Morgunblaðið - 06.12.2008, Page 49

Morgunblaðið - 06.12.2008, Page 49
Messur 49Á MORGUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 AÐVENTKIRKJAN: Aðventkirkjan í Reykjavík | Samkoma í dag, laugardag, kl. 11, í Ingólfsstræti 19, hefst með biblíufræðslu fyrir börn, unglinga og fullorðna. Einnig er boðið upp á biblíufræðslu á ensku. Guðsþjón- ustan kl. 12, með alþjóðlegu sniði, Osi Carvalho prédikar. Aðventkirkjan í Vestmannaeyjum | Samkoma í dag, laugardag, kl. 10.30, á Brekastíg 17. Boðið verður upp á biblíufræðslu fyrir börn og fullorðna. Aðventsöfnuðurinn á Suðurnesjum | Samkoma í dag, laugardag, kl. 11, á Brekkubraut 2, Reykjanesbæ, hefst með biblíufræðslu. Guðsþjónusta kl. 12. Birgir Óskarsson prédikar. Veitingar á eftir. Aðventsöfnuðurinn í Árnesi | Samkoma á Eyravegi 67, Selfossi, í dag, laug- ardag, kl. 10, hefst með biblíufræðslu fyrir börn og fullorðna. Guðsþjónusta kl. 10.45. Halldór Magnússon prédikar. Aðventsöfnuðurinn í Hafnarfirði | Sam- koma í Loftsalnum, Hólshrauni 3, Hafn- arfirði, í dag, laugardag, hefst með fjöl- skyldusamkomu kl. 11. Björgvin Snorrason prédikar. Biblíufræðsla fyrir börn, unglinga og fullorðna kl. 11.50. Veitingar á eftir. AKRANESKIRKJA | Aðventuhátíð á Dvalarheimilinu Höfða kl. 17 og í safn- aðarheimilinu Vinaminni kl. 20. Dag- skrá í tali og tónum. Ræðumaður er Ólafur Þór Hauksson sýslumaður. AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Guðmundur Guðmundsson, stúlknakór Akureyrarkirkju syngur, stjórnandi Eyþór Ingi Jónsson. Sunnu- dagaskóli í safnaðarheimilinu kl. 11. Aðventukvöld kl. 20. Ræðumaður er Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri. Kór Akureyrarkirkju syngur, stjórnandi Eyþór Ingi Jónsson. ÁRBÆJARKIRKJA | Jólasöngvar fjöl- skyldunnar kl. 11. Gospelkórinn syngur jólalög, tendrað verður á öðru ljósi að- ventukransins. Aðventukvöld kl. 20. Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) syngur, Þórunn Björnsdóttir leikur á blokkflautu, helgileikur fermingarbarna, kirkjukórinn og barnakórinn syngja jólasöngva. Há- tíðarræðu kvöldsins flytur Sif Vígþórs- dóttir, skólastjóri Norðlingaskóla. Veit- ingar í safnaðarheimili kirkjunnar á eftir. ÁSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Elíasar og Hildar Bjargar. Messa kl. 14. Sóknarprestur prédikar og þjón- ar fyrir altari ásamt Margréti Svav- arsdóttur djákna. Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Kaffi í safnaðarheimilinu eftir messu. ÁSTJARNARKIRKJA | Aðventukvöld kl. 20. Stúlknakórinn, kirkjukórinn og Ástjarnarsystur syngja undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur. Guð- rún Ásmundsdóttir leikkona les jólaefni, fermingarbörn lesa jólaguðspjallið og sr. Bára Friðriksdóttir flytur hugvekju. Veitingar í safnaðarheimilinu á eftir. BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli kl. 11 í sal Álftanesskóla. Umsjón hafa sr. Hans Guðberg og leiðtogar sunnu- dagaskólans. Samvera fyrir alla fjöl- skylduna. BORGARNESKIRKJA | Barnaguðsþjón- usta kl. 11.15. Aðventusamkoma kl. 20. Hugleiðingu flytur Páll Brynjarsson sveitarstjóri, kór Borgarneskirkju flytur aðventutónlist undir stjórn Steinunnar Árnadóttur, ungmenni flytja tónlist. Al- mennur söngur, ritningarlestur og bæn- argjörð. Aðventusamkoma á Dval- arheimili aldraðra þriðjudag kl. 20. BRAUTARHOLTSKIRKJA Kjalarnesi | Aðventuhátíð Brautarholtssóknar verður í félagsheimilinu Fólkvangi kl. 17. Barnakór Klébergsskóla, eldri deild, syngur undir stjórn Vilborgar Þórhalls- dóttir, sr. Gunnar Kristjánsson sókn- arprestur flytur hugvekju: „Aðventa við óvæntar aðstæður“. Tindatríóið flytur aðventulög, Rannveig Iðunn Ásgeirs- dóttir les jólasögu. Á eftir verður boðið upp á veitingar. BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir, Gerðubergskórinn syngur, stjórnandi Kári Friðriksson. Þátttakendur í fé- lagsstarfinu í Gerðubergi lesa ritning- arlestra og bænir og tendra ljósin á að- ventukertunum. Sunnudagaskóli á sama tíma. Léttar veitingar á eftir. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11. Söngur, fræðsla og bæn. Grímseyj- armessa kl. 14 með þátttöku Gríms- eyinga. Ávarp flytur Hulda Signý Gylfa- dóttir, kór Bústaðakirkju, organisti Renata Ivan og prestur er sr. Pálmi Matthíasson. Kaffi eftir messu. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Yrsa Þórðardóttir, organisti Kjartan Sigurjónsson, kór Digra- neskirkju A-hópur. Sunnudagaskóli í kapellu á sama tíma. Aðventuhátíð með Meme kl. 20. Kaffisala í safn- aðarsal til styrktar Mæðrastyrksnefnd Kópavogs. Veitingar bjóða Digranes- söfnuður, Reynisbakarí og Ömmubakst- ur. Sjá digraneskirkja.is. DÓMKIRKJAN | Aðventuhátíð barnanna kl. 11, í umsjá sr. Þorvaldar Víðissonar. Barnakór undir stjórn Nönnu Hlífar syngur. Barn verður borið til skírnar. Organisti er Marteinn Friðriksson. EGILSSTAÐAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Aðventuhátíð kl. 17. Dagskrá með söng fyrir fjölskylduna, helgileikur o.fl. Kyrrðarstund á mánudag kl. 18. EYRARBAKKAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Prófastur Árnesprófastsdæmis, sr. Eiríkur Jóhannsson, setur sr. Svein Valgeirsson inn í embætti sóknarprests í Eyrarbakkaprestakalli. Að lokinni guðsþjónustu er kirkjugestum boðið í kaffi í samkomuhúsinu Stað. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Þórhildur Ólafs., org- anisti Hilmar Örn Agnarsson. Vænt- anleg fermingarbörn tendra ljós á að- ventukransinum. Sunnudagskóli á sama tíma í umsjá Sigríðar R. Tryggva- dóttur. Fimmtudaginn 11. des. verður sælustund í skammdeginu kl. 20. Fram koma Hilmar Örn Agnarsson organisti, Pétur Ben. og Svavar Knútur leika á hljóðfæri og stúlknakór syngur. Létt tónlistarkvöld og ókeypis aðgangur. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudaga- skóli kl. 11. Stund fyrir alla fjölskyld- una. Batamessa á vegum Vina í bata kl. 17. Samstarfsverkefni fjögurra kirkna sem standa fyrir 12 spora starfi á höfuðborgarsvæðinu. Aðventu- kvöldvaka kl. 20. Tónlistardagskrá á vegum kirkjukórsins og hljómsveitar kirkjunnar, jólasaga og fleira. Tónlistar- stjóri er Örn Arnarson. FRÍKIRKJAN Kefas | Sunnudagaskóli kl. 11. Fjölskyldusamkoma kl. 14 þar sem lögð er áhersla á að börnin njóti sín, brúðuleikhús, hugleiðing, ljóðalest- ur, lofgjörð, tónlistaratriði o.fl. Kaffi og samvera að samkomu lokinni og versl- un kirkjunnar verður opin. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta og barnastarf kl. 14. Barn borið til skírnar. Mánakórinn syngur undir stjórn Violetu Smid. Anna Hulda fer með börn- in í safnaðarheimilið eftir stutta dvöl í kirkjunni. Aðventukvöld kl. 20. Gerður G. Bjarklind útvarpskona flytur hugleið- ingu kvöldsins, Anna Sigríður Helgadótt- ir og Carl Möller ásamt kór Fríkirkjunnar flytja aðventu- og jólatónlist. Gesta- söngvari verður Raggi Bjarna og syngur hann við undirleik Tríós Carls Möller. FÆREYSKA sjómannaheimilið | Möti kl. 17. Erny Asgeirsdóttir talar. Veitingar GARÐAKIRKJA | Aðventumessa kl. 14. Sr. Svanhildur Blöndal prédikar og þjón- ar fyrir altari, Júlíus Vífill Ingvarsson syngur einsöng, félagar úr Kór Vídal- ínskirkju leiða söng, organisti Jóhann Baldvinsson. Rúta fer frá Vídalínskirkju kl. 13.30, Jónshúsi 13.35, frá Hleinum 13.40 og til baka að messu lokinni. GLÆSIBÆJARKIRKJA | Aðventukvöld kl. 20.30. Helgileikur fermingarbarna, kórsöngur og tónlistarflutningur nem- enda í Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Hátíð- arræðu flytur Rósa María Stefánsdóttir. GRAFARVOGSKIRKJA | Útvarpsguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Lena Rós Matthías- dóttir prédikar og þjónar fyrir altari, kór Grafarvogskirkju syngur, Marta Guðrún Halldórsdóttir syngur einsöng og org- anisti er Hákon Leifsson. Sunnudaga- kóli kl. 11. Prestur sr. Bjarni Þór Bjarnason, umsjón hafa Hjörtur og Rúna og undirleikari er Stefán Birki- sson. Guðsþjónusta á Hjúkrunarheim- ilinu Eir kl. 16.30. Sr. Vigfús Þór Árna- son prédikar, Þorvaldur Halldórsson söngvari hugleiðir og syngur aðventu- og jólalög. Borgarholtsskóli Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Sr. Guðrún Karlsdóttir þjón- ar, barnakórar Grafarvogskirkju flytja helgileikinn „Lítill jötuleikur“ eftir Sus- anne Baadh í íslenskri þýðingu Sigurðar Ingólfssonar. Stjórnendur eru Arnhildur Valgarðsdóttir og Oddný J. Þorsteins- dóttir. Undirleikari er Arnhildur. GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10, Bænastund kl. 10.15. Barnastarf kl. 11 í umsjá Lellu og unglinga úr kirkjustarfinu. Messa kl. 11. Alt- arisganga og samskot til Hjálparstarfs kirkjunnar. Messuhópur þjónar, kirkju- kór Grensáskirkju syngur, organisti Árni Arinbjarnarson, prestur er sr. Ólafur Jó- hannsson. Kaffi eftir messu. GRINDAVÍKURKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Jólaguðspjallið lesið og leikið, jólasálmar sungnir. Aðventukvöld kl. 20. Helgileikur fluttur af ferming- arbörnum, barnakórinn ásamt Kór Grindavíkurkirkju leiðir sönginn undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar organista. Prestur sr. Elínborg Gísla- dóttir. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Guðsþjónusta kl. 14. Söngur og fiðlu- leikur Rósa Jóhannesdóttir, organisti Kjartan Ólafsson og sr. Þórir Steph- ensen messar. GUÐRÍÐARKIRKJA Grafarholti | Biskup Íslands hr. Karl Sigurbjörnsson vígir kirkjuna kl. 14, dr. Sigríður Guðmars- dóttir þjónar fyrir altari, organisti Hrönn Helgadóttir, barnakórstjóri er Berglind Björgúlfsdóttir. Kirkjukór og barnakór kirkjunnar, Hljómskálakvintettinn, Agnes Kristjónsdóttir sópran og Krist- jana Helgadóttir flautuleikari annast tónlist. Frumfluttir verða tveir sálmar og sálmalag, annar eftir Sigurjón Ara Sig- urjónsson, lag Jón Ásgeirsson, hinn er eftir sóknarprest. Kirkjugestum er öll- um boðið í kaffi í Gullhömrum eftir messu. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Fjöl- skylduhátíð kl. 11. Bjarni Gíslason, fulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar, kynnir hjálparstarfið. Gleðigjafar syngja og leika, barnakórinn syngur undir stjórn Helgu Loftsdóttur, við undirleik Önnu Magnúsdóttur. Leiðtogar sunnudaga- skólans leiða hátíðina ásamt sr. Gunn- þóri Þ. Ingasyni. Góðgæti í Strandbergi. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barna- starf kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Steinunni Arnþrúði Björnsdóttur og hópi messuþjóna. Karlakór Reykjavíkur syng- ur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar, organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón með barnastarfi hefur Rósa Árnadóttir. HÁTEIGSKIRKJA | Barnaguðsþjónusta og messa kl. 11. Umsjón með barna- guðsþjónustu Erla Guðrún og Páll Ágúst, organisti Douglas A. Brotchie, prestur Tómas Sveinsson. Léttar veit- ingar eftir messu. Bergmál, líknar- og vinafélag, heldur árlega aðventuhátíð sína kl. 16. Ræðumaður er sr. Örn Bárður Jónsson, Graduale Nobili og Ei- ríkur Hreinn Helgason syngja. Veitingar í safnaðarheimilinu að lokinni veru í kirkjunni. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar, fé- lagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng, organisti Jón Ólafur Sig- urðsson. Sunnudagaskóli kl. 13. Að- ventutónleikar Kórs Hjallakirkju kl. 20. Kórinn flytur aðventu- og jólalög úr ýms- um áttum. Einsöngvarar eru úr hópi kór- félaga. Gunnlaugur Björnsson leikur á gítar, Sigurborg Ragnarsdóttir leikur á þverflautu, Julian Michael Hewlett leik- ur á orgel. Söngstjóri Jón Ólafur Sig- urðsson. Ókeypis aðgangur. HJÁLPRÆÐISHERINN: Hjálpræðisherinn Akureyri | Aðventu- samkoma kl. 17. Sigurður Ingimarsson og Rannvá Olsen stjórna. Hjálpræðisherinn Reykjanesbæ | Lof- gjörðarstund í boði unga fólksins kl. 17. Söngur, bæn og veitingar. Hjálpræðisherinn Reykjavík | Aðventu- samkoma kl. 20 með hermannavígslu. Umsjón hafa Anne Marie og Harold Reinholdtsen. Jólafundur Heim- ilasambandsins (fyrir konur) mánudag kl. 15. Samkoma fimmtudag kl. 20. Gestir eru bænahjónin Gertrud og Willy Oeninger frá Sviss. Dagsetrið á Eyj- arslóð 7 opið alla daga kl. 13-18. HRÍSEYJARKIRKJA | Helgistund í kirkju- garðinum í dag, laugardag, kl. 18 og verður kveikt á leiðalýsingunni. HVERAGERÐISKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Við messuupphaf víg- ir Sigurður Sigurðarson vígslubiskup nýtt altari kirkjunnar. Nýja altarið kemur í stað upprunalegs altaris, en það eyði- lagðist í jarðskjálftanum 29. maí sl. vor. Nýja altarinu svipar í flestu til hins fyrra, en það er byggt til að standast betur jarðhræringar. Einnig verður því fagnað að gengið hefur verið frá nýjum hurðum og umbúnaði í aðaldyrum kirkj- unnar. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Brauðsbrotning kl. 11, ræðumaður er Vörður Leví Traustason. Alþjóðakirkjan kl. 13, ræðumaður er Jón Þór Eyjólfs- son. Fjölskyldusamkoma kl. 16.30. Samkoma í umsjón krakkakirkjunnar. Verslunin Jata er opin eftir samkom- una. ÍSLENSKA kirkjan í Svíþjóð | Aðven- tuhátíð kl. 14 í V-Frölundakirkju i Gauta- borg. Aðventudagskrá í söng, tali og tónum. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Seth-Reino Ekström, BB-sönghópurinn syngur, Ann-Marí Guðnadóttir leikur á blokkflautu, Júlíus, Ingvar og Sverrir flytja tónlist. Jólafönd- urstund barnanna á sama tíma. Kirkju- kaffi. Sr. Ágúst Einarsson. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Barnastarf kl. 11. Fræðsla fyrir fullorðna á sama tíma. Ágúst Valgarð Ólafsson kennir. Samkoma kl. 20. Lofgjörð og fyrirbænir. Friðrik Schram predikar. Heilög kvöld- máltíð. Sjá kristur.is. KÁLFATJARNARKIRKJA | Aðventustund kl. 17. Kór Kálfatjarnarkirkju syngur undir stjórn Franks Herlufsens, sunnu- dagaskólabörn syngja og sunnudaga- skólabarn leikur á selló. Brugðið verður á leik í kirkjunni. Hugvekju flytur sr. Bára Friðriksdóttir. KEFLAVÍKURKIRKJA | Möguleikhúsið sýnir leikritið „Hvar er Stekkjarstaur“ kl. 11. Aðventuhátíð kl. 20. Karlakór Keflavíkur ásamt kór Keflavíkurkirkju sér um sönginn, prestur sr. Skúli S. Ólafsson. KÓPAVOGSKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11 með þátttöku leikskóla- barna og barna úr barnastarfi kirkj- unnaar. Jólaball að lokinni messu. Aðventukvöld kl. 20. Ræðumaður Kol- brún Baldursdóttir sálfræðingur, kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová og börn úr Kárs- nesskóla syngja undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Prestur er sr. Ægir Fr. Sig- urgeirssson. KVENNAKIRKJAN | Guðsþjónusta verð- ur í Dómkirkjunni kl. 20.30. Yfirskrift messunnar er: Tölum um trú okkar. Arn- fríður Einarsdóttir lögfræðingur og Svana Björnsdóttir verkfræðingur pré- dika, kór Kvennakirkjunnar leiðir söng á jólalögum við undirleik Aðalheiðar Þor- steinsdóttur. Kaffi á kirkjuloftinu á eftir. LANDAKIRKJA Vestmannaeyjum | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Kveikt á Betlehemskertinu. Söngur, sögur og leikir. 6-8 ára starf á sama tíma. Messa kl. 14. Altarisganga. Sr. Kristján Björnsson prédikar og þjónar fyrir altari. Nýr blár hökull tekinn í notkun, sem er minningargjöf um sr. Jóhann Hlíðar. Kaffi á eftir í Safnaðarheimilinu. LANDSPÍTALI | Guðsþjónusta á Hring- braut kl. 10.30 á stigapalli á 3. hæð. Rósa Kristjánsdóttir djákni, organisti Ingunn Hildur Hauksdóttir. LANGHOLTSKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta og barnastarf kl. 11. Krútta- kórinn syngur (börn 4-7 ára). Barna- starfið hefst í kirkjunni og þar verður flutt saga fyrir börnin, en síðan fara þau í safnaðarheimilið. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson, organisti Jón Stef- ánsson. Kaffi á eftir. Fræðsla fyrir ferm- ingarbörn sunnudagskvöld kl. 19.30- 21.30. LAUGARNESKIRKJA | Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Hjörleifur Valsson fiðluleikari og félagar hans í Nýja kvart- ettinum leika og syngja við messuna. Sóknarprestur, meðhjálpari, kór og org- anisti þjóna ásamt fulltrúum les- arahóps. Messukaffi. Guðsþjónusta kl. 13 í sal Sjálfsbjargar á höfuðborg- arsvæðinu. Barnakór Laugarness syng- ur undir stjórn Huldu Guðrúnar Geirs- dóttur, Guðrún K. Þórsdóttir djákni þjónar ásamt sóknarpresti, organista og hópi sjálfboðaliða. LÁGAFELLSKIRKJA | Aðventukvöld Lágafellssóknar kl. 20. Aðventukaffi í safnaðarheimilinu Þverholti 3 að at- höfninni lokinni. Ræðumaður er Ævar Kjartansson guðfræðingur og útvarps- maður. Fjöldi tónlistarmanna, hljóð- færaleikara og söngvara flytur jólalög og söngva undir stjórn Jónasar Þóris organista og Guðmundar Ómars kór- stjóra. Prestar verða sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Jakob Ágúst Hjálm- arsson. MELSTAÐARKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 14. Aðventuhátíð kl. 20.30. Hátíð- arstund með hefðbundinni dagskrá. Hugleiðingu flytur Guðrún Lára Magn- úsdóttir leikskólastjóri. Veitingar í safn- aðarheimili í umsjá foreldra ferming- arbarna á eftir. NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sekkjapípuleikari Eevastiina Korri. Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng, org- anisti Steingrímur Þórhallsson, Litli kór- inn, kór eldri borgara, syngur, stjórn- andi Inga J. Backman. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Toshiki Toma. Messuþjónar aðstoða. Börnin byrja í kirkjunni en fara síðan í safnaðarheimilið. Söngur, sög- ur, brúður. Umsjón Sigurvin, María, Andrea og Ari. Samfélag og veitingar á Torginu á eftir. NJARÐVÍKURKIRKJA Innri | Aðventu- samkoma kl. 17. Helgileikur í umsjá barna af leikskólanum Holti. Gunnhildur Halla Baldursdóttir organisti stjórnar söng og barna- og unglingakórum Njarð- víkurkirkna ásamt Maríu Rut Bald- ursdóttur. Einnig er almennur söngur og Ása Björk Ólafsdóttir hérðasprestur flyt- ur hugleiðingu. Sunnudagaskólinn fer fram í Ytri-Njarðvíkurkirkju kl. 11. REYNIVALLAKIRKJA í Kjós | Messa kl. 14. Bjarni Atlason syngur einsöng, prestur Gunnar Kristjánsson. SAFNKIRKJAN í Árbæjarsafni | Aðven- tuguðsþjónusta kl. 14. Almennur safn- aðarsöngur undir stjórn organistans, Hauks Guðlaugssonar, fyrrv. söng- málastjóra þjóðkirkjunnar. Tækifæri til að gefa börnum innsýn í undirbúning jólanna í gamalli sveitarkirkju. Prestur er sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17. Ræðumaður er Haraldur Jóhanns- son. Lofgjörð, fyrirbæn og barnastarf. SELTJARNARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Jón Hákon Magnússon flytur hug- vekju, karlasextett úr Söngskólanum syngur lög í útsetningu Atla H. Sveins- sonar tónskálds, organisti Friðrik V. Stefánsson, einsöngvari Pétur O. Heim- isson. Ritningarlesarar eru Auður Gunn- arsdóttir og Margrét Halla Valdimars- dóttir, Ólafur Egilsson les inn- og útgöngubæn. Sunnudagskólinn á sama tíma. Prestur Sigurður Grétar Helgason. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Sóknarprestur. STÆRRA-Árskógskirkja | Aðventukvöld kl. 20. VÍDALÍNSKIRKJA | Sunnudagaskóli og heimsókn Hofsstaðaskóla kl. 11. Sunnudagaskólinn fer til sinna starfa, en nemendur og skólakór Hofsstaða- skóla flytja dagskrá sem þau hafa und- irbúið ásamt tónmenntakennara o.fl. og flytja í þessari fjölskylduguðsþjónustu. Prestur sr. Friðrik J. Hjartar þjónar. VÍÐISTAÐAKIRKJA Hafnarfirði | Barna- guðsþjónusta kl. 11. Stund fyrir fjöl- skylduna í loftsal kirkjunnar. Guðsþjón- usta kl. 11. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur. YTRI-Njarðvíkurkirkja | Sunnudagaskóli kl 11. Umsjón hafa Ástríður Helga Sig- urðardóttir og Hanna Vilhjálmsdóttir. ORÐ DAGSINS: Teikn á sólu og tungli. (Lúk. 21) Morgunblaðið/Kristinn Bessastaðakirkja

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.