Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1926, Page 12
10
varð því að samkomulagi að fresta umræðum þar
til kaupdeilunni við háseta væri lokið. Að þeirri deilu
lokinni fóru skipin af stað sem örast og dreifðust við
það samningskraftar fjelagsins, því að nefndarmenn
fóru hver með sínu skipi. Fundir voru þó haldnir eft-
ir það, en eigi gátu samningamenn vjelstjórafjelags-
ins mætt þar allir saman. Lægstu kröfur vorar voru
þessar: Fyrir 1. vjelstjóra IV4 % af öllum brúttó
afla, 300 kr. á mánuði fast, og mánaðarsumarleyfi
með fullum launum, ef skipið gengur minst 10 mán-
uði. Fyrir 2. vjelstjóra 480 kr. á mánuði fast, og 15
daga sumarleyfi með fullu kaupi, önnur ákvæði
óbreytt frá fyrra samningi.
Af dreifingu samningsaðilt og einkum því, hve lít-
inn tíma þeir höfðu.leiddi það,að einhver misskilning-
ur hefir átt sjer stað meðal þeirra um þær kröfur
sem gerðar voru á stjórnarfundi, og þeir höfðu ákveð-
ið að vera einhuga um. Varð einn nefndarmanna til
þess, sýnilega í ógáti, að skrifa undir uppkast að
kaupsamningi til þriggja ára. Var það i mjög veru-
legum atriðum frábrugðið því, sem til var ætlast,
sbr. samþykt stjórnarfundar. Jafn skjótt og stjórn-
inni barst uppkast þetta í hendur, hjelt hún fund,
þar sem samþykt var að benda nefndinni á ósam-
ræmi það, sem var á milli uppkastsins og samþyktar
þeirrar, sem nefndannenn höfðu sjálfir verið með að
gera á stjórnarfundi nokkru áður. Þegar hinir samn-
ingsmennirnir svo lásu uppkast þetta, töldu þeir það
engan veginn í samræmi við niðurstöðu síðasta
samningsfundar, og neituðu að skrifa undir það.