Morgunblaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 48
48 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2008 Vegna mistaka víxl- uðust greinar um Sig- ríði Ástu Ármanns- dóttur og Sigríði Guðmundsdóttur. Við birtum því greinarnar aftur og biðjum hlutaðeigandi velvirðing- ar. Elsku amma mín hefur kvatt þennan heim níutíu ára að aldri og það eru forréttindi að hafa fengið að hafa þig hjá okkur í þennan tíma. Í gegnum tíðina hefur það verið einn af mínum föstu punktum í tilverunni að geta komið við hjá þér á Skaganum og það er mjög skrítin tilfinning að þú sért ekki lengur í stólnum þínum á Höfða. Ég er búin síðustu daga að reyna að koma réttum orðum að minningu minni um þig. Þessi fábrotnu orð eru niðurstaðan. Það fyrsta sem kemur upp í hug- ann er hvernig manneskja þú varst. Leitin að jafn hjartahlýrri, ljúfri og góðri manneskju er ærið erfið. Þú varst líka ákveðin þegar það átti við. Passaðir alltaf upp á að við gengjum frá hlutunum okkar, og þá sérstaklega að við legðum fötin okkar fallega fyrir svefninn. Þú varst líka mikill húmoristi og alltaf stutt í spaugið. Þau voru ófá skiptin sem við mæðgurnar vorum allar með tárin í augunum eftir hláturs- kast. Þú varst mikil hannyrðakona, saumaðir og prjónaðir, og það er ekki tölu á festandi allir vettling- arnir og sokkarnir sem komu með póstinum á Ísafjörð. Um daginn þegar ég var hjá þér barst talið að pilsinu sem ég var í, sem ég er ofsalega stolt af því það er eitt af mínum fáu handavinnusigrum. Eitt- hvað fannst þér nóg um gortið í mér og sagðir lágum, blíðum róm: „Voðalegt montprik geturðu verið Sigríður Ásta Ármannsdóttir ✝ Sigríður Ásta Ár-mannsdóttir fæddist í Sól- eyjartungu á Akra- nesi 3. júlí 1918. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Höfða á Akra- nesi 18. nóvember síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Akraneskirkju 25. nóvember. stelpa,“ en svo brost- irðu út að eyrum. Þetta var líka lýs- andi fyrir þig því ég man ekki eftir að þú hafir verið að hæla eða hrósa sjálfri þér fyrir eitt eða neitt. Ég held það sé ekki hægt að minnast þín án þess að segja frá hveitikökunum þín- um. Heimsins bestu hveitikökur, það vor- um við systkini sam- mála um og göspruð- um það út um allan bæ þér til lítillar gleði. Þér fannst líka reglulega gaman að gefa okkur fjölskyldunni þinni að borða og í rauninni bara hverjum sem kom að heimsækja þig. Þú gast alltaf galdrað fram dýrindis krásir í miklum mæli. Ég, mamma og Helgi komum oft í heimsókn á Skagann á jólum, páskum og á sumrin. Og ég held að undantekningarlaust hafi Helgi bróðir borðað yfir sig, því honum fannst svo gott að borða hjá þér og þér fannst svo gaman að gefa honum að borða. Svona í seinni tíð hefur þú verið iðin við að segja mér og Óla sögur síðan þú varst ung. Það var ynd- islegt að sjá lífið sem kviknaði í augunum þínum þegar þú sagðir okkur frá sjö borga ferðinni sem þið afi fóruð í með Gullfossi. Lýs- ingarnar voru það lifandi að ég sá ykkur fyrir mér dansandi á fyrsta plássi í ykkar fínasta pússi. Það er mér ómetanlegt að þú skyldir ná að vera viðstödd brúð- kaup okkar Óla í sumar. Þú varst nú ekki mikið fyrir að þvælast en að þú legðir á þig bílferðina í Hval- fjörðinn og allt sem því fylgdi var okkur mjög dýrmætt. Nú kveð ég þig með þessum orðum amma mín og vona að þú sért komin í fangið á afa og þið svífið um í ljúfum dansi. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Þín Katrín. ✝ Egill Jónassonfæddist á Helga- stöðum í Reykjadal, S-Þing. 14.5. 1924. Hann andaðist hinn 25.11. sl. á dval- arheimilinu Hlíð á Akureyri. Egill var sonur hjónanna Maríu Sig- fúsdóttur frá Hall- dórsstöðum í Reykja- dal og Jónasar Friðrikssonar frá Helgastöðum í Reykjadal. Hann var fimmti í röð tíu systkina, en þau eru Sigfús Pálmi, d., Hrafnhildur, Frið- rik Reynir, d., Sighvatur, Friðrik, d., Arnhildur, d., Reynir, Úlfhildur og Kristján Elís. Hinn 10. okt. 1953 kvæntist Egill Sigríði Sigmarsdóttur frá Akureyri og eign- uðust þau fjögur börn, þau eru Jónas Óli, kvæntur Oddnýju Hjálmarsdóttur og eiga þau fjögur börn, fyrir á Jónas eina dóttur. Sigfríður María, gift Jan Lar- sen og eiga þau eina dóttur. Ingibjörg Sal- óme, gift Jósep Zop- honíassyni og eiga þau fjögur börn. Eygló, ógift, á einn son. Stjúpdóttir Egils er Hólm- fríður Svala Jóhannsdóttir. Útför Egils fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag kl. 13.30. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem) Nú hefur kær vinur minn, Egill Jónasson, kvatt. Vinátta okkar spannar meira en 50 ár. Tónlistin var þar í aðalhlutverki en kórastarf hef- ur tengt okkur hvað mest saman. Við kynntumst á Heklumóti karlakóra árið 1957 sem haldið var á Akureyri og í Mývatnssveit. Þá var Egill söng- maður með Karlakór Reykdæla en hann söng fyrst með þeim kór á Heklumóti árið 1940, þá aðeins 16 ára gamall. Hann gekk til liðs við Karlakór Akureyrar haustið 1957 og þá tengdumst við böndum sem æ síð- an héldust. Vinátta okkar náði líka til fjölskyldna okkar. Egill var að mínu mati mikill lista- maður, fjölhæfur mjög, góður frjáls- íþróttamaður, glímdi vel og áhugi hans á íþróttum var einstakur og hélst alla tíð. Aðeins þremur vikum fyrir andlátið fórum við að sjá lið Ak- ureyrar sigra í handbolta en við lét- um okkur sjaldan vanta á þá leiki. Eitt aðalsmerki Egils var hve um- talsgóður hann var. Aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkrum manni, þrátt fyrir að hann hafi haft sterkar skoðanir á málefnum. Hann var mannbætandi maður, hvers manns hugljúfi, kom sér vel alls staðar en eins og listamanna er gjarnan háttur var hann mjög hrifnæmur maður. Egill var afar fróður og minnugur, textana kunni hann alla og lögin og var alveg sérstaklega gaman að syngja með honum dúett. Ég minnist margra góðra stunda, til dæmis úr Noregsferð karlakórsins 1996 þegar við sungum í kveðjuhófinu dúettinn „Gunnar og Njál“ óundirbúið að beiðni norsku bílstjóranna okkar. Þá var ekki komið að tómum kofunum hjá Agli. Ég syng að lokum til þín, Egill minn, lag sem við sungum oft saman við jarðarfarir og okkur þótti báðum afar fallegt: Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Ég kveð Egil vin minn með virð- ingu og þakklæti fyrir áratuga vin- áttu. Votta börnum hans og ættingj- um mína dýpstu samúð. Ingvi Rafn Jóhannsson. Egill Jónasson Hvert byggðarlag hérlendis hefur sín sérkenni og myndar umgjörð um íbúana. Fáar sveitir eiga hana rammgerðari og fegurri en Borg- arfjörður eystra. Ekki er vafi á að þetta umhverfi hefur mótandi áhrif á fólkið sem þar býr, nálægðin við Helgi Magnús Arngrímsson ✝ Helgi MagnúsArngrímsson fæddist á Borgarfirði eystri 12. júní 1951. Hann lést á sjúkra- húsinu á Egilsstöðum 22. nóvember síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Egils- staðakirkju 29. nóv- ember. sjó og land og það lit- ríki og dularmögn sem borgfirskt landslag býr yfir. Viðnáms- þróttur samfélagsins sem þar hefur staðið af sér togkraftana burt verður ekki skýrður með hefð- bundnum rökum og á sér dýpri rætur. Helgi Arngrímsson var dæmigerður fyrir þann dug og bjartsýni sem fékk ungt fólk á Borgarfirði til að hasla sér völl í heima- byggðinni um 1980. Upp frá því varð hann merkisberi nýmæla á mörgum sviðum, fyrst af öllu sem fram- kvæmdastjóri steiniðjunnar Álfa- steins og út frá því verkefni þróuð- ust afskipti hans af ferðamálum sem hann skynjaði sem vaxtarbrodd og mikilvæga viðbót við það sem fyrir var. Sameiginleg áhugamál urðu þess valdandi að ég kynntist Helga á fyrstu árum hans hjá Álfasteini. Fyrirtækið var raunar sprottið upp úr viðleitni til að efla atvinnulíf á landsbyggðinni með tilkomu iðnráð- gjafa samkvæmt lögum 1980 og á þeim grunni byggðu síðar at- vinnuþróunarfélög víða um land. Álfasteinn undir forystu Helga varð brátt einn gildasti sprotinn á þeim akri, dæmi um það sem unnt væri að áorka með innlendum efnivið og hugviti. Leit að efni til sölu og úr- vinnslu hjá fyrirtækinu skerpti sýn Helga til fjölbreytninnar í náttúru byggðarlagsins og hann sá jafn- framt möguleikana á að gera göngu- ferðir að aðdráttarafli fyrir heima- menn og gesti. Nokkru áður eða um miðjan áttunda áratuginn hafði ÚÍA gerst brautryðjandi í útgáfu göngu- korta hérlendis og fékk undirritaðan til að leggja því lið. Helgi tók upp þennan þráð með öðrum áhuga- mönnum á Borgarfirði, byrjaði að merkja gönguleiðir þar og í Víkum og efna í kortlagningu þeirra. Af- raksturinn af því starfi þekkir fólk um land allt. Sem þingmaður kynntist ég vel áhuga Helga og atorku við að ná fram úrbótum fyrir sína heima- byggð. Þannig stóð hann um árabil fyrir könnunum á viðhorfum og reynslu ferðamanna sem til Borg- arfjarðar komu og vann vel úr þeim efnivið. Þingmenn kjördæmisins fengu að fylgjast með og því fylgdu brýningar um úrbætur, ekki síst í vegamálum, en bágt ástand Borg- arfjarðarvegar var ofarlega á gát- listum Helga. Síðar urðu slíkar kannanir fastur liður í þróun ferða- mála víða um land. Leiðsögu- og kortagerðarmaðurinn Helgi Arn- grímsson hafði vakandi auga á flestu í sínu umhverfi svo sem náttúrufyr- irbærum og örnefnum. Við áttum mörg samtöl um slík efni og ábend- ingar hans reyndust mér notadrjúg- ar í landlýsingum. Samferðafólk ber honum söguna sem frábærum leið- sögumanni, glaðværum og nær- gætnum. Það er sárt að sjá á eftir honum langt fyrir aldur fram en eft- ir lifir minning um einstakling sem gæddi umhverfi sitt lífi hvar sem hann fór. Að Helga stóð fjölmennur frændgarður og eiginkona sem deildi með honum áhugamálum og hlúði að honum síðasta spölinn. Mannvænleg börn þeirra halda uppi merki heimahaganna sem faðirinn helgaði líf sitt. Hjörleifur Guttormsson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA EIRÍKSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 5. desember kl. 15.00. Ágúst Magnússon, Sigríður Eiríksdóttir, Lilja Magnúsdóttir, Jóhann Víglundsson, Jenný Magnúsdóttir og barnabörn. ✝ Hugheilar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður og ömmu, KRISTRÚNAR JÓHÖNNU PÉTURSDÓTTUR, Austurgötu 23, Keflavík. Ingi Hjörleifsson, Hjörleifur Ingason, Þorbjörg Sóley Ingadóttir, Nikulás Úlfar Másson, Guðný Lára Ingadóttir, Haukur Holm og barnabörn. ✝ Okkar ástkæra móðir, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma, langamma og systir, SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR, Eyrarholti 4, Hafnarfirði, lést á nýrnadeild Landspítalans við Hringbraut sunnudaginn 30. nóvember. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 15. desember kl. 13.00. Sigurður Halldór Bjarnason, Ágústa Árnadóttir, Guðrún Magnea Gunnarsdóttir, Gunnar Sigurðsson, barnabörn, barnabarnabörn og aðstandendur. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.