Morgunblaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2008
KUNNUGIR segja að klippa megi trjágreinar nánast allt árið um kring, þó
helst ekki yfir hásumarið. Á horni Lönguhlíðar og Miklubrautar var greinum
á dögunum rakað saman á gangstéttinni eftir vetrarhreinsun í garðinum.
Morgunblaðið/Valdís Thor
Greinum rakað saman
FRÉTTASKÝRING
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
MIÐAÐ við forsendur sem fyrst
voru gerðar að umtalsefni á fjár-
málaráðstefnu sveitarfélaga 13. nóv-
ember, og hafa verið ræddar síðan
hjá fulltrúum sveitarfélaga, er ráð
fyrir því gert að launakostnaður
muni hækka hjá sveitarfélögum um
5 prósent á næsta ári og annar
rekstrarkostnaður um 10 prósent.
Ef fram heldur sem horfir, það er
að stórlega muni draga úr tekjum
sveitarfélaga, mun rekstrarstaða
margra sveitarfélaga verða afleit og
kostnaðaraukinn þung byrði.
Seðlabanki Íslands gerir ráð fyrir
um 15,5 prósenta lækkun sam-
anlagðra skatttekna ríkis og sveitar-
félaga að nafnvirði.
Gangi spár Seðlabankans og for-
sendur sem kynntar voru á fjár-
málaráðstefnunni eftir, má því gera
ráð fyrir þungum róðri hjá sveit-
arfélögum.
Vandinn er víðtækur og snertir
stór sem smá sveitarfélög. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
er þegar hafinn undirbúningur að
því hjá stjórnvöldum og fulltrúum
sveitarfélaga að reyna að þrýsta á
um að minni sveitarfélög verði sam-
einuð, til þess „hreinlega að gera
þeim kleift að þola þessa ágjöf“ eins
einn viðmælenda Morgunblaðsins
komst að orði. Einnig er til skoðunar
að hækka hámarksútsvarsprósentu
en hún er nú um 13,03 prósent.
Mörg sveitarfélög fullnýta hana eins
og mál standa nú.
Þá er enn verið að leita leiða til
þess að lina höggin sem sveitarfélög
á höfuðborgarsvæðinu urðu fyrir
vegna innskila á lóðum. Samtals
hafa Kópavogur, Hafnarfjörður og
Reykjavíkurborg þurft að greiða um
10 milljarða til þeirra sem skilað
hafa inn lóðum.
Þá hafa Hafnarfjarðarbær og
Reykjavíkurborg einnig tekið lán í
erlendri mynt sem hafa hækkað
mikið vegna veikingar krónunnar.
Þannig hafa lán hjá Reykjavík-
urborg hækkað úr 4,7 milljörðum í 9
frá því fyrr á árinu. Það sama á við
um Hafnarfjarðarbæ sem tók lán í
erlendri mynt í mars upp á um þrjá
milljarða, en það hefur hækkað um
helming síðan.
Í Peningamálum Seðlabanka Ís-
lands og á vaxtaákvarðanadögum á
undanförnum árum varaði bankinn
við því að ríki og sveitarfélög, það er
opinberir aðilar, stofnuðu til mikilla
skulda og framkvæmda á meðan
þenslan stóð sem hæst. Varnaðarorð
Seðlabankans voru hundsuð að
mestu leyti hvað sveitarfélögin á
höfuðborgarsvæðinu varðar, þar
sem hundruðum lóða var úthlutað á
uppgangstímum auk þess sem ráðist
var í miklar framkvæmdir. Lóðum
hefur síðan verið skilað sem að lok-
um lendir á íbúum í sveitarfélögum á
höfuðborgarsvæðinu.
Brúttóskuldir sveitarfélaga, ef
horft er til A-hluta efnahagsreikn-
ings þeirra, um áramótin 2007/2008,
voru um 136 milljarðar króna. Ekki
hefur verið tekið saman hverjar þær
eru núna en þær hafa hækkað mikið.
Þung byrði sveitarfélaga
Miklar skuldir eru sveitarfélögum í landinu þung byrði Þola ekki núverandi
gengi krónunnar lengi Viðvörunarorð Seðlabankans ítrekað hundsuð
Ljóst er að hækkun gjalda og lækk-
un tekna mun koma sveitar-
félögum illa sem hafa staðið tæpt,
meðal annars þeim sem hafa reitt
sig á aukaframlag úr jöfn-
unarsjóði. Laun og annar rekstr-
arkostnaður námu um 82 prósent
af tekjum sveitarfélaga á síðasta
ári miðað við A-hluta efnahags-
reiknings, samkvæmt tölum frá
Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Ljóst er því að ekki má mikið út af
bregða til þess að sveitarfélög
lendi í vandræðum gangi spár um
minni tekjur og aukin útgjöld eftir.
Fulltrúar sveitarfélaga hafa lagt
áherslu á að halda tekjum úr jöfn-
unarsjóði í viðræðum við fulltrúa
stjórnvalda. Samkvæmt drögum
að fjárlagafrumvarpi næsta árs er
ekki gert ráð fyrir aukaframlagi úr
sjóðnum.
Má lítið út af bregða í fjármálum sveitarfélaga
FRÉTTASTRAUMAR mbl.is (RSS)
hafa nú verið uppfærðir og skarta
nú lengri textum og fréttamyndum.
Fréttastraumar mbl.is bjóða not-
endum upp á að fylgjast með nýj-
ustu fréttum á sinn hátt. Til að nýta
sér þá þarf að gerast áskrifandi
með sérstökum lesara, sem er forrit
sem sækir nýjasta efnið og birtir á
þægilegan máta. Áskrift er alltaf
ókeypis.
Einnig er hægt að fá RSS-
strauma með nýjustu skopteikn-
ingum Halldórs, smáauglýsingum
og fleira. Frekari kynningu og yf-
irlit yfir RSS-strauma á mbl.is má
finna á vefnum: mbl.is/rss.
Betri frétta-
straumar
á mbl.is
NÝ FERÐ
verður dregin
út á vegum
Moggaklúbbs-
ins fyrir jól,
skíðaferð til
Lungau í
Austurríki.
Björn Þórir
Sigurðsson,
starfsmaður á
markaðsdeild Morgunblaðs-
ins, segir að Moggaklúbb-
urinn hafi fengið mjög góðar
viðtökur.
„Allir áskrifendur eru í
Moggaklúbbnum,“ segir
Björn Þórir, „og þetta er
nokkurs konar tryggðarkerfi
sem við byggjum utan um þá.
Við viljum gera vel við þá.“
Klúbbnum var komið á fót í
kringum 95 ára útgáfuafmæli
Morgunblaðsins.
Áskrifendum eru boðin til-
boð í gegnum klúbbinn og
Björn Þórir nefnir sem dæmi
samstarf við Rekkjuna ný-
lega þar sem boðinn var góð-
ur afsláttur af rúmum – 8-10
rúm voru seld í tengslum við
afsláttinn. Nýlega var dregin
út fyrsta ferðin á vegum
klúbbsins, hana fékk áskrif-
andi sem verður 35 ára í
febrúar, Alma Guðmunds-
dóttir, hún mun sigla um
Karíbahafið í apríl ásamt eig-
inmanni sínum í boði Mogga-
klúbbsins.
Áskrifendur hafa einnig
orðið varir við miða utan á
blaðinu, þar sem boðið er 2
fyrir einn í bíó. Auk þess
verður mánaðarlega dregin
út ný ferð, sú næsta er Kan-
aríeyjaferð fljótlega upp úr
áramótum.
Ný ferð
dregin út
fyrir jól
Björn Þórir
Sigurðsson
TÓMAS Þorvaldsson,
útgerðarmaður í
Grindavík, lést á Heil-
brigðisstofnun Suður-
nesja í fyrrakvöld, á
89. aldursári. Tómas
var í áratugi forystu-
maður í sjávarútvegi
og slysavörnum, var
forstjóri og síðar
stjórnarformaður Þor-
bjarnar hf. í 47 ár.
Tómas var fæddur á
Eiði í Grindavík 26.
desember 1919, sonur
hjónanna Þorvaldar
Klemenssonar smiðs
og formanns og Margrétar Tóm-
asdóttur húsmóður, á Járngerðar-
stöðum.
Tómas kynntist snemma sjó-
mennskunni. Hann réði sig sem
hálfdrætting til sjós 1934 og var sjó-
maður hjá ýmsum til 1946 og síðan
verkstjóri í fiskvinnslu í Grindavík
og á Siglufirði. Árið 1953 stofnaði
hann með þremur félögum sínum
útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið
Þorbjörn hf. í Grindavík og var
lengst af aðaleigandi þess og for-
stjóri frá upphafi til
ársins 1985 að börn
hans tóku við daglegri
stjórn.
Hann var virkur í
félagsstarfi, bæði í
heimabyggð og í sjáv-
arútvegi á landsvísu.
Þess má geta að hann
var formaður björgun-
arsveitarinnar Þor-
bjarnar frá stofnun,
1947, og í þrjátíu ár.
Hann var lengi for-
maður stjórnar Sölu-
sambands íslenskra
fiskframleiðenda og
sat í stjórnum Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna, Samlags
skreiðarframleiðenda, Fiskifélags
Íslands og Vinnuveitendasambands
Íslands, auk annars.
Kona Tómasar var Hulda J.
Björnsdóttir frá Kjalvararstöðum í
Reykholtsdal. Hún lést 12. janúar
sl. Þau eignuðust fjögur börn, Eirík,
Gunnar, Stefán Þorvald og Gerði
Sigríði. Af fyrra hjónabandi átti
Tómas dótturina Stefaníu Kristínu
en hún lést ung.
Andlát
Tómas Þorvaldsson
útgerðarmaður
VERÐ á bensíni og dísilolíu lækkaði
í gær. Algeng verðlækkun var 2
krónur á bensínlítrann og 3 kr. á
hvern lítra dísilolíu.
Magnús Ásgeirsson, innkaupa-
stjóri hjá N1, segir að lækkandi
heimsmarkaðsverð skýri verðlækk-
unina. Lækkandi verð á krónu gagn-
vart Bandaríkjadal hafi verið að
tefja það að hún kæmi fram.
Magnús kveðst nokkuð bjartsýnn
fyrir næsta ár. Spáð sé lækkandi
hráolíuverði á heimsmarkaðsverði.
Hins vegar sé sama óvissan með
gengi krónunnar.
Lægsta bensínverðið var í gær-
kvöldi á sjálfsafgreiðslustöðvum
Orkunnar, ÓB og Atlantsolíu í Hafn-
arfirði, 139,30 til 139,40 kr. lítrinn.
Almennt verð hjá Orkunni, ÓB og
Atlantsolíu á höfuðborgarsvæðinu
var hins vegar á bilinu rúmar 142 til
rúmar 144 krónur. Algengt verð á
bensínstöðvum Shell, Olís og N1 var
147,50 kr. í sjálfsafgreiðslu og á dís-
ilolíu 176,60 kr.
helgi@mbl.is
Spá lækkandi heims-
markaðsverði á olíu
Bensín Olíufélögin lækkuðu bensínverð
um 2 krónur í gær og dísilolíu um 3 kr.
Morgunblaðið/Ómar
LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð-
inu hefur það sem af er árinu hand-
tekið 117 virka sölumenn fíkniefna.
Aldrei hefur verið lagt hald á jafn-
mikið af fíkniefnum og í ár.
Við handtökur sölumannanna og
fíkniefnaneytenda hefur verið lagt
hald á þrjú kíló af marijúana, hálft
annað kíló af kókaíni, annað eins af
hassi og rúmlega kíló af amfetamíni.
Þá hefur lögreglan lagt hald á yfir
600 e-töflur og ámóta magn af LSD-
skömmtun, að ógleymdum 330
kannabisplöntum.
117 sölu-
menn teknir