Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 49
Messur 49Á MORGUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 AÐVENTKIRKJAN: Aðventkirkjan í Reykjavík | Samkoma í dag, laugardag, kl. 11, í Ingólfsstræti 19, hefst með biblíufræðslu fyrir börn, unglinga og fullorðna. Einnig er boðið upp á biblíufræðslu á ensku. Guðsþjón- ustan kl. 12, með alþjóðlegu sniði, Osi Carvalho prédikar. Aðventkirkjan í Vestmannaeyjum | Samkoma í dag, laugardag, kl. 10.30, á Brekastíg 17. Boðið verður upp á biblíufræðslu fyrir börn og fullorðna. Aðventsöfnuðurinn á Suðurnesjum | Samkoma í dag, laugardag, kl. 11, á Brekkubraut 2, Reykjanesbæ, hefst með biblíufræðslu. Guðsþjónusta kl. 12. Birgir Óskarsson prédikar. Veitingar á eftir. Aðventsöfnuðurinn í Árnesi | Samkoma á Eyravegi 67, Selfossi, í dag, laug- ardag, kl. 10, hefst með biblíufræðslu fyrir börn og fullorðna. Guðsþjónusta kl. 10.45. Halldór Magnússon prédikar. Aðventsöfnuðurinn í Hafnarfirði | Sam- koma í Loftsalnum, Hólshrauni 3, Hafn- arfirði, í dag, laugardag, hefst með fjöl- skyldusamkomu kl. 11. Björgvin Snorrason prédikar. Biblíufræðsla fyrir börn, unglinga og fullorðna kl. 11.50. Veitingar á eftir. AKRANESKIRKJA | Aðventuhátíð á Dvalarheimilinu Höfða kl. 17 og í safn- aðarheimilinu Vinaminni kl. 20. Dag- skrá í tali og tónum. Ræðumaður er Ólafur Þór Hauksson sýslumaður. AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Guðmundur Guðmundsson, stúlknakór Akureyrarkirkju syngur, stjórnandi Eyþór Ingi Jónsson. Sunnu- dagaskóli í safnaðarheimilinu kl. 11. Aðventukvöld kl. 20. Ræðumaður er Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri. Kór Akureyrarkirkju syngur, stjórnandi Eyþór Ingi Jónsson. ÁRBÆJARKIRKJA | Jólasöngvar fjöl- skyldunnar kl. 11. Gospelkórinn syngur jólalög, tendrað verður á öðru ljósi að- ventukransins. Aðventukvöld kl. 20. Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) syngur, Þórunn Björnsdóttir leikur á blokkflautu, helgileikur fermingarbarna, kirkjukórinn og barnakórinn syngja jólasöngva. Há- tíðarræðu kvöldsins flytur Sif Vígþórs- dóttir, skólastjóri Norðlingaskóla. Veit- ingar í safnaðarheimili kirkjunnar á eftir. ÁSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Elíasar og Hildar Bjargar. Messa kl. 14. Sóknarprestur prédikar og þjón- ar fyrir altari ásamt Margréti Svav- arsdóttur djákna. Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Kaffi í safnaðarheimilinu eftir messu. ÁSTJARNARKIRKJA | Aðventukvöld kl. 20. Stúlknakórinn, kirkjukórinn og Ástjarnarsystur syngja undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur. Guð- rún Ásmundsdóttir leikkona les jólaefni, fermingarbörn lesa jólaguðspjallið og sr. Bára Friðriksdóttir flytur hugvekju. Veitingar í safnaðarheimilinu á eftir. BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli kl. 11 í sal Álftanesskóla. Umsjón hafa sr. Hans Guðberg og leiðtogar sunnu- dagaskólans. Samvera fyrir alla fjöl- skylduna. BORGARNESKIRKJA | Barnaguðsþjón- usta kl. 11.15. Aðventusamkoma kl. 20. Hugleiðingu flytur Páll Brynjarsson sveitarstjóri, kór Borgarneskirkju flytur aðventutónlist undir stjórn Steinunnar Árnadóttur, ungmenni flytja tónlist. Al- mennur söngur, ritningarlestur og bæn- argjörð. Aðventusamkoma á Dval- arheimili aldraðra þriðjudag kl. 20. BRAUTARHOLTSKIRKJA Kjalarnesi | Aðventuhátíð Brautarholtssóknar verður í félagsheimilinu Fólkvangi kl. 17. Barnakór Klébergsskóla, eldri deild, syngur undir stjórn Vilborgar Þórhalls- dóttir, sr. Gunnar Kristjánsson sókn- arprestur flytur hugvekju: „Aðventa við óvæntar aðstæður“. Tindatríóið flytur aðventulög, Rannveig Iðunn Ásgeirs- dóttir les jólasögu. Á eftir verður boðið upp á veitingar. BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir, Gerðubergskórinn syngur, stjórnandi Kári Friðriksson. Þátttakendur í fé- lagsstarfinu í Gerðubergi lesa ritning- arlestra og bænir og tendra ljósin á að- ventukertunum. Sunnudagaskóli á sama tíma. Léttar veitingar á eftir. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11. Söngur, fræðsla og bæn. Grímseyj- armessa kl. 14 með þátttöku Gríms- eyinga. Ávarp flytur Hulda Signý Gylfa- dóttir, kór Bústaðakirkju, organisti Renata Ivan og prestur er sr. Pálmi Matthíasson. Kaffi eftir messu. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Yrsa Þórðardóttir, organisti Kjartan Sigurjónsson, kór Digra- neskirkju A-hópur. Sunnudagaskóli í kapellu á sama tíma. Aðventuhátíð með Meme kl. 20. Kaffisala í safn- aðarsal til styrktar Mæðrastyrksnefnd Kópavogs. Veitingar bjóða Digranes- söfnuður, Reynisbakarí og Ömmubakst- ur. Sjá digraneskirkja.is. DÓMKIRKJAN | Aðventuhátíð barnanna kl. 11, í umsjá sr. Þorvaldar Víðissonar. Barnakór undir stjórn Nönnu Hlífar syngur. Barn verður borið til skírnar. Organisti er Marteinn Friðriksson. EGILSSTAÐAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Aðventuhátíð kl. 17. Dagskrá með söng fyrir fjölskylduna, helgileikur o.fl. Kyrrðarstund á mánudag kl. 18. EYRARBAKKAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Prófastur Árnesprófastsdæmis, sr. Eiríkur Jóhannsson, setur sr. Svein Valgeirsson inn í embætti sóknarprests í Eyrarbakkaprestakalli. Að lokinni guðsþjónustu er kirkjugestum boðið í kaffi í samkomuhúsinu Stað. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Þórhildur Ólafs., org- anisti Hilmar Örn Agnarsson. Vænt- anleg fermingarbörn tendra ljós á að- ventukransinum. Sunnudagskóli á sama tíma í umsjá Sigríðar R. Tryggva- dóttur. Fimmtudaginn 11. des. verður sælustund í skammdeginu kl. 20. Fram koma Hilmar Örn Agnarsson organisti, Pétur Ben. og Svavar Knútur leika á hljóðfæri og stúlknakór syngur. Létt tónlistarkvöld og ókeypis aðgangur. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudaga- skóli kl. 11. Stund fyrir alla fjölskyld- una. Batamessa á vegum Vina í bata kl. 17. Samstarfsverkefni fjögurra kirkna sem standa fyrir 12 spora starfi á höfuðborgarsvæðinu. Aðventu- kvöldvaka kl. 20. Tónlistardagskrá á vegum kirkjukórsins og hljómsveitar kirkjunnar, jólasaga og fleira. Tónlistar- stjóri er Örn Arnarson. FRÍKIRKJAN Kefas | Sunnudagaskóli kl. 11. Fjölskyldusamkoma kl. 14 þar sem lögð er áhersla á að börnin njóti sín, brúðuleikhús, hugleiðing, ljóðalest- ur, lofgjörð, tónlistaratriði o.fl. Kaffi og samvera að samkomu lokinni og versl- un kirkjunnar verður opin. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta og barnastarf kl. 14. Barn borið til skírnar. Mánakórinn syngur undir stjórn Violetu Smid. Anna Hulda fer með börn- in í safnaðarheimilið eftir stutta dvöl í kirkjunni. Aðventukvöld kl. 20. Gerður G. Bjarklind útvarpskona flytur hugleið- ingu kvöldsins, Anna Sigríður Helgadótt- ir og Carl Möller ásamt kór Fríkirkjunnar flytja aðventu- og jólatónlist. Gesta- söngvari verður Raggi Bjarna og syngur hann við undirleik Tríós Carls Möller. FÆREYSKA sjómannaheimilið | Möti kl. 17. Erny Asgeirsdóttir talar. Veitingar GARÐAKIRKJA | Aðventumessa kl. 14. Sr. Svanhildur Blöndal prédikar og þjón- ar fyrir altari, Júlíus Vífill Ingvarsson syngur einsöng, félagar úr Kór Vídal- ínskirkju leiða söng, organisti Jóhann Baldvinsson. Rúta fer frá Vídalínskirkju kl. 13.30, Jónshúsi 13.35, frá Hleinum 13.40 og til baka að messu lokinni. GLÆSIBÆJARKIRKJA | Aðventukvöld kl. 20.30. Helgileikur fermingarbarna, kórsöngur og tónlistarflutningur nem- enda í Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Hátíð- arræðu flytur Rósa María Stefánsdóttir. GRAFARVOGSKIRKJA | Útvarpsguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Lena Rós Matthías- dóttir prédikar og þjónar fyrir altari, kór Grafarvogskirkju syngur, Marta Guðrún Halldórsdóttir syngur einsöng og org- anisti er Hákon Leifsson. Sunnudaga- kóli kl. 11. Prestur sr. Bjarni Þór Bjarnason, umsjón hafa Hjörtur og Rúna og undirleikari er Stefán Birki- sson. Guðsþjónusta á Hjúkrunarheim- ilinu Eir kl. 16.30. Sr. Vigfús Þór Árna- son prédikar, Þorvaldur Halldórsson söngvari hugleiðir og syngur aðventu- og jólalög. Borgarholtsskóli Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Sr. Guðrún Karlsdóttir þjón- ar, barnakórar Grafarvogskirkju flytja helgileikinn „Lítill jötuleikur“ eftir Sus- anne Baadh í íslenskri þýðingu Sigurðar Ingólfssonar. Stjórnendur eru Arnhildur Valgarðsdóttir og Oddný J. Þorsteins- dóttir. Undirleikari er Arnhildur. GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10, Bænastund kl. 10.15. Barnastarf kl. 11 í umsjá Lellu og unglinga úr kirkjustarfinu. Messa kl. 11. Alt- arisganga og samskot til Hjálparstarfs kirkjunnar. Messuhópur þjónar, kirkju- kór Grensáskirkju syngur, organisti Árni Arinbjarnarson, prestur er sr. Ólafur Jó- hannsson. Kaffi eftir messu. GRINDAVÍKURKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Jólaguðspjallið lesið og leikið, jólasálmar sungnir. Aðventukvöld kl. 20. Helgileikur fluttur af ferming- arbörnum, barnakórinn ásamt Kór Grindavíkurkirkju leiðir sönginn undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar organista. Prestur sr. Elínborg Gísla- dóttir. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Guðsþjónusta kl. 14. Söngur og fiðlu- leikur Rósa Jóhannesdóttir, organisti Kjartan Ólafsson og sr. Þórir Steph- ensen messar. GUÐRÍÐARKIRKJA Grafarholti | Biskup Íslands hr. Karl Sigurbjörnsson vígir kirkjuna kl. 14, dr. Sigríður Guðmars- dóttir þjónar fyrir altari, organisti Hrönn Helgadóttir, barnakórstjóri er Berglind Björgúlfsdóttir. Kirkjukór og barnakór kirkjunnar, Hljómskálakvintettinn, Agnes Kristjónsdóttir sópran og Krist- jana Helgadóttir flautuleikari annast tónlist. Frumfluttir verða tveir sálmar og sálmalag, annar eftir Sigurjón Ara Sig- urjónsson, lag Jón Ásgeirsson, hinn er eftir sóknarprest. Kirkjugestum er öll- um boðið í kaffi í Gullhömrum eftir messu. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Fjöl- skylduhátíð kl. 11. Bjarni Gíslason, fulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar, kynnir hjálparstarfið. Gleðigjafar syngja og leika, barnakórinn syngur undir stjórn Helgu Loftsdóttur, við undirleik Önnu Magnúsdóttur. Leiðtogar sunnudaga- skólans leiða hátíðina ásamt sr. Gunn- þóri Þ. Ingasyni. Góðgæti í Strandbergi. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barna- starf kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Steinunni Arnþrúði Björnsdóttur og hópi messuþjóna. Karlakór Reykjavíkur syng- ur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar, organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón með barnastarfi hefur Rósa Árnadóttir. HÁTEIGSKIRKJA | Barnaguðsþjónusta og messa kl. 11. Umsjón með barna- guðsþjónustu Erla Guðrún og Páll Ágúst, organisti Douglas A. Brotchie, prestur Tómas Sveinsson. Léttar veit- ingar eftir messu. Bergmál, líknar- og vinafélag, heldur árlega aðventuhátíð sína kl. 16. Ræðumaður er sr. Örn Bárður Jónsson, Graduale Nobili og Ei- ríkur Hreinn Helgason syngja. Veitingar í safnaðarheimilinu að lokinni veru í kirkjunni. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar, fé- lagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng, organisti Jón Ólafur Sig- urðsson. Sunnudagaskóli kl. 13. Að- ventutónleikar Kórs Hjallakirkju kl. 20. Kórinn flytur aðventu- og jólalög úr ýms- um áttum. Einsöngvarar eru úr hópi kór- félaga. Gunnlaugur Björnsson leikur á gítar, Sigurborg Ragnarsdóttir leikur á þverflautu, Julian Michael Hewlett leik- ur á orgel. Söngstjóri Jón Ólafur Sig- urðsson. Ókeypis aðgangur. HJÁLPRÆÐISHERINN: Hjálpræðisherinn Akureyri | Aðventu- samkoma kl. 17. Sigurður Ingimarsson og Rannvá Olsen stjórna. Hjálpræðisherinn Reykjanesbæ | Lof- gjörðarstund í boði unga fólksins kl. 17. Söngur, bæn og veitingar. Hjálpræðisherinn Reykjavík | Aðventu- samkoma kl. 20 með hermannavígslu. Umsjón hafa Anne Marie og Harold Reinholdtsen. Jólafundur Heim- ilasambandsins (fyrir konur) mánudag kl. 15. Samkoma fimmtudag kl. 20. Gestir eru bænahjónin Gertrud og Willy Oeninger frá Sviss. Dagsetrið á Eyj- arslóð 7 opið alla daga kl. 13-18. HRÍSEYJARKIRKJA | Helgistund í kirkju- garðinum í dag, laugardag, kl. 18 og verður kveikt á leiðalýsingunni. HVERAGERÐISKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Við messuupphaf víg- ir Sigurður Sigurðarson vígslubiskup nýtt altari kirkjunnar. Nýja altarið kemur í stað upprunalegs altaris, en það eyði- lagðist í jarðskjálftanum 29. maí sl. vor. Nýja altarinu svipar í flestu til hins fyrra, en það er byggt til að standast betur jarðhræringar. Einnig verður því fagnað að gengið hefur verið frá nýjum hurðum og umbúnaði í aðaldyrum kirkj- unnar. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Brauðsbrotning kl. 11, ræðumaður er Vörður Leví Traustason. Alþjóðakirkjan kl. 13, ræðumaður er Jón Þór Eyjólfs- son. Fjölskyldusamkoma kl. 16.30. Samkoma í umsjón krakkakirkjunnar. Verslunin Jata er opin eftir samkom- una. ÍSLENSKA kirkjan í Svíþjóð | Aðven- tuhátíð kl. 14 í V-Frölundakirkju i Gauta- borg. Aðventudagskrá í söng, tali og tónum. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Seth-Reino Ekström, BB-sönghópurinn syngur, Ann-Marí Guðnadóttir leikur á blokkflautu, Júlíus, Ingvar og Sverrir flytja tónlist. Jólafönd- urstund barnanna á sama tíma. Kirkju- kaffi. Sr. Ágúst Einarsson. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Barnastarf kl. 11. Fræðsla fyrir fullorðna á sama tíma. Ágúst Valgarð Ólafsson kennir. Samkoma kl. 20. Lofgjörð og fyrirbænir. Friðrik Schram predikar. Heilög kvöld- máltíð. Sjá kristur.is. KÁLFATJARNARKIRKJA | Aðventustund kl. 17. Kór Kálfatjarnarkirkju syngur undir stjórn Franks Herlufsens, sunnu- dagaskólabörn syngja og sunnudaga- skólabarn leikur á selló. Brugðið verður á leik í kirkjunni. Hugvekju flytur sr. Bára Friðriksdóttir. KEFLAVÍKURKIRKJA | Möguleikhúsið sýnir leikritið „Hvar er Stekkjarstaur“ kl. 11. Aðventuhátíð kl. 20. Karlakór Keflavíkur ásamt kór Keflavíkurkirkju sér um sönginn, prestur sr. Skúli S. Ólafsson. KÓPAVOGSKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11 með þátttöku leikskóla- barna og barna úr barnastarfi kirkj- unnaar. Jólaball að lokinni messu. Aðventukvöld kl. 20. Ræðumaður Kol- brún Baldursdóttir sálfræðingur, kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová og börn úr Kárs- nesskóla syngja undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Prestur er sr. Ægir Fr. Sig- urgeirssson. KVENNAKIRKJAN | Guðsþjónusta verð- ur í Dómkirkjunni kl. 20.30. Yfirskrift messunnar er: Tölum um trú okkar. Arn- fríður Einarsdóttir lögfræðingur og Svana Björnsdóttir verkfræðingur pré- dika, kór Kvennakirkjunnar leiðir söng á jólalögum við undirleik Aðalheiðar Þor- steinsdóttur. Kaffi á kirkjuloftinu á eftir. LANDAKIRKJA Vestmannaeyjum | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Kveikt á Betlehemskertinu. Söngur, sögur og leikir. 6-8 ára starf á sama tíma. Messa kl. 14. Altarisganga. Sr. Kristján Björnsson prédikar og þjónar fyrir altari. Nýr blár hökull tekinn í notkun, sem er minningargjöf um sr. Jóhann Hlíðar. Kaffi á eftir í Safnaðarheimilinu. LANDSPÍTALI | Guðsþjónusta á Hring- braut kl. 10.30 á stigapalli á 3. hæð. Rósa Kristjánsdóttir djákni, organisti Ingunn Hildur Hauksdóttir. LANGHOLTSKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta og barnastarf kl. 11. Krútta- kórinn syngur (börn 4-7 ára). Barna- starfið hefst í kirkjunni og þar verður flutt saga fyrir börnin, en síðan fara þau í safnaðarheimilið. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson, organisti Jón Stef- ánsson. Kaffi á eftir. Fræðsla fyrir ferm- ingarbörn sunnudagskvöld kl. 19.30- 21.30. LAUGARNESKIRKJA | Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Hjörleifur Valsson fiðluleikari og félagar hans í Nýja kvart- ettinum leika og syngja við messuna. Sóknarprestur, meðhjálpari, kór og org- anisti þjóna ásamt fulltrúum les- arahóps. Messukaffi. Guðsþjónusta kl. 13 í sal Sjálfsbjargar á höfuðborg- arsvæðinu. Barnakór Laugarness syng- ur undir stjórn Huldu Guðrúnar Geirs- dóttur, Guðrún K. Þórsdóttir djákni þjónar ásamt sóknarpresti, organista og hópi sjálfboðaliða. LÁGAFELLSKIRKJA | Aðventukvöld Lágafellssóknar kl. 20. Aðventukaffi í safnaðarheimilinu Þverholti 3 að at- höfninni lokinni. Ræðumaður er Ævar Kjartansson guðfræðingur og útvarps- maður. Fjöldi tónlistarmanna, hljóð- færaleikara og söngvara flytur jólalög og söngva undir stjórn Jónasar Þóris organista og Guðmundar Ómars kór- stjóra. Prestar verða sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Jakob Ágúst Hjálm- arsson. MELSTAÐARKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 14. Aðventuhátíð kl. 20.30. Hátíð- arstund með hefðbundinni dagskrá. Hugleiðingu flytur Guðrún Lára Magn- úsdóttir leikskólastjóri. Veitingar í safn- aðarheimili í umsjá foreldra ferming- arbarna á eftir. NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sekkjapípuleikari Eevastiina Korri. Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng, org- anisti Steingrímur Þórhallsson, Litli kór- inn, kór eldri borgara, syngur, stjórn- andi Inga J. Backman. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Toshiki Toma. Messuþjónar aðstoða. Börnin byrja í kirkjunni en fara síðan í safnaðarheimilið. Söngur, sög- ur, brúður. Umsjón Sigurvin, María, Andrea og Ari. Samfélag og veitingar á Torginu á eftir. NJARÐVÍKURKIRKJA Innri | Aðventu- samkoma kl. 17. Helgileikur í umsjá barna af leikskólanum Holti. Gunnhildur Halla Baldursdóttir organisti stjórnar söng og barna- og unglingakórum Njarð- víkurkirkna ásamt Maríu Rut Bald- ursdóttur. Einnig er almennur söngur og Ása Björk Ólafsdóttir hérðasprestur flyt- ur hugleiðingu. Sunnudagaskólinn fer fram í Ytri-Njarðvíkurkirkju kl. 11. REYNIVALLAKIRKJA í Kjós | Messa kl. 14. Bjarni Atlason syngur einsöng, prestur Gunnar Kristjánsson. SAFNKIRKJAN í Árbæjarsafni | Aðven- tuguðsþjónusta kl. 14. Almennur safn- aðarsöngur undir stjórn organistans, Hauks Guðlaugssonar, fyrrv. söng- málastjóra þjóðkirkjunnar. Tækifæri til að gefa börnum innsýn í undirbúning jólanna í gamalli sveitarkirkju. Prestur er sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17. Ræðumaður er Haraldur Jóhanns- son. Lofgjörð, fyrirbæn og barnastarf. SELTJARNARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Jón Hákon Magnússon flytur hug- vekju, karlasextett úr Söngskólanum syngur lög í útsetningu Atla H. Sveins- sonar tónskálds, organisti Friðrik V. Stefánsson, einsöngvari Pétur O. Heim- isson. Ritningarlesarar eru Auður Gunn- arsdóttir og Margrét Halla Valdimars- dóttir, Ólafur Egilsson les inn- og útgöngubæn. Sunnudagskólinn á sama tíma. Prestur Sigurður Grétar Helgason. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Sóknarprestur. STÆRRA-Árskógskirkja | Aðventukvöld kl. 20. VÍDALÍNSKIRKJA | Sunnudagaskóli og heimsókn Hofsstaðaskóla kl. 11. Sunnudagaskólinn fer til sinna starfa, en nemendur og skólakór Hofsstaða- skóla flytja dagskrá sem þau hafa und- irbúið ásamt tónmenntakennara o.fl. og flytja í þessari fjölskylduguðsþjónustu. Prestur sr. Friðrik J. Hjartar þjónar. VÍÐISTAÐAKIRKJA Hafnarfirði | Barna- guðsþjónusta kl. 11. Stund fyrir fjöl- skylduna í loftsal kirkjunnar. Guðsþjón- usta kl. 11. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur. YTRI-Njarðvíkurkirkja | Sunnudagaskóli kl 11. Umsjón hafa Ástríður Helga Sig- urðardóttir og Hanna Vilhjálmsdóttir. ORÐ DAGSINS: Teikn á sólu og tungli. (Lúk. 21) Morgunblaðið/Kristinn Bessastaðakirkja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.