Morgunblaðið - 13.12.2008, Side 31

Morgunblaðið - 13.12.2008, Side 31
31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2008 Ég skal ná þér! Það eru til mörg dæmi um að lítil börn hafi lært að skríða þegar þau eru að reyna að ná í kisu. Það getur hins vegar verið erfitt að klófesta kisu. Hún fer sínar eigin leiðir. Árni Sæberg Baldur Kristjánsson | 12. des. Þetta fólk á ekki pening! Margir foreldrar eiga vart til hnífs og skeiðar. Það er algengt þar sem fyrirvinna er ein, veikindi hafa verið, ef um öryrkja er að ræða eða atvinnuleysi. Margt af þessu fólki sem þessi lýs- ing gæti átt við er að borga af íbúð og bíl. það getur ekki minnkað við sig – nú selur enginn íbúð – það getur ekki selt bílinn – það selur enginn bíl. Margt fólk sem svona er ástatt um á engan pening. Það eru ekki allir sem geta farið til mömmu og pabba og kirkjan eða Rauði krossinn sjá ekki um alla og hafa takmörkuð úrræði. Þessi staða bitnar á börnunum en hún má ekki bitna á börnum. Við viljum ekki sjá samfélag þar sem sum börn komast ekki í íþróttir, þar sem sum börn fá ekki skólamáltíðir. Þess vegna verða sveit- arfélög að halda þannig á málum að öll börn geti notið ofangreinds og annarra sjálfsagðra og eðilegra hluta eftir ein- hverju því kerfi sem ekki kallar á stríðni, einelti eða sært stolt. Þetta hlýtur að vera forgangsverkefni í því árferði sem nú er. Meira: baldurkr.blog.is Hlini Melsteð Jóngeirsson | 12. des. Skólamáltíðir Hver er ávinningurinn af skólamáltíðunum? Ávinningurinn er betri líðan grunnskólabarna, það eitt og sér er nægi- legt að mínu mati en það er fleira. Börnin taka bet- ur eftir í tímum og lærdómsgeta er betri. Þetta skilar sér í betri nemendum sem koma upp í framhaldskólana og líkast til minna brottfalls nemenda í framhalds- skóla. Þetta heldur svo áfram í að við fáum fleira fólk í háskólanám og því stærri prósenta af vinnuafli landsins sem er með háskólanám á bakinu því meiri hag- vöxtur. Þetta er langtímafjárfesting í börnunum okkar. Ég held að við ættum ekki að skorast undan því. Meira: hlini.blog.is Í SÍÐUSTU viku hefur starfsemi bráða- móttöku geðdeildar Landspítala verið ítrekað til umfjöllunar í sjónvarpi á Stöð 2 og í Kompási. Umfjöll- unin hefur einkennst af persónulegri og átaklegri umfjöllun um málefni einstakra sjúklinga sem hafa tekið eigið líf. Þessi nálgun er í hróplegri mótsögn við ráðleggingar til fjölmiðla um umfjöllun vegna sjálfsvíga sem gefnar hafa verið út á alþjóðavett- vangi og m.a. þýddar á íslensku af Rauða krossinum. Þá er nær óger- legt fyrir fagfólk að svara á mál- efnalegan hátt þeirri gagnrýni sem komið hefur fram á þjónustu geð- deildarinnar án þess að brjóta trún- að við sjúklinga sem bundinn er með lögum. Sýnt hefur verið fram á að hætta er á að sjálfsvígum fjölgi ef frásögn- um af þeim fjölgar í fjölmiðlum, einkum ef ítrekað er sagt frá til- teknu sjálfsvígi eða margar sögur af því sama. Það sama hefur verið tengt ef frásögnin er sett fram á áhrifaríkan hátt eða sett á forsíðu eða í upphaf fréttatíma. 1) Bráðaþjónusta geðdeildar Land- spítalans er til húsa í geðdeild- arbyggingu á Hringbraut. Þar fá þjónustu um það bil 9.000 ein- staklingar á ári. Algengast er að einstaklingar leiti til okkar vegna þunglyndis, kvíða, lífskrísu, sjálfs- vígshugsana og/eða áfengis- og vímuefnavanda en einnig koma ein- staklingar með margvíslega aðra geðsjúkdóma, suma mjög alvarlega. Um það bil helmingur þeirra sem til okkar leita á við áfengis- og fíkni- efnavanda að stríða, allmargir sam- hliða öðrum geðröskunum. Mönnun þjónustunnar hefur verið efld um- talsvert á seinni árum til að stytta biðtíma sjúklinga og auka gæði þjónustunnar. Nýverið voru gerðar sértækar úrbætur varðandi þjón- ustu við þá sem eiga við áfengis- og fíkniefnavanda að stríða. Innlagnir á bráðageðdeildir Landspítala við Hringbraut eru nú um 1.800 á ári, þar af tæplega 500 á áfengis- og vímuefnadeild. Nær all- ar innlagnir á almennar geðdeildir (bráðamóttökudeildir) eru bráðainn- lagnir, oftast í gegnum bráðaþjón- ustu geðsviðs, en innlagnir á áfeng- is- og vímuefnadeild eru ýmist af biðlista eða bráðainnlagnir. Biðlisti áfengis- og vímuefnadeildar er stuttur, oftast innan við sjö dagar og tekur til þeirra sem eru að fara í fráhvarfsmeðferð. Sjúklingar með áfengis- og vímuefnavanda sem taldir eru í lífshættu eða hafa einnig önnur bráð veikindi eru metnir til innlagnar samkvæmt sömu leiðum og aðrir sjúklingar og lagðir inn brátt ef nauðsyn krefur. Gagnstætt því sem ítrekað hefur komið fram í fjölmiðlum hefur plássleysi á legu- deildum ekki ráðið ákvarðanatöku heldur eingöngu faglegt mat. Að sjálfsögðu koma tímabil á geðdeild- um eins og öðrum deildum spítalans þar sem þröngt er um legupláss og talsvert um yfirlagnir, enda veikindi einstaklinga sjaldnast fyrirséð. Samvinna milli bráðaþjónustu geð- deildar og bráðamóttökudeildanna hefur verið afar góð og fullur skiln- ingur á því að hagsmunir sjúklinga ráði för. Svo ber fyrir að þakka að sjálfs- víg eru fremur sjaldgæf. Mun fleiri reyna þó sjálfsvíg án þess að takist og til þess að gera margir fá um lengri eða skemmri tíma hugmyndir um að stytta sér aldur án þess að nokkuð verði úr framkvæmd. Mat á sjálfsvígshættu á geðdeildum hér á landi byggist á hefðbundnum að- ferðum sem notaðar eru á sambæri- legum deildum víða um heim. Matið er ekki óbrigðult og vel vitað að erf- itt getur reynst að fyrirbyggja sjálfsvíg í hverju einstöku tilviki með þeim aðferðum sem nú eru þekktar. Má ef til vill líkja við að sjúklingur komi á hjartadeild, fái hefðbundna skoðun og rannsóknir og ekki metinn í hættu en deyr engu að síður innan fárra daga úr hjartasjúkdómi. Sjálfsvíg eru hins vegar með allra erfiðustu dauðs- föllum fyrir þá sem eftir lifa, ekki síst ef um er að ræða unga ein- staklinga. Sjálfsvíg vekja gjarnan nær óbærilega sorg, reiði, vanmátt og stundum sektarkennd hjá þeim sem nálægt standa og þar eru heil- brigðisstarfsmenn ekki und- anskildir. Þegar svona stendur á er reynt að leita skýringa; var það af því að hún var ekki lögð inn? Var það af því að kærastan sagði honum upp? Var það af því að hann missti vinnuna? Var það af því að hún var nauðungarvistuð á geðdeild? Var það af því að hann datt í það eftir langt hlé? Oftar en ekki vitum við ekki svörin með neinni vissu og stöndum eftir í óvissu alla tíð um hvern þann einstakling sem þannig kveður. Við vitum hins vegar að langflestir þeirra sem taka líf sitt hafa glímt við alvarlegar geðrask- anir, einkum þunglyndi og áfengis- eða vímuefnavanda. Geðsjúkdómar geta verið lífshættulegir sjúkdómar, þar sem sjálfsvíg valda stærstum hluta dauðsfalla, líkt og krans- æðastífla veldur stærstum hluta dauðsfalla hjá þeim sem hafa krans- æðasjúkdóm. Mikilvæg forvörn gegn sjálfsvígum er öflug meðferð á þunglyndi og áfengis- og vímuefna- vanda snemma í veikindaferlinum. Þar stöndum við Íslendingar vel að vígi en við höfum á liðnum áratug- um byggt upp öfluga geðþjónustu til að fást við þess konar vanda sem er sambærileg við það besta sem gerist í nágrannalöndum; á geð- deildum, á þeim stofnunum sem sinna áfengis- og vímuefnameðferð, í heilsugæslunni og á stofum geð- lækna og sálfræðinga. Mikill fjöldi fólks þarf nauðsyn- lega á þjónustu bráðamóttöku geð- deildar Landspítalans að halda, svo og annarri geðþjónustu í landinu. Það getur skilið milli lífs og dauða fyrir þennan hóp fólks að umfjöllun um geðsjúkdóma og geðmeðferð sé ekki lituð af fordómum, fáfræði, nei- kvæðni og æsifréttamennsku. Ítrek- uð, neikvæð og beinlínis villandi fjölmiðlaumræða hlýtur að draga úr tiltrú fólks á því að aðstoð sé að finna. Þeir sem gæta hagsmuna geðsjúkra og aðstandenda þeirra verða einnig að ræða þessi mál af sanngirni og yfirvegun og láta ekki sogast inn í skítkast í fjölmiðlum. Slík umfjöllun getur leitt til þess að sjúklingar og aðstandendur upplifi sig sem „annars flokks“ og ekki á sama báti og til dæmis krans- æðasjúklingar eða krabbameins- sjúklingar. Þeir sem eiga við geð- sjúkdóma að stríða eiga rétt á því til jafns við aðra sjúklingahópa að fjallað sé um veikindi þeirra í fjöl- miðlum af tillitssemi, virðingu og þekkingu. Við sem sinnum þjónustu geð- sjúkra vildum oft óska að við kynn- um meira og gætum betur. Við telj- um að öflugri samvinna hinnar opinberu geðþjónustu við hags- munasamtök sjúklinga og aðstand- enda gæti verið mikilvægt skref í framfaraátt eins og hefur sýnt sig í nálægum löndum og hér á landi í öðrum greinum læknisfræði. Við eigum sameiginlegra hagsmuna að gæta sem verða enn mikilvægari á næstu árum þegar búast má við nið- urskurði og þrengingum í þjóðfélag- inu. Við viljum efla þekkingu á sviði geðheilbrigðisvísinda, bæta geð- meðferð og stuðla að öllum þeim framförum sem geta stuðlað að betri geðheilsu skjólstæðinga okk- ar, bættum lífsgæðum og aukinni færni til virkrar þátttöku í sam- félaginu. 1) Fjölmiðlar og sjálfsvíg: Ráðleggingar til fjölmiðla. Gefið út af National Institute of Mental Health í Bandaríkjunum. Þýðing: Rauði kross Íslands. » Það getur skilið milli lífs og dauða fyrir þennan hóp fólks að um- fjöllun um geðsjúkdóma og geðmeðferð sé ekki lituð af fordómum, fá- fræði, neikvæðni og æsi- fréttamennsku. Bjarni Össurarson Halldóra er yfirlæknir ferli- og bráðaþjónustu geðsviðs Landspítala. Bjarni er yfirlæknir vímuefnadeildar Landspítala. Umfjöllun um sjálfsvíg og þjónustu geðdeildar Halldóra Ólafsdóttir Eftir Halldóru Ólafsdóttur og Bjarna Össurarson BLOG.IS Hrannar Björn Arnarsson | 12. des. Öfugmæli forseta ASÍ Hann sparar ekki stóryrðin, forseti ASÍ í umfjöllun sinni um fjár- lögin. Ég skil hinsvegar ekki hvað honum gengur til enda virðist orðaflaum- urinn í litlu samhengi við innihald fjárlaganna, a.m.k. hvað varðar hag hinna verst settu. Meira: hrannarb.blog.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.