Morgunblaðið - 13.12.2008, Síða 51

Morgunblaðið - 13.12.2008, Síða 51
Krossgáta 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2008 d d d d Jólakertaútsala Opið alla daga frá 11-18, líka um helgar d Stórkostleg jólakertaútsala hefur opnað í Faxafeni 11 (gamla Leikbæjarhúsinu) Ótrúleg verð d d d d d dd d d d d d LÁRÉTT 1. Endurnýjanleg orkulind sem byggir á því að vatn varðveitir orku sólar. (8) 5. Hertaka lands. (6) 9. Land á Balkanskaganum fyrir norðan Grikkland. (7) 10. Fyrsti forseti fimmta lýðveldisins í Frakklandi. (2,6) 12. Fylki í Bandaríkjunum sem liggur að Kanada í norðri og þar sem Íslendingar settust að. (9) 13. Svæði í Kanada sem var þekkt fyrir gullæði árið 1897. (8) 14. Kennileiti búið til út frá uppröðun stjarnanna á himninum. (12) 19. Faðir Baldurs. (5) 21. „Hann vann á eyrinni vikuna alla og fór í _____ ef að vel gaf.“ (6) 22. Sjálfvirkur plötuspilari tengdur sjálfsala. (11) 24. Rafstraumur þar sem stefna straumsins breytist reglulega með ákveðinni tíðni. (11) 26. Ali ___, sögupersóna í Þúsund og einni nótt. (4) 29. Heiti yfir hlaupkennt bensín notað í stríði. (6) 31. Kona Jasons sem fann Gullna reyfið. (5) 33. Stórvaxið, sætt og safaríkt aldin plöntu af graskers- ætt. (6) 35. Hreyfanlegar samtengingar beina. (7) 36. Tungumál skylt ungversku og eistnesku. (7) 37. ______-fjall er granítfjall nálægt Keystone í Suður- Dakóta þar sem má sjá andlit fjögurra fyrrv. for- seta Bandaríkjanna. (8) 38. Héraðsþing, fyrir 3 goðorð, háð í 4-7 daga, 7.-27. maí. (7) 39. Söngvari og lagahöfundur, annar helmingur dúósins sem gerði „Bridge over Troubled Water“ vinsælt. (4,5) 40.Land í Mið-Ameríku nefnt eftir heiti indíána sem bjuggu þar og spænska orðinu yfir vatn. (9) LÓÐRÉTT 2. Ósæðin er _______ líkamans. (10) 3. Maður frá landi sem talibanar stjórnuðu tímabund- ið. (6) 4. Pílagrímabær í Frakklandi þar sem María mey birtist árið 1858. (7) 5. Grískur sólguð sem ekur dag hvern vagni sólar yfir himinhvolfið. (6) 6. Thomas _____ þýskur rithöfundur, sem flutt til Bandaríkjanna 1933 og síðar til Sviss skrifaði m.a. Dauðann í Feneyjum. (4) 7. Næstum því 15 ml, nákvæmlega 14,7867648 ml. (8) 8. Marðardýr sem lifir í Asíu og hefur verið mjög eft- irsótt síðan á miðöldum vegna feldarins. (6) 11. Mjólkurafurð gerð með því að strokka rjóma. (5) 15. Samheiti yfir botnvörpur og flotvörpur. (5) 16. „Þar stendur hnífurinn í ______“ (5) 17. Fótboltalið í Vestur-London, leikur í bláum bún- ingum. (7) 18. Sjúkdómur sem stafar af skorti af níasíni, velþekkt- ur í fátækum löndum og hjá langt leiddum alkóhól- istum. (7) 20. Bjartur hnöttur sem birtist við jörð, oftast í tengslum við þrumuveður. (9) 22. Franskt orð notað yfir þann sem kann að meta góð- an mat. (7) 23. Mikið notaður mælikvarði á það hvernig gildi dreif- ast í kringum meðaltal. (12) 25. Fylki í vesturhluta Bandaríkjanna sem liggur að Kanada í norðri, Montana í norðaustri, Wyoming í austri, Utah og Nevada í suðri og Oregon og Wash- ington í vestri. (5) 27. Félagsskapur karlmanna í klaustri háður tilteknum ákvæðum um lifnaðarhætti. (10) 28. Skörp fest felling á efni. (9) 30. Dulrænuástand þar sem einstaklingnum finnst hann vera utan og ofan við venjulegan skynheim. (7) 32. „Ég er ________, Guð þinn, sem leiddi þig út af Egyptalandi, út úr þrælahúsinu.“ (8) 34. Vefjarefni unnið úr fræplöntum. (7) JÓN Viktor Gunnarsson gerði sér lítið fyrir og sigraði á opna alþjóð- lega mótinu í Belgrad sem lauk um síðustu helgi. Jón hlaut 7½ vinning af níu mögulegum og varð í efsta sæti ásamt Srjdan Certkovic og Dej- an Antic báðum frá Serbíu. Þetta var lokamótið í skákferðalagi Jóns Vikt- ors, Dags Arngrímssonar, Guð- mundar Kjartanssonar og Braga Þorfinnssonar sem hófst í október og lauk með þessu móti í Belgrad. Ekki verður annað séð en afraksturinn hafi verið góður því Dagur náði stór- meistaraáfanga á mótinu í Ung- verjalandi og Guðmundur áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Þeir náðu sér einnig vel á strik stigalega séð, einkum þó Guðmundur, sem hækkar um tæplega 100 elo-stig eftir ferða- lagið. Á lokamótinu í Belgrad bættist Snorri G. Bergsson í hópinn og stóð sig vel, hlaut sex vinninga og hafnaði í 20.-40. sæti ásamt Degi og Guð- mundi. Þetta mikla skákferðalag hófst á Evrópumóti taflfélaga í Grikklandi, síðan voru tvö mót á dagskrá í Ung- verjalandi og loks var haldið til Bel- grad í Serbíu. Upplífgandi frammi- staða og má mikils vænta af þessum ágætu skákmönnum á næstunni. Jón Viktor vann tvo þekkta stórmeist- ara, þá Velimirovic og Damljanovic, og einkum var það á lokasprettinum sem hann bætti sig. Dagur Arngrímsson hóf mótið í Belgrad með eftirfarandi sigri. Byrj- unin minnir mjög á Marshall-af- brigði spænska leiksins en tíunda leik svarts hafði Dagur kynnt sér fyrir mótið og beitti honum tvisvar í ferðinni með góðum árangri. Hug- myndin er eiginlega komin fram eftir 15. … f3. Stóru spurningunni var hinsvegar ekki svarað: eftir 20. Rf5 – í stað 20. Bxg2 verður svartur hugs- anlega að fórna drottningunni: 20. … Hxf5 21. Bxf5 Hf8 22. He6 Hxf5!? 23. Hxd6 Bxd6 með ýmsum færum gegn kóngsstöðu hvits. Gambíturinn sem hefst með 10. … d5 gerir eiginlega ráð fyrr þessari fórn. Hinn snagg- aralegi leikur 20. … Hxf2 molar nið- ur varnir hvíts og eftirleikurinn er auðveldur. Gott dæmi um vel heppnaðan byrjunarundirbúning: Belgrad open 2008; 1. umferð: Ljuboje Bekic (Serbíu) – Dagur Arngrímsson Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. He1 b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 Ra5 10. Bc2 d5 11. exd5 e4 12. Rg5 Rxd5 13. Rxe4 f5 14. Rg3 f4 15. Re4 f3 16. d4 fxg2 17. b4 Rc4 18. Rg3 Dd6 19. Be4 Bb7 20. ... Bxg2 20. Hxf2 21. Kxf2 Hf8+ 22. Kg1 Dxg3 23. Hf1 Rde3 24. Hxf8+ Bxf8 25. De2 Bxg2 26. Df2 Dxh3 – og hvítur gafst upp. Friðriksmót Landsbankans Hið árlega Friðriksmót Lands- banka Íslands hefst í dag í húsa- kynnum gamla aðalbankans. Búist er við að keppendur verði í kringum 70 talsins, þar af fjórir stórmeistar- ar. Verða tefldar ellefu umferðir. Mótið hefst kl. 13. Friðrik verður meðal þátttakenda en hann er nýkominn frá keppni liðs nafntogaðra skákmanna og úrvals- liðs kvenna. Karlarnir unnu 17½:14½ eftir að hafa byrjað fremur illa. Vlastimil Hort stóð sig best karl- anna, hlaut 6½ vinning af átta mögu- legum, Karpov hlaut 5½ vinning, Friðrik 3½ vinning og Uhlmann tvo vinninga. Efstur Jón Viktor Gunnarsson varð í 1. – 3. sæti á opna mótinu í Belgrad. Friðrik Ólafsson Hann verður meðal þátttakenda í Landsbank- anum dag. Jón Viktor efstur í Belgrad Helgi Ólafsson | helol@simnet.is SKÁK Belgrad, Serbíu Belgrad open 25. nóvember til 5. desember 2008

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.