Morgunblaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2008 Handagangur Konurnar kunna vel til verka og eiga ekki í vandræðum með að skipta vörunum í mismunandi poka, eftir því hvort þeir eru ætlaðir einstaklingum eða fjölskyldum. Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is „Er ekki meira en þetta?“ spyr þreytuleg kona eftir að hafa litið ofan í pokann og vonbrigði hennar eru augljós. Önnur tekur feginshendi við því sem að henni er rétt og þakkar margfalt fyrir. „Þetta er æðislegt,“ segir hún og brosir í átt að sjálf- boðaliðum. Það er hefðbundin mið- vikudagsúthlutun hjá Mæðrastyrks- nefnd og mörgum klukkustundum áður en er opnað er tekin að myndast röð fyrir utan. Skiptir engu þótt úti sé bæði frost og vindur svo kuldinn smýgur inn að beini. „Okkar gestum hefur fjölgað veru- lega,“ segir Ragnhildur G. Guð- mundsdóttir, formaður nefnd- arinnar. „Síðasta úthlutunardaginn í nóvember í fyrra komu um 150 manns, en núna fyrir viku voru þeir 420 talsins.“ Þessar tölur segja þó ekki nema hálfa söguna því flestir hafa fyrir fleirum að sjá, s.s. börnum og mökum sem einnig njóta góðs af úthlutuninni. Meðan röðin þéttist fyrir utan er um 20 manna hópur inni fyrir önnum kafinn við undirbúning. Flestir eru fullorðnar konur, fulltrúar þeirra sjö kvenfélaga sem standa að nefndinni en nokkrir sjálfboðaliðar af yngri kynslóðinni leggja líka hönd á plóg. Skipulega er mjólk, bjúgum, kart- öflum, brauði, banönum, klósett- pappír og fleiru smálegu komið fyrir í pokunum, sem innihalda misstóran skammt eftir því hvort þeir eru ætl- aðir einstaklingum, fjölskyldum eða einstæðu foreldri með barn. Sumu er haldið til hliðar. Full kerra af lífrænt ræktuðum döðlum og heilu staflarnir af muffinspökkum fá þannig að standa sér því það er ekki langt í síð- asta söludag á þeim. „Fólk fær að velja hvort það vill taka það eða ekki,“ útskýrir Ragnhildur. Tveir kassar af matarolíuflöskum og nokkrir af sírópi fá einnig sinn sér- staka stað. „Þetta skulum við bara láta fjölskyldufólkið fá,“ ákveður ein nefndarkvennanna. Hún veit af reynslu hvar þörfin er mest. „Engin föt í dag?“ „Það var að koma tonn af fiski,“ heyrist skyndilega kallað yfir hópinn. Í ljós kemur að Síldarvinnslan í Nes- kaupstað ætlar að gefa nefndinni sjó- frystan fisk en flutningurinn að aust- an verður í höndum Eimskips. „Við finnum að það er afar mikil hjálpsemi núna – það vilja allir hjálpa og gefa sem er yndislegt að upplifa. Það bæt- ast stöðugt við ný fyrirtæki sem styrkja okkur, til viðbótar við þau gömlu sem svíkja okkur ekki,“ út- skýrir Ragnhildur. „Við erum að taka á móti alls konar gjöfum, s.s. leikhúsmiðum og miðum á Frost- rósatónleikana og ein hárgreiðslu- stofan gaf okkur tíu klippingar.“ Rúmlega tvö fær hópurinn fyrir utan laun þolinmæðinnar þegar opn- að er og samstundis fyllist anddyrið af kuldabitnu fólki. Einn af öðrum taka gestirnir númer til að bíða eftir því að fá úthlutunarmiða. Þeir eru einfaldir í sniðum, tilgreina aðeins fjölda barna og fullorðinna í heimili og eru ávísun á hvers kyns skammt viðkomandi fær í hendur. Flestir dvelja stutt og hraða sér út eftir að hafa tekið við pokanum. Margir horfa niður og sumir eru svo vel dúð- aðir að þeir sjást varla. Það er erfitt að meta hvort það sé vegna kuldans úti eða til að þekkjast ekki. „Þetta eru mjög erfið spor fyrir marga, við höfum sérstaklega fundið fyrir því núna,“ segir Ragnhildur. Aðrir eru léttari í spori og virðast einlægir í gleði yfir matargjöfinni. „Æðislegt að fá síróp, þá get ég bakað pip- arkökurnar,“ segir ein konan og ljómar. Sírópið gerir líka lukku hjá karlmanni, sem ætlar að nota það á pönnukökur. „Eru engin föt í dag?“ spyr kona sem fær að vita að fataúthlutun verði næsta miðvikudag. Önnur á erfitt með að bíða: „Get ég nokkuð fengið hlýja peysu, mér er svo kalt núna?“ spyr hún og það er auðsótt. Fjöl- skyldufaðir kíkir í pokann og spyr svo svekktur: „Á þetta að vera fyrir fjóra?“ Anna Kristjánsdóttir, sem hefur starfað lengi með Mæðra- styrksnefnd og er blaðamanni innan handar, segir hvað eftir annað: „Það eru svo mörg ný andlit. En þau gömlu eru hérna líka.“ Það vilja allir hjálpa og  Metaðsókn í vikulega úthlutun Mæðrastyrksnefndar  Ný andlit áberandi í hópi umsækjenda um mat Mæðrastyrksnefnd úthlutar „Þegar við deilum út fötum auk matarins er allt annar bragur yf- ir úthlutuninni,“ útskýra kon- urnar. „Þá stoppar fólk lengur enda tekur tíma að skoða það sem er í boði auk þess sem við viljum gjarnan að fólk máti flík- urnar, áður en það tekur eitt- hvað með sér sem síðan passar kannski ekki eða illa.“ Vegna fjöldans að undanförnu hafa konurnar brugðið á það ráð að skipta upp úthlutuninni, svo að ekki myndist þvaga í húsnæð- inu. Næstkomandi miðvikudag verður því eingöngu úthlutað fatnaði, skóm, snyrtivörum, skartgripum og fleiru í þeim dúr. „Það eru ekki endilega þeir sömu sem sækja í fatnað og mat,“ segja þær en af nógu er að taka. Þannig áskotnaðist nefnd- inni heilt bretti af skóm á dög- unum, auk þess sem fatnaður af ýmsum toga, bæði nýr og not- aður, hefur borist í hús. Má búast við því að sparifatnaður og jafn- vel hlýrri flíkur til vetrarins verði vinsælar þegar þeim verð- ur úthlutað í næstu viku. Næsta matarúthlutun verður vikuna á eftir og er um að ræða hina árlegu jólaúthlutun. Aftur verður svo opnað fyrir venjulega matar- og fataúthlutun hinn 14. janúar á nýju ári. Skæði og klæði fyrir þá sem þurfa á að halda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.