Morgunblaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2008 FORSÝND Í KVÖLD ÁLFABAKKA, KEFLAVÍK, AKUREYRI OG SELFOSSI KL. 20:00 OG Í KRINGLUNNI KL. 22:10 TRYGGÐU ÞÉR MIÐA MYNDIN SEM GERÐI ALLT BRJÁLAÐ Í USA Laugavegi 54, sími 552 5201 Ullarjakkar og stuttkápur kr. 14.990 Stærðir 36-48 Margar gerðir Hlý jólagjöf ÁTTUM okkur strax á því að plötur sem búið er að byggja upp stjarn- fræðilegar væntingar um geta ekki, eðli málsins samkvæmt, staðið undir þeim. Gæði platnanna skipta þar engu máli. Þó að Chinese Democracy væri tímamótaverk í rokki græfist sú staðreynd undir allri spennunni sem er búin að hlaðast upp í þau fjórtán ár sem fólk hefur verið að bíða. Chinese Democracy, heims- methafinn í rokkplötutöfum, á því ekki séns að þessu leytinu til. Þessi blessaða plata hefur fætt gul- ar síður tónlistarblaðanna í árafjöld og maður fær nánast tómleikatilfinn- ingu við það að handfjatla fullkláraða plötuna. Þessi magnaða saga, sem fyllt gæti fjölda binda, er búin. Og þá er bara eitt að gera: hlusta. Eigum við nú ekki að sýna Axl gamla (hann á það nú skilið blessaður) að hlusta, op- ið og fordómalaust. Ruglið er að baki (eða eins langt og það nær) og í eyr- unum er fjórtán laga rokkplata. Setj- um hana því undir sama mæliker og aðrar plötur af þeim toga og spyrjum einfaldlega: Er platan góð? Eða ekki? Eða öllu heldur … rokkar hún? Eða ekki? Svarið er hins vegar að sjálfsögðu hið hrútleiðinlega: Já og nei. Þetta er fjarri því að vera eitthvert meist- arastykki en alslæmt er þetta ekki heldur, nokkuð sem gagnrýnendur virðast nokkuð ásáttir um. Það kem- ur næstum því á óvart að svo virðist sem menn hafi ekki beðið eftir því að rífa grey Axl í sig. En menn láta held- ur ekki glepjast af því að fjórtán ára vinna við eitthvað gerir það ekki sjálf- virkt betra en eitthvað sem styttri tíma er eytt í. Tónlistin stendur langt frá hinu hráa og rífandi rokki sem einkenndi Appetite … og í raun má segja að um nokkurs konar konar framhald af Use Your Illusion-epíkinni sé að ræða, einkanlega séu dramabombur eins og „November Rain“ hafðar til hliðsjónar. Það er nánast ómögulegt að koma auga á einhverja hittara, ein- faldlega af því að hvert og eitt lag er gjörsamlega að kikna undan öllum mýgrútnum af hljóðrásum. Platan ber þess eðlilega merki að hafa velkst um í fjórtán ár en hljóðverin sem eru nefnd í upplýsingabæklingi eru jafn- mörg árunum. Platan er því „þung“ í þeim skilningi, lögin dragnast dálítið áfram en, furðulegt nokk, þessi áferð virkar vel í sumum tilfellum. Í nokkr- um lögum text Axl að búa til sannfær- andi dramatísk rokkverk sem hlykkj- ast áfram með alls kyns dýfingum og snúningum og í „Scraped“ og „Shac- kler’s Revenge“ nálgast hann meira að segja eitthvað sem kalla mætti hráleika. Honum er ekki alls varnað eftir allt saman. Ég veit til þess að margir harðir Guns N’ Roses-aðdáendur – og af þeim er nóg – þora varla að opna geisladiskahulstrið, hvað þá hlusta á sjálfa tónlistina. Þetta eru skilj- anlegar tilfinningar, nema hvað. Ég vil því endilega benda þeim á það að öllu er óhætt. Axl kemst, þegar allt er saman tekið, glettilega vel frá þessu öllu saman. Og þá er þetta loksins frá Axl minn. Nú geturðu tekið til við að særa restina af djöflunum í burtu … Tímans tár Tónlist Geisladiskur Guns N’ Roses – Chinese Democracy  Reuters Mikið var! Axl Rose hefur bjástrað við plötuna Chinese Democracy í fjórtán ár og haldið soltnum aðdáendum í herkví spennu og væntinga. Arnar Eggert Thoroddsen Á TÍMAMÓTUM sem þessum er ekki annað hægt en að bægja mistri tímans frá og rifja aðeins upp fyrri plötur Guns N’Roses … Appetite for Destruction (1987)  Meist- araverkið. Plata sem endurreisti trú margra á berstrípuðu rokki án alls kjaftæðis. G N’ R Lies (1988) m Samansafn af gömlu og nýju efni sem var hraðað út til að hamra járnið heita. Ballöðurnar standa upp úr. Use Your Illusion I (1991)  Þessi plötu- tvenna er þannig séð lítt síðri en frumburður- inn, það eina sem skortir er nýjabrumið. Use Your Illusion II (1991)  Þessi annar hluti plötu- tvennunnar er jafnan tal- inn ögn betri en sá fyrri. The Spaghetti Incident? (1993)  Plata með tökulögum, gefin út til að kaupa tíma. Lítt merki- leg. Afrek og axarsköft Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.