Morgunblaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 54
54 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2008 SIGRÍÐUR Ósk Kristjánsdóttir messósópransöngkona syngur á tvennum Mozart-tónleikum í Kings Place tónleikahöllinni í Lundúnum þessa dagana. Fyrri tónleikarnir voru í gærkvöld, en þeir síðari verða annað kvöld, á afmælisdegi tónskáldsins. Sigríður Ósk kemur fram með óperuflokknum Classical Opera Company. Tónleikarnir voru kynntir sér- staklega í þættinum In Tune á þriðju rás Breska útvarpsins, BBC, á fimmtudaginn fyrir viku. Af því tilefni var Sigríður Ósk fengin til þess að koma fram í útvarpinu fyrir hönd óperuflokksins í beinni út- sendingu. In Tune er vandaður og vinsæll tónlistarþáttur með mikla hlustun. Þar er fjallað um það helsta og merkasta í tónlistarlífi Breta hverju sinni, en á aðra millj- ón hlustenda fylgist með þættinum. Lýkur meistaraprófi í vor Sígríður Ósk lauk óperuskóla- prófi frá Konunglega tónlistarskól- anum í Lundúnum í vor, en á vori komanda lýkur hún meistaraprófi frá sama skóla. Í vetur hefur Sigríður komið reglulega fram með Classical Opera Company, en flokkurinn set- ur upp tónleika og óperur, meðal annars í Wigmore Hall, Barbican Center og í tónlistarhöllinni nýju Kings Place með fremstu söngv- urum ungu kynslóðarinnar í Eng- landi. Hægt er að hlusta á þáttinn á vefsíðu BBC 3. Sigríður Ósk í BBC Söngkonan Sigríður Ósk Kristjáns- dóttir messósópran. Kynnti tónleika óp- eruflokks sem hún syngur með http://www.bbc.co.uk/iplayer/ episode/b00fn7wk/ In_Tune_27_11_2008/ HELJARSTÖKK Shakespeares er heiti sýningar sem Leik- félagið Láki sýnir á tveim sýningum í Ís- lensku óperunni kl. 20 og 22 annað kvöld. Óþelló er viðfangsefni sýningarinnar, sem er „parkour“ sýning, en um „parkour“ segir hópurinn: „Parkour lýtur sömu lögmálum og jaðarsportin bmx og hjólabretti gera; að gera sitt nánasta umhverfi að leikvelli sínum. Þetta er skemmtileg stefna og nýtt innlegg í borgarmenninguna. Þetta snýst um frelsi. Að gera það sem maður vill, fara þangað sem maður vill, vera sá sem maður er.“ Nánar um sýninguna og leikara á othelloparkour.blogspot.com. Leiklist Óþelló Sjeikspírs- son í heljarstökki STUND milli stríða er yf- irskrift upplestrarkvölds sem fer fram á Café Loka, Lokastíg 28, kl. 20 í kvöld. Fjórir höf- undar munu þá lesa upp úr bókum sínum. Vilborg Dag- bjartsdóttir les upp úr bókinni Dagbók Héléne Berr, sem fjallar um örlög franskrar gyð- ingastúlku á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Auður Ólafsdóttir les upp úr bók sinni Afleggjarinn, sem tilnefnd er til Bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs 2009. Arndís Hrönn Eg- ilsdóttir leikkona les upp úr bókunum Hvar er systir mín? og Borða, biðja, elska og Helgi Guð- mundsson les upp úr sinni bók, Til baka. Bókmenntir Stund milli stríða á upplestri í kvöld Auður Ólafsdóttir BROTHÆTT leðja er heitið á samsýningu nemenda á fyrsta og öðru ári í mótun í Mynd- listaskólanum í Reykjavík sem verður opnuð í kjallara Iðu- hússins við Lækjargötu á morgun, föstudag, kl. 17. Leir og tengd efni er tveggja ára fullt nám á háskólastigi í ker- amík við Myndlistaskólann í Reykjavík. Verkefni fyrsta árs var að rannsaka og skoða upp- runa leirsins og leirkersins. Viðfangsefni annars árs á haustönn var líkaminn í sinni fjölbreyttustu mynd. Sýningin verður opin frá kl. 13 til 18 um helgina, og svo á sama tíma frá og með 11. til og með 14. desember. Myndlist Brothætt leðja í Iðukjallaranum Leir í mótun Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is „MARKMIÐIÐ er að skiptast á þekkingu, og að leiða saman ólíka hópa sem koma að þessari stafrænu miðlun: safnafólk, tæknifólk, hönn- uði og hugbúnaðarfyrirtæki. Til að setja saman sýningu með stafrænni miðlun þarf allt þetta fólk að vinna saman.“ Margrét Guðmundsdóttir verkefnisstjóri Hugvísindastofnunar er að tala um NODEM-ráðstefnuna um stafræna miðlun sem var sett í Þjóðminjasafninu í gærkvöldi. Hún er verkefnisstjóri ráðstefnunnar, þeirrar fjórðu sem haldin er, en NO- DEM stendur fyrir Nordic Digital Excellence in Museums, eða fram- úrskarandi notkun á stafrænum miðlum í safnastarfi. Um sjötíu er- lendir gestir eru komnir á ráðstefn- una, sem Þjóðminjasafnið, Minja- safn Reykjavíkur, FÍSOS, Gagarín, Hugvísindastofnun og menningar- miðlun innan HÍ sameinuðust um. Ráðstefnan er haldin í Öskju og er þema hennar upplifanir í náttúru og menningararfi. Innan þemans rúm- ast fjölbreytilegir fyrirlestrar og kynningar, frá safnafólki, fræði- mönnum og hönnuðum. Helstu fyr- irlesarar eru Joachim Sauter, pró- fessor í nýmiðlun og hönnun í Berlín, sýningarhönnuðurinn Kevin Wal- ker, Margrét Hallgrímsdóttir Þjóð- minjavörður og Torfi Frans Ólafs- son framleiðandi hjá CCP. Íslensk verkefni verðlaunuð Á síðustu árum hafa komið fram nýjar lausnir við framsetningu menningarverðmæta og hafa íslensk fyrirtæki og söfn þótt standa vel á því sviði. Íslensk verkefni hafa verið verðlaunuð á fyrri ráðstefnum. „Gestirnir hafa mikinn áhuga á að kynnast hér tengslum náttúru og menningararfs,“ segir Margrét. Guðný Káradóttir, fram- kvæmdastjóri Gagarín ehf, sat í und- irbúningshópi ráðstefnunnar. Hún segir að þau hjá Gagarín hafi verið í þessari hringiðu síðustu árin, en árið 2001 ákváðu þau að einbeita sér að miðlun á menningararfinum. „Við höfum unnið að ýmsum sýn- ingum og erum sérhæfðust hér á landi í þessu fagi,“ segir hún. Hún segir að þau hjá Gagarín hafi verið heppin með þau verkefni sem þau hafa glímt við. „Nýjasta verkefnið er fyrir Orku- veitu Reykjavíkur, á Hellisheiði. Orkuveitan hefur látið vinna margs- konar fræðsluefni, um það hvernig þeir vinna með orkuna og um Hellis- heiði; sögur, náttúruna og útivist. Þetta er viðamesta verkefni sem við höfum unnið við að undarförnu. Þá fékk sýningin Reykjavík 871 verðlaun á síðustu ráðstefnu, en við unnum að henni með þýsku fyr- irtæki,“ segir Guðný . Unnið með menningararfinn Hún segir fyrirtækinu mikilvægt að taka þátt í ráðstefnu sem þessari og kynna verk sín erlendis. „Síðan við vöktum fyrst athygli erlendis höfum við tekið á móti fólki sem hefur komið hingað til að skoða söfnin, Þjóðminjasafnssýninguna, sem við unnum að, og Reykjavík 871, til að skoða hvaða tækni við nýtum.“ Guðný segir fjármögnun á marg- miðlunarsýningum vera vandamál og standa þeim fyrir þrifum. „Við höfum unnið að undirbúningi margra verkefna sem hafa enn ekki orðið að veruleika. Nú ætla stjórn- völd að stuðla að mannaflsfrekum verkefnum; þau þurfa ekki bara að snúast um að grafa skurði og byggja brýr, það þarf líka að fara í mann- aflsfrek verkefni í hinum stafræna heimi. Það á eftir að gera svo margt með menningararfinn.“ Margmiðlun í safnastarfi  Um 70 erlendir gestir á NODEM-ráðstefnunni, um stafræna miðlun í söfnum  Kynna sér tengsl náttúru og menningararfs  Gríðarlegir möguleikar Morgunblaðið/Árni Sæberg Möguleikar Margmiðlun getur opnað nýja heima, segja Guðný Káradóttir og Margrét Guðmundsdóttir. Þær voru við uppsetningu sýningar í Öskju. SÝNING á nýlegum málverkum og skúlptúrum í eigu Gerðarsafns í Kópavogi var opnuð í safninu á laugardaginn var. Einnig var þá tekið til sýningar Lífshlaup Jóhannesar Kjarvals, úr safni Þorvaldar Guðmundssonar. Eru það veggmyndirnar stóru úr vinnustofu listamannsins í Austurstræti, þar sem birtast mörg þau minni sem hann vann með allan sinn feril. Á neðri hæð safnsins eru sýndar valdar vatns- litamyndir úr eigu Gerðarsafns og úr safni Þorvald- ar Guðmundssonar, m.a. eftir Snorra Arinbjarnar, Ásgrím Jónsson, Svavar Guðnason og Barböru Árnason. Morgunblaðið/Einar Falur Sápuverk Titty, Wink og Eyfull ásamt Ajax og Mr. Propper. Verk eftir Valgerði Guðlaugsdóttur frá 2004. Blönduð tækni. Ný aðföng í Gerðarsafni Smíðaskúlptúr Ónefnt verk eftir Katrínu Sigurðardóttur frá árunum 2004-2005. Úr krossviði og linditré. Líkneski Eftir Gabríelu Friðriks- dóttur frá 2002. Tvö af fjórum, úr gifsi, sagi, lími og tauefni. Nýjustu verkin Á sama tíma og NODEM- ráðstefnan, um stafræna miðlun í safnastarfi, er haldin í Öskju, nátt- úrufræðihúsi Háskóla Íslands, eru þar kynnt ýmis áhugaverð verkefni í opnu rými. Sum sýna lausnir fyrir heilar sýningar en önnur einstakar lausnir eða tæknilegar útfærslur. Þátttakendur eru rannsókn- arhópar, sýnendur og söfn, hönn- uðir og hugbúnaðarfyrirtæki. „Íslendingar eru framarlega á þessu sviði,“ segir Margrét Guð- mundsdóttir. „Með stafrænni miðlun er upplifunin víkkuð út hjá gestum. Hægt er að setja hluti í nýtt samhengi. Á sýningunni er gamalt málverk frá Stokkhólmi sem fólk getur farið inn í og kynnt sér myndheiminn. Annað verkefni gengur út á að leyfa fólki að sigla fornu skipi í sýndarveruleika.“ Upplifunin víkkuð út hjá gestum Nú geturðu tekið til við að særa restina af djöflunum í burtu...60 »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.