Morgunblaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 29
Fréttir 29ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2008 Henrik Mortensen handleikur flugustöngina af mikilli list og er geysivinsæll og dugmikill kennari. Hann heldur námskeið fyrir veiðimenn út um víða veröld og er árviss gestur á Íslandi. Hann hefur nú skrifað bók fyrir alla þá sem vilja læra að koma flugunni til fiskanna undir öllum kringumstæðum. – Glæsileg bók með um 370 skýringarteikningum og litljósmyndum, fjölmörgum teknum á Íslandi. Gísli Helgason frá Blómsturvöllum íslenskaði. Óskabók veiðimannsins þeir róast sem fiska! www.ormstunga.is E i n n , t v e i r o g þ r í r 6 .0 1 6 HEIMSINS frægasti hvítabjörn, hann Knútur litli, mesta aðdrátt- arafl dýragarðsins í Berlín, er lík- lega á förum þaðan. Vegna fjár- málakreppunnar þarf garðurinn að skera niður og hefur sagt Knúti upp húsnæðinu. Knútur verður tveggja ára á morgun en ekki stendur til að halda upp á afmælið í garðinum sjálfum. Aðdáendur hans ætla hins vegar að slá upp veislu gegnt garðinum og tugþúsundir manna hafa skrifað undir áskorun um, að Knútur fái að vera um kyrrt. Er ferðaiðnaðurinn í Berlín mjög óánægður með að missa „einn af bestu fulltrúum borgarinnar“ og reiknað hefur ver- ið út, að hann hafi aukið tekjur hennar um 10 millj. evra. Garð- stjórnin segir aftur á móti, að kom- ið sé að því að stækka við Knút og hugsanlegan maka hans og það muni kosta níu millj. evra. Nú bend- ir margt til, að Knútur hafni í dýra- garði í Svíþjóð. svs@mbl.is Knútur of dýr í kreppunni Ef til vill fluttur frá Berlín til Svíþjóðar Reuters Eftirlætið Knútur í mars í fyrra, þá rúmlega þriggja mánaða. SAMNINGAMENN 190 ríkja sam- þykktu fyrir ári að ganga frá nýjum samningi í loftslagsmálum fyrir lok næsta árs til að knýja ríki heims til að draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda. Svo virðist nú sem sá frestur sé of skammur og að það taki lengri tíma að ljúka samningaviðræðunum. „Þetta var of bjartsýnt í upphafi,“ sagði Eileen Claussen, formaður Pew-miðstöðvarinnar um loftslags- breytingar. Embættismenn frá nær öllum ríkjum heims sitja ráðstefnu í pólsku borginni Poznan til að ræða leiðir til að sporna við frekari hlýnun jarðar og undirbúa nýjan samning sem á að taka við af Kýótó-bókuninni þegar gildistími hennar lýkur árið 2012. Margir á ráðstefnunni efast nú um að hægt verði að ganga frá samn- ingnum fyrir næsta fund um lofts- lagsmál í Kaupmannahöfn í desem- ber á næsta ári. Yvo de Boer, framkvæmdastjóri Rammasamnings Sameinuðu þjóð- anna um loftslagsbreytingar, efast um að samningurinn geti legið fyrir á tilsettum tíma en segir að mjög mikilvægt sé að ná samkomulagi um meginatriði samningsins fyrir fund- inn í Kaupmannahöfn. Umhverfis- verndarsamtök segja hins vegar að það myndi hafa mjög alvarlegar af- leiðingar ef samningnum yrði slegið á frest. bogi@mbl.is Samningi slegið á frest? Reuters Á rökstólum Fulltrúar hlýða á ræðu á 12 daga loftslagsráðstefnu í Poznan. Útlit fyrir að ekki takist að ganga frá nýjum samningi um loftslagsmál fyrir lok næsta árs eins og stefnt hefur verið að MICHELIN-rafbíllinn er búinn raf- mótor í hvoru framhjóli og kostnað- ur við 100 km akstur er ekki nema rúmlega 300 ísl. kr. Hann er nú í reynsluakstri í Frakklandi en á að vera kominn á almennan markað innan tveggja ára. Bíllinn minnir mest á Opel Agila en sé litið undir vélarhlífina er þar ekkert að sjá. Eins og fyrr segir eru mótorarnir í framhjólunum og þeir eru drifnir af liþín-rafhlöðum, sem geta dugað í allt að 400 km akstur. Tilraunabíllinn, sem kallast „Heu- liez Will“, er 41 hestafl í venjulegri keyrslu en getur farið í 82 í stuttan tíma. Mótorarnir eru einnig rafall og byltingarkenndir að því leyti að sögn höfundanna, að þegar bíllinn er í lausagangi, hleðst inn á rafgeymana. Fleiri eru nýjungarnar og þar sem hann er laus við sprengihreyfil, kúp- lingu, gírkassa og pústkerfi er hann léttari en aðrir jafnstórir bílar. svs@mbl.is Byltingar- kenndur rafmagnsbíll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.