Morgunblaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 27
Morgunblaðið/Golli Stund milli stríða Á hillum og á gólfi bíða pokarnir í röð og reglu eftir því að komast í hendur þeirra sem þurfa á þeim að halda. Eftir ófá handtök við að skipta vörum í jafna hluta gefst tími til að fá sér kaffisopa og bakkelsi, sem konurnar hafa útbúið heima við. Skömmu síðar hefst ný törn, við að taka á móti gestum og afhenda þeim poka í hundraðatali. Ragnhildur segir umsækjendur úr öllum stéttum þjóðfélagsins. „Þetta eru öryrkjar, eldri borgarar, ungt skólafólk, einstæðir karlmenn, feður og svo einstæðar mæður sem eru stærsti hópurinn hjá okkur. Og núna sjáum við mikið fólk sem hefur misst vinnuna. Í dag komu t.d. nokkrar konur úr bönkunum en flestir þeirra sem nýlega eru orðnir atvinnulausir unnu áður í byggingariðnaðinum. Erlendum karlmönnum úr þeim hópi hefur fjölgað mikið og sömuleiðis er- lendum, einstæðum mæðrum.“ Flestir hafa húsaskjól en einn og einn er „óstaðsettur í hús“.“ Mannlegt eðli kemur í ljós Þegar líða tekur á úthlutun dags- ins kemur eitt tonn af rófum í hús, sem að stórum hluta eru samstundis drifnar út til gestanna. Þetta eru vænar rófur, frá Þórisholti í Vík í Mýrdal. Og rétt áður en blaðamaður kveður berast þær fréttir að sjálf Þjóðarskútan verði eign Mæðra- styrksnefndar innan skamms. Gef- andinn, Víkurverk, sem hefur unnið við smíði hennar að undanförnu, stingur upp á að í hana verði safnað framlögum til nefndarinnar, nú eða hún seld. Hvort heldur sem verður er gjöfin vel þegin. Þegar hurðinni er hallað þennan daginn hafa 338 gestir komið við í Hátúninu og þegið poka. „Við höfum ekki áður séð svo marga strax eftir mánaðamót,“ segir Ragnhildur og bætir við að svo lengi lærir sem lifir. „Þó að við konurnar hérna séum flestar komnar til nokkurs þroska og höfum starfað við þetta lengi erum við alltaf að upplifa eitthvað nýtt. Enda kemur mannlegt eðli afar vel í ljós við slíkar aðstæður.“ Skammturinn „Þetta er hugsað sem ein góð grunnmáltíð,“ segir Ragnhildur en að þessu sinni fara bananar, kjötmeti, kartöflur, mjólk, brauð, klósett- pappír og niðursuðudós í pokann. „Þetta er í rýrara lagi því við erum að safna fyrir jólaúthlutunina og einnig þarf að dreifa matnum á fleiri en venjulega.“ gefa 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2008 Mæðrastyrksnefnd úthlutar mat og fatnaði á miðviku- dögum milli klukkan 14 og 17 allt árið um kring. Nefndin er til húsa í Hátúni 12b í Reykja- vík, og er gengið inn á jarð- hæð á hlið hússins. Þeir sem þurfa á úthlutun að halda geta einfaldlega mætt þar á ofan- greindum tíma. Sýna þarf persónuskilríki við komu. „Það er það eina sem við biðjum fólk að hafa með sér,“ útskýrir Ragnhild- ur. „Við flettum því svo upp til að sjá fjölskyldustærðina og meira þurfum við eiginlega ekki að vita. Við erum ekkert að snuðra í neinu öðru.“ Sérstök jólaúthlutun er í samstarfi Mæðrastyrks- nefndar, Hjálparstarfs kirkj- unnar og Rauða krossins. Sækja þarf sérstaklega um hana fyrirfram og verður síð- asti skráningardagur nefnd- arinnar næstkomandi þriðju- dag milli klukkan 10 og 14. „Við höfum þennan háttinn á, aðallega til að koma í veg fyrir endalausar biðraðir,“ segir Ragnhildur. „Fólk fær þá að vita dagsetningu og klukkan hvað það á að mæta til að sækja jólapakkann. Ég á von á því að jólapokarnir í ár verði dálítið myndarlegir því fyr- irtæki og einstaklingar hafa gefið rausnarlega að und- anförnu.“ Við jólaúthlutunina fær fólk ekki aðeins mat til hátíðanna heldur einnig gjafir, s.s. leik- föng og fleira til að gleðja börnin. Gjafirnar koma að stórum hluta frá fyrirtækjum en einnig frá einstaklingum sem hafa sett þær undir jólatré í verslunarmið- stöðvum. Ragnhildur tekur fram að skoðað sé í alla pakka áður en þeim er úthlutað. „Við höfum því miður lent í því að þeir hafi innihaldið hálfgert drasl og við viljum tryggja að slíkt lendi ekki hjá þeim sem síst skyldi.“ Jólaúthlutunin byrjar 15. desember en þá verður hafist handa við að senda varning til fólks á landsbyggðinni. Fólk á höfuðborgarsvæðinu sækir jólaglaðninginn hins vegar í Borgartún 25, á þeim tíma sem tilgreindur hefur verið við umsókn. Þeir sem vilja koma gjöfum, mat eða öðrum varningi á framfæri við Mæðrastyrks- nefnd geta hringt í síma 551 4349 alla virka daga. Einnig má hafa samband í gegnum netfangið maedur@simnet.is auk þess sem nánari upplýs- ingar er að finna á heimasíð- unni www.maedur.is. Mikið sótt í úthlutun fyrir jólin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.