Morgunblaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 10
10 FréttirHALLDÓR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2008 Því er stundum haldið fram aðmikilvægar ákvarðanir séu teknar í reykfylltum bakher- bergjum.     Samkvæmt frásögn Óla BjörnsKárasonar blaðamanns af yf- irtöku FL Group á Trygginga- miðstöðinni í bókinni Stoðir FL bresta, má ætla að þessi lýsing eigi vel við.     Í byrjun sept-ember sl. hafði Glitnir milligöngu um að kaupa 38,8% hlut í TM. 40% af kaupverð- inu voru greidd með hlutabréfum í Glitni sem voru sölutryggð.     Þegar FL Group tók bréfin yfirvarð félagið yfirtökuskylt. Samkvæmt bók Óla Björns vildi FL greiða fyrir aðra hluti í TM með bréfum í FL Group.     Þessu hafnaði Guðbjörg Matthías-dóttir, ekkja Sigurðar Ein- arssonar í Vestmannaeyjum, sem átti ennþá 9% í TM. Glitnir tryggði þá sölurétt á FL-bréfum sem notuð voru sem greiðsla í viðskiptunum.     Óli Björn segir að gera megi ráðfyrir að tap Glitnis á umrædd- um sölutryggingum hlaupi á nokkr- um milljörðum króna. Engar háar þóknanir hafi verið innheimtar.     Allir samningafundir hafi fariðfram í höfuðstöðvum Baugs við Túngötuna en ekki í bankanum. Jón Ásgeir Jóhannesson hafi leitt þessar samningaviðræður.     Glitnir hafi með þessu verið mik-ilvægt verkfæri fyrir stærstu hluthafa bankans. Hver ætli hafi gætt hagsmuna smærri hluthafa Glitnis í bakherbergi starfsstöðvar Baugs við Túngötu? Óli Björn Kárason Samningar í bakherbergjum                      ! " #$    %&'  (  )                             *(!  + ,- .  & / 0    + -     !                             12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (       " #$$#% #% "&       $  $           :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? '! '!   '  ' ' !' '   ' '  '  ' '   ' '  '   '!  ' !'!  ' '!! '                      *$BC                    !    *! $$ B *! ()* %  %) %     + <2 <! <2 <! <2 (*$#%, $& -%. # $/  D -                <7    #      $$  " % & %EB   '   ( ) *! "+   +    $) ",  -      ( " . B   '          . $  / ..   0  $    *    01##%% 22 $# %%3    %, $& Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ STAKSTEINAR VEÐUR ROBERT Dariusz Sobiecki hefur enn ekki komið í leitirnar en hann hefur verið eftirlýstur síðan 12. desember sl. Robert var dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir að hafa nauðgað konu á sal- erni á Hótel Sögu í mars 2007. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rann- sóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu, segir engin merki um að Robert hafi farið af landi brott og hans sé því enn leitað. Aðspurður hvort til standi að óska eftir aðstoð frá Europol eða Interpol segir Friðrik að það sé ekki gert nema að talið sé að viðkomandi hafi yfirgefið land- ið. Dómsmálaráðuneytið eða ríkissaksóknari taki ákvörðun um það. Þá segir Friðrik það fara eftir alvöru brots og þyngd dóms hversu mikil áhersla er lögð á að finna eftirlýstan mann. Brotið sem um ræðir sé alvarlegt og allir lögreglumenn landsins meðvitaðir um að Ro- bert sé eftirlýstur. Páll Winkel fangelsismála- stjóri segir að í hefðbundnum málum sé mönnum sem afplána eiga dóm sent bréf þar sem þeir fá ákveðinn fyrirvara til að geta gengið frá sínum málum áður en þeir mæta til af- plánunar. Ef talið er að viðkomandi gæti reynt að komast undan sé hins vegar gefin út handtöku- skipun um leið og dómur hefur verið kveðinn upp. Það hafi verið gert í tilviki Roberts. Hann var í far- banni meðan á málsmeðferð stóð en það fellur úr gildi við dómsuppkvaðningu. Þeim sem kunna að hafa upplýsingar um ferðir Roberts er bent á að hafa samband við lögregluna í síma 444-1100. halla@mbl.is Hótel Sögu nauðgari enn ófundinn Talið að Robert Dariusz sé enn á landinu en hann hefur verið eftirlýstur í 18 daga Robert Dariusz Sobiecki VÖKUDEILD Barnaspítala Hringsins fékk nýlega 900.000 krón- ur að gjöf frá fjölskyldu Gunnars Helga Stefánssonar, en peningana vann hann í Happdrætti Háskóla Ís- lands og ákvað fjölskyldan að láta peningana renna til tækjakaupa fyr- ir vökudeildina. Ætlunin er að gjafaféð verði notað til kaupa á blóðgasa- og sýrustigs- mæli sem einkum mun nýtast við sjúkraflutninga á nýburum. Slíkur mælir eykur til muna öryggi barna við sjúkraflutninga. Gunnar Helgi, sem nú er tveggja ára að aldri, var aðeins 3 merkur við fæðingu og dvaldi hann fyrstu fjóra mánuði ævinnar á vökudeildinni. Þrátt fyrir að hafa verið veikburða við fæðingu hefur hann náð góðum bata í dag. Gjöf Gunnar Helgi með foreldrum sínum, Friðriku H. Geirsdóttur og Stef- áni H. Hilmarssyni, ásamt nokkrum starfsmanna vökudeildarinnar. Gáfu vökudeildinni happdrættisvinninginn Í HNOTSKURN »Vökudeild er sjúkradeildfyrir fyrirbura og nýbura, sem þurfa á sérhæfðri með- ferð að halda. Bein tenging er frá deildinni inn á kvennadeild þar sem skurðstofur og fæð- ingarstofur eru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.