Morgunblaðið - 04.12.2008, Síða 54

Morgunblaðið - 04.12.2008, Síða 54
54 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2008 SIGRÍÐUR Ósk Kristjánsdóttir messósópransöngkona syngur á tvennum Mozart-tónleikum í Kings Place tónleikahöllinni í Lundúnum þessa dagana. Fyrri tónleikarnir voru í gærkvöld, en þeir síðari verða annað kvöld, á afmælisdegi tónskáldsins. Sigríður Ósk kemur fram með óperuflokknum Classical Opera Company. Tónleikarnir voru kynntir sér- staklega í þættinum In Tune á þriðju rás Breska útvarpsins, BBC, á fimmtudaginn fyrir viku. Af því tilefni var Sigríður Ósk fengin til þess að koma fram í útvarpinu fyrir hönd óperuflokksins í beinni út- sendingu. In Tune er vandaður og vinsæll tónlistarþáttur með mikla hlustun. Þar er fjallað um það helsta og merkasta í tónlistarlífi Breta hverju sinni, en á aðra millj- ón hlustenda fylgist með þættinum. Lýkur meistaraprófi í vor Sígríður Ósk lauk óperuskóla- prófi frá Konunglega tónlistarskól- anum í Lundúnum í vor, en á vori komanda lýkur hún meistaraprófi frá sama skóla. Í vetur hefur Sigríður komið reglulega fram með Classical Opera Company, en flokkurinn set- ur upp tónleika og óperur, meðal annars í Wigmore Hall, Barbican Center og í tónlistarhöllinni nýju Kings Place með fremstu söngv- urum ungu kynslóðarinnar í Eng- landi. Hægt er að hlusta á þáttinn á vefsíðu BBC 3. Sigríður Ósk í BBC Söngkonan Sigríður Ósk Kristjáns- dóttir messósópran. Kynnti tónleika óp- eruflokks sem hún syngur með http://www.bbc.co.uk/iplayer/ episode/b00fn7wk/ In_Tune_27_11_2008/ HELJARSTÖKK Shakespeares er heiti sýningar sem Leik- félagið Láki sýnir á tveim sýningum í Ís- lensku óperunni kl. 20 og 22 annað kvöld. Óþelló er viðfangsefni sýningarinnar, sem er „parkour“ sýning, en um „parkour“ segir hópurinn: „Parkour lýtur sömu lögmálum og jaðarsportin bmx og hjólabretti gera; að gera sitt nánasta umhverfi að leikvelli sínum. Þetta er skemmtileg stefna og nýtt innlegg í borgarmenninguna. Þetta snýst um frelsi. Að gera það sem maður vill, fara þangað sem maður vill, vera sá sem maður er.“ Nánar um sýninguna og leikara á othelloparkour.blogspot.com. Leiklist Óþelló Sjeikspírs- son í heljarstökki STUND milli stríða er yf- irskrift upplestrarkvölds sem fer fram á Café Loka, Lokastíg 28, kl. 20 í kvöld. Fjórir höf- undar munu þá lesa upp úr bókum sínum. Vilborg Dag- bjartsdóttir les upp úr bókinni Dagbók Héléne Berr, sem fjallar um örlög franskrar gyð- ingastúlku á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Auður Ólafsdóttir les upp úr bók sinni Afleggjarinn, sem tilnefnd er til Bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs 2009. Arndís Hrönn Eg- ilsdóttir leikkona les upp úr bókunum Hvar er systir mín? og Borða, biðja, elska og Helgi Guð- mundsson les upp úr sinni bók, Til baka. Bókmenntir Stund milli stríða á upplestri í kvöld Auður Ólafsdóttir BROTHÆTT leðja er heitið á samsýningu nemenda á fyrsta og öðru ári í mótun í Mynd- listaskólanum í Reykjavík sem verður opnuð í kjallara Iðu- hússins við Lækjargötu á morgun, föstudag, kl. 17. Leir og tengd efni er tveggja ára fullt nám á háskólastigi í ker- amík við Myndlistaskólann í Reykjavík. Verkefni fyrsta árs var að rannsaka og skoða upp- runa leirsins og leirkersins. Viðfangsefni annars árs á haustönn var líkaminn í sinni fjölbreyttustu mynd. Sýningin verður opin frá kl. 13 til 18 um helgina, og svo á sama tíma frá og með 11. til og með 14. desember. Myndlist Brothætt leðja í Iðukjallaranum Leir í mótun Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is „MARKMIÐIÐ er að skiptast á þekkingu, og að leiða saman ólíka hópa sem koma að þessari stafrænu miðlun: safnafólk, tæknifólk, hönn- uði og hugbúnaðarfyrirtæki. Til að setja saman sýningu með stafrænni miðlun þarf allt þetta fólk að vinna saman.“ Margrét Guðmundsdóttir verkefnisstjóri Hugvísindastofnunar er að tala um NODEM-ráðstefnuna um stafræna miðlun sem var sett í Þjóðminjasafninu í gærkvöldi. Hún er verkefnisstjóri ráðstefnunnar, þeirrar fjórðu sem haldin er, en NO- DEM stendur fyrir Nordic Digital Excellence in Museums, eða fram- úrskarandi notkun á stafrænum miðlum í safnastarfi. Um sjötíu er- lendir gestir eru komnir á ráðstefn- una, sem Þjóðminjasafnið, Minja- safn Reykjavíkur, FÍSOS, Gagarín, Hugvísindastofnun og menningar- miðlun innan HÍ sameinuðust um. Ráðstefnan er haldin í Öskju og er þema hennar upplifanir í náttúru og menningararfi. Innan þemans rúm- ast fjölbreytilegir fyrirlestrar og kynningar, frá safnafólki, fræði- mönnum og hönnuðum. Helstu fyr- irlesarar eru Joachim Sauter, pró- fessor í nýmiðlun og hönnun í Berlín, sýningarhönnuðurinn Kevin Wal- ker, Margrét Hallgrímsdóttir Þjóð- minjavörður og Torfi Frans Ólafs- son framleiðandi hjá CCP. Íslensk verkefni verðlaunuð Á síðustu árum hafa komið fram nýjar lausnir við framsetningu menningarverðmæta og hafa íslensk fyrirtæki og söfn þótt standa vel á því sviði. Íslensk verkefni hafa verið verðlaunuð á fyrri ráðstefnum. „Gestirnir hafa mikinn áhuga á að kynnast hér tengslum náttúru og menningararfs,“ segir Margrét. Guðný Káradóttir, fram- kvæmdastjóri Gagarín ehf, sat í und- irbúningshópi ráðstefnunnar. Hún segir að þau hjá Gagarín hafi verið í þessari hringiðu síðustu árin, en árið 2001 ákváðu þau að einbeita sér að miðlun á menningararfinum. „Við höfum unnið að ýmsum sýn- ingum og erum sérhæfðust hér á landi í þessu fagi,“ segir hún. Hún segir að þau hjá Gagarín hafi verið heppin með þau verkefni sem þau hafa glímt við. „Nýjasta verkefnið er fyrir Orku- veitu Reykjavíkur, á Hellisheiði. Orkuveitan hefur látið vinna margs- konar fræðsluefni, um það hvernig þeir vinna með orkuna og um Hellis- heiði; sögur, náttúruna og útivist. Þetta er viðamesta verkefni sem við höfum unnið við að undarförnu. Þá fékk sýningin Reykjavík 871 verðlaun á síðustu ráðstefnu, en við unnum að henni með þýsku fyr- irtæki,“ segir Guðný . Unnið með menningararfinn Hún segir fyrirtækinu mikilvægt að taka þátt í ráðstefnu sem þessari og kynna verk sín erlendis. „Síðan við vöktum fyrst athygli erlendis höfum við tekið á móti fólki sem hefur komið hingað til að skoða söfnin, Þjóðminjasafnssýninguna, sem við unnum að, og Reykjavík 871, til að skoða hvaða tækni við nýtum.“ Guðný segir fjármögnun á marg- miðlunarsýningum vera vandamál og standa þeim fyrir þrifum. „Við höfum unnið að undirbúningi margra verkefna sem hafa enn ekki orðið að veruleika. Nú ætla stjórn- völd að stuðla að mannaflsfrekum verkefnum; þau þurfa ekki bara að snúast um að grafa skurði og byggja brýr, það þarf líka að fara í mann- aflsfrek verkefni í hinum stafræna heimi. Það á eftir að gera svo margt með menningararfinn.“ Margmiðlun í safnastarfi  Um 70 erlendir gestir á NODEM-ráðstefnunni, um stafræna miðlun í söfnum  Kynna sér tengsl náttúru og menningararfs  Gríðarlegir möguleikar Morgunblaðið/Árni Sæberg Möguleikar Margmiðlun getur opnað nýja heima, segja Guðný Káradóttir og Margrét Guðmundsdóttir. Þær voru við uppsetningu sýningar í Öskju. SÝNING á nýlegum málverkum og skúlptúrum í eigu Gerðarsafns í Kópavogi var opnuð í safninu á laugardaginn var. Einnig var þá tekið til sýningar Lífshlaup Jóhannesar Kjarvals, úr safni Þorvaldar Guðmundssonar. Eru það veggmyndirnar stóru úr vinnustofu listamannsins í Austurstræti, þar sem birtast mörg þau minni sem hann vann með allan sinn feril. Á neðri hæð safnsins eru sýndar valdar vatns- litamyndir úr eigu Gerðarsafns og úr safni Þorvald- ar Guðmundssonar, m.a. eftir Snorra Arinbjarnar, Ásgrím Jónsson, Svavar Guðnason og Barböru Árnason. Morgunblaðið/Einar Falur Sápuverk Titty, Wink og Eyfull ásamt Ajax og Mr. Propper. Verk eftir Valgerði Guðlaugsdóttur frá 2004. Blönduð tækni. Ný aðföng í Gerðarsafni Smíðaskúlptúr Ónefnt verk eftir Katrínu Sigurðardóttur frá árunum 2004-2005. Úr krossviði og linditré. Líkneski Eftir Gabríelu Friðriks- dóttur frá 2002. Tvö af fjórum, úr gifsi, sagi, lími og tauefni. Nýjustu verkin Á sama tíma og NODEM- ráðstefnan, um stafræna miðlun í safnastarfi, er haldin í Öskju, nátt- úrufræðihúsi Háskóla Íslands, eru þar kynnt ýmis áhugaverð verkefni í opnu rými. Sum sýna lausnir fyrir heilar sýningar en önnur einstakar lausnir eða tæknilegar útfærslur. Þátttakendur eru rannsókn- arhópar, sýnendur og söfn, hönn- uðir og hugbúnaðarfyrirtæki. „Íslendingar eru framarlega á þessu sviði,“ segir Margrét Guð- mundsdóttir. „Með stafrænni miðlun er upplifunin víkkuð út hjá gestum. Hægt er að setja hluti í nýtt samhengi. Á sýningunni er gamalt málverk frá Stokkhólmi sem fólk getur farið inn í og kynnt sér myndheiminn. Annað verkefni gengur út á að leyfa fólki að sigla fornu skipi í sýndarveruleika.“ Upplifunin víkkuð út hjá gestum Nú geturðu tekið til við að særa restina af djöflunum í burtu...60 »

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.