Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1926, Side 36
34
ínælin dæmd dauð og ómerk, en stjórnin krafðist
sýknunar á kröfum nefndarinnar og skýrslan dæmd
rjett.
Innlegg beggja aðila ásamt fylgiskjölum og öðr-
um plöggum hefir gerðardómurinn athugað og kom-
kt að þessari niðurstöðu:
„Þegar fjelag kýs nefnd eða menn til að fara með
málefni sín út í frá, ber hún, eða þeir, ábyrgð á gerð-
urn sínum gagnvart fjelagsmönnum“.
Samkvæmt fundarbók og öðrum plöggum, hefir
umgetin samningsnefnd verið kosin til að halda
áfram samnimgstilraunum í fjarveru formanns. Sam-
kvæmt ofanrituðu var henni skylt að taka alt það
til greina, er komið hafði fram við undanfarandi
samningstilraunir, og má þá eigi ætlast til minna, en
að hún haldi uppi heiðri fjelagsins sem sendisveitþess
og krefjist skýringar á því, sem útgerðarmenn höfðu
sagt um formann vorn, sem áður hafði verið við
samningsumleitanir fyrir fjelagsins hönd.
Stjórn hvers fjelags, ber skylda til þess, að benda
meðlimunum á bresti þá, er hún þykist verða vör við
hjá þeim sem fjelagsmeðlimum, og er þá vel viðeig-
andi, þar sem prentuð ársskýrsla er gefin út, að hún
sje þá notuð til þess meðal annars.
Eftir plöggum þeim, er fyrir liggja, virðist síst
hafa verið vanþörf á þessu, því samkvæmt marg-
ítrekuðum samþyktum fjelagsmanna, senda þeir
formann með ákveðinn vilja sinn til kaupsamninga,
en sem þeir svo hörfa frá við fyrsta mótbyr. Sökin
á þessu liggur síst hjá formanni, sem fram á síð-