Morgunblaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 35
Menning 35 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2008 Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is ■ 7.-10. janúar 2009 Vínartónleikar Stjónandi: Markus Poschner Einsöngvari: Dísella Lárusdóttir Miðvikudagur 7. janúar kl. 19.30 Fimmtudagur 8. janúar kl. 19.30 - (Græn röð) Föstudagur 9. janúar kl. 19.30 Laugardagur 10. janúar kl. 17.00 - Örfá sæti laus Nýtt ár hefst með hátíðarbrag á Vínartónleikum þar sem hljóma sígrænar perlur eftir Strauss, Lehár og fleiri meistara óperettunar. Vínartónleikarnir hafa um árabil verið vinsælustu tónleikar hljómsveitarinnar og vissara að tryggja sér miða í tíma. Vinur: Hvernig líður þér, Harold?Pinter: Hverskonar spurning erþetta? Þetta samtal leikskáldsins Harolds Pinters og vinar hans fyrir skemmstu er lýsandi fyrir vinnu hans við leikhúsið um hálfrar aldar skeið, fyrir gagnrýna þátt- töku hans í stjórnmálaumræðu og fyrir nærveru Pinters í bresku menningarlífi. Fólk vissi aldrei til fullnustu hvar það hafði hann, en gat þó vitað að hann spyrði gagn- rýnna spurninga, að hann gæti verið erf- iður, en um leið afar gjafmildur, ekki síst við leikara, leikstjóra og aðra rithöfunda. Pinter lést á aðfangadagskvöld, 78 ára að aldri, eftir að hafa glímt við krabbamein um fimm ára skeið. Þegar Pinter fékk Nób- elsverðlaunin árið 2005 var hann sagður „fremsti fulltrúi leikhússins í Bretlandi á síðari hluta 20. aldar“. Seinni eiginkona Pinters, sagnfræðing- urinn lafði Antonia Fraser, sagði: „Hann var stórmenni og það voru forréttindi að búa með honum í 33 ár.“    Pinter fæddist í Austurbænum í London,sonur ungverskættaðs gyðings sem starfaði sem klæðskeri. Í skóla var hann af- burða íþróttamaður (rétt eins og Samuel Beckett) en hann lagði fyrir sig leiklist og var snemma á sjötta áratugnum farinn að ferðast um með leikhópum, þar sem hann tókst á við mörg og ólík hlutverk – hann hafði leikið yfir 100 rullur áður en hann varð þrítugur. Fyrsta leikrit Pinters, The Room, var gefið út 1957 en fyrir 50 árum var fyrsta leikrit hans í fullri lengd, The Birthday Party, frumsýnt á West End. Það fékk hroðalega dóma og lauk sýningum eftir viku. Það var síðan með The Caretaker, öðru leikriti hans í fullri lengd, sem hann sló í gegn og tryggði arfleifð sína sem eitt helsta leikskáld Breta. Meðal annarra helstu leikrita Pinters eru The Dumb Waiter, The Homecoming og The Betrayal. Leikritin urðu alls 29 en einnig skrifaði hann 21 kvikmyndahandrit. Þá lék Pinter fjölmörg hlutverk á sviði, í sjónvarpi og í kvikmyndum og leikstýrði fjölda leikrita. Hann hlaut öll helstu verð- laun og viðurkenningar sem leikskáld get- ur hlotið en hafnaði boði Johns Majors um aðalstign. Ég hef aldrei getað skrifað hamingjuríktleikrit. En ég hef lifað hamingjuríku lífi,“ sagði Pinter í fyrra. Í eldra viðtali sagðist hann ungur hafa gert afdrifarík mistök, sem hann hefði aldrei jafnað sig á: „Ég skrifaði orðið „þögn“ inn í fyrsta leik- ritið mitt.“ Í nákvæmum textanum eru leik- rit Pinters nefnilega stundum sögð líkjast nótnaskrift tónskálda. Orðið „þögn“ kemur reglulega fyrir – og tími hverrar þagnar í verkinu er sýndur með mismunandi mörg- um punktum. Leiklistarfræðingar telja að það hafi verið út frá hinni miklu reynslu hans sem leikari, sem Pinter hafi þróað djúpan skilning sinn á því hvað fáein orð geta ómað af mörgum möguleikum og hálf- sögðum merkingum – og truflað, hrifið og skemmt áhorfendum, auk þess að ögra skilningi þeirra. Slík voru tök hans á leik- ritaforminu og skilningur á list leikarans. Hann tók við keflinu af Samuel Beckett, sem var búinn að hnika til reglunum í leik- húsinu, og setti óöryggi eftirstríðsáranna svo eftirminnilega á leiksviðið. Orðið „Pintereskt“, sem er fullgilt í umræðu um breskt leikhúslíf, segir sitt um áhrif hans á leikhúsið þar í landi.    Fyrstu kynni Íslendinga af Pinter voruþegar Þjóðleikhúsið sýndi Húsvörðinn, í leikstjórn Benedikts Árnasonar. Sveinn Einarsson, fyrrverandi þjóðleikhússtjóri, segir að það hafi verið mjög góð og merki- leg sýning. Síðan hafa mörg leikrita Pinters verið sett hér á svið. Sveinn þýddi og leikstýrði leikritinu Landslag í Ríkisútvarpinu en hann hitti Pinter áður, í Oxford árið 1971. „Hann er einn af þeim sem eru á mörk- um þess að vera settir á hillu absúrdism- ans. Hann er eins og Jökull Jakobsson að því leytinu, að hann þiggur talsvert af abs- úrdismanum,“ segir Sveinn. Hann minnist á áhrif frá Beckett og Ionesco. „Eins og Io- nesco tekur hann hversdagslegt samtal og snýr upp á það. Hjá Ionesco kemur fram fáranleiki þeirra takmarkana sem tungu- málið hefur til að tjá það sem undir býr, en hjá Pinter er það fremur að hann flettir of- an af því hversu mikið felst í hversdags- legri ræðu. Þarna er undirliggjandi ógn; oft er óhugnanleg stemning í verkunum hans, allt er ótryggt, orðin fá margfalda merkingu og allt í einu opnast nýjar hliðar á heilu setningunum. Sem gerir verkin mjög spennandi, þótt Pinter noti lítið meló- dramatísk áhrif. Hann nær engu að síður upp spennu með mjög einföldum ráðum,“ segir Sveinn.    Með árunum hafði Pinter sífellt meiriafskipti af stjórnmálum; þau urðu að- alefni leikrita hans auk þess sem hann skrifaði um þau greinar og ræddi opinskátt um mannréttindi og misrétti af öllu tagi. Þótt hann væri hart leikinn af krabbanum er hann hlaut Nóbelsverðlaunin, og gæti ekki tekið á móti þeim í Stokkhólmi, notaði hann engu að síður tækifærið til að deila hart á stríðsreksturinn í Írak. Hann var efasemdamaður um alla hluti, jafnt listina sem trúarbrögðin, en vinir Pinters segja þó að hann hafi viðurkennt eitt fyrirbæri sem ósnertanlegt, en það var krikketíþróttin. „Ég hallast að því að krikket sé það besta sem Guð skapaði – það er vissulega betra en kynlíf, þótt kynlíf sé ekki svo slæmt,“ sagði hann. efi@mbl.is Skrifaði aldrei hamingjuríkt leikrit » Þarna er undirliggjandiógn; oft er óhugnanleg stemning í verkunum hans, allt er ótryggt, orðin fá marg- falda merkingu og allt í einu opnast nýjar hliðar á heilu setningunum. Reuters Á sviðinu Harold Pinter leikur sjálfur í verki sínu No Man’s Land í London árið 1992. AF LISTUM Eftir Einar Fal Ingólfsson LEIKSTJÓRI fékk afhenta bók: Sumarljós og svo kemur nóttin. Þar seiðir Jón Kalman Stefánsson les- andann inn í sveitaþorp, lætur það sjálft segja frá í fyrstu persónu fleirtölu. Sögumaðurinn er þar ein- hvers konar alltumlykjandi, kvik, vitur sál, rík af umburðarlyndi, skilningi og spaugi. Hún leiðir les- andann fram og aftur í tíma, upp til stjarnanna, niður í hafið, á degi og nóttu um fáfarnar götur, móa og tún, milli lifenda og dauðra; þar ilm- ar allt af hvötum, þar er hlustað eft- ir andardrætti, þar er spurt um til- gang lífsins. Það er mjög einkennileg upplifun að sjá þetta fagra raunsæja ljóð- verk dúmpa í brotum niður á stóra svið Þjóðleikhússins. Sjá veruleika leiksviðskassans grípa um þau gróf- um höndum og troða því inn í lög- mál sín. Hvernig orð, orðasambönd, verða allt í einu litlaus, sam- bandslaus, fá rangar áherslur; hvernig persónur eitt sinn „lifandi“ manneskjur í bók standa þarna nú svo óskaplega mikið í þykjustunni, og hreyfa sig samkvæmt okkar sér- íslensku, natúralísku leikhefð sem í gegnum árin hefur bætt á sig svo- litlu frá Spaugstofunni og miklu frá bíóinu. Hilmar Jónsson vinnur nú í ann- að sinn leikgerð fyrir stóra svið Þjóðleikhússins. Glíma leiklistar við frásögnina, epíska leikhúsið, er víðsfjarri, sögumaður skipar veiga- lítinn sess, áherslan er á dramatísk- ustu þætti skáldsögunnar. Þó skemmtilegum andstæðum þessara þátta sé sums staðar eytt og ris þeirra, fall og lausn gufi stundum bara einhvern veginn upp þá eru samtöl þjál, tengt er mjúkt og oft skemmtilega milli atriða, þorp verð- ur vissulega til úr textanum. En þorp án erindis. Finnur Arnar Arnarsson býr til tvö rými. Á sviðinu sjálfu er op- inber vettvangur þorpsins, yfirborð- ið, opið rými þar sem eitt hús er í bakgrunni sem tákn fyrir þetta þorp og í kringum það verða til ákaflega fallegar hreyfingar og stemningar í lýsingu Lárusar Björnssonar og undir tónlist Ragn- hildar Gísladóttur sem vinnur fín- lega. Í hljómsveitargryfjunni er hins vegar einkalífinu komið fyrir, í meganatúralískum púkalegum ramma. Á milli rýmanna á fram- vindan auðveldar og þjálar leiðir. Sem sagt praktísk leikmynd, bak- grunnur, en líka án erindis. Í sviðsetningunni er aðaláherslan á draugagang og girnd, spaug; kvennærbuxur, gegnsæir kjólar, berrassaðir kallar, menn sem pissa á sig (og pissa á aðra – ekki frá Jóni Kalman heldur úr sjávarplássi „Steinars í djúpinu“). Og svo þessi hefðbundna kóreógrafía sýninga á stóra sviðinu, einn léttur hópdans – hreyfing hér og þar. Sparnaður í Þjóðleikhúsinu í mannahaldi kemur líka rækilega niður á sviðsetningunni. Leikarar flestir á svipuðum aldri. Andstæður skáldsögunnar stór og lítill, þybbinn og mjór, ungur og miðaldra eða aldraður þurrkast oft út. Verst kemur þetta niður á sögunni um Jónas og Hannes, föður og son, litla og stóra. Þar fer nískan sem neyðir Eggert Þorleifsson til að leika þrjá karaktera hvern á eftir öðrum illa með þann ágæta leikara og mótleik- ara hans Vignir Rafn Valþórsson. En hann og Björn Hlynur Haralds- son og Elva Ósk Ólafsdóttir eru þau einu sem minna mig á Jón Kalman. Hvað áhorfendur ósnortnir af Jóni Kalman sjálfum og óði hans til landsbyggðarinnar, landsins, lásu út úr sviðsverkinu veit ég að sjálf- sögðu ekki. Grunar þó að einhvern veginn hafi þeim fundist þetta und- arlega laust í reipum og endasleppt, kannski jafnvel niðurlægjandi fyrir landsbyggð og suma leikara. Mér finnst hins vegar að þegar þjóðleikhússtjóri afhenti Hilmari bókina hefði hann átt að segja. Nei, ekki stóra sviðið! Ekki jólasýning! Ekki troða þessu inn í lögmál kass- ans! Lögmál árangursins! Ég vil til- raunasviðið og fá að vera þar lengi. Skoða lengi aðferðir og andrúms- loft. Leita! Leita! Því eins og segir í bókinni: „leitin sjálf er tilgangurinn sjálfsagt er það leitin sem kennir okkur orðin sem lýsa skini stjarna, þögn fiskanna, brosi og depurð, heimsenda og sumarljósi“. Þjóðleikhússtjóri rétti leikstjóra bók Sumarljós „Þó skemmtilegum andstæðum þessara þátta sé sumstaðar eytt og ris þeirra, fall og lausn gufi stundum bara einhvern veginn upp, þá eru samtöl þjál, tengt er mjúkt og oft skemmtilega milli atriða, þorp verður vissulega til úr textanum. En þorp án erindis.“ LEIKLIST Þjóðleikhúsið Leikstjóri og höfundur leikgerðar: Hilmar Jónsson. Byggt á verki Jóns Kalmans Stefánssonar. Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson. Búningar: Þórunn María Jóns- dóttir. Tónlist: Ragnhildur Gísladóttir. Leikarar: Baldur Trausti Hreinsson, Birna Hafstein, Björn Hlynur Haraldsson, Edda Arnljótsdóttir, Eggert Þorleifsson, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Esther Talía Casey, Friðrik Friðriksson, Jörundur Ragnarsson, Ólafur Darri Ólafs- son, Ragnheiður Steindórsdóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Valur Freyr Einarsson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Vignir Rafn Valþórsson. Stóra sviðið 26. og 27. desember kl. 20. Sumarljós María Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.