. Dóttir Helga með Elínu Ósk Sigurjónsdóttur er Alexandra Ósk, f. 2008. 3) Sig- urborg Þóra, f. 3.10. 1950, maki Sigtryggur Ingi Jóhannsson, f. 20.2. 1948. Börn: Helga Huld, f. 1974, maki Þorkell Magnússon, f. 1974. Börn: Orri Freyr, f. 1999, og Elín Klara, f. 2004. Jóhann Ingi, f. 1977, sambýliskona Jóhanna Lilja Birg- isdóttir, f. 1977, eiga óskírðan son, f. 2008. Stefán Þór, f. 1981. 4) Marta Bryngerður, f. 26.10. 1954. Sam- býlismaður Jón Magnússon, f. 1946. Sonur Mörtu með fv. maka Sig- urjóni Gunnarssyni (skildu) er Arn- ar, f. 1982. Synir Jóns með fv. maka Halldóru Rafnar (skildu) eru Jónas Friðrik, f. 1966, og Magnús, f. 1980. Dóttir Jóns og Fannýjar Jónmunds- dóttur er Sigrún Fanný, f. 1985. Huld ólst upp í Svalvogum í Dýrafirði. Nálægt tvítugu lá leiðin til Hafnarfjarðar þar sem hún var í vist á nokkrum heimilum og sótti jafnframt saumanámskeið. Var í kaupavinnu austur í Rang- árvallasýslu tvö sumur. Vann á ýmsum heimilum í Dýrafirði þar til þau Helgi gengu í hjónaband. Bjuggu þau á Þingeyri allt til ársins 1965 er þau fluttust til Reykjavíkur. Þar vann Huld lengst af á Hrafnistu DAS. Útför Huldar verður gerð frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. 18.3. 1941. Börn: a) Guðmann, f. 1958, dóttir með fv. maka Sigrúnu Jónsdóttur (skildu) er Inga Huld, f. 1982, sambýlis- maður Kári Freyr Þórðarson, f. 1984. b) Valborg Huld, f. 1960, maki Björn Geir Ingv- arsson, f. 1960. Börn: Árdís, f. 1978, maki Sæmundur Frið- jónsson, f. 1979, þau eiga Tinnu Rut, f. 2003. Birna Hrund, f. 1988, og Elís Rafn, f. 1992. c) Úlf- hildur, f. 1962, maki Snæbjörn Tryggvi Guðnason, f. 1961. Börn: Elísa, f. 1986, Hrafnhildur, f. 1991 og Stefán Örn, f. 1993. Börn Snæ- björns eru Guðrún, stjúpdóttir Úlf- hildar, f. 1980, sambýlismaður Brynjar Carl Gestsson, f. 1970, þau eiga Snædísi Birnu, f. 2006, og Guðni Steinar, f. 1982. d) Elsa Kristín, f. 1966, maki Gunnar Viggósson, f. 1964. Börn: Hildur Ösp, f. 1996. Hulda Björk, f. 2001, og Halldór Viðar, f. 2005. 2) Unnur Ríkey, f. 10.2. 1949. Synir með fv. maka, Bjarna Gunnari Sveinssyni (skildu) eru Þorsteinn Gunnar, f. Sofðu vært hinn síðsta blund, unz hinn dýri dagur ljómar, Drottins lúður þegar hljómar hina miklu morgunstund. (Vald. Briem) Ég kynntist henni tengdamóður minni fyrir tæplega 50 árum og mér er minnisstætt hve hún tók mér vel þrátt fyrir mitt ungæðis- lega fas – en við höfðum þá þegar gert hana að ömmu. Hún tók son- arsoninn varlega í fangið og brosti fallega. Hún bar umhyggju fyrir drengnum hans Ella síns upp frá því. Barnabörnin sem bættust í hópinn fengu einnig sitt hjartarúm og ekki var gert upp á milli. Það gilti einnig um annað fólk. Huld gerði sér ekki mannamun og um- gekkst fólk með gætni og virðingu – heilsaði hlýlega og vingjarnlega með mildri og lágværri röddu. Þeg- ar maður kvaddi hana til að fara í langferð var kveðja hennar: Guð veri með þér. Huld gætti þess alltaf að hreyfa sig nóg; fyrr á árum gekk hún úti þegar tími gafst til og fór alltaf gangandi út í búð. Hún notaði strætisvagna mikið, fór í bæinn og gekk upp eða niður Laugaveginn. Síðustu árin hjálpaði hún sér sjálf með það sem hún gat, t.d. að klæða sig og búa um rúmið sitt, og hélt því tiltölulega vel hreyfifærninni og hugsunin var í lagi allt til loka. Þau Helgi Brynjólfsson, maður hennar, sem látinn er fyrir tæpum fimm árum, hófu búskap á Þingeyri rétt fyrir miðja síðustu öld. Hann var vélstjóri og vann sem slíkur á bátum og í landi. Á Þingeyri bjuggu þau til ársins 1965 þegar þau fluttust til Reykjavíkur með dætur sínar þrjár unglinga. Keyptu þau fyrst hús í Skipasundi og síðar bjarta og fallega íbúð við Klepps- veg og bjuggu þar uns þau fluttu í Jökulgrunn og svo inn á Hrafnistu er heilsa Helga tók að bila. Hvar sem þau áttu heimili angaði allt af hreinlæti. Huld lagði metnað og mikla vinnu í heimilishaldið þótt útivinnandi væri. Sömuleiðis sá maður hana aldrei nema snyrtilega og hún bjóst vel upp á. Bæði Huld og Helgi voru félagslynd og höfðu gaman af að fara á gömlu dansana og fá sér snúning. Þau höfðu mikla ánægju af ferðalögum um landið sitt og ferðuðust talsvert þegar um hægðist hjá þeim. Fórum við stundum með þeim vestur í Dýra- fjörð og sáum hvað þau nutu þess að líta æskustöðvarnar og hitta vini og kunningja. Alltaf var gestkvæmt hjá þeim enda systkini beggja mörg og þau höfðingjar heim að sækja. Nú er flest það fólk horfið sjónum og er Huld sú síðasta sem kveður af börnum Sólborgar og Þorvaldar í Svalvogum. Að leiðarlokum þakka ég góða samfylgd og fyrir allt og allt. Blessuð sé minning mætrar konu. Inga G. Guðmannsdóttir. Huld Þorvaldsdóttir var einstak- lega vel gefin, vönduð og viðræðu- góð kona sem fylgdist með þjóðmál- um. Um það leyti ævinnar þegar ég kynntist fjölskyldunni var heilsu- leysi hennar komið til að vera og hún ekki lengur ferðafær enda komin yf- ir nírætt. Engu að síður var yfirleitt stutt í glettnina. Einstök prúð- mennska og gefandi viðmót mætti manni jafnan í heimsóknum til henn- ar. Mér eru minnisstæð skemmtileg fyrstu kynni okkar þegar ég heim- sótti Huld í fyrsta sinn með henni Mörtu minni og vildi koma vel fyrir í augum mömmu hennar með því að segja frá því að ég var með stórsteik í ofninum heima og hafði boðið dótt- ur hennar í mat. Frú Huld sagði þá í léttum tón við mig bláókunnugan manninn: „að það væri nú ekki mikið verk – að setja einn kjöthleif í ofninn“. Hún hafði verið svo lánsöm að eiga langa og góða lífdaga og mynd- arlega fjölskyldu. Hópur afkomenda hennar telur á fjórða tug fólks og þeirra missir er mikill. Ég votta ættingjum og öðrum að- standendum mína samúð. Jón Magnússon. Þó svo við vitum hvert leið allra liggur þá er eins og við séum aldrei tilbúin þegar ástvinur kveður. Mig langar að minnast elsku ömmu Huldar í nokkrum orðum. Ég, bræð- ur mínir og foreldrar vorum svo lán- söm að vera í nánu sambandi við ömmu alla tíð. Þær voru ófáar sam- verustundirnar sem við áttum með ömmu og afa á Kleppsveginum. Amma var einstaklega ljúf og góð kona. Hún tók ávallt á móti okkur brosandi með opinn faðminn. Þegar við mættum í heimsókn voru alltaf kræsingar á boðstólum og amma dekraði endalaust við okkur barna- börnin. Kleinur, pönnukökur, loft- kökur og hvað sem okkur langaði í. Margar minningar rifjast upp þegar hugurinn reikar aftur. Ég man eftir að hafa leikið mér á eld- húsgólfinu hjá ömmu og ósjaldan troðið mér inn í eldhússkápinn. Oft lá ég á stofugólfinu með hönd undir kinn og horfði á Húsið á sléttunni. Amma var líka dugleg að drífa okk- ur systkinin út að ganga og leika. Þar kynntist ég því að amma var ótrúlega fim kona og létt á sér. Með ömmu faldi ég mig innan um löng strá, tíndi blóm og rólaði. Þegar ég fullorðnaðist og eignaðist eldri son minn fylgdist amma vel með. Ég bjó í Minnesota á þessum tíma og ef amma frétti af veikindum sló hún ávallt á þráðinn. Hún gaf mér góð ráð og stappaði í mig stálinu. Amma mátti ekkert aumt vita og það skipti hana miklu máli að hlutirnir væru í lagi hjá okkur barnabörnunum. Amma náði háum aldri og hefur lifað ólíka tíma. Tækifæri til mennt- unar voru í hennar ungdæmi ekki lík því sem þekkist í dag. Hún sagði mér eitt sinn að nám hennar hefði m.a. farið fram með þeim hætti að hún hefði lesið Kverið sitt í laumi samhliða því að mjólka kýrnar. Amma fylgdist alltaf vel með og þrátt fyrir háan aldur átti hún gott með að setja sig inn í hin ýmsu mál- efni. Það var gott að ræða við ömmu um hvað sem var. Samband mömmu og ömmu var ávallt gott. Frá því að ég man eftir mér voru þær í daglegu sambandi. Það verður erfitt að venj- ast því að amma er farin. Missirinn er mikill. Ég þakka fyrir allar þær góðu stundir sem ég átti með elsku ömmu minni. Hún lifir áfram í huga mínum og hjarta. Helga Huld. Það er ekki laust við að brotthvarf ömmu minnar marki ákveðin kafla- skil í mínu lífi. Nú er amma komin til afa sem vafalaust hefur tekið henni opnum örmum. Ég á margar ynd- islegar bernskuminningar um ömmu Huld og afa Helga. Amma var gest- risin með eindæmum og hafði ynd- islega nærveru. Hún var full af kær- leik, ást og umhyggju og aldrei nokkurn tímann man ég þá stund að mér hafi ekki liðið vel hjá ömmu. Þegar ég var orðinn fulltíða bjuggu amma og afi á Hrafnistu í Reykja- vík. Þau höfðu þá búið á Kleppsveg- inum í rúmlega 30 ár og flutt síðan á Hrafnistu eftir stutt stopp í Jökul- grunni. Afi var farinn að eiga erfitt með gang og heilsunni hrakaði jafnt og þétt. Hann var höfðingi heim að sækja, ávallt léttlyndur og hafði allt- af mjög gaman af að spjalla um liðna tíma og málefni líðandi stundar. Ég hafði sömu ánægju af, og þá sér- staklega þegar við pabbi sátum við höfðagafl afa og spjölluðum við hann um sjósóknina í gamla daga, allar framfarirnar sem orðið hafa í veið- arfærum og aðstöðu sjómanna, og Huld Þorvaldsdóttir Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Guðmann, Valborg Huld, Úlfhildur og Elsa Kristín. HINSTA KVEÐJA ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, KRISTINN ÓSKARSSON fyrrverandi lögreglumaður, Hæðargarði 35, lést á Landspítalanum sunnudaginn 30. nóvember. Ágústa Jónsdóttir, Óskar Kristinsson, Jarþrúður Williams, Anna K. Östmark, Gunnar Östmark, Eyrún Kristinsdóttir, Haraldur A. Haraldsson, Jón Gnarr, Jóhanna Jóhannsdóttir, Guðmundur Óskarsson, Guðrún Óskarsdóttir, afa- og langafabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN GUÐJÓNSSON, Ægisíðu 66, Reykjavík, er látinn. Útförin fer fram frá Neskirkju föstudaginn 5. desember kl. 13.00. Inga Jóelsdóttir, Þorvarður Ellert Björnsson, Steingerður Steindórsdóttir, Sigrún Björk Björnsdóttir, Örlygur Sigurðsson, Guðrún Gerður Björnsdóttir, Jóhann Þórarinsson, Guðjón Jóel Björnsson, Helena Þuríður Karlsdóttir, Ásgeir Björnsson, Kristín Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN G. KARLSSON, Hátúni 11, Eskifirði, lést þriðjudaginn 2. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Einar Hólm, Súsanna Kristinsdóttir, Halldór Árnason, Þórunn Kristinsdóttir, Skúli Jónsson, Pétur Karl Kristinsson, Gunnhildur Ósk Sæbjörnsdóttir, Guðrún Björg Kristinsdóttir, afa- og langafabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HJÖRLEIFUR HAFLIÐASON, Rauðumýri 3, Akureyri, lést á heimili sínu sunnudaginn 30. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Júlíana Hinriksdóttir, Sigurður Hinrik Hjörleifsson, Sjöfn Ragnarsdóttir, Elísabet Hjörleifsdóttir, Guðmundur Heiðar Frímannsson, Hjörleifur Árnason, Þórhalla Sigurðardóttir, Kristján Sigurðsson, Lárus Arnór Guðmundsson, Þóra Sif Ólafsdóttir, Jóhann Guðmundsson, Valgerður Guðmundsdóttir og langafabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSMUNDUR FRÍMANNSSON fyrrum bóndi á Austari-Hóli í Fljótum, sem lést á Heilbrigðisstofnuninni Siglufirði sunnu- daginn 30. nóvember, verður jarðsunginn frá Siglu- fjarðarkirkju laugardaginn 6. desember kl. 11.00. Jarðsett verður að Barði í Fljótum. Frímann Ásmundsson, Aud Hole Ásmundsson, Þórir Jón Ásmundsson, Margrét Hjaltadóttir, Þórey Ásmundsdóttir, Hörður Jósefsson, Guðrún Hjördís Ásmundsdóttir, Kristinn Jóhannesson, Þórhallur Ásmundsson, Halla Kjartansdóttir, Örnólfur Ásmundsson, Ásdís Magnúsdóttir, Kristinn Brynjar Ásmundsson, Sigrún Ósk Snorradóttir, Jósep Smári Ásmundsson, Rebekka Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.