Morgunblaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 22
ÞAÐ verður
aðventu-
stemning og
sveitaróm-
antík í Eyja-
fjarðarsveit
á Aðventu-
ævintýri á
sunnudag-
inn. Á bæn-
um Öng-
ulsstöðum,
þar sem ferðaþjónustubóndinn
Hrefna Ingólfsdóttir ræður ríkjum,
geta fjölskyldur og vinir komið
saman nk. sunnudag frá klukkan
13-17 og skorið út laufabrauð í
sjarmerandi aðventustemningu.
Skráning á netfanginu hrefna@on-
gulsstadir.is.
Laufabrauð skorið út
22 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2008
JÓLATÓNLEIKAR kvennakórsins
Kyrjanna verða haldnir í dag,
fimmtudaginn 4. desember, kl. 20 í
Seltjarnarneskirkju. „Kveikt er ljós
við ljós“ er yfirskrift jólatón-
leikanna að þessu sinni.
Stjórnandi Kyrjanna er Sig-
urbjörg Hv. Magnúsdóttir og píanó-
leikari er Halldóra Aradóttir. Miða-
sala við innganginn.
Kyrjur á aðventu
RAUÐI krossinn fékk um fjögur
tonn af sparifatnaði í söfnun á dög-
unum. Fatnaðurinn er seldur í
verslunum RKÍ en einnig er fataút-
hlutun á miðvikudögum milli kl. 10
og 14 á Laugavegi 116. Minnst safn-
aðist af barnafötum og er fólki bent
á að enn er hægt að gefa spariföt í
Skútuvogi 1 í Reykjavík.
Fjögur tonn af fötum
KVENFÉLAGIÐ Hringurinn heldur sitt árlaga jólakaffi
í Broadway nk. sunnudag, 7. des., kl. 13.30. Dagskráin
er glæsileg að vanda, margir frábærir listamenn koma
fram með hljóðfæraleik, söng, danssýningu og glens fyr-
ir unga sem aldna. Allir gefa þeir vinnu sína. Þá verður
happdrætti með góðum vinningum sem ýmis fyrirtæki
hafa gefið. Allur ágóði rennur til veikra barna á Íslandi
og aðstandenda þeirra.
Hringskonur hafa með miklum dugnaði stutt Barna-
spítala Hringsins í meira en fimmtíu ár. Þjóðin stendur
því vissulega í þakkarskuld við Hringinn. Á árinu sem er að líða eru fimm
ár liðin frá því að Barnaspítalinn flutti í núverandi húsnæði. Var þá stigið
stórt skref til bættrar þjónustu við veik börn á Íslandi. „Öllum er ljóst að
Hringskonur áttu hér stóran hlut að máli,“ segir Ásgeir Haraldsson, for-
stöðumaður fræðasviðs Barnaspítala Hringsins. „Reyndar má færa fyrir
því rök að Barnaspítalinn hefði ekki risið nema fyrir dugnað, eljusemi og
markvissa vinnu Hringskvenna.“
Fjölbreytt dagskrá á glæsilegu jólakaffi
Hringskvenna á sunnudag
ÞAÐ verður líf og fjör á Þjóðminja-
safninu á aðventunni. Jólasvein-
arnir heimsækja safnið tuttugasta
árið í röð, á sýningunni Sérkenni
sveinanna býðst börnum að snerta
gripi tengda jólasveinunum. Jóla-
dagskráin hefst nk. sunnudag.
Grýla, Leppalúði og Jólakötturinn
kíkja í heimsókn. Jólasveinarnir
munu svo koma í safnið daglega frá
12. desember líkt og undanfarin ár.
Grýla og Leppalúði
í Þjóðminjasafni
Morgunblaðið/Golli
Í heimsókn Grýla hin góðlega gleð-
ur börnin á safninu í fyrra.
JÓLATÓNLEIKAR fyrir alla fjöl-
skylduna, sem áheyrendur fá jafn-
vel tækifæri til að taka þátt í, verða
í Grafarvogskirkju á morgun,
föstudag, kl. 20. Regína Ósk, Matti
sax og Áslaug, Hjörleifur Valsson,
Keith Reed, Gissur Páll og ýmsir
kórar munu stíga þar fram og flytja
jólasálma. Allir listamenn gefa
vinnu sína til ágóða fyrir uppbygg-
ingu heimavistar fyrir framhalds-
skóla í Pókot í Keníu.
Tónleikar fyrir alla í
Grafarvogskirkju
UM helgina,
6. og 7. des-
ember, verð-
ur opið hús í
glerblást-
ursverkstæð-
inu á Kjal-
arnesi. Opið
frá 10 til 15.
Gestablás-
ararnir Amy
Kruger og Jonatan Wallin frá Dan-
mörku, ásamt Laura Puska frá
Finnlandi munu ásamt Sigrúnu og
Ólöfu Einarsdætrum sýna gler-
blástur. Verkstæðið er milli Klé-
bergsskóla og Grundarhverfis.
Blásið í gler
Fjölmargt er hægt að gera sér til skemmtunar og fróðleiks í að-
draganda jóla og mögulegt að næra skilningarvitin með ýmsum
hætti. Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja
þeirra viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið.
20 dagar til jóla
STUTT
JÓLAKORT Barnaheilla 2008 eru komin
í sölu. Með kaupum á jólakortunum er
verið að styðja starf í þágu barna bæði
hérlendis og erlendis.
Jólakortasala er mikilvæg fjáröfl-
unarleið fyrir verkefni Barnaheilla. Í
boði eru nokkrar gerðir korta. Nánari
upplýsingar eru á www.barnaheill.is þar
sem m.a. er hægt að panta kortin. Kortin
er einnig hægt að kaupa á skrifstofu sam-
takanna og í fjölda verslana.
Framundan er stórt verkefni en Barnaheill stefna að því á fyrra hluta
ársins 2009 að opna upplýsinga- og stuðningslínu fyrir börn og unglinga á
aldrinum 7-18 ára. Síma- og netsvörun verður á íslensku og tungumálum
fjölmennustu innflytjendahópanna. Erlendis styðja Barnaheill á Íslandi
menntun barna í stríðshrjáðum héruðum Kambódíu og Norður-Úganda.
Jólakort Barnaheilla á Íslandi komið út
1
2
4
3
5
TVEIR stúdentar við Háskóla Íslands, Páll Þór Sig-
urjónsson og Sigríður Björnsdóttir, hlutu á alþjóðadegi
fatlaðra í gær styrk úr Þórsteinssjóði en styrkurinn er
ætlaður blindum og sjónskertum nemendum við skól-
ann. Hvor styrkhafi hlaut 500 þúsund krónur.
Jón Torfi Jónasson, forseti Menntavísindasviðs, af-
henti styrkina við hátíðlega athöfn en Páll Þór stundar
BA-nám í kínverskum fræðum og Sigríður BA-nám í
norsku. Bæði leggja þau stund á nám við deild erlendra
tungumála, bókmennta og málvísinda sem tilheyrir
Hugvísindasviði Háskóla Íslands.
Þórsteinssjóður var stofnaður af Blindravinafélagi
Íslands fyrir tveimur árum og er til minningar um Þór-
stein Bjarnason, stofnanda Blindravinafélags Íslands.
Megintilgangur sjóðsins er að styrkja blinda og sjón-
skerta til náms við Háskóla Íslands. Hlutverk og til-
gangur Þórsteinssjóðs helgast af æviverki Þórsteins,
sem fæddist 3. desember árið 1900.
Hann stofnaði Blindravinafélag Íslands þann 24. jan-
úar 1932 og var það fyrsti vísir að félagi til stuðnings
fötluðu fólki á Íslandi. Þórsteinn helgaði líf sitt blindum
og sjónskertum á Íslandi á 20. öld án þess að taka
nokkru sinni laun fyrir og lagði hann félaginu til fé úr
eigin vasa, eins og fram kemur í fréttatilkynningu.
Páll Þór og Sigríður fengu styrki
úr Þórsteinssjóði á degi fatlaðra
Styrkir Stjórn Þórsteinssjóðs ásamt styrkþegum, f.v. Arnfríður Ólafsdóttir, Rannveig Traustadóttir, Helga Ey-
steinsdóttir, Sigríður Björnsdóttir, sem hlaut styrk, Katla Leósdóttir, móðir Páls Þórs Sigurjónssonar, sem hlaut
styrk, og Jón Torfi Jónasson, forseti Menntavísindasviðs HÍ.
Morgunblaðið/Kristinn