Morgunblaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 20
20 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2008 NOTKUN sjálfvirku salernanna í Reykjavík hefur stóraukist eftir að tíu króna gjald á þau var lagt niður. Fimm salerni eru í miðbænum, við Frakkastíg, í Mæðragarði, við Hlemm, við Vegamótastíg og við Ingólfstorg. Salernið við Hlemm er mest notað og var met sett í nóv- ember þegar um 1.200 notuðu það. Salernið við Ingólfstorg er næst- mest notað og fóru notendur yfir 800 í júlí og ágúst. Á Vegamótastíg er notkun mest yfir 400 á mánuði og við Frakkastíg og Mæðragarð er notkunin mest yfir 200 á mánuði. Mikil salernisnotkun Eftir Atla Vigfússon Aðaldalur | Jólaföndur var á öllum borðum í skólastofunum í Hafra- lækjarskóla í gærmorgun en hefð er fyrir því að foreldrar, kennarar og nemendur eigi notalega stund í skólanum á aðventunni. Dagurinn byrjaði með því að kveikt var á jólatrénu við skólann og sungin voru jólalög. Síðan var hafist handa við föndrið og var því skipt upp í fimm starfsstöðvar og gátu allir gengið á milli allt eftir því hvað var mest spennandi. Þar var að finna hóp sem gerði glugga- myndir meðan aðrir voru í ker- amikmálun og að gera kertaluktir. Þá voru enn aðrir að vinna með filt og sauma og einnig var að finna svokallaða pappírsstöð þar sem jólakettir, kort og óróar voru fram- leidd í miklu magni. Kaffi, ávaxtadrykkir og pip- arkökur voru á boðstólum og virt- ust allir mjög ánægðir með þessa tilbreytingu í skólastarfinu. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Þrætt Bjarni Höskuldsson var upptekinn við að þræða nál fyrir dóttur sína Jönu Valborgu og svo átti að sauma saman skreytingarnar. Árlegur föndurdagur í Hafralækjarskóla ÁRLEG jólaráðstefna Skýrslu- tæknifélags Íslands fer fram að Engjateigi 9 á morgun, föstudag, frá kl. 14.30 til 17. Ráðstefnan, sem verður undir yfirskriftinni Upp- bygging til framtíðar, mun fjalla um hvernig fólk og fyrirtæki í upp- lýsingatækni geta mætt nýjum að- stæðum og byggt sig upp til fram- tíðar. Sviptingar í efnahagslífinu að undanförnu hafa haft mikil áhrif á starfsöryggi í upplýsingatækninni og er ætlun fundarins að finna réttu tólin til aðstoðar. Uppbygging til framtíðar HALDNIR verða styrktartónleikar fyrir krabbameins- sjúk börn í Háskólabíói fimmtudaginn 27. desember og hefjast þeir kl. 16. Miðasala er hafin á www.midi.is. Árlega greinast að meðaltali um 10-12 börn og ung- lingar með krabbamein á Íslandi. Markmiðið með stofn- un Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna var m.a. að styðja við bakið á þeim og aðstandendum þeirra, bæði fjárhagslega og félagslega. Þetta er tíunda árið í röð sem tónleikar til styrktar krabbameinssjúkum börnum eru haldnir og á þeim tíma hafa safnast rúmar 25 millj- ónir í aðgangseyri. Allir tónlistarmenn og öll fyrirtæki sem að tónleik- unum koma gefa vinnu sína. Fram koma Sálin hans Jóns míns, Sprengju- höllin, Skítamórall, Bubbi Morthens, Stuðmenn, Lay Low, Páll Óskar, Ragga Gröndal, Friðrik Ómar og Regína, Ingó og Veðurguðirnir, Klauf- arnir og Helgi Björnsson. Tónleikar fyrir krabbameinssjúk börn Bubbi Morthens FAIR Trade-verslunin hefur verið opnuð á nýjan leik, nú í samstarfi við natturan.is. Í búðinni er að finna fjölbreytt úrval af vörum sem bera Fair Trade-vottun. Fair Trade er nokkurs konar sið- gæðisvottun sem er staðfesting á að vara er unnin á siðferðislegan og sanngjarnan hátt án skaðlegra áhrifa fyrir starfsmenn og að þeir fái sanngjörn laun fyrir vinnu sína. Með því að kaupa slíkar vörur er fólk hvatt til lífrænnar ræktunar, stuðnings við lýðræðisþróun og baráttu gegn barnaþrælkun og mis- rétti vegna kyns, húðlitar og trúar. Fair Trade á Íslandi STUTT OPINN fyrirlestur um hlutverk og framtíð frjálsra félagasamtaka á krepputímum fer fram í Háskóla Ís- lands, á morgun, föstudaginn 5. desember milli kl. 14.30 og 15.30 í Odda, stofu 101. Fyrirlesari verður dr. Helmut K. Anheier, prófessor við Heidelberg- háskóla í Þýskalandi og London School of Economics. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku og er hægt að gera það í gegnum www.hi.is. Að fyrirlestrinum standa félagsráð- gjafar- og stjórnmálafræðideild HÍ, Almannaheill, Rannsóknasetur um barna- og fjölskylduvernd og Rann- sóknastöð um þjóðmál. Hlutverk félaga- samtaka í kreppu ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 44 39 1 11 /0 8 JÓLAGJÖFIN SEM FLÝGUR ÚT JÓLAPAKKAR ICELANDAIR VERÐ FRÁ 26.900 KR. + Ferðatímabil er frá 10. janúar til og með 31. mars 2009. + Eftir að ferðatímabili lýkur gildir jólagjafabréfið sem inneign upp í fargjöld með Icelandair. + Pantaðu jólapakkann á www.icelandair.is I EF ÞÚ BORGAR JÓLAPAKKANN MEÐ VILDARKORTI VISA OG ICELANDAIR FÆRÐU 5.000 AUKA VILDARPUNKTA. I ATHUGIÐ AÐ HÆGT ER AÐ GREIÐA FYRIR HÓTELGISTINGU MEÐ VILDARPUNKTUM, FRÁ 14.000 PUNKTUM Á NÓTT FYRIR TVO. Traustur íslenskur ferðafélagi * Innifalið: Flug fram og til baka, skattar og önnur gjöld. Sölutímabil er til 24. des. 2008 kl. 18:00. Bókunartímabil er frá 22. desember til og með 23. jan. 2009. Jólapakkatilboð gildir til Boston, New York, Kaupmannahafnar, Stokkhólms, Oslóar, London, Manchester, Frankfurt, Parísar og Amsterdam. Lágmarksdvöl er aðfaranótt sunnudags nema á Saga Class. Takmarkað sætaframboð. Sjá nánari skilmála á www.icelandair.is. Þessar ferðir gefa 750–11.200 Vildarpunkta. „ÁKVÖRÐUN Kjararáðs kemur ekki á óvart miðað við þann laga- ramma sem ráðinu ber að starfa eft- ir. Hins vegar er reynsla fyrir því að Alþingi breyti þeim lögum sem launakjörin varða þegar því þykja aðstæður kalla á breytingar og kynni sú leið að verða farin nú,“ segir Haukur Ingibergsson, forstjóri Fasteignamats ríkisins og formaður Félags forstöðumanna ríkisstofn- ana. Hann segir jafnframt að Félag forstöðumanna ríkisstofnana sé ekki stéttarfélag og hafi ekki mótað af- stöðu varðandi lækkun launa for- stöðumanna. „Forstöðumenn eru hópur með mikla samfélagsvitund þar sem þeir stýra daglegri starf- semi þeirrar stjórnsýslu og þjónustu sem Alþingi hefur ákveðið að ríkið skuli veita og eru sér því vel meðvit- aðir um hlutverk sitt og skyldur, jafnt í góðæri sem á erfiðleikatímum þegar miklar kröfur eru gerðar til opinberrar starfsemi,“ segir Hauk- ur. Taka því sem að höndum ber Anna Birna Þráinsdóttir, sýslu- maður í Vík og formaður Félags sýslumanna, segir að lækkun launa hafi ekki verið rædd innan félagsins. „Við bara tökum því sem að höndum ber,“ segir Anna Birna. Kjararáð hefur úrskurðað, eins og kunnugt er, að ekki sé unnt að fara að tilmælum Geirs H. Haarde for- sætisráðherra um að það ákveði tímabundið launalækkanir á bilinu 5- 15% hjá þeim sem heyra undir ráðið. Í lögum um kjararáð segir m.a. að við úrlausn mála skuli ráðið gæta „innbyrðis samræmis í starfskjörum þeim sem það ákveður og að þau séu á hverjum tíma í samræmi við laun í þjóðfélaginu hjá þeim sem sambæri- legir geta talist með tilliti til starfa og ábyrgðar“. Þar segir jafnframt í 10. grein: „Kjararáð skal taka mál til meðferðar þegar því þykir þurfa og ætíð ef orðið hafa verulegar breyt- ingar á þeim launum í þjóðfélaginu sem höfð skulu til viðmiðunar …“. Kjararáð fer með launamál æðstu stjórnenda á vegum ríkisins og má í því samhengi nefna laun forseta Ís- lands, þingfararkaup alþingismanna, launakjör ráðherra, hæstaréttar- dómara og héraðsdómara auk for- stöðumanna ríkisstofnana. sia@mbl.is Formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana Ákvörðun kjararáðs kemur ekki á óvart Í HNOTSKURN »Kjararáð skilaði nýlegaþví áliti til stjórnvalda að ekki væri hægt að lækka laun embættismanna án lagabreyt- ingar. »Félag forstöðumanna rík-isstofnana hefur ekki mót- að afstöðu til ákvörðunar kjar- aráðs. Morgunblaðið/Golli TUTTUGU ár eru á morgun liðin frá stofnun HIV-Ísland alnæm- issamtakanna. Af þessu tilefni verð- ur efnt til dagskrár félagsfólks, heilbrigðisstarfsmanna og vel- unnara í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu á morgun kl. 16.30- 18.30. Þar mun Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra, formlega opna nýja heimasíðu félagsins á slóðinni: www.hiv-island.is auk þess sem flutt verða erindi og tónlist. Samkvæmt upplýsingum frá samtökunum var meginverkefni fé- lagsins í upphafi að styðja HIV- smitaða, alnæmissjúka og aðstand- endur þeirra auk þess að standa fyrir fræðslu og forvörnum. „Sem betur fer heyrir það til undantekn- inga seinni árin að fólk hérlendis veikist eða látist af völdum alnæm- is, þökk sé þeim lyfjum sem komu á markaðinn fyrir rúmum áratug. Það er öllum mikið áfall að greinast með HIV og hefur það mikil áhrif á líf viðkomandi. Því miður eru enn ríkjandi miklir fordómar gagnvart þessum sjúkdómi,“ segir m.a. í til- kynningu frá samtökunum. HIV-Ísland 20 ára á morgun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.